Morgunblaðið - 19.11.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.11.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1997 17 BA býður ódýrar ferð- ir með nýju félagi London. Reuters. BREZKA flugfélagið British Airways hefur skýrt frá því að það ætli að koma á fót flugfé- lagi, sem muni bjóða lág far- gjöld og á rekstur þess að hefj- ast í Evrópu á næsta ári. Framboð á lágum fargjöld- um hefur aukizt í Evrópu og BA vill hasla sér völl á þessum vaxandi markaði. BA mun eiga í samkeppni við nokkur félög, sem hafa komið sér vel fyrir á þessu markaði, þar á meðal Ryanair, EasyJet, AirUK og Debonair. BA segir að félagið vonist til að gera fyrir farþegaflug það sem sænski húsgagnaris- inn IKEA í Svíþjóð hafi gert á sviði húsgagna. Aðalstöðvar flugfélagsins verða á Stansted flugvelli Lundúna og haldið verður uppi ferðum til ítaliu, Spánar, Skandinavíu, Frakklands og Þýzkalands. Fólk verður ráðið í meira en 150 ný störf hjá nýja flugfélaginu á fyrsta starfsári þess að sögn BA. Fundur um tækifæri á al- þjóðamarkaði ÍMARK, félag íslensks mark- aðsfólks stendur fyrir hádegis- verðarfundi í dag um framtíð- arsýn og tækifæri fiskútflutn- ingsfyrirtækja á alþjóðlegum markaði. Á fundinum munu þeir Frið- rik Pálsson, forstjóri Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna og Jón Ásbergsson, framkvæmda- stjóri Útflutningsráðs íslands fjalla um þau tækifæri sem ís- lensk fyrirtæki hafa til að markaðssetja vöru sína á al- þjóðlegum markaði og innbyrð- is samkeppni íslensku fyrir- tækjanna. Fundarstjóri verður Bogi Ágústsson, forstöðumað- ur markaðs- og þróunarsviðs Ríkisútvarpsins. Fundurinn verður í Skálanum, 2. hæð, á Hótel Sögu kl. 12 til 13. Sabena kaupir 34 Airbus Brilssel. Reuters. SABENA flugfélagið í Belgíu ætlar að kaupa 34 Airbus Ind- ustrie flugvélar til að endurnýja flugvélaflota sinn og er hér um að ræða mestu flugvélapöntun í sögu félagsins. Sabena segir að 28 af nýju flugvélunum muni leysa af hólmi 13 Boeing 737-200 og 15 Boeing 737-300, -400, -500. Sex flugvélar til viðbótar verða pantaðar til að bæta áætlunar- kerfí félagsins í Evrópu. Félagið hefur einnig tryggt sér kauprétt á fimm flugvélum í viðbót. Allianz stefnir að forystu í heiminum MUnchen. Reuters. ALLIANZ AG, þriðji helzti vá- tryggjandi heims, stefnir að fyrsta sætinu í heiminum á sínu sviði með vinsamlegu tilboði í AGF í Frakklandi. Ef gengið verður að tilboðinu verður hér um að ræða mestu fyrirtækjakaup, sem þýzkt fyr- irtæki hefur ráðizt í. Með kaupunum yrði komið á fót hnattrænu tryggingarfyrir- tæki með tekjur upp á 110 millj- arða marka og eignir upp á 480 milljarða marka að sögn Allianz. Shell og BP semja við Rússa um olíu oggas Moskvu. Reuters. BAGBORINN olíu- og gasiðnaður fær langþráða vestræna fjármögn- un með samningum um sameignar- félög við tvö brezk olíufélög sama daginn. Ensk-hollenzki olíurisinn Royal Dutch/Shell og RAO Gazprom í Rússlandi hafa skýrt frá stofnun sameiginlegs þróunarfélags, sem mun stefna að því að framleiða 500.000 tonn af olíu á dag - 8% olíuframleiðslu Rússa 1996. „Við komumst að því að við get- um ekki verið án hvor annars á heimsmörkuðum," sagði aðalfram- kvæmdastjóri Gazprom, Rem Víj- akjírev. Hann kvað viðræður hafa staðið yfir í þrjú ár. BP kaupir í olíufélagi Seinna staðfesti British Petrole- um að fyrirtækið væri að því kom- ið að undirrita samning um kaup á 10% í SIDANKO, sjötta stærsta olíufélagi Rússlands miðað við framleiðslu, sem er undir stjóm hinnar voldugu Uneximbank fyrir- tækjasamsteypu. BP kvaðst mundu greiða 571 milljón dollara fyrir hlutinn. BP mun einnig eignast 45% hlut í 60% hlut SIDANKO í RUSIYA-Petrole- um, fyrirtæki í Irkutsk, sem á mik- il orkusetlög í Austur-Síberíu. Einn af yfirmönnum Shell, Jero- en van der Veer, sagði að bandalag Shell-Gazprom samrýmdist því tak- marki félagsins að verða þátttak- andi í olíu- og gasiðnaði Rússa til langs tíma. Tilboð í ríkisolíufélag Gazprom og Shell skýrðu frá þriðja stórsamningnum - um sam- eignarfélag við LUKoil, stærsta olíufélag Rússlands. Tilgangurinn er að bjóða sameiginlega í hlut í rússneska ríkisolíufélaginu Ros- neft. Á það var lögð áherzla að sam- eiginleg þróunarverkefni Shell- Gazprom skiptu meira máli en bandalagið við LUKoil til að bjóða í Rosneft. Samvinnan við LUKoil gæti leitt til átaka við bandalag BP-SID- ANKO í mikilli einkavæðingarbar- áttu, sem mun fara fram fyrri hluta árs 1998. Fyrsta sameiginlega þróunar- verkefni hins sameiginlega félags Gazprom og Shell verður að hefja nýtingu á Zapolyarnoye svæðinu í Vestur-Síberíu og mun gas fram- leiðsla hefjast 2003. Gazprom fyrirtækið á fjölda annarra olíusvæða. Það er stærsta gasfélag heims og kveðst eiga 33,4 billjónir rúmmetra af gasi og 14,3 milljarða tunna af olíu og gasefnum. Þar af er mikið magn á afskekktum svæðum og því erf- itt að nýta hráefnið og koma því á markað. Á vit nýrra tíma á fjármálamarkaði! Fimmtudaginn 20. nóvember 1997, bo&ar Félag vi&skiptafræ&inga og hagfræ&inga tíl morgunverðarfundar frá kl. 8:00-9:30 a& Hótel Sögu, Sunnusal 1. hæö (á&ur Átthagasalur). Framsögumenn á fundinum ver&a: BJarnl Ármannsson, framkvæmdastjóri Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóös atvinnulífsins. Þeir munu m.a. fjalla um eftirfarandi atri&i: Bjami Ármannsson • Hver eru hlutverk Fjárfestingarbanka atvinnulífsins og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins? • Hvernig ætla þessi fyrirtæki aö ná fram markmiðum sínum? • Hvaða áhrif hefur það á fjármálamarkaðinn í heild? • Hver er framtíð banka og sparisjóða á íslandi. • Þróun fjármálamarkaðarins á næstu árum. páii Kr. páisson Opinn fundur - gestir velkomnlr. FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA Fundurinn hefst kl. 8:oo, stendur til kl. 9:30 og er öllum opinn. Blað allra landsmanna! pJnrgamlblaltilr - kjarni málsins! Ný tœkifœri. Lestu um nýjungar í boði á bls. 4-5 Ef þú hefur ekki þegarfengið þjonustuiistann, vinsamlega hringdu í síma 560-8900 og við sendum hann. \XTAR- ^URINN hí. ci a»V kviu tvs wrfuwVi, Vn'r cOutvur \ i sti ciíatsr vjÁ^Vinv jaJn l.tu m ÍHv>k»rv *»cin 'ir cl 't tj.irtcsiA cisarÍ! ‘iu mt vtgA mri . SbH>urm« hi'í ‘ ukIi>. t,’’ • • t * vú á' |>vt ^ umu Hunt ' UrcviMijiX VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþitigi íslands • Kirkjusandi. Sími 560-8900, 8004-800. Myndsendir: 560-8910.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.