Morgunblaðið - 19.11.1997, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1997
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Gerhard Schröder, forsætisráðherra
Neðra-Saxlands
Hvatvís
Gerhard Schröder, forsætisráðherra
Neðra-Saxlands og einn litríkasti forystu-
maður þýzka jafnaðarmannaflokksins,
SPD, kemur í opinbera heimsókn til Is-
lands í dag. Hann þykir líklegur til að
verða kanzlaraefni flokksins í kosningum
til Sambandsþingsins á næsta ári.
GERHARD Schröder, for-
sætisráðherra Neðra-
Saxlands, og einn helzti
forystumaður þýzka jafn-
aðarmannaflokksins, SPD, hefur á
Akureyri í dag þriggja daga opin-
bera heimsókn sína til Islands. I fór
með Schröder eru um þrjátíu
manns, fylgdarlið, viðskiptasendi-
nefnd og blaðamenn.
Schröder er um þessar mundir
einn af vinsælustu stjómmálamönn-
um Þýzkalands og samkvæmt skoð-
anakönnunum kysu flestir þýzkir
kjósendur (56%) hann ef hann yrði
mótframbjóðandi Helmuts Kohls
kanzlara fyrir hönd jafnaðarmanna
í þingkosningunum sem eiga að fara
fram í september á næsta ári. Búizt
er við spennandi kosningabaráttu,
þar sem Kohl, leiðtogi kristilegra
demókrata, hefur þegar lýst því yfir
að hann sækist eftir endurkjöri til
að stjóma Þýzkalandi fimmta kjör-
tímabilið í röð.
Forysta SPD hefur hins vegar
ákveðið að taka ekki ákvörðun um
kanzlaraefni flokksins fyrr en að
kosningum til þings Neðra-
Saxlands loknum í apríl næstkom-
andi. Formaður SPD, Oskar
Lafontaine, er gamall keppinautur
Schröders innan flokksins en sem
formaður hefur hann mest um það
að segja hver velst til að leiða kosn-
ingabaráttuna. Kjósi hann að sækj-
ast sjálfur eftir kanzlaraembættinu
hefur hann rétt til þess. Það er þó
eitt og annað sem gerir hann ólík-
legan til að vera sá maður sem get-
ur leitt SPD til sigurs gegn Helmut
Kohl, þar sem hann hefur einu sinni
áður verið kanzlaraefni flokksins og
tapað, en það var í kosningunum
sameiningarárið 1990. Samkvæmt
skoðanakönnunum höfðar hann líka
til mun þrengri hóps kjósenda en
keppinauturinn Schröder.
Schröder sker sig neftiilega að
mörgu leyti úr hópi helztu forystu-
manna SPD. Hann hefur alla tíð síð-
an hann komst til metorða innan
flokksins fyrir rúmum tveimur ára-
tugum verið umdeildur af flokks-
systkinum.
Meðal þess sem einkennir Ger-
hard Schröder sem stjórnmála-
mann er að hann hefur ætíð verið
mjög hvatvís og opinskár; trú hans
á sjálfan sig hefur alltaf verið ótví-
ræð í allri hans framkomu. Der Spi-
egel kallar hann „Stefan Effenberg
jafnaðarmanna," en Effenberg er
ein helzta stjarna þýzka landsliðsins
í knattspymu og þekktur fyrir hvat-
vísi sína. Þessir eiginleikar
Schröders hafa bakað honum gagn-
rýni fyrir tilhneigingu til lýð-
skrums. En þeir gera það líka að
verkum að fjölmiðlar hafa sýnt hon-
um meiri athygli en mörgum öðr-
um, og þá ekki aðeins beint sjónum
að stjómmálastarft hans heldur
ekki síður einkalífínu, þótt lítil hefð
sé fyrir slíku í þýzkum fjölmiðlum.
Þótti reyndar sumum nóg um
hvemig hjónaband forsætisráð-
herrahjónanna Schröders og eigin-
konu hans til 13 ára, Hiltrud, var
„borið á torg“ í blöðum, tímaritum
og sjónvarpsspjallþáttum. Skilnað-
ur þeirra snemma árs 1996 fór fram
fyrir jafn opnum tjöldum og var
hverju smáatriði í tengslum við
hann fylgt eftir af fjölmiðlum. Kom
það nokkuð á óvart að skilnaðurinn
hefur ekki haft áhrif á vinsældir
Schröders.
Skilnaðurinn kom til í kjölfar
þess að Schröder greindi eiginkon-
unni frá sambandi sínu við hina 32
ára gömlu blaðakonu Doris Köpf.
Lögskilnaður þeirra gekk í gildi í
september sl. og 17. október varð
Köpf fjórða eiginkona Schröders
þegar þau giftust á laun hjá borgar-
dómara í Hannover.
Brauzt til metorða
Gerhard Schröder fæddist 7. apr-
íl 1944 í smábænum Mossenberg
nærri Detmold. Hann ólst upp við
einfaldar aðstæður, þar sem faðir
hans féll í stríðinu og móðir hans
Reuters
GERHARD Schröder er hér klappað lof í lófa af flokksmönnum sínum á fundi í Hannover í síðasta mánuði.
Hann þykir lfldegur til að verða kanzlaraefni þýzkra jafnaðarmanna á næsta ári.
var verkakona. Schröder lauk fýrst
verzlunarprófi og starfaði í járn-
vörubúð, en tók stúdentspróf síðar í
kvöldskóla og stundaði lögfræðinám
í háskólanum í Göttingen. 1972-1976
starfaði hann sem lögfræðingur í
Hannover og gerði það áfram jafn-
hliða stjómmálastarfi sínu
1978-1990.
Schröder gekk í jafnaðarmanna-
flokkinn 1963 og hóf pólitískan feril
sinn 1977 er hann var kjörinn í
stjórn flokksdeildar SPD í
Hannover. 1978-1980 fór hann fyr-
ir ungliðahreyfingu SPD og 1980
var hann kjörinn á Sambandsþingið
í Bonn, þar sem sat til 1986. Þá tók
hann sæti sem leiðtogi stjórnarand-
stöðu SPD á þingi Neðra-Saxlands í
Hannover. 1990 unnu jafnaðarmenn
undir forystu Schröders kosningar í
Neðra-Saxlandi og hann tók við
embætti forsætisráðherra. Hann
Dagskrá heimsóknar
Gerhards Schröders
Hádegisverðar-
fundur á föstudag
ÞYZK-íslenzka verzlunarráðið og
viðskiptaskrifstofa utanrfldsráðu-
neytisins bjóða til hádegisverðar-
fundar með Gerhard Schröder,
forsætisráðherra Neðra-Saxlands
og lfldegu kanslaraefni jafnaðar-
mannaflokksins, í Vflungasal
Hótel Lofleiða næstkomandi
föstudag 21. nóvember 1997 kl.
11.30-13.15. Á honum heldur
Schröder erindi um stöðu og þró-
un efnahagsmála og ræðir stjórn-
málaástandið ( Þýzkalandi.
Fundarstjóri verður Páll Kr.
Pálsson, formaður Þýzk-íslenzka
verzlunarráðsins. Að lokinni
framsögu Schröders geta fundar-
menn borið fram fyrirspurnir.
Fundurinn er öllum opinn en
nauðsynlegt er að tilkynna þátt-
töku fyrirfram.
Hádegisverðarfundurinn verð-
ur síðasti dagskrárliður þriggja
daga opinberrar heimsóknar
Schröders til íslands. Heimsóknin
hefst formlega í dag, miðvikudag,
með því að Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherra tekur á móti
honum á Akureyrarflugvelli
ásamt móttökunefnd Akureyrar.
Á morgun mun Schröder eiga
formlegar viðræður við utanríkis-
ráðherra, þiggja hádegisverðar-
boð forsætisráðherra og eiga
fund með sjávarútvegsráðherra.
Forseti íslands býður honum og
fylgdarliði hans til Bessastaða.
I hinu þrjátíu manna fylgdarliði
forsætisráðherrans er viðskipta-
sendinefnd frá Neðra-Saxlandi,
og í heimsókninni er lögð áherzla
á viðskiptaviðræður og heimsókn-
ir í fyrirtæki, bæði á Akureyri, í
Reykjavík, Hafnarfirði og á Suð-
urnesjum.
Neðra-Saxland (Niedersachsen)
er meðal stærstu sambandslanda
Þýzkalands. Þar búa 7,8 milljónir
manna. Stærstur hluti Norð-
ursjávarstrandar Þýzkalands til-
heyrir því, þar á meðal hafnar-
borgin Cuxhaven, þar sem mikið
af íslenzkum sjávarafurðum sem
fara á Evrópumarkað er landað.
hélt velli í kosningunum 1994 og
hefur lýst því yfir að hann álíti sig
fallinn úr leik í baráttunni um út-
nefningu til kanzlaraefnis SPD ef
hann tapar meiru en tveimur pró-
sentum þegar kosið verður til þings
Neðra-Saxlands á ný í apríl næst-
komandi.
í síðasta mánuði tók Schröder við
forsæti efri deildar þýska sam-
bandsþingsins (Bundesrat) en þar
sitja 68 fulltrúar sambandslandanna
16, þar á meðal allir forsætisráð-
herrarnir.
Vinur efnahagslífsins
Einu ári áður en Schröder tók
fyrst við valdataumunum í
Hannover tók hann sæti í yfir-
flokksstjórn SPD. Innan hennar
gegnir hann nú hlutverki talsmanns
flokksins í efnahagsmálum.
Sem forsætisráðherra Neðra-
Saxlands hefur Schröder lagt
áherzlu á að auka veg iðnaðar og at-
vinnulífs í heimahéraði sínu. Hann
situr sjálfur í eftirlitsráðum
(Aufsichtsrat) Volkswagen-bílaverk-
smiðjanna, bankans Norddeutsche
Landesbank og fyrirtækisins sem
vinnur að undirbúningi heimssýn-
ingarinnai- EXPO 2000 sem fara á
fram aldamótaárið í Hannover. Á
ferðalögum sínum erlendis hefur
hann jafnan með sér hóp fulltrúa út-
flutnings- og þjónustufyrirtækja úr
héraðinu. Meðal annars með þessu
fylgir Schröder eftir þeirri sannfær-
ingu sinni sem hann hefur gert að
einum homsteina stjómmálastefnu
sinnar, sem hefur jafníramt skipað
honum til hægri innan SPD, en hún
er sú að það skili meira félagslegu
öryggi að vinna með viðskiptalífinu
en gegn því.
Vinstri armurinn andsnúinn
Þessi atvinnulífsvinsamlega
stefna hefur aflað Schröder breiðs
persónufylgis meðal fyrirtækjarek-
enda og kjósenda, en hún er mjög
umdeild meðal félaga hans í forystu
SPD. Vinstri armur flokksins hefur
lengi beitt sér gegn honum og innan
yfirflokksstjórnarinnar, sem 13
manns skipa, eru samkvæmt upp-
lýsingum Suddeutsche Zeitung að-
eins tveir á bandi Schröders. Allir
hinir styðja, að sögn blaðsins
Lafontaine, ef þeir væm beðnir að
gera upp á milli þeirra tveggja sem
kanzlaraefnis. Persónulegur and-
stæðingur Schröders og fulltrúi
vinstri armsins, Rudolf Scharping,
sem 1993-1995 var formaður SPD
og kanzlaraefni flokksins í síðustu
kosningum 1994, stendur þessa
dagana fyrir breytingum á þeim
áherzlum í efnahagsmálum, sem
efnahagsmálatalsmaður flokksins,
Schröder, hafði fengið samþykktar
sem umræðugrundvöll fyrir næsta
flokksþing sem til stendur að komi
saman í Hannover í næsta mánuði.
Af þessu er ljóst að mikill munur
er á þeim stuðningi sem Schröder
nýtur meðal félaga sinna í flokks-
forystunni annars vegar og hjá al-
mennum flokksmönnum og kjós-
endum hins vegar. Styrkleiki
Schröders liggur í almenningsvin-
sældum og í því að fulltrúar at-
vinnulífsins treysta honum betur en
vinstrisinnaðri forystumönnum
flokksins, Lafontaine þar með tal-
inn. Veikleikar hans með tilliti til
möguleikanna á að verða útnefndur
kanzlaraefni SPD felast að mestu í
þeim litla stuðningi sem hann nýtur
hjá forystusveit flokksins, þar sem
fulltrúar vinstri armsins og stuðn-
ingsmanna Lafontaines eru í meiri-
hluta.
Viljinn til valdsins
Þótt hátt í hálft ár sé í að SPD
ákveði hver leiði kosningabaráttuna
er hún þegar hafin. Undanfarnar
vikur hafa birzt heilsíðuauglýsingar
í blöðum í Þýzkalandi þai' sem
Schröder og Lafontaine standa þétt
saman á táknrænan hátt sem sam-
herjar, sem séu tilbúnir að leysa af
þá Kohl og staðgengil hans Wolf-
gang Scháuble.
Þessi auglýsing kom mörgum
innnan flokksins á óvart og reyndar
túlka margir hana öfugt við að hún
sýni tvímenningana sem samherja,
heldur varpi hún kastljósinu að
samkeppninni sem sé milli þeirra
tveggja um að komast í æðsta
valdastól landsins.
í nýlegu viðtali í Der Stern var
Schröder spurður hvort hann væri
valdasjúkur. Spurningunni svaraði
hann ekki beinlínis neitandi, heldur
sagði hann að hver sá, sem hafi
metnað í stjórnmálum verði að hafa
„heilbrigða afstöðu til valdsins".
„Maður verður að viija það, hvort
sem það er í Hannover eða Bonn,“
sagði hann og bætti við að hann
segði þetta með tilliti til manna,
sem væru fullir vanmetakenndar í
garð valdsins. „Stjórnmálamaður
verður að sækjast eftir valdinu,
verður að vilja koma einhverju til
leiðar með því. Af þessari ástæðu
veitir vald mér ánægju."
og metn-
aðarfullur