Morgunblaðið - 19.11.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.11.1997, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1997 ERLENT MORGUNB LAÐIÐ Heittrúarmenn lýsa yfír ábyrgð Lúxor, Kaírð, London. Reuters. ISLÖMSK strangtrúarsamtök lýstu í gær ábyrgð á blóðbaðinu í Lúxor í fyrradag á hendur sér. Málgagn eg- ypsku stjómarinnar, al-Ahram, sagði að 60 erlendir ferðamenn hefðu týnt lífi og fjórir Egyptar auk tilræðis- mannanna sex sem féllu eftir skot- bardaga við lögreglu. Breyttu þeir sólbökuðu 4.600 ára drottningarhofi, Hatshepsut eða öðru nafni Deir al- Bahri, í blóðvöll. Drápu þeir fyrst lögreglumenn við hofið og klæddust einkennisfótum þeirra áður en þeir létu til skarar skríða gegn ferða- mönnum. Ríkir mikil reiði í garð strangtrúarmanna í Egyptalandi í kjölfar atburðarins. Sjónarvottar sögðu að tilræðis- mennimir hefðu ekið bifreið upp að fordymm hofsins. Fjórir þeirra réðust til inngöngu og egypsk leiðsögukona sem var innandyra sagði þá hafa skotið á allt sem fyrir þeim varð. „Skot- hvellir virtust berast frá fjöllunum og eitt augna- blik hélt ég að hryðju- verkamenn væra komn- ir á kreik en gestimir hlógu og sögðu að stríð hefði brotist út. Ég íyr- irskipaði mínum hópi að leggjast niður og er mér varð litið upp stóð rúm- lega tvítugur maður yfir okkur og hóf skothríð. Ég get ekki lýst harm- leiknum sem fylgdi. Stuttu seinna kom fólk og hjálpaði okkur sem lifðum af,“ sagði konan. „Þeir réðust inn í hof- ið skjótandi í allar áttir. Þeir vora einnig vopn- aðir handsprengjum og þegar skothylkin tæmdust drógu þeir upp hnífa og héldu slátruninni áfram,“ sagði rútubílstjóri, Mahmoud al-Rawi, sem særðist. Annar rútubíl- stjóri, Hagag al-Nahas, sagðist hafa verið rétt búinn að losa fulla rútu af ferðamönnum við hofið er vopnaðir menn réðust inn í hana. „Þeir vora sex, fimm þeirra í lögreglubúningi, einn í gallabuxum og skipuðu mér að aka brott. Ég ók þeim í nokkra hringi. Þeir höfðu labbrabbstöðvar lögreglumannanna sem þeir myrtu og gátu fylgst með viðbrögðum lög- reglunnar.“ Að sögn egypskra sjón- arvotta tók það lögreglu allt að 90 mínútur frá því tilræðið hófst að koma liði á vettvang. Heilu fjölskyldurnar hurfu af sjón- arsviðinu í tilræði egypsku hryðju- verkamannanna í Lúxor. Fimm ára bresk stúlka, 24 ára móðir hennar og amma týndu allar lífi en alls biðu sex Bretar bana í tilræðinu. Fem nýgift og ung japönsk hjón í brúðkaupsferð til Lúxor fóru á vit rómantíkur og ævintýra en mættu þar örlögum sín- um í hinum fornu musteram. Alls biðu 10 Japanir dauða í Lúxor. Stjórnvöld í Tókýó fordæmdu at- burðinn og japanskar ferðaskrifstof- ur aflýstu frekari ferðalögum til Eg- yptalands. Að minnsta kosti 35 fórnarlamba egypsku hryðjuverkamannanna voru svissneskir. Vöraðu svissnesk stjórn- völd þegna sína eindregið við ferða- lögum til Egyptalands. Aflýstu sviss- neskar ferðaskrifstofur ferðum og Reuters HOSNI Mubarak, forseti Egyptalands, og Kmal Ganzouri forsætisráðherra (l.t.h.) skoðuðu í gær vettvang fjöldamorðs egypskra hryðjuverkamanna í Lúxor. hófu að flytja ferðamenn sína heim í gær. Loftbrú til Bretlands Breskar ferðaskrifstofur komu í gær á loftbrú fyrír mörg hundrað skjólstæðinga sína sem voru á þeirra vegum í Egyptalandi. Sendar voru sjö tómar farþegaþotur til suðurhluta Égyptalands frá London. Aflýstu ferðaskrifstofur jafnframt ráðgerð- um ferðum þangað á næstunni vegna fjöldamorðsins í Lúxor en um áfram- hald ferðalaga verður beðið eftir ráð- leggingum breska utanríkisráðuneyt- isins. Kemur allt eins til álita að hætta ferðum þangað fyrir fullt og allt en það þykir fremur ólíklegt. Eg- yptaland hefur verið vinsæll áfanga- staður breskra ferðalanga en 350.000 slíkir fóra þangað í fyrra. Franska utanríkisráðuneytið hvatti franska þegna til að gæta mikillar var- úðar í Égyptalandi en gekk þó ekld það langt að leggjast gegn ferðum þangað. Fjöldi franskra ferðaskrif- stofa bauð viðskiptamönnum sínum að snúa þegar í stað heim og aflýsti frek- ari ferðum ótímabundið en sumar skrifstofur héldu áfram sölu ferða til Egyptalands eins og ekkert hefði í skorist. Rúmlega 240 þúsund Frakkar fóra þangað í fyrra. Óp og grátur gegnum skothríðina Breskur túristi, Victoria Mcllvenna, var sjónarvottur að til- ræðinu í Lúxor og lýsti reynslu sinni í Daily Mail í gær. „Þeir skutu handahófskennt úr smárútu sem þeir höfðu rænt. Ferðamenn reyndu að forða sér á hlaupum, skelfingu lostnir. Óp þeirra og grátur hvein í gegnum vélbyssuskot- hríðina en það þyrlaðist upp svo mikið ryk og sandur að ekki sást mikið,“ sagði hún. Breskar vinkonur lifðu tilræðið af með því að hlaupa í skjól inní tó- bakssöluskúr er kúlna- hríðin lék allt í kring. „Lögreglan notaði skúrinn sem felustað til þess að skjóta á tilræð- ismennina er þeir reyndu að komast und- an. Við voram því í miðju brjálæðisins,“ sagði Ann Futter við komuna til Bretlands. „Við vorum fóst í skúrn- um í tvo klukkutíma ásamt 30 til 40 enskum, frönskum og ítölskum ferðamönnum,“ bætti vin- kona hennar, Marilyn Lee, við. Voru þær Futter á lokadegi ferðalags um Egyptaland er þær lentu í skothríð- inni við Hatshepsut-musterið. Lýsa ábyrgð Egypsku hryðjuverkasamtökin al- Gama’a al-Islamiya, eða íslamssam- tökin, lýstu ábyrgð á verknaðinum í Lúxor á hendur sér. Tilgangurinn var að fá andlegan leiðtoga sinn, blinda klerkinn Omar Abdel-Ra- hman, lausan úr bandarísku fangelsi, segir í yfirlýsingu samtakanna. Ætl- unin hafi verið að taka hóp erlendra ferðamanna í gíslingu en allt hafi farið úr böndum „vegna óábyrgra viðbragða öryggissveita stjórnarinn- ar.“ SW .... p PRIMAVERA RISTORANTE Andstaðan meðal Dana eykst Kaupmannahöfn. Reuters. STUÐNINGURINN meðal Dana við Amsterdam-sáttmála Evrópu- sambandsins hefur minnkað og and- staðan aukist síðasta mánuðinn, ef marka má skoðanakönnun sem danska viðskiptadagblaðið B0rsen birti á fimmtudag. 42,8% aðspurðra sögðust styðja sáttmálann og 32,2% voru á móti honum. I samskonar könnun, sem birt var í október, voru 45,7% hlynnt sáttmálanum en 30,5% sögðust hafna honum. Samkvæmt nýju kcnnuninni hef- ur tæpur fjórðungur Dana ekki enn gert upp hug sinn í málinu. Niels Helveg Petersen, utanríkisráðherra Dana, kvaðst telja að þótt andstaðan hefði aukist yrði sáttmálinn sam- þykktur með miklum meirihluta þegar hann verður borinn undir þjóðaratkvæði í Danmörku 28. maí. AUSTURSTRÆTI 9 - SlMI 561 8555 Efnahagsráðstefnunni í Qatar lokið Reuters PALESTINSKAR konur halda uppi mynd af Etaf Elian, sem hefur verið í hungurverkfalli í ísraelsku fangelsi sfðastliðna 22 daga. Hörð gagnrýni á Israelsstjórn Doha. Reuters. HÖRÐ gagnrýni á ísraelsstjórn setti mark sitt á þriggja daga efna- hagsráðstefnu Norður-Afríkuríkja og Miðausturlanda sem lauk í Qatar í gær. Hamad bin Khalifa al-Thani Qat- arprins ávarpaði gesti við upphaf ráðstefnunnar og sagði m.a. að að- gerðir ísraela hefðu kallað hættur yfir heimshlutann sem sjái enn ekki fyrir endann á. Þá sagði Jawad al- Anani, aðstoðarforsætisráðherra Jórdaníu, afskipti ísraela af efna- hagsmálum palestínsku sjálfstjóm- arsvæðanna óviðunandi brot á frið- arsamkomulagi þeirra við Palest- ínumenn. Madeleine Albright, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna hélt einnig ávarp við upphaf ráðstefn- unnar þar sem hún hvatti Israels- menn til að láta land í skiptum fyrir frið. Krafan um að Israelsmenn láti land í skiptum fyrir frið var einnig áréttuð í opinberri yfirlýsingu ráð- stefnunnar. Fulltrúar Israels skrif- uðu undir yfirlýsinguna þótt þeir skiluðu einnig inn séráliti þar sem gerð var grein fyrir áhyggjum þeirra af orðalagi hennar. Fjölmörg arabaríki hættu við þátttöku í ráðstefnunni í mótmæla- skyni við aðgerðir ísraelsstjórnar á hernumdu svæðunum og brot henn- ar á skuldbindingum Öslóarsamn- ingsins. Natan Sharansky, við- skiptaráðherra ísraels, sem staddur er í Qatar, sagðist taka meira mark á þeim sem sátu heima en þeim sem mættu til þess eins að úthúða ísra- elsstjórn. Unnið að nýjum viðskiptasamningum A ráðstefnunni var m.a. unnið að gerð viðskiptasamninga milli ísra- els og Qatar og ísraels og Jórdaníu en ráðstefnan, sem haldin er árlega að undirlagi Bandaríkjastjórnar, hefur það að meginmarkmiði að efla viðskiptatengsl Israela og nágranna þeirra. Það hefur hins vegar verið harð- lega gagnrýnt bæði í ísrael og með- al þátttakenda í Qatar að David Levi, utanríkisráðherra ísraels, sótti ekki ráðstefnuna. Áður en ráð- stefnan hófst bar hann því við að hún kæmi greinilega ekki til með að hafa stjórnmálalega þýðingu og því væri engin ástæða til þess að hann tæki þátt í henni. Mozart og alpafíf- ill á austurrískum evró-peningum Vín. Reuters. WOLFGANG Amadeus Mozart og alpafífill eða „Edelweiss" mun prýða aðra hlið þeirrar evró-myntar, sem þegar þar að kemur fer í umferð í Austurríki. Austurríski seðlabankinn tilkynnti þetta á dögunum. Hvert aðild- arríki Efna- hags- og mynt- bandalags Évr- ópu, sem stend- ur til að hleypa af stokkunum í ársbyrjun 1999, fær að móta að vild aðra hlið allra myntpen- inga, sem fara í umferð af hinni nýju sameiginlegu Evrópumynt, evróinu, en hin hliðin verður eins á öllu evró-svæðinu. Til stendur að myntin fari í umferð árið 2002 og komi í stað fyrri gjaldmiðla aðildarlanda mynt- bandalagsins. Um er að ræða átta myntpen- inga, að verð- mæti 1, 2, 5,10, 20 og 50 sent og 1 og 2 evró. Á þeim fyrst- nefndu þremur leggur austur- ríski seðlabank- inn til að verði myndir af Alpablómum, á næstu þremur myndir af byggingum, en á eins evrós-peningnum verði mynd af Mozart og af friðarverð- launahafa Nóbels, Berthu von Suttner, á tveggja evróa-mynt- inni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.