Morgunblaðið - 19.11.1997, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1997
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Starfsmenn Byggðastofnunar
mótmæla flutningi þróunarsviðs
SVONA, Guðmundur minn, þetta var nú eitt af kosningaloforðunum, að halda uppi
fjörinu á sæluvikunum, góði . . .
Afgreiðslutími bensínstöðva breytist
Dagsbrún mótmælir
breytingunni
BREYTINGAR eru að verða á af-
greiðslutíma bensínstöðva á höf-
uðborgarsvæðinu. Hefðbundnar
bensínstöðvar verður lokað kl. 19:30
í stað kl. 20. Stöðvarnar verða einnig
opnaðar seinna á laugardagsmorgn-
um en verið hefur. Bensínstöðvar,
sem eru með mikla smásöluverslun,
verða hins vegar opnar til kl. 23:30.
Vegna breytinganna hafa Olíufé-
lagið og Skeljungur sagt upp samn-
ingi við bensínafgreiðslufólk um
fasta yfirvinnu. Dagsbrún hefur
mótmælt breytingunum og telur að
þær gangi þvert á markmið nýs
kjarasamnings félagsins. Segir fé-
lagið að sú tekjurýrnun sem fylgi
þessari breytingu nemi í sumum til-
fellum svipaðri upphæð og menn
hafi fengið út úr nýgerðum samn-
ingum. Mótmælin hafa leitt til þess
að Skeljungur hefur frestað breyt-
ingunum til áramóta.
Loka hálftima fyrr á kvöldin
Pálmar Viggósson, deildarstjóri
hjá Oh'ufélaginu, sagði að afgreiðslu-
tíma hefði verið breytt á fímm bens-
ínstöðvum Olíufélagsins, þ.e. í Borg-
artúni, Fellsmúla, Stóragerði, Nesti
Fossvogi og Nesti Bíldshöfða.
Stöðvarnar í Mosfellsbæ og Reykja-
víkurvegi verða áfram opnar til ki.
20. Hins vegar væri fyrirhugað að
þessar tvær stöðvar yrðu í fram-
tíðinni opnar til kl. 23:30. Hann
sagði að stefnan væri sú að bens-
ínstöðvarnar yrðu annaðhvort opnar
til 19:30 eða til 23:30.
Pálmar sagði að þar sem af-
greiðslutíminn hefði verið styttur
hefði fastri yfírvinnu starfsmanna
verið sagt upp. Hann sagði að sam-
komulag hefði verið gert við starfs-
menn um að fara þessa leið til
reynslu. Niðurstaðan hefði verið sú
að starfsmenn hefðu almennt ekki
viljað hverfa til gamla afgreiðslutím-
ans. Pálmar bætti við að menn
þyrftu ekki að taka nema eina auka-
vakt til að bæta sér upp launatapið
og rúmlega það. Þeir sem vildu
vinna lengri vinnudag ættu því kost
á því.
Ragnheiður Björk Guðmunds-
dóttir, forstöðumaður smásölu-
deildar Olís, sagði að afgreiðslu-
tíma þriggja bensínstöðva hefði
verið breytt til kl. 19:30, þ.e.
stöðvanna í Hamraborg, Klöpp og
Háaleiti. Aðrar stöðvar yrðu ýmist
opnar til kl. 20 eða til kl. 23:30. Hún
sagði að þessar breytingar hefðu
verið gerðar í samvinnu við
starfsfólkið á bensínstöðvunum.
Vinnutími starfsfólksins yrði
óbreyttur því að það myndi vinna
þetta upp á öðrum tímum. Þessi
breyting hefði því engin áhrif á
launakjör þess. Ragnheiður Björk
sagði að starfsfólk væri almennt
sátt við þessa breytingu og þess
vegna hefði gagnrýni Dagsbrúnar
ekki beinst gegn Olís.
Gunnar Kvaran, upplýsingafull-
trúi Skeljungs, sagði að Skeljungur
áformaði að stytta afgreiðslutímann
um hálfa klukkustund á sjö bens-
ínstöðvum. í tengslum við þetta
hefði samningi um fasta yfirvinnu
verið sagt upp. Ekki hefði hins veg-
ar náðst full sátt um þessa breyt-
ingu og þess vegna hefði Skeljungur
frestað þessari breytingu til
áramóta. Unnið væri að því að ná
samkomulagi við starfsfólk um
breytinguna.
Félag’smálaráðuneyti
samþykkir sameiningu
Vaðbrekku. Morgunblaðið.
FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ
hefur samþykkt sameiningu
Jökuldalshrepps, Hlíðarhrepps
og Tunguhrepps í eitt sveitarfé-
lag. Auglýsing þar að lútandi hefí
ur birst í Stjórnartíðindum. í
auglýsingunni er kveðið á um að
sameiningin taki gildi 27. desem-
ber næstkomandi og kosið verði
til nýiTar sveitarstjómar sem í
eiga sæti 7 fulltrúar þann 13. des-
ember.
Sameiningamefnd sveitarfé-
laganna hefur boðið fram fram-
boðslista vegna kosninganna 13.
desember. Á honum eiga sæti sex
fulltrúar af Jökuldal, fjórir úr
Hlíð og fjórir úr Tungu.
Á listanum eru, í þessari röð,
Arnór Benediktsson, bóndi og
oddviti Hvanná II, Sigurður
Jónsson, bóndi Kirkjubæ,
Guðgeir Ragnarsson, bóndi og
oddviti Torfastöðum, Sigvaldi
Ragnarsson, bóndi Hákon-
arstöðum, Ásmundur Þórarins-
son, bóndi Vífílsstöðum, Stefán
Geirsson, bóndi og hreppstjóri
Ketilsstöðum, Sigrún Bene-
diktsdóttir, bóndi Teigaseli, Vil-
hjálmur Snædal, bóndi
Skjöldólfsstöðum, Jón Steinar
Elísson, bóndi og oddviti Hall-
freðarstöðum, Birgir Ásgeirsson,
bóndi Fossvöllum, Sigurður
Aðalsteinsson, bóndi Vaðbrekku,
Ami Þórarinsson, bóndi Straumi,
Sjöfn Pálsdóttir, bóndi
Surtsstöðum, Stefán H. Jónsson,
bóndi Hnefísdal.
Annar framboðslisti barst
ekki fyrir kl. 12.00 á hádegi á
mánudag þegar framboðsfrestur
rann út og er þessi framboðslisti
er því sjálfkjörinn í hina nýju
sveitarstjórn.
Rannsóknarstofa í kvennafræðum
Ogiftar konur
reyndu að falla
að kvenímyndinni
að
AMORGUN, fímmtu-
daginn 20. nóvem-
ber flytur Sigríður
Þorgrímsdóttir sagn-
fræðingur fyrirlestur um
ógiftar konur um slðustu
aldamót sem hún nefnir
Misstu þær marksins
rétta? Sigríður er að vinna
M.A. ritgerð um þetta efni.
- Hvað vakti áhuga
þinn á ógiftum konum um
síðustu aldamót?
„Það var eiginlega
persónulegur áhugi minn
sem varð kveikjan að þessu
ritgerðarefni. Eg hef lengi
velt fyrir mér þeim
fordómum sem ríkja í garð
ógiftra og bamlausra
kvenna og held jafnvel að
þeir séu mun meiri en ef
um karla í sömu aðstöðu er
ræða.
Ég er um það bil hálfnuð með
rannsóknina og því ekki alveg
Ijóst hvað af mínum upplýsingum
nýtist og hvað ekki. Urtak
rannsóknarinnar er rúmlega 200
ógiftar og bamlausar íslenskar
konur sem fæddar voru á ámn-
um 1827 til 1898.
- Hvernig aflaðirðu
upplýsinga um konumar?
„Meginhlutanum hafði ég upp
á í starfsskrám eins og Kennara-
talinu en síðan fór ég til dæmis í
Æviminningarbækur Menning-
ar- og minningasjóðs kvenna. Þar
fann ég meðal annars alþýðukon-
ur. Til að afla nánari vitneskju
um þessar konur hef ég t.d.
stuðst við minningargreinar,
viðtöl og ævisögur."
Sigríður segist síðan hafa
fengið ábendingar héðan og
þaðan um konur. „Ég hef verið
svo lánsöm að komast í bréf frá
sumum þessara kvenna, sumar
þeirra vora ljóðskáld eða
rithöfundar og að auki rituðu
margar þessara kvenna í blöð eða
ritstýrðu jafnvel tímaritum."
- Að hverju beinist rannsókn-
in á þessum ógiftu konum aðal-
lega?
„Hún beinist aðallega að
viðhorfum til þeirra, hvaða aug-
um samfélagið leit þær. Ég hef
einnig mikinn áhuga á að vita
hvers vegna þær giftust ekki,
eignuðust böm og hvemig þær
litu á stöðu sína.“
- Hefurðu komist á snoðir um
hversvegna konumar--------------
giftu sig ekki?
„Nei, ekki beint þótt
ég hafí fundið eina
konu sem beinlínis______________
sagðist ekki hafa haft
áhuga á hjónabandi. Konurnar
virðast hafa reynt að samsama
sig kvenímynd síns samtíma.
Æðsta hlutverk kvenna var talið
þríþætt, að vera móðir, eiginkona
og húsmóðir. Þessar konur
komust eins nálægt kvenímynd-
inni og þær gátu. Sumar tóku að
sér fósturbörn eða vora 1 umönn-
unarhlutverki, sáu um foreldra
eða héldu heimili fyrir systkini
eða aðra ættingja sína. Stór hluti
kvennanna var menntaður sem
t.d. kennarar, ljósmæður eða
hjúkrunarkonur og dæmi eru um
að þær hafí frestað starfsframan-
um þar sem náinn ættingi þurfti
á þeirra umönnun að halda.
Engu að síður voru þesar kon-
ur að ryðja brautina fyrir nýja
kvenímynd. Þær urðu að sjá sér
farborða og sumar menntuðu sig
og gátu helgað sig starfsframa og
Sigríður Þorgrímsdóttir
Sinntu
foreldrum
sínum í staðinn
►Sigríður Þorgrímsdóttir er
fædd í Garði í Mývatnssveit
árið 1956. Hún lauk B.A. prófi
í sagnfræði frá Háskóla
ísiands árið 1989 og er að
Ijúka M.A. prófi í sagnfræði
frá Háskóla íslands. Hún hefur
starfað sem sagnfræðingur og
verið við blaðamennsku og
kennslu undanfarin ár.
Sigríður er í sambúð með Þór
Hjaltalín sagnfræðingi og eiga
þau eina dóttur.
félagsstörfum. Þær þurftu ekki
að biðja neinn eiginmann leyfís
eins og þær stallsystur þeirra
sem vora giftar.“
- Mættu þessar konur
fordómum vegna hjúskaparstöðu
sinnar?
„Ég hef fundið dæmi þess í al-
mennri umfjöllun um konur á
þessum tíma en hef ekkert enn
fundið sem beinist að þessum
konum persónulega. Ég heyrði
þó nýlega að skrifað hefði verið
mjög illgirnislega um eina kon-
una sem hafði töluverð afskipti af
stjómmálum.
Hinsvegar vora margar þess-
ara kvenna sem ég hef í úrtakinu
þekktar í þjóðlífinu og nutu
virðingar eins og t.d. Ingibjörg
H. Bjarnason, og Thora Friðriks-
son.
- Hefur eitthvað komið þér á
óvart viðþessa rannsókn?
„Já og það er helst hvað þessar
konur voru að gera óskaplega
margt. Margar hverjar inntu af
hendi fjölbreytt störf, þær
_________ferðuðust mikið og voru
virkar í félagsstörfum
og jafnvel á ritvellinum.
Einungis ein þessara
kvenna sem ég er með í
úrtakinu gifti sig og
það var þegar hún var komin á
sjötugsaldur og búin að sinna
móður sinni fram að andláti
hennar.
Sigríður segir þessar
niðurstöður koma heim og saman
við rannsóknir á breskum efri- og
millistéttarkonum á 19. öld. „Þar
var hreint og beint ætlast til að
yngsta dóttirin í fjölskyldunni
sinnti umönnunarhlutverki þegar
foreldramir áttu í hlut. Það hafði
forgang að vera þeim til aðstoðar.
Þegar foreldrarnir létust vora
konurnar kannski orðnar
miðaldra og þá var algengt að
þær tækju að sér heimili og börn
annarra náinna ættingja sinna.“
Fyrirlestur Sigríðar verður
haldinn í Odda á morgun
miðvikudag. Hann fer fram í
stofu 201 og stendur frá klukkan
12-13.