Morgunblaðið - 19.11.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.11.1997, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1997 LISTIR MORGUNB L AÐIÐ Menningarstarfsemi í ógöngum? Myndlistarmenn sem hafa engan áhuga á myndlist í fjórða og síðasta hluta umfjöllunar um stöðu myndlistar á Islandi leitar Hulda Stefánsdóttir álits tveggja aðila sem gangast fyrir myndlistar- starfsemi af ólíkum toga. Helgi Hjaltalín Eyjólfs- son hefur starfrækt sýningarsalinn 20 fm frá því í mars og Kristín Petersen og Hans Kristján Arna- son opnuðu listaverkaverslunina dADa í haust en listaverk sem gjafavara hefur verið algengasti sölumáti myndlistar undanfarin ár. Morgunblaðið/Ásdís HELGI Hjaltalín Eyjólfsson segir myndlistarmenn ekki geta sakað al- menning um áhugaleysi því þeir séu litlu betri sjálfir. Meðal þeirra sem sýnt hafa í 20 fm eru myndlistarmennirnir Hannes Lárusson, Rúrí, Tumi Magnússon, Kristinn E. Hrafnsson, Bjarni Sigurbjörnsson, Guðrún Hjartardóttir og Pétur Örn Friðriksson. Morgunblaðið/Árni Sæberg KRISTIN Petersen og Hans Kristján Árnason opnuðu sölugalleríið dADa fyrir tveimur mánuðum. Þau segja að það sé á brattann að sækja fyrir slíka starfsemi og alls óvíst að grundvöliurinn sé fyrir hendi í svo litlu samfélagi. Klemma milli listar- innar og markaðarins MYNDLISTARMENN hafa lengi staðið undii' rekstri fjölda sýningar- sala sem hafa hratt týnt tölunni á síðustu árum. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson lítur svo á að komið sé að sinni kynslóð að standa vaktina. Framlag Helga er 20 fm sýning- arrými í vinnustofunni hans að Vest- urgötu lOa. Helgi segir ekki rétt að kenna áhugaleysi almennings um bága stöðu myndlistar í dag. Vanda- málið felst að hans mati í áhugaleysi myndlistarmanna sjálfra á myndlist. „Myndlistarmönnum hafði orðið tíðrætt um bága stöðu listgreinar- innar hér á landi og ég hafði sjálfur tekið þátt í lokasýningum tveggja sýningarsala; fyrst Við Hamarinn í Hafnarfirði og stuttu síðar Gallerís Greipar við Vitastíg. Ég lít svo á að allir þurfi að standa sína vakt í litlu samfélagi myndlistarmanna hérlend- is og að nú sé komið að minni kynslóð að gera eitthvað. Ég var nýkominn heim úr námi og starfsem- in var gott tækifæri fyrir mig til að koma inn í myndlistarsamfélagið aft- ur og skapa nýjan vettvang fyrir til- raunir á sviði myndlistar." Helgi hefur ekki leitað eftir opin- berum styrkjum tU reksturs sýning- arsalarins. Upphaflega mun hafa staðið til að taka greiðslu af listamönnunum en hann segist fljótlega hafa fallið frá því, m.a. til þess að geta boðið þeim listamönn- um tU sín sem sér þættu áhuga- verðir. „Ég hafði hugsað mér að leita til fyrirtækja eftir styrkjum en komst að þeirri niðurstöðu að það væri ekki grundvöllur fyrir því þar sem ég hefði ekkert að bjóða fyr- irtækjunúm í staðinn. Það þröngvaði mér enginn til að taka þá ákvörðun að opna sýningarsal svo ég sit víst uppi með hana,“ segir Helgi. Aðsókn að sýningum er mismikil, allt frá 45 til 100 gesta hverju sinni. ,Af þeim tæplega 500 myndlist- armönnum sem eru á skrá hjá Sam- bandi íslenskra myndlistarmanna eru varla fleiri en 100 virkir í myndlistar- líflnu og ég velti því fyrir mér hverjir hinir 400 eru sem aldrei sjást á sýningum og hvers vegna þeir hafa engan áhuga á því sem er að gerast í myndlist,“ segir Helgi. „Hvers vegna ætti almenningur að hafa áhuga á samtímamyndlist þegar svo virðist sem myndlistarmönnum finnist mörg- um hvetjum myndlist leiðinleg?" spyr Helgi. „Ég fínn ekki fyrir fordómum hins almenna borgara gagnvart sam- tímamyndlist. Þeir myndlistamenn sem mæta reglulega á sýningar og taka þátt í umræðu um myndlist eru hins vegar alltof fáir miðað við allan þann fjölda sem kennir sig við list- greinina." Hann lOdr íslenskri mynd- listarstarfsemi við fótboltalið án áhan- genda. „Ég tel að vandi myndlistar- innar sé fyrst og fremst fólginn í því að baklandið er ekki nógu sterkt.“ Helgi segir að styrkir þess opin- bera til myndlistarstarfsemi verði seint taldir nægjanlegir og að það hafi ekkert upp á sig að setja fram óraunhæfar kröfur í þá veru. Mynd- listarmenn ættu í stað þess að skoða hvort ekki megi nýta betur þá fjár- muni sem þegar er varið til lista- starfsemi af almannafé. „Við mynd- listarmenn þurfum að rækta betur okkar eigin garð og spyrja okkur að því hvort við séum að standa okkur. Hvort við getum yfirleitt gert kröfu til þess að hinn almenni skattborgari styrki okkur.“ GALLERÍ dADa, Kirkjuhvoli, hóf göngu sína þann 12. september sl. Eigendurnir, þau Kristín Peter- sen og Hans Kristján Árnason, segja að það hafi lengi blundað í þeim að reyna fyrir sér með sölu á samtímamyndlist. Það var ekki síst fyrir hvatningu fjölmargra listamanna sem þau létu tilleiðast nú í haust en þeir fistamenn sem til þeirra leita segjast ekki muna aðra eins tíma, svo mikið hafí sala á listaverkum dregist saman. Verslun sinni fundu þau stað í gamla miðbænum, m .a. tif að láta á það reyna hvort markaður er fyrir íslenska samtímamyndlist hjá erlendum ferðamönnum. Þegar inn er komið eru málverk áberandi en galleríið selur einnig skúlptúra, grafík, listhönnun og muni frá Vestur-Afríku. Þau Kristín og Hans Krisfján leita til listamannanna og nú bjóða þau til sölu verk eftir um 30 fistamenn. Starfseminni lýsa þau sem versl- un með yfirbragði sýningarsalar. Ekki er komin nægileg reynsla á reksturinn til að skera úr um hvort grundvöllur er fyrir starf- seminni en þau viðurkenna að það sé á brattann að sækja. „Það eru dæmi þess að hingað komi -er- lendir ferðamenn og kaupi allt að 6 verk á einu bretti,“ segir Krist- ín. „Fólk virðist ekki gera grein- armun á samtímamyndlist og verkum okkar fyrstu málara." Hans Kristján segist hafa velt því fyrir sér hvort skýringuna sé að finna í Iágum launum almennings á íslandi. „Efnafólkið byggir sér stór hús og kaupir dýra bfla en virðist ekki sjá gildi góðrar sam- tímamyndlistar sem þó tónar iðulega vel við nútímalegan arki- tektúr hýbýla þeirra.“ Þau segja augljósa klemmu milli þeirra tuga listamanna sem starfi að myndlist og markaðar- ins. „Markaðurinn virðist ekki vera skólaður í samtímamynd- list,“ segir Hans Kristján. „Fólk er öruggara þegar gömlu meist- ararnir eiga í hlut og það þarf sjálfsagt langan tíma og fræðslu áður en hugarfarsbreyting á sér stað. Það þarf líka að veija til þess miklum peningum og það er spurning hvort einstaklingar geta staðið í slíku.“ Hans Krisfján segir að það sé líkt og markaður- inn komist ekki upp úr gamla landslags- og fígúratífa málverk- inu og inn í nútímann. „Við viss- um allan tímann að við værum að renna blint í sjóinn með starfsem- ina en samt kom áhugaleysið okkur á óvart,“ segir Kristín. „Mönnum er tíðrætt um efna- hagsuppsveiflu á íslandi en á sama tíma kvarta margir þekkt- ustu listamanna okkar undan dræmri sölu sem aldrei fyrr. Mér er hreinlega til efs að þessi upp- sveifla sé fyrir hendi.“ Nýjar bækur •ÞRIÐJI tvíburinn er eftir Ken Follett. Ung vísindakona gerir ótrúlega uppgötvun þegar hún kemst í gagnagrunn FBI. Þar fínnur hún upplýsingar um tvo unga menn sem virðast vera eineggja tvíburar en eiga þó ekki sömu móður og fæddust hvor á sínum staðnum. Þegar líður á rannsókn hennar á þessu sérkennilega máli taka áhrifamiklir aðilar við sér og skyndilega hefur hún ríka ástæðu til að óttast um líf sitt. I kynningu segir: „Þriðji tví- burinn er hörkuspennandi bók eftir metsöluhöfundinn Ken Follett sem kallaður hefur verið konungur spennusagn- anna.“ Útgefandi er Vaka-Helgafell. Geir Svansson þýddi bókina sem er 437 blaðsíður að lengd. Bókin er prentuð í Portúgal. Leiðbeinandi verð er 2.980 krónur. •PRINSESSAN afbrýðisama er eftir Hiawyn Oram og Tony Ross. I bókinni segir frá tveimur prinsessum sem báðar vilja vera aðalprinsessurnar í höllinni. Sú eldri er ánægð með lífið og tilveruna en sú yngri er óánægð með að vera alltaf í skugga eldri systur sinnar og ákveður að grípa til sinna ráða. I kynningu segir: „Prinsess- an afbrýðisama er bráðfyndin saga um tvær systur sem báðar vilja vera í aðalhlut- verki!“ Útgefandi er Vaka-Helgafell. Pétur Ástvaldsson þýddi söguna. Bókin er prentuð í Danmörku. Leiðbeinandi verð er 1.290 krónur. •RASMUS Klumpur og Móri er eftir Harald Sonesson. Rasmus Klumpur er íslensk- um börnum að góðu kunnur úr sjónvarpi en bækur um hann hafa ekki verið fáanlegar á ís- lensku um árabil. I kynningu segir: „Rasmus Klumpur og Móri er ný og skemmtileg bók um ævintýri þessarar vinsælu teiknimynda- persónu þar sem Rasmus Klumpur og vinir hans fara í tívolí." Útgefandi er Vaka-Helgafell. Pétur Ástvaldsson þýddi söguna. Bókin er prentuð í Danmörku. Leiðbeinandi verð er 1.290 krónur. • LINDA hittir Vetur konung er eftir Harald Sonesson. Sagan segir frá þeim ævintýrum sem Linda lendir í þegar hún ákveður að leita uppi Vetur konung til að biðja hann að losa eyjuna þar sem hún býr úr klakaböndum. I kynningu segir: „Linda hittir Vetur konung er einkai’ hugljúf og hrífandi saga.“ Útgefandi er Vaka-Helgafell. Pétur Ástvaldsson þýddi söguna. Bókin er prentuð í Danmörku og leiðbeinandi verð er 1.290 krónur. •ÁFRAM Herkúles! Það gengur mikið á þegar Herkúles æfir sig er í þýðingu Svölu Þormóðsdóttur. Lesandinn getur tekið þátt í ævintýrinu því að honum er gefið merki í texta bókarinnar um að ýta á ákveðin tákn á hljóðtölvu sem er áföst við bókina og heyrast þá viðeig- andi hljóð. I kynningu segir: „Áfrum Herkúles! er í senn frábær saga ogskemmtilegt leikfang." Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin er framleidd í Kína. Leiðbeinandi verð er 1.599 krónur. ÞAR sem myndlistarmaðurinn Hannes Lárusson rak um árabil sýningarsalinn Gallerí Einn Einn að Skólavörðustíg 4b tók fataverslun yfir húsnæðið fyrir 3 árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.