Morgunblaðið - 19.11.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.11.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1997 13 FRÉTTIR Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna á íslandi STJÓRN Sjávarútvegsskóla Há- skóla Sameinuðu þjóðanna hefur ákveðið að ráða dr. Tuma Tómasson fiskifræðing í stöðu forstöðumanns skólans. Samningur mílli Háskóla Sameinuðu þjóðanna í Tókýó, utan- ríkisráðuneytisins og Hafrannsókna- stofnunarinnar um stofnun skólans hér á landi var undirritaður í júní síðastliðnum. Staða forstöðumanns skólans var auglýst laus til umsóknar í ágúst sl. og var umsóknarfrestur til 15. sept- ember. Níu umsóknir bárust um stöðuna en ein var dregin til baka áður en fresturinn rann út og því fjallaði stjórnin um átta umsóknh-. Umsækjendur voru þeir Friðrik Sigurðsson, Pétur Bjamason, Rögn- valdur Ólafsson, Tryggvi Felixson, Tumi Tómasson ráð- inn forstöðumaður Viðar Helgason, Þorsteinn Þorsteinsson og Þór Gunn- arsson, auk Tuma Tómas- sonar. Tumi er sem stendur í Afríku á vegum Þróunar- samvinnustofnunar Is- lands, þar sem hann mun m.a. nýta ferðina til að und- irbúa val á fyrstu nemend- um skólans, að sögn Jakobs Jakobssonar, formanns Tumi stjómar skólans. Hann seg- Tómasson ir gert ráð fyrir að skólinn taki til starfa á næsta ári. Ekki sé alveg ljóst hvenær, en þó verði það ekki seinna en um mitt árið. Þjálfun komi að notum þegar heim kemur Skólinn mun hafa aðset- ur innan veggja Hafrann- sóknastofnunar og er námstíminn 6 mánuðir, bæði kennsla og verkleg þjálfun. Að sögn Jakobs er námið eingöngu ætlað þeim sem þegar hafa lokið háskólaprófi, a.m.k. BS-prófi, á einhverju sviði sjávarútvegsfræða. Nemendur, sem fyrst um sinn verða í hæsta lagi átta talsins, verða valdir með tilliti til þess að þjálfun þeirra hér á landi muni koma að notum þegar þeh- snúa heim aftur. Jakob tekur fram að þó að skólinn muni hafa aðsetur hjá Hafrannsóknastofn- un, lúti námið ekki eingöngu að haf- rannsóknum heldur einnig að út- gerðarstjórn og hvers konar sjávar- úfyegsfræðum. I stjórn skólans sitja, auk Jakobs, Björn Dagbjartsson, Guðbrandur Sigurðsson, Guðnín Pétursdóttir, Hjörleifur Einarsson og Jón Þórðar- son. Bifreið valt á Grinda- víkurvegi BÍLL valt við Melhól á Grindavíkurvegi, skammt norðan við bæinn í gærmorg- un. Hálka og ísing var á veg- inum. Hjón með tvö börn voru í bílnum og hlutu þau minni háttar meiðsli og fór því betur en á horfðist, að sögn lögregl- unnar í Grindavík. Reykjavfk menningarborg Nýr stjórn- andi ráðinn ÞÓRUNN Sigurðardóttir leikstjóri hefur verið ráðin stjórnandi verkefn- isins „Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000“, en Þorgeir Ólafs- son listfræðingur hefur látið af störf- um. Þórunn útskrifaðist sem leikari ár- ið 1967 og var við framhaldsnám í Stokkhólmi 1970-71. Hún hefur síðan unn- ið sem leikari, leikstjóri og leik- ritahöfundur hjá Leikfélagi Reykjavíkur, Þjóðleikhúsinu, Sjónvarpinu, Ríkisútvarpinu og víðar. Þórunn var blaðamaður á Vísi og síðar Þjóðviljanum um ára- bil og fararstjóri á Spáni sumrin 1987-89. Hún hefur kennt við Fóst- urskólann, Kennaraháskóla Islands og Leiklistarskóla Islands. Þórunn átti sæti í þjóðhátíðarnefnd 1978-83, var í ritstjórn Nordic Theatre Review, fulltrúi Islands í Norræna leikstjóraráðinu og for- maður barnamenningarnefndar menntamálaráðuneytisins 1989-91. Hún var verkefnastjóri hjá Barna- heillum árið 1996 og hefur séð um útvarps- og sjónvarpsþætti, ráð- stefnur, afmælishald og hátíðahöld af ýmsu tagi. Loks var Þórunn vara- formaður framkvæmdastjómar Listahátíðar í Reykjavík 1996 og for- maður frá hausti 1996. -------------- Borgarráð Lagst gegn nýjum tekjuskatti BORGARRÁÐ leggst alfarið gegn samþykkt frumvarps til nýrra laga um tekju- og eignarskatt en í um- sögn borgarlögmanns kemur fram að samkvæmt frumvarpinu þyrfti borgarsjóður að greiða um 372 millj- ónir í eignarskatt. Ljóst sé að slíkum álögum yrði að mæta með beinni skattheimtu sveitarfélagsins, að mati borgarlögmanns. í umsögninni kemur fram að eign- ir borgarinnar séu fyrst og fremst tilkomnar vegna lögbundinna verk- efna sveitarfélaga og að verulegur hluti eigna borgarsjóðs sé lóðir sem borgin leigir borgurunum en lóðar- matið sé jafnframt eignarskattsstofn hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Þá segir að samkvæmt samstæðu- reikningi borgarinnar sé nettóeign 106,4 milljarðar. Miðað við 0,35% eignarskatt sem frumvarpið gerir ráð fyrir þyrftu borgarsjóður, stofn- anir hans og fyrirtæki að greiða um 372 milljónir í eignarskatt. Ljóst sé að slíkum álögum yrði að mæta með beinni skattheimtu sveitarfélagsins. Þórunn Sigurðardóttir „uCeinnig að skrö sænska keanitolu nóttakanda. leyfilegt verðmœti er misjafnt eftir stöðum: Til Árósa - 360 danskar krónur fynr hverja sendingu- ►Til Kaupmannahafnar - engin ákveðin upphæð. skrifa skal fjölda fjölskyldumeðhma utan á kassann. *Til Fredrikstad - 200 norskar krónur fyrir hverja sendingu. yá-Til íslands - allt að 3-000 kr. (eða 33 SDRJ- Áríðandi er að pökkum sé skilað til vöruafgreiðslu í viðkomandi höfn a.m.k. 2 dögum fyrir brottför skips. Afhendingarstaður Útflutningur - Sundahöfn, hlið nr. 2. Tekið verður á móti pökkum 28. nóvember, 1. og 2. desember frá kl. 10.00 til 14.00. Brúarfoss fer frá Reykjavík 5. desember 1997. Komudagar: Árósar-10. des. Kaupmannahöfn - ll.des. Helsingborg -11. des. Gautaborg - 12.des. Fredrikstad - 12.des. Látið móttakendur vita um komudag skips því sækja þarf pakka þann dag í samráði við skrifstofu eða umboðsmann Eimskips í viðkomandi iandi. Frá Norðurlöndiim til íslands Brottför skipsfrá: Árósum - 10. des. • DFDS, sími 89 347474 Kaupmannahöfn -11. des. • DFDS, sími 43 203040 Helsingborg - 11. des. • Anderson Shipping, sími 42 175500 Gautaborg - 12.des. • Eimskip Svíþjóð, sími 31 7224545 Fredrikstad - 12. des. • Anderson & Morck, sími 69 358500 Komudagur til Reykjavíkur -17. des. Nánari upplýsingar veita Viðskiptaþjónusta Eimskips í Sundakletti, sími 525 7700, láx 525 7709 og skrifstofur Eimskips erlendis. EIMSKIP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.