Morgunblaðið - 19.11.1997, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 19.11.1997, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1997 13 FRÉTTIR Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna á íslandi STJÓRN Sjávarútvegsskóla Há- skóla Sameinuðu þjóðanna hefur ákveðið að ráða dr. Tuma Tómasson fiskifræðing í stöðu forstöðumanns skólans. Samningur mílli Háskóla Sameinuðu þjóðanna í Tókýó, utan- ríkisráðuneytisins og Hafrannsókna- stofnunarinnar um stofnun skólans hér á landi var undirritaður í júní síðastliðnum. Staða forstöðumanns skólans var auglýst laus til umsóknar í ágúst sl. og var umsóknarfrestur til 15. sept- ember. Níu umsóknir bárust um stöðuna en ein var dregin til baka áður en fresturinn rann út og því fjallaði stjórnin um átta umsóknh-. Umsækjendur voru þeir Friðrik Sigurðsson, Pétur Bjamason, Rögn- valdur Ólafsson, Tryggvi Felixson, Tumi Tómasson ráð- inn forstöðumaður Viðar Helgason, Þorsteinn Þorsteinsson og Þór Gunn- arsson, auk Tuma Tómas- sonar. Tumi er sem stendur í Afríku á vegum Þróunar- samvinnustofnunar Is- lands, þar sem hann mun m.a. nýta ferðina til að und- irbúa val á fyrstu nemend- um skólans, að sögn Jakobs Jakobssonar, formanns Tumi stjómar skólans. Hann seg- Tómasson ir gert ráð fyrir að skólinn taki til starfa á næsta ári. Ekki sé alveg ljóst hvenær, en þó verði það ekki seinna en um mitt árið. Þjálfun komi að notum þegar heim kemur Skólinn mun hafa aðset- ur innan veggja Hafrann- sóknastofnunar og er námstíminn 6 mánuðir, bæði kennsla og verkleg þjálfun. Að sögn Jakobs er námið eingöngu ætlað þeim sem þegar hafa lokið háskólaprófi, a.m.k. BS-prófi, á einhverju sviði sjávarútvegsfræða. Nemendur, sem fyrst um sinn verða í hæsta lagi átta talsins, verða valdir með tilliti til þess að þjálfun þeirra hér á landi muni koma að notum þegar þeh- snúa heim aftur. Jakob tekur fram að þó að skólinn muni hafa aðsetur hjá Hafrannsóknastofn- un, lúti námið ekki eingöngu að haf- rannsóknum heldur einnig að út- gerðarstjórn og hvers konar sjávar- úfyegsfræðum. I stjórn skólans sitja, auk Jakobs, Björn Dagbjartsson, Guðbrandur Sigurðsson, Guðnín Pétursdóttir, Hjörleifur Einarsson og Jón Þórðar- son. Bifreið valt á Grinda- víkurvegi BÍLL valt við Melhól á Grindavíkurvegi, skammt norðan við bæinn í gærmorg- un. Hálka og ísing var á veg- inum. Hjón með tvö börn voru í bílnum og hlutu þau minni háttar meiðsli og fór því betur en á horfðist, að sögn lögregl- unnar í Grindavík. Reykjavfk menningarborg Nýr stjórn- andi ráðinn ÞÓRUNN Sigurðardóttir leikstjóri hefur verið ráðin stjórnandi verkefn- isins „Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000“, en Þorgeir Ólafs- son listfræðingur hefur látið af störf- um. Þórunn útskrifaðist sem leikari ár- ið 1967 og var við framhaldsnám í Stokkhólmi 1970-71. Hún hefur síðan unn- ið sem leikari, leikstjóri og leik- ritahöfundur hjá Leikfélagi Reykjavíkur, Þjóðleikhúsinu, Sjónvarpinu, Ríkisútvarpinu og víðar. Þórunn var blaðamaður á Vísi og síðar Þjóðviljanum um ára- bil og fararstjóri á Spáni sumrin 1987-89. Hún hefur kennt við Fóst- urskólann, Kennaraháskóla Islands og Leiklistarskóla Islands. Þórunn átti sæti í þjóðhátíðarnefnd 1978-83, var í ritstjórn Nordic Theatre Review, fulltrúi Islands í Norræna leikstjóraráðinu og for- maður barnamenningarnefndar menntamálaráðuneytisins 1989-91. Hún var verkefnastjóri hjá Barna- heillum árið 1996 og hefur séð um útvarps- og sjónvarpsþætti, ráð- stefnur, afmælishald og hátíðahöld af ýmsu tagi. Loks var Þórunn vara- formaður framkvæmdastjómar Listahátíðar í Reykjavík 1996 og for- maður frá hausti 1996. -------------- Borgarráð Lagst gegn nýjum tekjuskatti BORGARRÁÐ leggst alfarið gegn samþykkt frumvarps til nýrra laga um tekju- og eignarskatt en í um- sögn borgarlögmanns kemur fram að samkvæmt frumvarpinu þyrfti borgarsjóður að greiða um 372 millj- ónir í eignarskatt. Ljóst sé að slíkum álögum yrði að mæta með beinni skattheimtu sveitarfélagsins, að mati borgarlögmanns. í umsögninni kemur fram að eign- ir borgarinnar séu fyrst og fremst tilkomnar vegna lögbundinna verk- efna sveitarfélaga og að verulegur hluti eigna borgarsjóðs sé lóðir sem borgin leigir borgurunum en lóðar- matið sé jafnframt eignarskattsstofn hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Þá segir að samkvæmt samstæðu- reikningi borgarinnar sé nettóeign 106,4 milljarðar. Miðað við 0,35% eignarskatt sem frumvarpið gerir ráð fyrir þyrftu borgarsjóður, stofn- anir hans og fyrirtæki að greiða um 372 milljónir í eignarskatt. Ljóst sé að slíkum álögum yrði að mæta með beinni skattheimtu sveitarfélagsins. Þórunn Sigurðardóttir „uCeinnig að skrö sænska keanitolu nóttakanda. leyfilegt verðmœti er misjafnt eftir stöðum: Til Árósa - 360 danskar krónur fynr hverja sendingu- ►Til Kaupmannahafnar - engin ákveðin upphæð. skrifa skal fjölda fjölskyldumeðhma utan á kassann. *Til Fredrikstad - 200 norskar krónur fyrir hverja sendingu. yá-Til íslands - allt að 3-000 kr. (eða 33 SDRJ- Áríðandi er að pökkum sé skilað til vöruafgreiðslu í viðkomandi höfn a.m.k. 2 dögum fyrir brottför skips. Afhendingarstaður Útflutningur - Sundahöfn, hlið nr. 2. Tekið verður á móti pökkum 28. nóvember, 1. og 2. desember frá kl. 10.00 til 14.00. Brúarfoss fer frá Reykjavík 5. desember 1997. Komudagar: Árósar-10. des. Kaupmannahöfn - ll.des. Helsingborg -11. des. Gautaborg - 12.des. Fredrikstad - 12.des. Látið móttakendur vita um komudag skips því sækja þarf pakka þann dag í samráði við skrifstofu eða umboðsmann Eimskips í viðkomandi iandi. Frá Norðurlöndiim til íslands Brottför skipsfrá: Árósum - 10. des. • DFDS, sími 89 347474 Kaupmannahöfn -11. des. • DFDS, sími 43 203040 Helsingborg - 11. des. • Anderson Shipping, sími 42 175500 Gautaborg - 12.des. • Eimskip Svíþjóð, sími 31 7224545 Fredrikstad - 12. des. • Anderson & Morck, sími 69 358500 Komudagur til Reykjavíkur -17. des. Nánari upplýsingar veita Viðskiptaþjónusta Eimskips í Sundakletti, sími 525 7700, láx 525 7709 og skrifstofur Eimskips erlendis. EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.