Morgunblaðið - 19.11.1997, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1997 17
BA býður
ódýrar ferð-
ir með nýju
félagi
London. Reuters.
BREZKA flugfélagið British
Airways hefur skýrt frá því að
það ætli að koma á fót flugfé-
lagi, sem muni bjóða lág far-
gjöld og á rekstur þess að hefj-
ast í Evrópu á næsta ári.
Framboð á lágum fargjöld-
um hefur aukizt í Evrópu og
BA vill hasla sér völl á þessum
vaxandi markaði. BA mun eiga
í samkeppni við nokkur félög,
sem hafa komið sér vel fyrir á
þessu markaði, þar á meðal
Ryanair, EasyJet, AirUK og
Debonair.
BA segir að félagið vonist
til að gera fyrir farþegaflug
það sem sænski húsgagnaris-
inn IKEA í Svíþjóð hafi gert á
sviði húsgagna.
Aðalstöðvar flugfélagsins
verða á Stansted flugvelli
Lundúna og haldið verður uppi
ferðum til ítaliu, Spánar,
Skandinavíu, Frakklands og
Þýzkalands. Fólk verður ráðið
í meira en 150 ný störf hjá
nýja flugfélaginu á fyrsta
starfsári þess að sögn BA.
Fundur um
tækifæri á al-
þjóðamarkaði
ÍMARK, félag íslensks mark-
aðsfólks stendur fyrir hádegis-
verðarfundi í dag um framtíð-
arsýn og tækifæri fiskútflutn-
ingsfyrirtækja á alþjóðlegum
markaði.
Á fundinum munu þeir Frið-
rik Pálsson, forstjóri Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna og
Jón Ásbergsson, framkvæmda-
stjóri Útflutningsráðs íslands
fjalla um þau tækifæri sem ís-
lensk fyrirtæki hafa til að
markaðssetja vöru sína á al-
þjóðlegum markaði og innbyrð-
is samkeppni íslensku fyrir-
tækjanna. Fundarstjóri verður
Bogi Ágústsson, forstöðumað-
ur markaðs- og þróunarsviðs
Ríkisútvarpsins. Fundurinn
verður í Skálanum, 2. hæð, á
Hótel Sögu kl. 12 til 13.
Sabena kaupir
34 Airbus
Brilssel. Reuters.
SABENA flugfélagið í Belgíu
ætlar að kaupa 34 Airbus Ind-
ustrie flugvélar til að endurnýja
flugvélaflota sinn og er hér um
að ræða mestu flugvélapöntun
í sögu félagsins.
Sabena segir að 28 af nýju
flugvélunum muni leysa af
hólmi 13 Boeing 737-200 og
15 Boeing 737-300, -400, -500.
Sex flugvélar til viðbótar verða
pantaðar til að bæta áætlunar-
kerfí félagsins í Evrópu.
Félagið hefur einnig tryggt
sér kauprétt á fimm flugvélum
í viðbót.
Allianz stefnir
að forystu í
heiminum
MUnchen. Reuters.
ALLIANZ AG, þriðji helzti vá-
tryggjandi heims, stefnir að
fyrsta sætinu í heiminum á sínu
sviði með vinsamlegu tilboði í
AGF í Frakklandi.
Ef gengið verður að tilboðinu
verður hér um að ræða mestu
fyrirtækjakaup, sem þýzkt fyr-
irtæki hefur ráðizt í.
Með kaupunum yrði komið á
fót hnattrænu tryggingarfyrir-
tæki með tekjur upp á 110 millj-
arða marka og eignir upp á 480
milljarða marka að sögn Allianz.
Shell og BP semja
við Rússa um
olíu oggas
Moskvu. Reuters.
BAGBORINN olíu- og gasiðnaður
fær langþráða vestræna fjármögn-
un með samningum um sameignar-
félög við tvö brezk olíufélög sama
daginn.
Ensk-hollenzki olíurisinn Royal
Dutch/Shell og RAO Gazprom í
Rússlandi hafa skýrt frá stofnun
sameiginlegs þróunarfélags, sem
mun stefna að því að framleiða
500.000 tonn af olíu á dag - 8%
olíuframleiðslu Rússa 1996.
„Við komumst að því að við get-
um ekki verið án hvor annars á
heimsmörkuðum," sagði aðalfram-
kvæmdastjóri Gazprom, Rem Víj-
akjírev. Hann kvað viðræður hafa
staðið yfir í þrjú ár.
BP kaupir í olíufélagi
Seinna staðfesti British Petrole-
um að fyrirtækið væri að því kom-
ið að undirrita samning um kaup
á 10% í SIDANKO, sjötta stærsta
olíufélagi Rússlands miðað við
framleiðslu, sem er undir stjóm
hinnar voldugu Uneximbank fyrir-
tækjasamsteypu.
BP kvaðst mundu greiða 571
milljón dollara fyrir hlutinn. BP
mun einnig eignast 45% hlut í 60%
hlut SIDANKO í RUSIYA-Petrole-
um, fyrirtæki í Irkutsk, sem á mik-
il orkusetlög í Austur-Síberíu.
Einn af yfirmönnum Shell, Jero-
en van der Veer, sagði að bandalag
Shell-Gazprom samrýmdist því tak-
marki félagsins að verða þátttak-
andi í olíu- og gasiðnaði Rússa til
langs tíma.
Tilboð í ríkisolíufélag
Gazprom og Shell skýrðu frá
þriðja stórsamningnum - um sam-
eignarfélag við LUKoil, stærsta
olíufélag Rússlands. Tilgangurinn
er að bjóða sameiginlega í hlut í
rússneska ríkisolíufélaginu Ros-
neft.
Á það var lögð áherzla að sam-
eiginleg þróunarverkefni Shell-
Gazprom skiptu meira máli en
bandalagið við LUKoil til að bjóða
í Rosneft.
Samvinnan við LUKoil gæti leitt
til átaka við bandalag BP-SID-
ANKO í mikilli einkavæðingarbar-
áttu, sem mun fara fram fyrri hluta
árs 1998.
Fyrsta sameiginlega þróunar-
verkefni hins sameiginlega félags
Gazprom og Shell verður að hefja
nýtingu á Zapolyarnoye svæðinu í
Vestur-Síberíu og mun gas fram-
leiðsla hefjast 2003.
Gazprom fyrirtækið á fjölda
annarra olíusvæða. Það er stærsta
gasfélag heims og kveðst eiga
33,4 billjónir rúmmetra af gasi og
14,3 milljarða tunna af olíu og
gasefnum. Þar af er mikið magn
á afskekktum svæðum og því erf-
itt að nýta hráefnið og koma því
á markað.
Á vit nýrra tíma
á fjármálamarkaði!
Fimmtudaginn 20. nóvember 1997, bo&ar Félag vi&skiptafræ&inga
og hagfræ&inga tíl morgunverðarfundar frá kl. 8:00-9:30 a& Hótel
Sögu, Sunnusal 1. hæö (á&ur Átthagasalur).
Framsögumenn á fundinum ver&a:
BJarnl Ármannsson, framkvæmdastjóri
Fjárfestingarbanka atvinnulífsins.
Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri
Nýsköpunarsjóös atvinnulífsins.
Þeir munu m.a. fjalla um eftirfarandi atri&i:
Bjami Ármannsson • Hver eru hlutverk Fjárfestingarbanka atvinnulífsins
og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins?
• Hvernig ætla þessi fyrirtæki aö ná fram
markmiðum sínum?
• Hvaða áhrif hefur það á fjármálamarkaðinn í heild?
• Hver er framtíð banka og sparisjóða á íslandi.
• Þróun fjármálamarkaðarins á næstu árum.
páii Kr. páisson Opinn fundur - gestir velkomnlr.
FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA
OG HAGFRÆÐINGA
Fundurinn hefst kl. 8:oo, stendur til kl. 9:30 og er öllum opinn.
Blað allra landsmanna!
pJnrgamlblaltilr
- kjarni málsins!
Ný tœkifœri.
Lestu um
nýjungar í boði
á bls. 4-5
Ef þú hefur ekki
þegarfengið
þjonustuiistann,
vinsamlega hringdu
í síma 560-8900
og við
sendum hann.
\XTAR-
^URINN
hí. ci a»V kviu tvs
wrfuwVi, Vn'r cOutvur \ i
sti ciíatsr vjÁ^Vinv jaJn
l.tu
m ÍHv>k»rv *»cin 'ir cl
't tj.irtcsiA cisarÍ!
‘iu mt vtgA mri
. SbH>urm« hi'í
‘ ukIi>.
t,’’ • • t *
vú á' |>vt
^ umu Hunt
' UrcviMijiX
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
• Aðili að Verðbréfaþitigi íslands •
Kirkjusandi. Sími 560-8900, 8004-800. Myndsendir: 560-8910.