Morgunblaðið - 19.11.1997, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 19.11.1997, Qupperneq 48
48 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM MADONNA í hlutverki sínu sem Evita. Madonna í öðrum söngleik ÞAU Wilde og Constance höfðu eignast tvo syni þegar gestur þeirra þvingaði Wilde til að horfast í augu við samkynhneigð sína. ►MADONNA virðist eiga níu líf eins og kötturinn. Allavega nær hún sér alltaf á strik og skiptir þá engu máli hversu neikvæða umfjöllun hún hefur fengið í fjölmiðlum. Síðast fékk hún verðskuldað hrós fyrir túlkun sína á Evítu eftir að heldur hafði hallað undan fæti í tón- listinni. Svo virðist sem aðdáendur hennar séu tilbúnir að horfa fram- hjá því þegar hún misstígur sig og standi við bakið á henni gegnum þykkt og þunnt. Eftir að hafa farið með aðalhlut- verkið í kvikmyndinni Evítu eftir Alan Parker stendur nú til að Ma- donna leiki í annarri endurgerð á öðrum vinsælum söngleik. Það er „Chicago" sem er að gera það gott á Broadway um þessar mundir. Herbert Ross er líklegur leik- stjóri, en hann byrjaði feril sinn í kvikmyndum sem dansari. Aðal- stjarnan verður reyndar Goldie Hawn og hún leikur söngleikjadans- ara sem lætur ákæra sig fyrir morð til að fá athygli fjölmiða. Madonna mun leika klefafélaga hennar í fang- elsi. í önnur hlutverk koma stór- stjörnur á borð við Rosie O’Donnell, Kevin Kline og John Travolta til greina. Sagan hefur orðið öðrum inn- blástur því tvær kvikmyndir hafa verið gerðar eftir söngleiknum (sem upplega var leikrit); Chicago 1927, og síðan þekktari útgáfan „Roxie Hart“ eftir William Wellman, sem gerð var 1942 og Ginger Rogers lék aðalhlutverkið í. FULLUR sjálfs- trausts vegna vel- gengni sinnar gengur Oscar Wilde að eiga hina fögru Constance Lloyd. Universily ofCalifomia, Berke 4 UNIVERSITY EXTENSION ts' \ In Atiociatloa wilh 1 " «|a n dic Management A s s o ci| This is ío ccríify that has compietcd the ”Berkeley Week in Iceland” Program Reykjavik, Icciand Novcmber 24 - 27,1997 1. Wi4>. l«jerB»úun»l Optfttiam HvíUrlry WoíWwldí Námstefna um sölustjórnun Hverjar eru aðferðir sölumanna í þínu fyrirtæki. Eru þær úreltar? Eru þær í stöðugri endurskoðun? Gætu þær verið betri? Hvernig stjórnar þú sölusveitinni? Staður: Hótel Loftleiðir, Þingsalur 1. Tími: Fimmtudagur 27. nóvember 1997, kl. 9-17. Uppstokkun fyrirtækja í sömu grein, grimmari samkeppni, aukin gæðavitund viðskiptavina og skýrari kröfur þeirra, eru allt þættir sem kalla á stöðuga endurskoðun ALLRA þátta markaðs- setningar. Fyrirtækið þarf að geta greint aðferðir sem eru úr sér gengnar og kunna að leita að nýjum leiðum til að ná betri árangri. Við slíka endur- skoðun er oft horft framhjá stefnu og aðferðum sþlumannanna. Á þessari námstefnu verður fjallað um hlutverk sölumanna við markaðsáætlun og framkvæmd hennar. Sjónum verður beint að tvfþættu hlutverkj þeirra, bæði sem framvörðum í að framfylgja markaðsstefnu fyrirtækisins og sem farveginum fyrir upplýsingar um breytingar á markaðnum. Á námstefnunni verður einnig reynt að ákvarða þá þætti í gerð og hegðun söluliðsins sem gefa mesta möguleika til aukins hagnaðar, sem og koma auga á tækifæri til að bæta frammistöðu eða lækka sölukostnað. Fyrir hverja: Námstefnan er fyrir sölu- og markaðsstjóra og stjórnendur minni fyrirtækja sem bera ábyrgð á skipulagi söluaðferða. Umfjöllunarefnið höfðar til allra fyrirtækja í þjónustu eða framleiðslu þar sem framleiðni sölumanna skiptir máli. Leiðbeinandi: Peter C. Wilton Dr. Peter C. Wilton kennir vörudreifingu og stjómun við Haas School of Business í Berkeley. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín á sviði stjómunar og markaðsmála, þ.á m. frá National Science Foundation. Hann hefur ritað fjölda greina í þekkt tímarit, eins og Management Science, Joumal of Consumer Research, Journal of Business and Economic Statistics og The Journal of Retailing. Nánari upplýsingar í síma 533 4567 og www.stjornun.is A Stjórpunarfélag Islands Ath. í sömu viku: Nánistefnur um markaðssetningu á Netinu, veröákvarðanir og inntlutning/útflutning ASTRIÐUFULLT en stormasamt ástarsam- bandi þeirra Wildes og Bosies ieiddi þá að lokum til glötunar. KYIKMYNDIR/Laugarásbíó hefur tekið til sýninga bresku kvikmyndina Wilde sem fjallar um stormasamt líf rithöfundarins Oscars Wilde. Með hlutverk Wildes fer hinn þekkti gaman- leikari Stephen Fry Villtur Wilde Negóborði VORIÐ 1883 kom hinn írskættaði Oscar Wilde geislandi af gleði til London úr vel heppnaðri fyrir- lestraferð um Bandaríkin og Kanada sem staðið hafði í eitt ár. Hæfileikaríkur, ástríðufullur og sjálfumglaður gekk hann að eiga hina fögru Constance Lloyd, og nokkrum árum síðar voru andríki Wildes, íburður og sköpunargáfa á allra vitorði, og þá ekki síst eftir að skáldsgan hans um myndina af Dorian Grey kom út. Wilde og Constance höfðu eignast tvo syni þegar gestur á heimili þeirra, hinn kanadíski Ro- bert Ross, þvingaði Wilde til að horfast í augu við þær samkyn- hneigðu tilfinningar sem bærst höfðu innra með honum allt frá því hann var í skóla. Skáldverk Wildes nutu umræðunnar um samkynhneigð Wildes en í einka- lífinu átti hann í sífelldum árekstrum við þá andstöðu sem ríkti í garð samkynhneigðra á þessum tíma í Bretlandi. Þegar leikrit Wildes, Lady Windermere’s Fan, var frumsýnt 1892 kynntist Wilde myndarleg- um og bráðgáfuðum háskólanema frá Oxford. Þetta var Alfred Dou- glas lávarður, sem í daglegu tali var kallaður Bosie, og heillaðist Wilde gjörsamlega af honum. Varð þetta upphafíð að ástríðu- fullu en stormasömu ástarsam- bandi sem heltók þá báða og leiddi þá að lokum til glötunar. Með hlutverk Oscars Wilde fer hinn þekkti leikari, grínisti og rit- höfundur Stephen Fry, sem reyndar hefur sjálfur nýlega op- inberað heiminum samkynhneigð sína í fyrsta bindi æviminninga sem hann hefur gefíð út. Snilli Frys varð fyrst verulega vart þegar hann var við nám við há- skólann í Cambridge þar sem hann lék í meira en 30 leikritum og auk þess hlaut hann verðlaun á Edinborgarhátíðinni fyrir skrif sín. Þegar Fry var í Cambridge starfaði hann einnig með gaman- leikhópnum the Footlights sem hann lagði til efni, og ekki leið á löngu þar til BBC uppgötvaði hæfileika unga mannsins og fyrr en varði var hann farinn að leika í og skrifa gamanþættina, The Young Ones, Blackadder og síðar A Bit of Fry and Laurie. Stephen Fiy er sennilega hvað þekktastur fyrir að hafa leikið þjóninn Jeeves á móti félaga sínum Hugh Laurie sem fór með hlutverk Berties í sjónvarpsþáttunum Jeeves and Wooster, sem gerðir voru eftir sögum rithöfundarins P.G. Woodehouse. Fry hefur jafnframt leikið í nokkrum kvikmyndum og meðal þeirra eru A Handful of Dust, A Fish Called Wanda, Peter’s Fri- ends, Cold Comfort Farm og The Steal. Fry hefur gefið út nokkrar skáldsögur og er ekki langt um liðið síðan síðasta saga hans, Making Histoi-y, kom út. Með hlutverk Bosies fer Jude Law sem nýlega lauk við að leika á móti þeim Ethan Hawke og Umu Thurman í myndinni Gattaca, og einnig í myndinni Music From Another Room þar sem hann lék á móti Jennifer Tilly og Brendu Blethyn. Leikstjóri Wilde er Brian Gil- bert sem síðast gerði myndina Tom & Viv með þeim Willem Dafoe í hlutverki rithöfundarins T.S. Eliot og Miröndu Richard- son í hlutverki eiginkonu Eliots. Myndin hlaut tvær óskarstilnefn- ingar, tvær BAFTA tilnefningar og eina Golden Globe tilnefningu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.