Morgunblaðið - 11.12.1997, Page 69

Morgunblaðið - 11.12.1997, Page 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1997 69 FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn Jólatréð frá Hamborg Fyrirlestur um „Lucky Thirteen“ EGILL Sæbjörnsson heldur fyrir- lestur um ferðaakademíuna „Lucky Thirteen" miðvikudaginn 10. des- ember kl. 12.30 í húsnæði Mynd- lista- og handíðaskóla íslands í Laugarnesi. í tilkynningu segir: „Lucky Thirteen er myndlistarakademía sem var sett saman af 12 myndlist- arnemum og myndlistarmönnum á Norðurlöndunum síðasta vor. Til- gangurinn var að kanna hugsanlegt form á fijálsum myndlistarskóla sem hefði ekkert fast húsnæði og þátttakendur byggju ekki á sama staðnum. í sumar fékk hópurinn styrk frá Norræna menningarsjóðn- um og ferðaðist á milli ellefu nor- rænna borga þar sem þetta form var kannað. í fyrirlestrinum verður sagt frá ferðalaginu, niðurstöðun- um og því starfi sem hefur komið í kjölfarið.“ Egill Sæbjörnsson er starfandi myndlistarmaður, þátttakandi í Lucky Thirteen, búsettur á íslandi. Fyrirlestrinum eru áætlaðar 45-60 mín. og er hann öllum opinn. Tískusýning á Kaffi Reykjavík TÍSKUSÝNING verður haldin á Kaffi Reykjavík í kvöld, fimmtu- dagskvöldið 11. desember, kl. 21.30. Sýndur verður dömufatnaður frá versluninni Corsicu, Laugavegi 46, og herraföt frá versluninni Herra- mönnum, Laugavegi 41. Einnig verða sýndir pelsar frá Eggert feld- skera, Skólavörðustíg, og gleraugu frá Linsunni, Aðalstræti 9. Kynnir kvöldsins er Heiðar Jóns- son. Módelsamtökin sýna. Tilboð verður á mat. Hljómsveitin Hunang leikur fyrir dansi til kl. 1. Evrópusamtarf um starfs- menntun LANDSSKRIFSTOFA Leonardo á Islandi og framkvæmdastjóri Evr- ópusambandsins boða til þriggja funda fimmtudaginn 11. desember nk. í veitingastofu Tæknigarðs, Dunhaga 5. Kl. 9-10.30 verður kynningar- fundur um Leonardo da Vinci starfsmenntaáætlunina. Lýst verð- ur eftir umsóknum um styrki frá Leonardo da Vinci starfsmennta- áætlun Evrópusambandsins. Greint verður frá hvaða áhersluatriði verða við val á verkefnum. Bein útsending um gervihnött verður frá Brussel og geta gestir beint spurningum þangað með símbréfi eða tölvupósti. Kl. 10.30-11.30 verður Ijar- skiptafundur með sendiherra Evr- ópusambandsins í Noregi og á ís- landi. Fulltrúar Leonardo skrifstof- anna í Noregi og á Islandi ræða við sendiherrann um samskiptin við Evrópusambandið og þjónustu sendiráðsins við ísland og Noreg. Kl. 11.30-14 verður aðalfundur Sammentar þar sem Garðar Vil- hjálmsson, skrifstofustjóri hjá IÐJU, og Ingi Bogi Bogason, kynn- ingarfulltrúi Samtaka iðnaðarins, flytja framsöguerindi um þátttöku launþega, atvinnurekenda og fræðslustofnana í menntamálum atvinnulífsins. Fjallað um hamingjuna í Keflavíkurkirkju í KYRRÐAR- og fræðslustund í Keflavíkurkirkju kl. 17.30 í dag, fimmtudag, mun Vilhjálmur Árna- son, heimspekingur, fjalla um ham- ingjuna. Allir velkomnir. KVEIKT var á jólatrénu frá Ham- borg á Miðbakkanum við Reykja- víkurhöfn laugardaginn 6. desem- ber. Uwe Hergl, sendiráðsritari í þýska sendiráðinu, afhenti tréð Hannesi Valdimarssyni, hafnar- stjóra og forseta borgarstjórnar, Sigrúnu Magnúsdóttur, sem tendraði ljósin á trénu. Einnig var viðstödd Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Þýsk-íslenska verslunarráðsins. Þetta er í 32. skiptið sem jóla- tré er sent frá Hamborg en það Jólafundur LAUF LAUF, samtök áhugafólks um flogaveiki, verður með jólafund fimmtudaginn 11. desember kl. 20.30 í sal Félags heyrnarlausra, Laugavegi 26. Gengið er inn Grett- isgötumegin. Sr. Jón Þorsteinsson, sóknar- prestur á Mosfelli, fer með hug- vekju og segir frá dvöl sinni í Betle- hem á jólunum 1986. Sigurður Trausti stjórnar söng. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og jólabakk- elsi á vægu verði. Skákfélag Ak- ureyrar heldur skákmót SKÁKFÉLAG Akureyrar heldur skákmót í kvöld, fimmtudaginn 11. desember. Mótið er opið öllum 45 ára og eldri. Tímamörk eru 15 mínútur á skák fyrir hvern keppanda. Mótið verður haldið í skákheimili Skákfé- lags Akureyrar og hefst klukkan 20. Aðventukaffi og handverks- markaður í Gjábakka HIÐ árlega aðventukaffi eldri borg- ara í Kópavogi verður í Gjábakka í dag, fimmtudaginn 11. desember, og hefst dagskráin kl. 14. Meðal efnis má nefna að sr. Krist- ján Einar Þorvarðarson flytur að- ventuhugleiðingu, Söngvinir, kór aldraðra í Kópavogi, syngur undir stjórn Sigurðar Bragasonar, Gunnar Dal og Magnús Óskarsson lesa úr nýútkomnum bókum sínum Með bros í bland og í dag varð ég kona og Þorgeir og söngfuglarnir stjórna fjöMasöng. Á sama tíma bjóða eldri borgarar handverk sitt til sölu í Gjábakka. Þar verða á boðstólum margir eigu- legir munir og einnig handunnir munir sem henta til jólagjafa, segir í tilkynningu. Gjábakki er öllum opinn meðan húsrúm leyfir og án endurgjalds. Iskjarnar og eðlisfræði EÐLISFRÆÐIFÉLAG íslands stendur að fyrirlestraröð þar sem ungir eðlisfræðingar kynna við- er gjöf frá sölu- og auglýsinga- stofu hafnarinnar í Hamborg Hafen Hamburg Verkaufsförder- ung und Werbung e.V.“ og sent til Islands af félagasamtökunum Wikingerrunde í Hamborg og Hamburger Gesellschaft e.V Fyrsta jólatréð frá Hamborg kom til Reykjavíkur árið 1965. Árleg afhending jólatrésins er þakklætisvottur til íslenskra sjó- manna fyrir matargjafir til barna í Hamborg á árunum eftir seinni heimsstyijöldina. fangsefni sín. Fyrirlestrarnir eru öllum opnir. Fimmtudaginn 11. desember heldur dr. Þorsteinn Þorsteinsson, Alfred Wegener Institut Bremer- haven, gestur við Raunvísindastofn- un, erindi sem nefnist: ískjarnar og eðlisfræði í Lögbergi, stofu 101, kl. 16.15. f fréttatilkynningu segir: „Könn- un ískjarna, sem boraðir hafa verið á Grænlandsjökli á undanförnum árum, hefur aukið mjög við þekk- ingu á veðurfarssveiflum, gróður- húsaáhrifum og jökulskriði, auk þess sem eldgosasaga íslands hefur verið rakin til nokkurrar hlítar í kjörnunum. í fyrirlestrinum verður lýst eðlisfræðilegum aðferðum sem beitt er við þessar rannsóknir og gerð grein fyrir helstu niðurstöðum þeirra." LEIÐRÉTT Röng fyrirsögn RUNÓLFUR Ágústsson skrifaði grein í Morgunblaðið í gær, sem hann sendi blaðinu í gegnum alnet- ið. Af tæknilegum ástæðum skilaði hvorki fyrirsögn né upphaf greinar- innar sér í sendingunni. Því var fyrirsögn samin hér á ritstjórn Morgunblaðsins. Runólfur vildi hins vegar hafa fyrirsögnina: „Ingvi Hrafn Jónsson". Inngangurinn, sem féll niður er svohljóðandi: „Ingvi Hrafn Jónsson, fréttastjóri útvarps Matthildar, sendir mér kveðju með grein hér í Morgunblaðinu laugardaginn 6. desember sl. Þar sakar hann mig um að stjórna „ófrægingarherferð" gegn sér á síðum fjölmiðla. Vegna þessarar greinar tel ég rétt að upp- lýsa „fréttastjórann" og lesendur Morgunblaðsins um nokkur atriði." Beðizt er velvirðingar á þessu brengli á grein Runólfs. Þorbjörg Bjarnar þýddi ævisögu Peres í umsögn um ævisögu Símonar Peres í blaðinu á þriðjudaginn láð- ist að geta þýðanda bókarinnar sem er Þorbjörg Bjarnar Friðriksdóttir. Beðist er velvirðingar á þessu. Ekki greidd atkvæði um Laugaveg 53 b VEGNA fréttar af fundi í skipu- lagsnefnd á þriðjudag vill Guðrún Zoéga borgarfulltrúi taka fram að ekki voru greidd atkvæði um leyfi til að reisa nýtt hús að Laugavegi 53 b heldur var málinu frestað. Einnig að búið er að afgreiða fýrir löngu leyfi til að rífa gömul hús sem fyrir eru á lóðinni, það er nýbygg- ingin sem enn er verið að fjalla um. Gömlu íslensku jólasveinarnir í Þjóðminjasafninu NU LIÐUR að því að jólasveinarn- ir komi til byggða. Stekkjastaur er væntanlegur til Reykjavíkur eldsnemma föstudagsmorguninn 12. desember. Hann heimsækir Þjóðminja- safnið þann dag kl. 14 og þar verður væntanlega fyrir fjöldi barna til þess að taka á móti hon- um. Þeirra á meðal eru krakkarn- ir í barnakór Rimaskóla í Grafar- vogi sem ætla að syngja nokkur lög við raust til þess að tryggja það að Stekkjastaur finni safna- húsið við Hringbraut, segir í fréttatilkynningu frá Þjóðminja- safninu. Ennfremur segir: „Jólasvein- arnir koma síðan einn af öðrum í safnið kl. 14 alla daga til jóla í þessari röð: Stekkjastaur, Gilja- gaur, Stúfur, Þvörusleikir, Potta- skefill, Askasleikir, Hurðaskellir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Forstjóri Norræna hússins kveður FORSTJÓRI Norræna hússins Tor- ben Rasmussen og kona hans Else Lauridsen flytja aftur til heima- lands síns, Danmerkur, hinn 14. desember eftir fjögurra ára starf í Norræna húsinu. Börn þeirra Sidsel og Johan hafa einnig verið með þeim hér á landi og stundað nám í Melaskólanum og Hagaskólanum. Torben og Else taka á móti vinum og samstarfsfólki í Norræna húsinu föstudaginn 13. desember kl. 17-20. Gluggagægir, Gáttaþefur, Kjöt- krókur en Kertasníkir kemur á aðfangadag jóla kl. 11 ef hann verður ekki seinn fyrir. Þess er vænst að fólk fjölmenni til þess að taka á móti þessum séríslensku jólavættum sem þykja einstæð fyrirbæri í veröldinni og sífellt fleiri erlendir fjölmiðlar leita sér upplýsinga um. Söngálfurinn Her- mes kemur á sama tíma til þess að spila undir og stýra söng safn- gesta. Gömlu íslensku jólasvein- arnir munu síðan eftir heimsókn í Þjóðminjasafnið leggja leið sína í Kringluna til þess að hitta fólk í fjölmenni. Þess má geta sérstaklega að Þjóðminjasafnið hefur fyrir til- mæli frá aðstandendum heyrnar- lausra barna fengið táknmálstúlk til þess að vera í safninu mánudag- inn 15. desember þegar Þvörus- leikir kemur.“ TORBEN Rasmussen, Else Lauridsen og börn þeirra Sidsel og Johan. Tiskuverslun vlNesveg, Seltjarnarnesi s. S61 1680 Urval af fallegum drögtum og settum OPIÐ ALLA DAGA TIL JOLA Mán.-fös. kl. 10-18 Laugardag kl. 10-16 Sunnudag kl. 13-17

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.