Morgunblaðið - 11.12.1997, Qupperneq 69

Morgunblaðið - 11.12.1997, Qupperneq 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1997 69 FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn Jólatréð frá Hamborg Fyrirlestur um „Lucky Thirteen“ EGILL Sæbjörnsson heldur fyrir- lestur um ferðaakademíuna „Lucky Thirteen" miðvikudaginn 10. des- ember kl. 12.30 í húsnæði Mynd- lista- og handíðaskóla íslands í Laugarnesi. í tilkynningu segir: „Lucky Thirteen er myndlistarakademía sem var sett saman af 12 myndlist- arnemum og myndlistarmönnum á Norðurlöndunum síðasta vor. Til- gangurinn var að kanna hugsanlegt form á fijálsum myndlistarskóla sem hefði ekkert fast húsnæði og þátttakendur byggju ekki á sama staðnum. í sumar fékk hópurinn styrk frá Norræna menningarsjóðn- um og ferðaðist á milli ellefu nor- rænna borga þar sem þetta form var kannað. í fyrirlestrinum verður sagt frá ferðalaginu, niðurstöðun- um og því starfi sem hefur komið í kjölfarið.“ Egill Sæbjörnsson er starfandi myndlistarmaður, þátttakandi í Lucky Thirteen, búsettur á íslandi. Fyrirlestrinum eru áætlaðar 45-60 mín. og er hann öllum opinn. Tískusýning á Kaffi Reykjavík TÍSKUSÝNING verður haldin á Kaffi Reykjavík í kvöld, fimmtu- dagskvöldið 11. desember, kl. 21.30. Sýndur verður dömufatnaður frá versluninni Corsicu, Laugavegi 46, og herraföt frá versluninni Herra- mönnum, Laugavegi 41. Einnig verða sýndir pelsar frá Eggert feld- skera, Skólavörðustíg, og gleraugu frá Linsunni, Aðalstræti 9. Kynnir kvöldsins er Heiðar Jóns- son. Módelsamtökin sýna. Tilboð verður á mat. Hljómsveitin Hunang leikur fyrir dansi til kl. 1. Evrópusamtarf um starfs- menntun LANDSSKRIFSTOFA Leonardo á Islandi og framkvæmdastjóri Evr- ópusambandsins boða til þriggja funda fimmtudaginn 11. desember nk. í veitingastofu Tæknigarðs, Dunhaga 5. Kl. 9-10.30 verður kynningar- fundur um Leonardo da Vinci starfsmenntaáætlunina. Lýst verð- ur eftir umsóknum um styrki frá Leonardo da Vinci starfsmennta- áætlun Evrópusambandsins. Greint verður frá hvaða áhersluatriði verða við val á verkefnum. Bein útsending um gervihnött verður frá Brussel og geta gestir beint spurningum þangað með símbréfi eða tölvupósti. Kl. 10.30-11.30 verður Ijar- skiptafundur með sendiherra Evr- ópusambandsins í Noregi og á ís- landi. Fulltrúar Leonardo skrifstof- anna í Noregi og á Islandi ræða við sendiherrann um samskiptin við Evrópusambandið og þjónustu sendiráðsins við ísland og Noreg. Kl. 11.30-14 verður aðalfundur Sammentar þar sem Garðar Vil- hjálmsson, skrifstofustjóri hjá IÐJU, og Ingi Bogi Bogason, kynn- ingarfulltrúi Samtaka iðnaðarins, flytja framsöguerindi um þátttöku launþega, atvinnurekenda og fræðslustofnana í menntamálum atvinnulífsins. Fjallað um hamingjuna í Keflavíkurkirkju í KYRRÐAR- og fræðslustund í Keflavíkurkirkju kl. 17.30 í dag, fimmtudag, mun Vilhjálmur Árna- son, heimspekingur, fjalla um ham- ingjuna. Allir velkomnir. KVEIKT var á jólatrénu frá Ham- borg á Miðbakkanum við Reykja- víkurhöfn laugardaginn 6. desem- ber. Uwe Hergl, sendiráðsritari í þýska sendiráðinu, afhenti tréð Hannesi Valdimarssyni, hafnar- stjóra og forseta borgarstjórnar, Sigrúnu Magnúsdóttur, sem tendraði ljósin á trénu. Einnig var viðstödd Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Þýsk-íslenska verslunarráðsins. Þetta er í 32. skiptið sem jóla- tré er sent frá Hamborg en það Jólafundur LAUF LAUF, samtök áhugafólks um flogaveiki, verður með jólafund fimmtudaginn 11. desember kl. 20.30 í sal Félags heyrnarlausra, Laugavegi 26. Gengið er inn Grett- isgötumegin. Sr. Jón Þorsteinsson, sóknar- prestur á Mosfelli, fer með hug- vekju og segir frá dvöl sinni í Betle- hem á jólunum 1986. Sigurður Trausti stjórnar söng. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og jólabakk- elsi á vægu verði. Skákfélag Ak- ureyrar heldur skákmót SKÁKFÉLAG Akureyrar heldur skákmót í kvöld, fimmtudaginn 11. desember. Mótið er opið öllum 45 ára og eldri. Tímamörk eru 15 mínútur á skák fyrir hvern keppanda. Mótið verður haldið í skákheimili Skákfé- lags Akureyrar og hefst klukkan 20. Aðventukaffi og handverks- markaður í Gjábakka HIÐ árlega aðventukaffi eldri borg- ara í Kópavogi verður í Gjábakka í dag, fimmtudaginn 11. desember, og hefst dagskráin kl. 14. Meðal efnis má nefna að sr. Krist- ján Einar Þorvarðarson flytur að- ventuhugleiðingu, Söngvinir, kór aldraðra í Kópavogi, syngur undir stjórn Sigurðar Bragasonar, Gunnar Dal og Magnús Óskarsson lesa úr nýútkomnum bókum sínum Með bros í bland og í dag varð ég kona og Þorgeir og söngfuglarnir stjórna fjöMasöng. Á sama tíma bjóða eldri borgarar handverk sitt til sölu í Gjábakka. Þar verða á boðstólum margir eigu- legir munir og einnig handunnir munir sem henta til jólagjafa, segir í tilkynningu. Gjábakki er öllum opinn meðan húsrúm leyfir og án endurgjalds. Iskjarnar og eðlisfræði EÐLISFRÆÐIFÉLAG íslands stendur að fyrirlestraröð þar sem ungir eðlisfræðingar kynna við- er gjöf frá sölu- og auglýsinga- stofu hafnarinnar í Hamborg Hafen Hamburg Verkaufsförder- ung und Werbung e.V.“ og sent til Islands af félagasamtökunum Wikingerrunde í Hamborg og Hamburger Gesellschaft e.V Fyrsta jólatréð frá Hamborg kom til Reykjavíkur árið 1965. Árleg afhending jólatrésins er þakklætisvottur til íslenskra sjó- manna fyrir matargjafir til barna í Hamborg á árunum eftir seinni heimsstyijöldina. fangsefni sín. Fyrirlestrarnir eru öllum opnir. Fimmtudaginn 11. desember heldur dr. Þorsteinn Þorsteinsson, Alfred Wegener Institut Bremer- haven, gestur við Raunvísindastofn- un, erindi sem nefnist: ískjarnar og eðlisfræði í Lögbergi, stofu 101, kl. 16.15. f fréttatilkynningu segir: „Könn- un ískjarna, sem boraðir hafa verið á Grænlandsjökli á undanförnum árum, hefur aukið mjög við þekk- ingu á veðurfarssveiflum, gróður- húsaáhrifum og jökulskriði, auk þess sem eldgosasaga íslands hefur verið rakin til nokkurrar hlítar í kjörnunum. í fyrirlestrinum verður lýst eðlisfræðilegum aðferðum sem beitt er við þessar rannsóknir og gerð grein fyrir helstu niðurstöðum þeirra." LEIÐRÉTT Röng fyrirsögn RUNÓLFUR Ágústsson skrifaði grein í Morgunblaðið í gær, sem hann sendi blaðinu í gegnum alnet- ið. Af tæknilegum ástæðum skilaði hvorki fyrirsögn né upphaf greinar- innar sér í sendingunni. Því var fyrirsögn samin hér á ritstjórn Morgunblaðsins. Runólfur vildi hins vegar hafa fyrirsögnina: „Ingvi Hrafn Jónsson". Inngangurinn, sem féll niður er svohljóðandi: „Ingvi Hrafn Jónsson, fréttastjóri útvarps Matthildar, sendir mér kveðju með grein hér í Morgunblaðinu laugardaginn 6. desember sl. Þar sakar hann mig um að stjórna „ófrægingarherferð" gegn sér á síðum fjölmiðla. Vegna þessarar greinar tel ég rétt að upp- lýsa „fréttastjórann" og lesendur Morgunblaðsins um nokkur atriði." Beðizt er velvirðingar á þessu brengli á grein Runólfs. Þorbjörg Bjarnar þýddi ævisögu Peres í umsögn um ævisögu Símonar Peres í blaðinu á þriðjudaginn láð- ist að geta þýðanda bókarinnar sem er Þorbjörg Bjarnar Friðriksdóttir. Beðist er velvirðingar á þessu. Ekki greidd atkvæði um Laugaveg 53 b VEGNA fréttar af fundi í skipu- lagsnefnd á þriðjudag vill Guðrún Zoéga borgarfulltrúi taka fram að ekki voru greidd atkvæði um leyfi til að reisa nýtt hús að Laugavegi 53 b heldur var málinu frestað. Einnig að búið er að afgreiða fýrir löngu leyfi til að rífa gömul hús sem fyrir eru á lóðinni, það er nýbygg- ingin sem enn er verið að fjalla um. Gömlu íslensku jólasveinarnir í Þjóðminjasafninu NU LIÐUR að því að jólasveinarn- ir komi til byggða. Stekkjastaur er væntanlegur til Reykjavíkur eldsnemma föstudagsmorguninn 12. desember. Hann heimsækir Þjóðminja- safnið þann dag kl. 14 og þar verður væntanlega fyrir fjöldi barna til þess að taka á móti hon- um. Þeirra á meðal eru krakkarn- ir í barnakór Rimaskóla í Grafar- vogi sem ætla að syngja nokkur lög við raust til þess að tryggja það að Stekkjastaur finni safna- húsið við Hringbraut, segir í fréttatilkynningu frá Þjóðminja- safninu. Ennfremur segir: „Jólasvein- arnir koma síðan einn af öðrum í safnið kl. 14 alla daga til jóla í þessari röð: Stekkjastaur, Gilja- gaur, Stúfur, Þvörusleikir, Potta- skefill, Askasleikir, Hurðaskellir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Forstjóri Norræna hússins kveður FORSTJÓRI Norræna hússins Tor- ben Rasmussen og kona hans Else Lauridsen flytja aftur til heima- lands síns, Danmerkur, hinn 14. desember eftir fjögurra ára starf í Norræna húsinu. Börn þeirra Sidsel og Johan hafa einnig verið með þeim hér á landi og stundað nám í Melaskólanum og Hagaskólanum. Torben og Else taka á móti vinum og samstarfsfólki í Norræna húsinu föstudaginn 13. desember kl. 17-20. Gluggagægir, Gáttaþefur, Kjöt- krókur en Kertasníkir kemur á aðfangadag jóla kl. 11 ef hann verður ekki seinn fyrir. Þess er vænst að fólk fjölmenni til þess að taka á móti þessum séríslensku jólavættum sem þykja einstæð fyrirbæri í veröldinni og sífellt fleiri erlendir fjölmiðlar leita sér upplýsinga um. Söngálfurinn Her- mes kemur á sama tíma til þess að spila undir og stýra söng safn- gesta. Gömlu íslensku jólasvein- arnir munu síðan eftir heimsókn í Þjóðminjasafnið leggja leið sína í Kringluna til þess að hitta fólk í fjölmenni. Þess má geta sérstaklega að Þjóðminjasafnið hefur fyrir til- mæli frá aðstandendum heyrnar- lausra barna fengið táknmálstúlk til þess að vera í safninu mánudag- inn 15. desember þegar Þvörus- leikir kemur.“ TORBEN Rasmussen, Else Lauridsen og börn þeirra Sidsel og Johan. Tiskuverslun vlNesveg, Seltjarnarnesi s. S61 1680 Urval af fallegum drögtum og settum OPIÐ ALLA DAGA TIL JOLA Mán.-fös. kl. 10-18 Laugardag kl. 10-16 Sunnudag kl. 13-17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.