Morgunblaðið - 24.12.1997, Page 1

Morgunblaðið - 24.12.1997, Page 1
96 SÍÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 Morgunblaðið/RAX 294. TBL. 85. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Nýr forseti S-Kóreu kveðst agndofa yfír efnahagsástandinu Ummæli Kims valda hruni á mörkuðum 45 indíán- ar myrtir í Chiapas San Cristobal de Ias Casas. Reuters. VOPNAÐAR sveitir myrtu 43 indíána, karla, konur og böm, og særðu tugi manna til viðbótar í Chi- apas-héraði í Mexíkó á mánudag. Sögðu mexíkóskir embættismenn í gær að þetta væri mesta blóðbað sem orðið hefði frá því að blóðug uppreisn indíána hófst í héraðinu í janúar 1994. Mennirnir réðust inn í þorpið Acteal og hófu skothríð á allt sem fyrir varð. Var aðkoman og ástandið á sjúkrahúsum í nágrenninu sagt skelfllegt. Ekki er vitað hvað árásarmönn- unum gekk nákvæmlega til en talið er fullvíst að þeir hafí verið úr röð- um hersveita sem njóta stuðnings Byltingarflokksins, stjórnarflokks landsins. Atök hafa staðið á milli hersveita þessara og stuðnings- manna Zapatista-hreyfíngarinnar sem hóf uppreisn indíána 1994. Stjórnvöld fordæmdu ódæðið í gær en stjórnarandstæðingar sögðu hins vegar að árásin sýndi að þörf væri á því að stjómvöld gripu til að- gerða gegn harðlínumönnum í flokknum. Mamma sló jóla- sveininn New York. The Daily Telegraph. JÓLASVEINN í New York lenti í miklum vanda við vinnu sína í verslunarmiðstöð þegar sonur hans bar kennsl á hann og fyrrverandi eiginkona hans krafði hann um barnsmeðlag og réðst að því búnu á hann með barsmíðum. Málið hófst er Justin Ram- irez, tveggja ára, settist í kjöltu jólasveins í verslunar- miðstöð og þekkti þar föður sinn, sem hafði farið huldu höfði frá því í sumar þar sem hann reyndi að komast hjá þvf að greiða meðiag með drengn- um. „Pabbi er jólasveinn" hrópaði barnið og móðirin brá við skjótt, reif stefnu upp úr veski sfnu og þrýsti í fang jóla- sveinsins. Þegar móðirin kom síðar sama dag í verslunarmiðstöð- ina og sá eiginmanninn emi að störfum rann henni svo í skap að hún réðst á hann. Skelfingu lostin börn grétu þegar þau sáu jólasveininn lúbarinn og kalla varð til lögreglu. „Mér brá sjálfri þegar ég barði hann,“ sagði móðirin. Seoul. Reuters. ENN eitt hrunið varð á fjármála- mörkuðum í Suður-Kóreu í gær vegna yfirlýsinga nýkjörins forseta landsins, Kims Dae-jungs, um ástandið í efnahagsmálum lands- ins, sem hann sagði verra en hann hefði ímyndað sér. Þá hefur ótti manna við að skuldir ríkisins fari í vanskil aukist að nýju, þrátt fyrir metaðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins (IMF) við Suður-Kóreu. Að- stoðarmenn Kims reyndu í gær að draga í land og sögðu ummæli for- setans verðandi hafa verið misskil- in. Hann tekur við embætti í febrú- ar nk. Kim lét ummælin falla á fundi með flokksmönnum sínum, að því er fullyrt var í stærsta dagblaði landsins, Chosun Ilbo. „Við vitum ekki hvort við verðum gjaldþrota á morgun eða hinn. Eg hef ekki get- að sofið frá því að mér var gerð grein [fyrir ástandinu í fjármálum]. Eg er gjörsamlega agndofa," hafði blaðið eftir Kim. Sagði það forset- ann verðandi hafa sagt að Suður- Kórea væri á „botninum" og að hann skildi ekki hvernig staðan hefði getað orðið svona slæm. „Ég get ekki annað en verið reiður,“ sagði hann. Ummælin urðu til þess að gengi hlutabréfa féll um 7,5%, vextir hækkuðu og gengi wonsins, gjald- miðils Suður-Kóreu, lækkaði niður í 1,995 gagnvart Bandaríkjadal, sem er lægsta gengi þess gagnvart dal. Wonið hefur glatað 57% af verðgildi sínu gagnvai-t Banda- ríkjadal það sem af er árinu. Aðstoðarmenn Kims reyndu af veikum mætti að bæta skaðann í gær, fullyrtu að orð forsetans hefðu verið oftúlkuð. „Forsetinn átti ekki við að raunveruleg hætta væri á þjóðargjaldþroti. Ætlun hans var að lýsa yfir vilja til að hefja enduruppbyggingu,“ sagði einn ráðgjafanna. Frammámenn í suður-kóreskum bönkum voru að vonum lítt hrifnir af ummælum forsetans, sem þeir sögðu hafa aukið að nýju áhyggjur manna af fjármálakreppunni sem blasti við landsmönnum. Þá reyndu suður-kóreski seðlabankinn og fjármálaráðuneytið að sannfæra erlenda og innlenda fjárfesta, sem era efins um að ástandið í Suður- Kóreu horfi til betri vegar, um að hrun blasti ekki við landinu. Hóta „allsherjarátökum" Sagði Lee Kang-nam, aðstoðar- seðlabankastjóri, að Suður-Kórea yrði „aldrei" gjaldþrota, vegna þeirrar aðstoðar sem Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn hefði lofað og vegna þokkalegrar stöðu gjaldeyrisforða Suður-Kóreu. Landið verður hins vegar að uppfylla kröfur IMF um aðgerðir í efnahagsmálum til að hljóta aðstoðina og í gær hótaði samband verkalýðsfélaga „allsherj- arátökum" ef ríkisstjórnin reyndi að auðvelda fyrirtækjum að segja upp starfsfólki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.