Morgunblaðið - 24.12.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.12.1997, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 Morgunblaðið/RAX 294. TBL. 85. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Nýr forseti S-Kóreu kveðst agndofa yfír efnahagsástandinu Ummæli Kims valda hruni á mörkuðum 45 indíán- ar myrtir í Chiapas San Cristobal de Ias Casas. Reuters. VOPNAÐAR sveitir myrtu 43 indíána, karla, konur og böm, og særðu tugi manna til viðbótar í Chi- apas-héraði í Mexíkó á mánudag. Sögðu mexíkóskir embættismenn í gær að þetta væri mesta blóðbað sem orðið hefði frá því að blóðug uppreisn indíána hófst í héraðinu í janúar 1994. Mennirnir réðust inn í þorpið Acteal og hófu skothríð á allt sem fyrir varð. Var aðkoman og ástandið á sjúkrahúsum í nágrenninu sagt skelfllegt. Ekki er vitað hvað árásarmönn- unum gekk nákvæmlega til en talið er fullvíst að þeir hafí verið úr röð- um hersveita sem njóta stuðnings Byltingarflokksins, stjórnarflokks landsins. Atök hafa staðið á milli hersveita þessara og stuðnings- manna Zapatista-hreyfíngarinnar sem hóf uppreisn indíána 1994. Stjórnvöld fordæmdu ódæðið í gær en stjórnarandstæðingar sögðu hins vegar að árásin sýndi að þörf væri á því að stjómvöld gripu til að- gerða gegn harðlínumönnum í flokknum. Mamma sló jóla- sveininn New York. The Daily Telegraph. JÓLASVEINN í New York lenti í miklum vanda við vinnu sína í verslunarmiðstöð þegar sonur hans bar kennsl á hann og fyrrverandi eiginkona hans krafði hann um barnsmeðlag og réðst að því búnu á hann með barsmíðum. Málið hófst er Justin Ram- irez, tveggja ára, settist í kjöltu jólasveins í verslunar- miðstöð og þekkti þar föður sinn, sem hafði farið huldu höfði frá því í sumar þar sem hann reyndi að komast hjá þvf að greiða meðiag með drengn- um. „Pabbi er jólasveinn" hrópaði barnið og móðirin brá við skjótt, reif stefnu upp úr veski sfnu og þrýsti í fang jóla- sveinsins. Þegar móðirin kom síðar sama dag í verslunarmiðstöð- ina og sá eiginmanninn emi að störfum rann henni svo í skap að hún réðst á hann. Skelfingu lostin börn grétu þegar þau sáu jólasveininn lúbarinn og kalla varð til lögreglu. „Mér brá sjálfri þegar ég barði hann,“ sagði móðirin. Seoul. Reuters. ENN eitt hrunið varð á fjármála- mörkuðum í Suður-Kóreu í gær vegna yfirlýsinga nýkjörins forseta landsins, Kims Dae-jungs, um ástandið í efnahagsmálum lands- ins, sem hann sagði verra en hann hefði ímyndað sér. Þá hefur ótti manna við að skuldir ríkisins fari í vanskil aukist að nýju, þrátt fyrir metaðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins (IMF) við Suður-Kóreu. Að- stoðarmenn Kims reyndu í gær að draga í land og sögðu ummæli for- setans verðandi hafa verið misskil- in. Hann tekur við embætti í febrú- ar nk. Kim lét ummælin falla á fundi með flokksmönnum sínum, að því er fullyrt var í stærsta dagblaði landsins, Chosun Ilbo. „Við vitum ekki hvort við verðum gjaldþrota á morgun eða hinn. Eg hef ekki get- að sofið frá því að mér var gerð grein [fyrir ástandinu í fjármálum]. Eg er gjörsamlega agndofa," hafði blaðið eftir Kim. Sagði það forset- ann verðandi hafa sagt að Suður- Kórea væri á „botninum" og að hann skildi ekki hvernig staðan hefði getað orðið svona slæm. „Ég get ekki annað en verið reiður,“ sagði hann. Ummælin urðu til þess að gengi hlutabréfa féll um 7,5%, vextir hækkuðu og gengi wonsins, gjald- miðils Suður-Kóreu, lækkaði niður í 1,995 gagnvart Bandaríkjadal, sem er lægsta gengi þess gagnvart dal. Wonið hefur glatað 57% af verðgildi sínu gagnvai-t Banda- ríkjadal það sem af er árinu. Aðstoðarmenn Kims reyndu af veikum mætti að bæta skaðann í gær, fullyrtu að orð forsetans hefðu verið oftúlkuð. „Forsetinn átti ekki við að raunveruleg hætta væri á þjóðargjaldþroti. Ætlun hans var að lýsa yfir vilja til að hefja enduruppbyggingu,“ sagði einn ráðgjafanna. Frammámenn í suður-kóreskum bönkum voru að vonum lítt hrifnir af ummælum forsetans, sem þeir sögðu hafa aukið að nýju áhyggjur manna af fjármálakreppunni sem blasti við landsmönnum. Þá reyndu suður-kóreski seðlabankinn og fjármálaráðuneytið að sannfæra erlenda og innlenda fjárfesta, sem era efins um að ástandið í Suður- Kóreu horfi til betri vegar, um að hrun blasti ekki við landinu. Hóta „allsherjarátökum" Sagði Lee Kang-nam, aðstoðar- seðlabankastjóri, að Suður-Kórea yrði „aldrei" gjaldþrota, vegna þeirrar aðstoðar sem Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn hefði lofað og vegna þokkalegrar stöðu gjaldeyrisforða Suður-Kóreu. Landið verður hins vegar að uppfylla kröfur IMF um aðgerðir í efnahagsmálum til að hljóta aðstoðina og í gær hótaði samband verkalýðsfélaga „allsherj- arátökum" ef ríkisstjórnin reyndi að auðvelda fyrirtækjum að segja upp starfsfólki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.