Morgunblaðið - 24.12.1997, Blaðsíða 6
-
6 MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Islenskur lax fékk
bestu einkunn á ABC
Morgunblaðið/Kristinn
REYKTUR lax frá íslenskum matvælum fékk hæstu einkunn í
bandarísku sjónvarpi.
REYKTUR lax frá íslenskum
matvælum fékk bestu einkuim í
matgæðingaþætti á ABC sjón-
varpsstöðinni í Bandarikjunum.
Margar milljónir manna fylgjast
með útsendingum sjónvarpsstöðv-
arinnar og segir Snorri Finn-
laugsson hjá Islcnskum matvæl-
um að umfjöllunin sé gríðarleg
auglýsing fyrir framleiðsluvörur
fyrirtækisins.
Matgæðingaþátturinn er send-
ur út vikulega á miðvikudögum
og var fjallað um laxinn 17. des-
ember sl. Tekin voru fyrir fimm
sýnishorn af reyktum laxi sem er
á boðstólum, lax sem reyktur er í
Bandaríkjunum, norskur og ís-
lenskur. Reyktur lax íslenskra
matvæla hefur vöruheitið Ice
Food. Verðið á laxinum var 10-60
dollarar á pundið.
Nokkrir af þekktustu matgæð-
ingum vestra, Emeril Lagasse,
matreiðslumeistari og höfundur
uppskriftabóka, Jeffrey Steingar-
ten, sem fjallar um mat í tímarit-
inu Vogue og hefur skrifað bæk-
ur um sama efni, sjónvarpsmað-
urinn Burt Wolf og Sarah
Moulton yfirmatreiðslumaður
tímaritsins Gourmet. Oll gáfu þau
Ice Food laxinum bestu einkunn
og undruðust að verðið út úr
A&P versluninni var aðeins 9,99
dollarar.
Islensk matvæli hófu útflutning
til Bandaríkjanna í ágúst 1996 og
hafa selt þangað rúmlega 120
tonn af reyktum laxi. Síðustu
mánuði hefur fyrirtækið sent einn
fjörutíu feta gám í mánuði á
þennan markað, 11,5 tonn af
vöru. „Við höfum nær eingöngu
einbeitt okkur að New York og
New Jersey. Þessi umfjöllun gæti
ýtt undir enn frekari sölu,“ sagði
Snorri.
Samkeppnisráð
Ekki ástæða til
íhlutimar vegna
verðtilboðs á
árskorti í sund
SAMKEPPNISRÁÐ telur ekki til-
efni til íhlutunar vegna tilboðs
Medic Operating AB á árskorti í
sund í Sundlaug Kópavogs í tilefni
af opnun stöðvarinnar í húsnæði
laugarinnar nú í haust. Sporthöllin
kærði umrætt tilboð til samkeppn-
isráðs þar sem fyrirtækið taldi að
um undirboð væri að ræða sem
Kópavogsbær hefði tekið virkan
þátt í.
I kæru Sporthallarinnar kemur
fram að viðskiptavinum fyrirtæk-
isins hafi fækkað um þriðjung í
kjölfarið og grípa hafi þurft til
uppsagna á starfsfólki vegna þess.
Samkeppnisráð segir í áliti sínu
að líkamsræktarstöðin greiði eðli-
lega leigu fyrir húsnæði sitt í hús-
næði sundlaugarinnar og ekkert
bendi til þess að kostnaður sund-
laugar Kópavogs vegna leigu lík-
amsræktarstöðvarinnar á húsnæði
og þjónustu hjá sundlauginni sé
niðurgreiddur af annarri starfsemi
laugarinnar.
Þá segir í úrskurði samkeppnis-
ráðs að ekki sé ástæða til íhlutunar
vegna verðlækkunar Sundlaugar
Kópavogs á árskortum enda líti
ráðið svo á að öðrum fyrirtækjum
muni bjóðast sambærileg kjör við
kaup á ársmiðum í sund hjá sund-
laug Kópavogs.
I
k
[
Guðlaugur Gunnarsson kristniboði
í Eþíópíu
Jólaveðrið okkar er 35
stiga hiti og þurrkur
„HÉR hefur verið óvenjulegf tíð-
arfar, ekki nema 25 stiga hiti og
rigning upp á hvem dag svo mér
finnst erfitt að komast í jólaskap.
Jólaveðrið okkar hér er 35 stiga
hiti, þurrkur og sólskin,“ sagði
Guðlaugur Gunnarsson, kristni-
boði og fjármálastjóri í suðvestur
sýnódu Mekane Jesús-kirlqunnar í
Eþíópíu í samtali við Morgunblað-
ið í gær.
Guðlaugur hefur starfað í
Eþíópíu fyrir Samband íslenskra
kristniboðsfélaga frá árinu 1983
og með honum kona hans, Val-
gerður Gísladóttir hjúkrunarfræð-
ingur, og börn þeirra. Þau starfa
nú í Arba Minch, sunnarlega í
landinu, og halda nú þrettándu jól
srn þar í landi. Böm þeirra á
skólaaldri em í skóla norska
kristniboðsins í Addis Abeba
ásamt fleiri íslenskum bömum.
Auk fjölskyldu Guðlaugs eru
tvær aðrar íslenskar fjölskyldur
við störf í Eþíópíu á vegum SÍK,
hjónin Elísabet Jónsdóttir og
Bjarni Gislason og Birna Gerður
Jónsdóttir og Guðlaugur Gísla-
son. Bjarni kennir við skólann í
Addis Abeba en Guðlaugur sér
um húsbyggingarmál fyrir kirkj-
una og kristniboðsstarfið í hérað-
inu Omo Rate syðst í Eþíópíu.
„Við höfum þegar fengið sent
jólahangikjötið að hcitnan og í
dag slátruðum við sauði sem við
fengum að gjöf frá Konsómönn-
um,“ sagði Guðlaugur ennfremur.
Ásamt þeim eru norsk hjón við
störf í Arba Minch og sagði Guð-
laugur fjölskyldurnar hittast um
jólin. Hann kvaðst taka sér frí yf-
ir hátíðina en Eþíópíumenn halda
ekki jól fyrr en að hálfum mánuði
liðnum. „Þá tökum við þátt í há-
tíðinni með þeim svo að ég geri
ráð fyrir að við höldum tvöföld
jól!“
Vegna tíðarfarsins sagði Guð-
laugur menn óttast mjög um upp-
skeru því nú ríkja þurrkar og hiti
í sunnanverðri Eþíópíu en alls
ekki rigningar eins og verið hefði
undanfarið. Sagði hann ljóst að
víða hefðu akrar skemmst vegna
flóða og þvi' væri tvísýnt um upp-
skeru.
Tveir sendifulltrúar Rauða krossins komnir heim
Smá og stór kraftaverk
EYGLÓ Ingadóttir hjúkrunarfræðingur og tvö ung systkini á spítalan-
um í Lokichokio í Kenýa. Móðir barnanna lést af völdum skotsára og al-
næmis og drengurinn ereinnig með alnæmi en systir hans er heilbrigð.
TVEIR sendifulltrúar Rauða
krossins eru nýlega komnir heim
frá störfum í fjarlægum og stríðs-
hrjáðum löndum, þær Eygló Inga-
dóttir, sem var hálft ár í Kenýa, og
Þórunn Sveinbjarnardóttir, sem
var eitt ár í Aserbaídsjan.
Þórunn var sendifulltrúi Rauða
kross Islands í Baku í Aserbaídsj-
an, þar sem hún vann sem upplýs-
ingafulltrúi fyrir Alþjóðasamband
Rauða kross- og Rauða hálfmána-
félaga.
„Aðalverkefni alþjóðasambands-
ins í Aserbaídsjan er tvíþætt. Það
er annars vegar aðstoð við fólk sem
hefur lent á vergangi í eigin föður-
landi, hefur þurft að flýja átök í
Aserbaídsjan, og er ennþá þar, en
er þó ekki flóttamenn samkvæmt
skilgreiningu Flóttamannahjálpar
Sameinuðu þjóðanna. Ástæða þess
að þetta fólk hefur ekki getað snúið
til síns heima er að enn er fimmt-
ungur Aserbaídsjan hemuminn og
friðarsamningar hafa ekki náðst
milli Aserbaídsjan og Armem'u.
Það voru alls um 600 þúsund
manns sem flúðu þessi átök. Þetta
fólk er um allt land, flest þó í Baku
og stærri bæjum. Hluti þessa fólks
er ennþá í flóttamannabúðum en
Alþjóðasambandið rekur nokkrar
svona búðir, fyrir alls um 35 þús-
und manns.
Tekur langan tíma að
reisa allt úr rústum
Hins vegar er svo um að ræða
aðstoð við gamalt fólk, sem býr eitt
og á enga nána aðstandendur.
Þessi hópur er 30 þúsund manns
og það fólk fær matarpakka fjórum
sinnum á ári frá Rauða krossinum
og Rauða hálfmánanum. Auk þess
fá þeir veikustu, sem eru um 7 þús-
und manns, líka aðstoð með lyf og
aðhlynningu. Þetta er langveikt,
gamalt og hrumt fólk sem er mjög
illa statt, ekki beinlínis vegna
stríðsins, heldur vegna hruns Sov-
étríkjanna á sínum tíma. Þetta
gamla fólk lenti í því að það sparifé
sem það átti brann meira eða
minna upp í óðaverðbólgunni í
byrjun tíunda áratugarins. Nú hef-
ur reyndar náðst svolítið efnahags-
legt jafnvægi í Aserbaídsjan en
þetta fólk stendur uppi slyppt og
snautt og það tekur langan tíma að
reisa efnahagskerfið, velferðar-
kerfið og atvinnuvegina úr rúst-
um,“ segir Þórunn og bætir við að
ÞÓRUNN Sveinbjarnardóttir
vann sem upplýsingafulltrúi
fyrir Alþjóðasamband Rauða
kross- og Rauða hálfmánafélaga
í Baku í Aserbaídsjan.
þó að margt hafi breyst til hins
betra, sé fátæktin enn landlæg og
margir þurfi eftir sem áður aðstoð
með brýnustu nauðþurftir.
Fólk sem kvartar ekki
yllr smámunum
Eygló er hjúkrunarfræðingur og
vann á gjörgæsludeild sjúkrahúss-
ins í Lokichokio í Kenýa, þar sem
flestir sjúklingamir komu frá Suð-
ur-Súdan, ungir hermenn með
skotsár, brunasár og sár eftir jarð-
sprengjur og oftast nær var liðinn
langur tími frá því að menn særð-
ust þar til þeir komust á spítalann.
Hlutverk Eyglóar og annarra
vestrænna sendifulltrúa á spítalan-
um var m.a. að halda uppi gæðum
hjúkrunar en megnið af starfsfólk-
inu er lítið menntað í umönnun og
tæknin mjög takmörkuð. „Við
höfðum engin tæki til þess að meta
ástand sjúklinganna, þannig að við
urðum bara að nota augu og eyru,“
segir hún.
„Þetta er upp til hópa geysilega
elskulegt og hugdjarft fólk, sem
kvartar ekki yfir smámunum. En
vissulega var ei-fitt að horfa upp á
ungt fólk missa úthmi, lamast og
deyja, oftast langt frá ættingum
sínum. Þama gerðust harmleikir,
en líka kraftaverk, smá og stór, og
það eru þau sem gera þetta að
ótrúlega áhugaverðu starfl," segir
Eygló, sem er ekki í nokkrum vafa
um að hún eigi eftir að fara aftur út
til hjálparstarfa á vegum Rauða
krossins.