Morgunblaðið - 24.12.1997, Page 8

Morgunblaðið - 24.12.1997, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Á GRÁI kötturinn eftir að gjalda meistaranum rauðan belg fyrir gráan með því að minnast gömlu góðu stundanna fyrir Dabba? Mikill hiti frá logandi bátunum á Rifí Hugsanlegar skemmdir á fleiri bátum KOMIÐ hafa í ljós skemmdir á öðr- um bátum en þeim þremur sem eyðilögðust í eldsvoða í höfninni á Rifi aðfaranótt miðvikudags í síðustu viku. Heiðar Baldvinsson, sem á Asa EA 36, telur að hitinn frá eldhafinu hafi hugsanlega skemmt stýrishúsið á báti sínum. „Báturinn lá hinum megin bryggj- unnar þar sem bátamir brunnu og voru ekki nema þrír metrar á milli þeirra,“ sagði Heiðar í samtali við Morgunblaðið í gær. „Sjö belgir á síðu bátsins hitnuðu og afmynduðust og plastkar afturá var farið að bráðna. Það hefur bara verið mín- útuspursmál hvenær kviknaði í hon- um og fleiri bátum. Plastið í hlið stýrishússins er skemmt því þegar það hitnar svona breytast eiginleikar þess, rakinn kemst í það og þannig fúnar það mjög fljótt." Þeim megin bryggjunnar sem Asi lá var annar bátur, Heiðrún, sem Heiðar telur einnig að hafi skemmst og segir hann þessar skemmdir verða metnar eftir hátíðarnar. Heið- ar býr á Grenivík en hefur síðustu tvö árin gert út annars staðar frá og í Tekinn á 123 km hraða ÖKUMAÐUR var tekinn á 123 km hraða á Skutulsfjarð- arbraut á ísafirði rétt eftir miðnætti á mánudagskvöld. Var hann sviptur ökuleyfi á staðnum. Að sögn lögreglunnar á ísa- firði er mikil umferð um ísa- fjörð og nágrenni en vegir þar um slóðir eru auðir og hefur umferð gengið vel. Þar sem maðurinn vai- tekinn í fyrra- kvöld er leyfður 60 km hraði og var hann sviptur ökuleyfi um stundarsakir. Morgunblaðið/Guðlaugur Wlum TALIÐ er að nokkrir bátar í Rifshöfn hafi skemmst vegna hita þegar kviknaði þar í þremur bátum á dögunum. vetur hefur hann róið frá Rifi. Hann sagðist einnig hafa sett björgunar- bátinn í skoðun því hugsanlegt væri að límingar og annað hefði gefið sig. Hefði getað farið miklu verr Talið er að verðmæti bátanna sem eyðilögðust sé milli 20 og 30 milljónir króna. Heiðar kvaðst ekki geta gisk- að á hversu mikið myndi kosta að skipta um hlið í stýrishúsinu á sínum báti ef hún yrði dæmd ónýt. „Þetta hefði allt getað farið miklu verr og heppilegt að veður var gott og að eldsins varð vart svo fljótt. Það hefði kviknað í mun fleiri bátum ef logandi bátana hefði rekið víðar um höfnina og það er ljóst að menn lögðu sig í hættu við slökkvistarfið," sagði Heiðar að lokum. Reglur settar um Gunnarsstofnun BJÖRN Bjamason menntamála- ráðherra hefur kynnt ríkisstjóm reglur, sem settar hafa verið um Gunnarsstofnun að Skriðuklaustri. Em reglumar settar á gmnd- velli gjafabréfs Gunnars Gunnars- sonar skálds og Franziscu Gunn- arsson, konu hans, frá 11. desem- ber 1948. Stofnunin á m.a. að leggja rækt við bókmenntir með áherslu á rit- verk og ævi Gunnars Gunnarsson- ar, reka dvalarstað fyrir lista- og fræðimenn, stuðla að atvinnuþróun á Austurlandi, efla rannsóknir á austfirskum fræðum, stuðla að al- þjóðlegum menningartengslum og standa fyrir sýningum og öðmm listviðburðum. Gunnar og Franzisca gáfu ís- lenska ríkinu bújörðina Skriðuklaustur í Fljótsdal ásamt öllum húsum og mannvirkjum, gögnum og gæðum og var kveðið á um það að jarðeignin skyldi vera ævarandi eign íslenska ríkisins, sem bæri að hagnýta til eflingar menningu. Ráðuneytið skipaði þriggja manna stjóm fyrir Gunnarshús og er Helgi Gíslason, framkvæmda- stjóri, Helgafelli, formaður hennar. Stjómin samdi tiilögur að þeim reglum, sem nú hafa verið settar. Hún á afmæli á jólunum Heklaða dúkk- an kom mest á óvart Guðrún Jósefsdóttir HVERNIG ætli það sé að eiga afmæli á sjálfan aðfangadag jóla? Hún Guðrún Jósefs- dóttir, sem verður tólf ára í dag, aðfangadag, segir að það sé skemmtilegt að eiga afmæli á jólunum og bætir við að sér hafi aldrei leiðst það. „Mér hefur alltaf þótt mjög gaman að eiga af- mæli á jólunum. Þá er ég búin að halda upp á afmæl- ið og þegar kemur að sjálf- um afmælisdeginum emm við svo búin að skreyta allt hjá okkur og gera jólalegt. Állt er orðið hreint og fínt. Við fáum síðan góðan mat að borða og amma mín og móðurbróðir minn koma til okkar í heimsókn og borða með okkur jólamatinn. Svo fæ ég líka aukapakka sem er frá- bært þó að bróðir minn sé ekki alltaf ánægður með það.“ - Hvenær heldurðu upp á af- mælið þitt? „Eg held oftast upp á afmælið mitt fyrstu vikuna í desember og býð þá til mín bekkjarsystrum, vinkonum og þeim úr fjölskyld- unni sem komast. Við fömm í leiki og spjöllum saman. Mamma og pabbi bíða oft fram eftir desember með að gefa mér afmælisgjöf og síðan fæ ég líka afmælisgjafir á jólunum frá frænkum mínum sem búa úti á landi og komast ekki í afmælis- veisluna mína. Ég á því eigin- lega afmæli tvisvar á ári, stund- um þrisvar, því oft fæ ég afmæl- isgjöfina frá mömmu og pabba á afmælisdegi pabba sem er 18. desember." -Færðu ekki afmæliskveðjur ájólunum? „Jú venjulega hringja ættingþ ar og vinir í mig á aðfangadag. í fyrra beið ég og beið eftir að fá hringingu en síminn var aldrei til mín. Afmælisdagurinn minn gleymdist alveg. Fólk hefur lík- lega haft svo mikið að gera að það mundi ekki eftir þessu. Það var dálítið skrítið og ég varð svo- lítið vonsvikin.“ - Hvaða afmælisgjöf hefur komið þér mest á óvart? „Afmælisgjöfin sem ég fékk fyrir nokkrum dögum frá mömmu og pabba. Ég fór nefni- lega með mömmu að kaupa dúkkuhöfuð og vissi ekkert hvað hún ætlaði að gera við það. Þeg- ar þau gáfu mér afmælispakk- ann kom dúkka í ljós sem mamma hafði sjálf heklað úr bláu og rauðu garni. Hún hafði heklað bieikan kjól og sett dúkkuna í hann. Dúkkan var síðan með burðarpoka og þar í var önnur lítil dúkka. Mér þótti mjög vænt um þessa afmælisgjöf.11 - Hvað finnst þér skemmtileg- ast að gera ájólunum? „Mér finnst eiginlega allt gaman og hlakka til jólanna. Þó held ég að mér finnist lang- skemmtilegast að borða góðan jólamat. Við erum alltaf með hangikjöt með jafningi, kartöfl- um, rauðkáli, grænum baunum og jólaöli. Á eftir fáum við ís og þegar við erum búin að opna pakkana okkar kemur mamma með afmælistertu handa okkur og heitt súkkulaði." - Hvernig undirbýrðu jólin? ►Guðrún Jósefsdóttir er fædd í Reykjavík hinn 24. desember árið 1985. Hún er dóttir hjón- anna Karítasar Sigurlaugs- dóttur og Jósefs Agústar Guð- jónssonar. Bróðir hennar er Sigurlaugur Guðjón Jósefsson sem er tíu ára gamall. Guðrún er nemandi í 7-RÞ í Langholtsskóla. „Ég hjálpa mömmu að baka og stundum reyni ég að hjálpa henni við að þrífa líka. Síðan skreytum við og ég og bróðir minn fóndrum mikið. Fyrir þessi jól bjuggum meðal annars til langa músastiga sem við skreyttum með og fullt af öðru jólaskrauti." - Er eitthvað sérstakt sem þig langar til að fá í jólagjöf? „Þegar ég hélt upp á afmælið mitt í byrjun desember langaði mig rosalega í tölvudýr og ég fékk kisu tölvudýr í afmælisgjöf. Það fékk ég frá mömmu og pabba og þá fékk ég eiginlega óskina mína uppfyllta. Svo fékk ég líka jólatré í afmælisgjöf, naglalakk, reykelsi og reykelsis- bakka. Heyrðu, jú mig langar annars mikið í bókina Bert og bað- strandagellumar í jólagjöf. Bert bækurnar finnast mér mjög skemmtilegar." Guðrún segist stundum verða yfir sig spennt þegar jólin eru að koma. „Ég veit þá ekkert hvað ég á af mér að gera og verð stundum dálítið æst. Svo verður allt rólegt þegar aðfangadagur er búinn.“ - Er einhver afmælis- dagur sérstaklega minnisstæður? „Já afmælisdagur- inn minn í fyrra var alveg sérstakur. Snemma um morguninn, einmitt þegar ég mátti sofa út, ruddist bróðir minn, Sigurlaugur Guð- jón, með látum inn til mín. Stuttu seinna komu mamma og pabbi. Þau sungu síðan öll fyrir mig afmælissönginn og vöktu mig þannig.“ - Ertu með þessu að segja að þú viljir helst að þau láti ógert að vekja þig á þennan hátt aft- ur? „Nei alls ekki. Mér fannst þetta mjög gaman og hefði ekk- ert á móti því að þau vektu mig svona aOa mína afmælisdaga. Þá er þetta eins konar jólaafmælis- vekjaraklukkan mín.“ Skemmtileg- ast að borða jólamatinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.