Morgunblaðið - 24.12.1997, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1997 9
FRÉTTIR
Norðmenn hóta að setja öll „íslensk SmugTiskip“ og útgerðir þeirra á svartan lista
„Ný sprengja“
í samskiptum
þjóðanna
Islenskir ráðherrar og útgerðarmenn
segja hótunina og ótrúlegan barnaskap
n
W/TZm h Kystens assríagsevis
ri$Karen
Ne 93*23.Í9Éft
«HUNDELOGIKK.»( SIER UTENRIKSWIINISTER ASGRIMSSON:
Norge svartelister
islandske skrog
■ N’orsktí myndtó
harnokengAng klAit
& fb sinnene»kok pS
terogredercsomhar
ddun í <kt omstrídtc
fiiket S SmutthuUet. og
nciae dcm eventudte
„NORSK stjórnvöld ætla að setja
á svartan lista öll skip og útgerðir,
sem stundað hafa veiðar í Smug-
unni.“ Kom þetta fram í norska
sjávarútvegsblaðinu Fiskaren í
gær og þar sagði, að þetta hefði
verið ákveðið þegar umsókn fær-
eysks útgerðarfyrirtækis um veiði-
leyfi innan norskrar lögsögu fyrir
togarann Sverri Olafsson, sem áð-
ur hét Stakfell ÞH 360, hefði verið
hafnað. Sagði blaðið, að með þessu
hefði ný sprengja sprungið í átök-
unum milli Islendinga og Norð-
manna eins og mjög hörð viðbrögð
íslenskra ráðamanna sýndu. I við-
tali við Morgunblaðið í gær sögðu
þeir Þorsteinn Már Baldvinsson,
forstjóri Samherja, og Guðbrand-
ur Sigurðsson, framkvæmdastjóri
Utgerðarfélags Akureyringa, að
þetta nýjasta útspil Norðmanna
væri ótrúlegur og raunar óskiljan-
legur barnaskapur og kváðust ekki
trúa, að honum yrði haldið til
streitu.
I Fiskaren kemur fram, að Stak-
fellið og íýri-verandi eigandi þess,
Hraðfrystistöð Þórshafnar, hafi að
mörgu leyti haft forgöngu um veið-
ar í Smugunni en síðan hafí skipið
verið selt færeysku útgerðarfyi’ir-
tæki, sem Hraðfrystistöðin eigi þó
tæplega helming í. Magnús Þór
Hafsteinsson, blaðamaður á
Fiskaren, sagði í viðtali við Morg-
unblaðið, að fyrst hefði færeyska
fyrirtækið sótt um, að Stakfellið
fengi leyfi til að veiða úr færeysk-
um kvóta innan norskrar lögsögu
en því verið hafnað. Síðan hefði lið-
ið nokkur tími og þá borist önnur
umsókn frá fýrirtækinu fyrir
togarann Sverri Olafsson. Sagði
Magnús, að síðari umsóknin hefði
farið mjög fýrir brjóstið á norskum
yfíi’völdum, sem sökuðu Færey-
inga um blekkingar og tilraun til að
láta líta svo út, að um allt annað
skip væri að ræða.
Afstaða norskra yfii’valda bygg-
ist á reglugerð um veiðar útlend-
inga innan norskrar lögsögu en þar
segir meðal annars, að neita megi
þeim skipum og útgerðum, sem
tekið hafí þátt í óheftum veiðum á
alþjóðlegu hafsvæði, um veiðileyfi
svo fremi veitt hafi verið úr físk-
stofni, sem lúti norskri fískveiði-
stjórn.
Fiskaren segir, að geri norsk yf-
irvöld alvöru úr þessum hótunum
sínum, muni það hafa alvarleg
áhrif á samskipti Islendinga og
Norðmanna og hugsanlega á út-
gerð margra skipa, sem seld hafi
verið til annarra landa, þar á með-
al til Noregs, Englands, Græn-
lands og Rússlands. Um þessar
mundir séu til dæmis tvö frysti-
skip að veiðum í Barentshafi, sem
íslenskar útgerðir eigi hlut í, og
hafi annað áður verið í Smugunni.
Þá eigi Samherji og ÚA stóran
hlut í þýskum fýrirtækjum, sem
veiði úr kvóta Evrópusambandsins
í Barentshafi.
Blaðið hefur eftir Ki-istjáni
Ragnarssyni, fonnanni LÍÚ, að af-
staða norskra yfirvalda sé „heims-
met í fíflaskap“ og verði við þetta
staðið, þurfi Norðmenn ekki að
velta fyrir sér nýjum loðnusamn-
ingi.
Eftir Halldóri Asgrímssyni utan-
ríkisi’áðheiTa er haft, að þetta sé
rökleysa, sem geti komið í bakið á
Norðmönnum sjálfum, og furðu-
legt með tilliti til þess, að íslend-
ingar og Norðmenn séu nú aftur
farnir að tala saman.
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra hefur þau orð um í viðtali
við blaðið, að Norðmenn séu dug-
legir í að ráðast gegn smáþjóð eins
og Islendingum en flýi með skottið
á milli fótanna í hvert sinn sem
ESB byrsti sig. Kveðst Þorsteinn
ekki hafa neina trú á, að Norð-
menn reyni að útiloka ESB-skip
frá veiðum.
Oskiljanlegar
yfirlýsingar
Þorsteinn Már Baldvinsson, for-
stjóri Samherja, sagði í viðtali við
Morgunblaðið í gær, að yfirlýsing-
ar Norðmanna væru varla svara-
verðar og raunar óskiljanlegar. Að
öðru leyti væri þetta Norðmönnum
líkt og tengdist trúlega pólitíkinni
hjá þeim, hugsanlega væntanleg-
um samningum um loðnuna. Guð-
brandur Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri ÚA, kvaðst ekki vilja hafa
mörg orð um þennan barnaskap
Norðmanna og sagðist ekki trúa
því, að þeir gerðu alvöru úr hótun-
um sínum.
Héraðsdómur
Reykjavíkur
Bílaumboð
dæmt til
að greiða
stefgjöld
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavík-
ur hefur dæmt bílaumboð til að
greiða Sambandi tónskálda og
eigenda flutningsréttar,
STEF, og Sambandi flytjenda
og hljómplötuframleiðenda,
SFH, tæpar tólf þúsund krón-
ur þar sem tónlist hafi verið
leikin í húsakynnum bflaum-
boðsins með þeim hætti að við-
skiptamenn heyrðu hana.
Aður hafa bílasala og hár-
greiðslustofa verið dæmd til
að greiða gjöld vegna tónlist-
arflutnings í húsakynnum
þein’a.
Áttu það til að fikta
1 tækjunum
Bílaumboðið sagði enga tón-
list leikna í húsakynnum sín-
um. I dóminum kemur fram,
að í húsakynnunum var stand-
ur með útvarpstækjum sem
hægt var að kveikja á. Stand-
urinn var settur upp fyrir
nokkrum árum til kynningar á
útvarpstækjum. Vitni, starfs-
menn bílaumboðsins, hafi bor-
ið að viðskiptavinir hafi átt það
til að fikta í tækjunum og
kveikja á þeim.
Tónlist í 5
af 6 skiptum
Dómurinn leit til framburð-
ar þriggja starfsmanna STEF
og SFH, sem sögðu að í fimm
af sex skiptum sem þeir komu
í bílaumboðið hafi tónlist verið
leikin.
/
Islensk stúlka stýrir neðan-
jarðarlest í Stokkhólmi
ÞEIR eru örugglega ekki margir
íslendingarnir sem hafa atvinnu
af því að stýra neðanjarðarlest-
um. I höfuðborg Svíþjóðar er þó
íslensk stúlka, Helga Rut Valdi-
marsdóttir, sem hefur þennan
starfa. Hún er nýlega flutt til
Stokkhólms frá Gautaborg, þar
sem hún hefur átt heima frá sjö
ára aldri. Henni líkar starfið
Ijómandi vel og í fri'stundum
kennir hún konum sjálfsvörn og
heldur fyrirlestra gegn kynþátta-
hatri.
Vinnustaður Helgu Rutar er
150 metrar að lengd eða átta
vagnar. Og í fremsta vagninum
situr hún og stýrir öllu saman.
Stundum koma upp vandamál,
eins og til dæmis fyrir skömmu
þegar eiturlyfjaneytandi réðst á
gamla konu í einuin vagninum.
Þá varð Helga Rut að stansa og
skerast í leikinn. Þar kom sjálfs-
varnarkunnáttan sér vel.
30% neðanjarðarlestarstjóra
í Stokkhólmi konur
Lestarstjórn hefur hingað til
ekki verið dæmigert kvennastarf,
en að sögn Helgu er nú markvisst
unnið að því hjá neðanjarðarlest-
unum í Stokkhólmi að auka hlut
kvenna í stéttinni og þær hvattar
til að sækja um. Nú eru um það
bil 30% neðanjarðarlestarstjóra í
Stokkhólmi konur. Helga liefur
kynnst nokkrum af þeim konum
sem hafa unnið lengst við lestar-
stjórn og segir þær sterkar og
skemmtilegar konur.
Helga er 23 ára gömul, fædd í
Reykjavík, en átti heima í Bol-
HELGA Rut Valdimarsdóttir
varð stúdent fyrir þremur ár-
um. Nú er hún neðanjarðarlest-
arstjóri í Stokkhólmi.
ungarvík frá fjögurra til sjö ára
aldurs, þegar hún fluttist til
Gautaborgar ásamt móður sinni,
BÆJARRÁÐ Reykjanesbæjar
samþykkti nýlega að setja á stofn
þriggja manna vinnuhóp til þess að
vinna að stefnumörkun varðandi
íjölnota íþróttahús í bænum.
I vinnuhópnum verða einn full-
stjúpföður og systkinum.
Helga fluttist til Stokkhólms í
mars sl. og vann á leikskóla í
sumar. Það fannst henni ekkert
sérstaklega gaman og því ákvað
hún að slá til þegar vinkona
hennar, sem er lestarsljóri, hvatti
hana til að sækja um hjá neðan-
jarðarlestunum. Alls sóttu 400
manns uin, af þeim fór um helm-
ingur í atvinnuviðtal og læknis-
skoðun og þeir 40 sem sluppu í
gegnum hana fóru í greindarpróf
og viðtal hjá sálfræðingi. Að því
loknu voru ekki nema 12 manns
eftir, sem fóru í fimm próf, skrif-
leg jafnt sem verkleg. Allt þetta
stóðst Helga með glans og fékk
vinnuna.
Styttist í
tölvustýrðar lestir
Hún var á tæknibraut í
menntaskóla og hefur unnið á
verkstæði og það hefur komið
sér vel, því hún þarf að geta gert
við ef eitthvað bilar, sem er
nokkuð algengt þar sem vagn-
arnir eru orðnir gamlir. En nú
styttist í að tölvustýrðar lestar
leysi þær gömlu af hólmi - og þá
tekur við það spennandi verkefni
lijá Helgu að læra á þær.
trúi minnihluta bæjarstjórnar og
tveir frá meirihluta. Samþykkt var
jafnframt að semja við VSÓ ráð-
gjöf og Verkfræðistofu Njarðvíkur
um að vinna með vinnuhópnum að
málinu.
Fjölnota hús á Reykjanes?
Lyfjaverð hefur
lækkað frá 1996
VERÐ á lyfjum til íslenskra sjúk-
linga hefur almennt lækkað frá árs-
byrjun 1996, bæði lyfseðilsskyldum
lyfjum og lausasölulyfjum. Þetta
kom fram í svari heilbrigðisráðherra
við fyrirspurn á Alþingi.
Guðmundur Arni Stefánsson,
þingmaður Alþýðuflokks, spm-ðist
fyrii’ um þróun lyfjaverðs, og kemur
fram í svai’i Ingibjargar Pálmadótt-
ur heilbrigðisráðherra að lyfjavísi-
taia, sem mælir breytingar á opin-
beru hámarksverði lyfja hefur lækk-
að um 6,6% frá i. janúar 1996.
Ástæður þessa eru einkum taldar
þær að innflutningsverð hefm- lækk-
að vegna þess að íslenska ki’ónan
hefur styrkst gagnvart helstu lyfja-
innflutningsmyntum nema breskum
pundum, hámarksverði í heildsölu og
smásölu vai- breytt í byrjun þessa
árs og samkeppni hefur verið í sölu
lyfja á viðmiðunarverðski’á.
Verð hefur lækkað á þessu tíma-
bili á 20 mest seldu lyfjunum að und-
anskyldum þremur sem keypt eru
inn í breskum pundum. Er meðal-
lækkunin 14%. Þá benda kannanir til
þess að verð sem sjúklingur greiðir
fyrir lyf sé að jafnaði lægra en
greiðsluhluti hans er samkvæmt
ákvörðuðu hámarksverði.
Verkjalyf og reykingalyf
seljast mest
Þingmaðurinn spurði hvort frjáls
verðlagning og auknar heimildir til
upplýsinga og kynningai- á lyfjum
hefðu aukið neyslu lyfja sem seld
væru án lyfseðils. Af svai’i ráðherra
má ráða, að aukning í sölu þessara
lyfja hafi numið 9% milli ái-anna 1994
og 1995 og 14% milli áranna 1995 og
1996. Er þessi breyting sögð skýrast
að mestu leyti af sölu tveggja lyfja,
verkjalyfsins Parkódíns og lyfsins
Nicorette, sem er hjálparefni til að
hætta reykingum.
I svari ráðheira kemur fram það
mat, að auknar heimildir til upplýs-
inga og kynningar hafi aukið sölu
þessai’a tveggja lyfja.
Gleðilegjól!
Lokað laugardaginn 27. desember
hj&QýGufiihiUi
^ Fnniatpini F cími FR'
Engjateigi 5, sími 581 2141.