Morgunblaðið - 24.12.1997, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 24.12.1997, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Vetrarstarf í Vestur- farasetri Hofsósi - Að loknu erilsömu sumri er að jafnaði skellt í lás á flestum söfnum á landsbyggðinni. En þá hefst hjá mörgum vetrarstarf sem yfirleitt fer ekki hátt. í Vesturfara- setrinu á Hofsósi er ýmislegt starf- að á vetrarmánuðum og þar er aldr- ei lokað fyrir gestum þó aðalferða- mannatíminn sé liðinn. Vigdís Esra- dóttir, upplýsingafulltrúi setursins, segir að opnunartíminn sé að vísu ekki sá sami og á sumrin, en að tekið sé á móti gestum á venjuleg- um skrifstofutíma og ævinlega reynt að koma til móts við óskir fólks um sérstakan opnunartíma. Starfsemi setursins á vetuma segir Vigdís einkennast af skrán- ingar- og skipulagsvinnu. „Okkur hafa borist margar bókagjafir, gömul bréf, skjöl og afrit. Á sumr- in gefst lítill tími til þess að svara þeim íjölmörgu sem hafa samband við okkur bréfiega, svo þessa dag- ana höfum við verið að reyna að komast niður úr staflanum af fyrir- spurnum. Fjöldi fólks er að leita upplýsinga um ættmenni sín, hvort heldur er hér heima eða vestan hafs,“ sagði Vigdís. „Einnig felst mikil vinna í að skipuleggja kynn- ingar- og fræðslustarfið. Vestur- farasetrið er ekki nema rúmlega ársgömul stofnun og framundan er mikið þróunarstarf." Skólaheimsóknir í októberlok var haldinn í Vest- urfarasetrinu á vegum Skólaskrif- stofu Skagafjarðar fræðslufundur fyrir kennara á svæðinu. Þar kynnti Helgi Skúli Kjartansson kennslu- hefti sitt „Vesturfarar", sem Náms- gagnastofnun gefur út og sýningin í setrinu var skoðuð og skeggrædd. Gestir fundarins tóku þátt í hóp- vinnu um kennsluhugmyndir tengd- ar aðstöðunni í setrinu og námsefni um Vesturheimsferðir Islendinga. Um tuttugu manns sóttu fræðslu- fundinn og nú þegar eru kennarar farnir að birtast með nemendur sína til að njóta þess sem Vesturfara- setrið hefur að bjóða. Magnús Rafnsson kennari í Grunnskóla Drangsness var einn þeirra sem drifu nemendur sína upp í rútu og gerðu sér ferð í Vestur- farasetrið. Námsefnið telur Magnús falla vel inn í samfélagsfræðina, því saga vesturfaranna tengist bæði mannkynssögu og landafræði. Við bættist að krakkarnir voru óðara komnir á kaf í ættfræði. Flestir komust að því að einhveijir ættingj- ar þeirra höfðu siglt vestur. Krakk- arnir höfðu einnig notað Netið til að komast á snoðir um afdrif ætt- ingjanna í Vesturheimi og fengið svör við fyrirspurnum. Að lokum stefndu þeir að því að komast í kynni við jafnaldra sína í skólum á landnámssvæðum íslendinga. Þannig tengdist þetta námsefni einnig tölvu- og tungumálakennslu. Vigdís Esradóttir sagði að enn væru þessar skólaheimsóknir bundnar við Norðvesturland, en vonandi gæti skólafólk komið lengra að þegar fram liðu stundir. „Við stefnum líka að því að gera heimasíðuna okkar betur úr garði með fjölbreyttu efni og gefa þannig kost á auknum Ijarskiptum. En þeir sem hafa áhuga geta fundið okkur á slóðinni http://drang- ey.krokur.is/vestur/ og netfangið okkar er: vestur@krokur.is“ Blaðamannafundur vegna bókaútgáfu Við útkomu bókarinnar „Nýja ísland - Örlagasaga vesturfaranna í máli og myndum", þótti höfundin- um Guðjóni Arngrímssyni tilvalið að efna til blaðamannafundar í Vesturfarasetrinu um leið og hann færði stofnuninni bókina að gjöf. Prófastur settur í embætti Eyrarbakka - Biskupinn yfir ís- landi, herra Ólafur Skúlason, setti séra Ulfar Guðmundsson inn í embætti prófasts í Árnesprófasts- dæmi við guðsþjónustu í Eyrar- bakkakirkju síðastliðinn sunnu- dag. Að sögn biskups er þetta eitt síðasta opinbera biskupsverk hans. Viðstaddir athöfnina voru kirkjumálaráðherra, Þorsteinn Pálsson, fráfarandi prófastur, séra Guðmundur Óli Ólafsson, sem las erindisbréf prófasts, fjölmargir prestar auk sóknarbarna og gesta víðsvegar að úr prófastsdæminu. Kirkjukór Eyrarbakkakirkju söng undir stjórn Hauks Gíslasonar org- anista. Að athöfninni lokinni var öllum kirkjugestum boðið í kaffi af sókn- arnefndum Gaulveijabæjar-, Stokkseyrar- og Eyrarbakka- sókna, en þær mynda Eyrarbakka- prestakall. Morgunblaðið/Óskar Magnússon ALTARISGANGAN í Eyrarbakkakirkju er eitt síðasta opinbera biskupsverk hr. Ólafs Skúlasonar. LANDIÐ Morgunblaðið/Áslaug Jónsdóttir KRAKKARNIR í Grunnskóla Drangsness kynntu sér sögu vesturfaranna. VIGDÍS Esradóttir svaraði spurningum um það sem Vestur- farasafnið geymir. Guðjón kynnti síðan ritverkið og sagði Vesturheimsferðir íslendinga hafa verið áhugamál sitt um margra ára skeið. Þá hefði honum komið á óvart hversu fátæklegar íslenskar heimildir væru og ekkert sagn- fræðirit væri til sem fjallaði ítarlega um fólksflutningana. Guðjón vildi þó ekki kalla bók sína sagnfræðirit, fremur alþýðlegt fróðleiks- og skemmtirit þar sem hann beitti aðferðum blaðamennsk- unnar og safnaði_ upplýsingum í gott uppsláttarrit. í bókinni er mik- ill fjöldi mynda, m.a. margar mynd- ir af landnemum í Nýja íslandi í daglegu amstri og víða er gripið niður í bréf og frásagnir fólks sem lifði þessa umbrotatíma. Bókakynning á aðventu Meðal jólabóka ársins er að finna áberandi margar bækur um Vest- urfarana og landnám í Ameríku. I Vesturfarasetrinu var því efnt til kvöldskemmtunar þar sem nokkrar þessara bóka voru kynntar. Höf- undarnir Kristín Steinsdóttir og Guðjón Arngrímsson lásu úr verk- um sínum, auk þess sem bókin „Brautryðjandinn" var kynnt, en hún fjallar um vesturfarann Júlí- önnu Jónsdóttur skáldkonu og er skráð af Guðrúnu P. Helgadóttur. Kristín Steinsdóttir las úr nýrri bók sinni, „Vestur í bláinn“. Þar segir frá unglingsstúlku á okkar dögum, sem með ótrúlegum hætti kynnist jafnöldru sinni frá síðustu öld og upplifir með henni þrautagöngu ís- lenskra landnema í Vesturheimi. Á milli upplestra lék ungur Skag- firðingur, Jón Þorsteinn Reynisson, á harmonikku. Að lestri loknum ræddu höfundarnir við gesti um efni bókanna og árituðu bækur sínar. Veitingar á bókakynningunni áttu rætur sínar að rekja til kokka- bóka Vestur-íslendinga. Þar var í boði heimabökuð vínarterta með sveskjusultu og heitur, kanilkrydd- aður epladrykkur færði gesti enn nær álfunni í vestri. Jafnvel jólatréð fór ekki varhluta af amerískum áhrifum: að gömlum sið var það skreytt hvítum keðjum úr popp- korni. „Við stefnum að því að gera bókakynningu Vesturfarasetursins að árlegum viðburði á aðventunni," sagði Vigdís Esradóttir upplýsinga- fulltrúi, og bætti því við, að verslun setursins seldi bækur og handunna muni sem væru tilvaldar gjafir á öllum tímum árs. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason ÞEIR eru sannir herramenn karlkennararnir við Grunnskóiann í Stykkishólmi því þeir bjóða starfsfólki grunnskólans í jólamat að loknum litlu jólunum. Á myndinni bera þeir fram hangi- kjötið og kartöflunar með sælubros á vör. Karlkennarar bjóða í jólamat Stykkishólmi - Sá siður hefur skapast hjá kennurum við Grunn- skólann í Stykkishólmi að borða saman áður en haldið er í jóla- leyfið. Síðasti starfsdagur í skól- anum var 19. desember. Litlu jólin voru haldin hátíðleg um morguninn. í þessum skóla eins og flestum öðrum skólum landsins er kven- fólkið í miklum meirihluta af starfsliði skólans. Þessir fáu karl- kennarar hafa undanfarin ár sýnt hversu mikil hörkutól þeir eru og boðið kvenþjóðinni í há- degismat að loknum litlu jólum. Á matseðlinum eru hangikjöt og uppstúf með kartöflum og að sjálfsögðu möndlugrautur á eftir. Meira að segja sjá þeir um uppv- askið á eftir! Kvenfólkið kann vel að meta þessa hugulsemi og nýtur þess að láta stjana svona við sig áður en haldið er heim í jólaundirbúning- inn, eftir góða törn í desember sem fylgir prófum og jólaföndri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.