Morgunblaðið - 24.12.1997, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1997
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Jólin smeygja
/ • S
ser mn 1
kommúnista-
ríkið Kína
Peking. Morgunblaðið.
KOMMÚNISTASTJÓRNIN í
Kína, sem að forminu til er land
trúleysingja, opnaði luktar dyr
til útlanda fyrir 18 árum eftir að
landið hafði verið lokað fyrir er-
lendum áhrifum í mannsaldur.
Streittist hún mjög á móti er
vestrænar jólahefðir tóku að
heilla landsmenn, einkum af
yngri kynslóðinni, fyrir um
tveimur árum. Jólakortasending-
ar til ættingja, kunningjafólks og
annarra vina voru fordæmdar
sem bruðl og verðmætasóun.
Fordæmingin hefur engan
hljómgrunn fengið og alltént
ekki fengið stöðvað stríðan
straum jólakorta um pósthúsin.
Þvert á móti hefur straumurinn
vaxið og víða hefur þurft að
seija upp risastóra aukapóst-
kassa til að taka við flaumnum.
Og jafnvel háttsettir embættis-
menn hafa heillast. Frá þeim
berast kort þar sem ýmist er
óskað gleðilegra jóla, gleðilegr-
ar hátiðar eða góðs nýs árs. Ara-
mótakveðjurnar hafa þó borist
það löngu fyrir jól að engum
dylst að þar er um að ræða jóla-
kveðju undir rós.
Og jólakortin fást á sífellt
fleiri stöðum, allt frá litlum sölu-
borðum á útimörkuðum til sér-
verslana íburðarmikilla verslun-
arhúsa. Og úrvalið er ótrúlegt,
þar gefur að líta erlend kort með
jólasveinum, jólatijám, englum
eðajötum. Einnig hefðbundnar
kínverskar teikningar og skraut-
ritun með jóla- og nýárskveðjum
undir. Kínverjar kaupa þau fyrr-
nefndu en útlendingar kínversku
teikningarnar, að sögn Zhangs
Li í Friðarkringlunni, sem er
stórt verslunarhús í Peking.
Jólasamkvæmi út um allt
Hin nýja jólastemmning í Kína
á miklu minna skylt við fæðingu
frelsarans en viðskipti og versl-
un. f fyrra voru það einungis
stór hótel í alþjóðlegum hótel-
keðjum sem buðu upp á hátíðar-
kvöldverð á aðfangadagskvöld
og jólamáltíð á hádegi á jóladag.
f ár fyrirfínnst ekki það hótel
eða veitingahús með snefil af
sjálfsvirðingu sem ekki býður
upp á jóla-eitthvað. AUt frá 1.
desember hafa þau boðið upp á
jólahlaðborð frá morgni til
kvölds og auglýst hátíðarveiting-
ar á sjálfum jólunum.
Þá eru verslunargötur stór-
borganna fagurlega skreyttar í
tilefni jólanna, með kúlulaga
lömpum, jólatijám, jólasveinum
og alls kyns jólamyndum. Versl-
unarhúsin í Peking hafa og öll
haft hljómsveitir eða kóra á sín-
um snærum sem ieikið hafa eða
sungið vinsæl og ómþýð jólalög
daginn út og inn í þeirri von að
laða viðskiptavini að. Myndast
hefur vinsældalisti jólalaga og
þar situr Heims um ból efst, ekki
vegna innihalds textans heldur
yndisþokka lagsins.
Jólatréssala hefur aukist svo
um munar en fyrst og fremst eru
gervijólatré í boði og kosta þau
frá 850 til 3.600 íslenskra króna.
Lifandi tré eru sjaldgæf þótt þau
standi í fordyri hótela, veitinga-
og verslunarhúsa, en þau kosta
frá 3.600 og upp í 11 þúsund
krónur eftir stærð.
Eftirtekt vekur, að fyrir þessi
jól hafa blöð, útvarp og sjón-
varpsstöðvar flutt ótal myndir
og frásagnir um jólin, meira að
segja um jólahald kristinna
manna. Sýnt hefur verið frá jóla-
guðsþjónustum í kristnum kirkj-
um og jólatónleikum, allt frá
flutningi á Messíasi eftir Handel
eða ýmissa jólalaga.
Finnar sendu jólasvein til Kína
Jólasveinninn hefur einnig
leikið stórt hlutverk í aðdrag-
anda jólanna. Finnsk ferðamála-
yfirvöld voru fijót til og sendu
svein frá Helsinki og auglýstu
komu hans til Peking rækilega í
íjölmiðlum. Vakti hann mikla að-
dáun meðal barna í þeim 12 skól-
Morgunblaðið/Kong Qing Yan
ALGENG sjón síðustu vikur í móttökusölum hótela og verslunarhús-
um í Peking eru hljómsveitir og kórar að spila jólasálma og jólalög.
um sem hann heimsótti og í
fjölda verslunarhúsa þar sem
hann hafði viðkomu.
Átta kirkjur mótmælenda í
Peking og 16 kirkjur kaþólskra
hafa orðið að fjölga guðsþjónust-
um um helming á aðventunni
vegna aukinnar aðsóknar og
hafa samt alltaf verið yfirfullar.
Jólaguðsþjónusturnar í kvöld
eru einnig tvöfalt fleiri en í fyrra
og kirkjugestir hafa verið hvatt-
ir til að koma tímanlega til að fá
sæti, t.d. í Chong Wen Men,
stærstu kirkju mótmælenda,
sem rúmar tvö þúsund manns.
Du prestur í næststærstu kirkju
mótmælenda, Gangwashi, býst
við allt að 10 þúsund gestum í
jólamessur. Þar hefur sænskur
kirkjukór sungið á hveiju kvöldi
frá 14. desember, ætíð fyrir
troðfullu húsi.
Kínveijar hafa löngum fagnað
komu nýs árs, sem gengur í
garð samkvæmt kínversku tíma-
tali 28. janúar, og þá eru m.a.
gefnar gjafir. Nú þykir allt
stefna í að jólin muni slá út
nýársfögnuðinn og biðraðir
vegna jólagjafakaupa við búðar-
kassana í stórverslunum, bæði
ríkis- og einkareknum, líklega
síst verið styttri en í búðunum í
Reykjavík. Utanaðkomandi fólki
kemur þessi öra þróun á óvart
en fyrir örfáum árum hefði víst
engan órað fyrir því að Kínveij-
ar myndu brátt halda jólin eins
og á Vesturlöndum. Eini munur-
inn er að jóladagarnir eru enn
ekki frídagar f Kfna.
Samstarf við Vesturlönd
ekki borið árangur
Moskva. Reuters.
JEVGENÍ Prímakov, utanríkisráðherra Rúss-
lands, sagði í gær að tilraunir Rússa til að koma
á samvinnu á sviði öryggismála við Vesturlönd
hefðu ekki borið árangur. í áramótakveðjum
Borísar Jeltsíns Rússlandsforseta, til vest-
rænna leiðtoga, sem kynntar voru að hluta í
gær, kemur hins vegar fram mun jákvæðara
stöðumat. Forsetinn hóf aftur störf í Kreml í
gær eftir að hafa verið frá vinnu í tvær vikur
vegna kvefs og veirusýkingar. Forsetinn var á
skrifstofu sinni í þrjár klukkustundir, áður en
hann hélt aftur til Barvikha-heilsuhælisins, og
átti fundi með flestum af sínum nánustu sam-
starfsmönnum.
Á blaðamannafundi, sem rússneski utanríkis-
ráðherrann hélt í gær, sagði hann að við lok
kalda stríðsins hafi hugmyndum um bandalag
hinna gömlu óvina verið ákaft hampað. Með tíð
og tíma hafi hins vegar mesti glansinn farið af
þeim. „Tengslin tóku smám saman á sig mynd
þess sem drottnar og þess sem drottnað er yf-
ir,“ sagði Prímakov, sem tók við embætti utan-
ríkisráðherra af Andrei Kozyrev í byrjun ársins
1996 en þá var aukin spenna farin að einkenna
samskipti Rússlands og Bandaríkjanna.
Eru ummæli Prímakovs í gær talin óbein
gagnrýni á stefnu forvera síns í embætti.
Rússum hefur gramist sú ákvörðun Atlants-
hafsbandalagsríkjanna að veita fyrrum aðildar-
ríkjum Varsjárbandalagsins aðild að NATO. Þá
telja þeir Vesturlönd vilja skáka sér út í hom á
vettvangi alþjóðastjómmála.
Prímakov hefur áður gagnrýnt stefnu
Kozyrevs gagnvart Vesturlöndum og haldið því
fram að Rússar ættu að standa vörð um hags-
muni sína af meiri festu.
Jeltsín jákvæður
Hann hélt því fram í gær að þessi stefnu-
breyting væri þegar farin að bera árangur:
„Rússland hefur ekki einungis sínar eigin
áherslur í alþjóðamálum, við látum okkur ekki
nægja að halda fánanum á lofti, við höfum
varðveitt það hlutverk okkar að vera einn öfl-
ugasti þátttakandinn á sviði alþjóðastjórn-
mála.“
Sergei Jastrzhembskí, talsmaður Rússlands-
forseta, las á blaðamannafundi í gær upp brot
úr nýárskveðju Jeltsíns til vestrænna leiðtoga.
í kveðju sinni til Bills Clinton Bandaríkjafor-
seta fagnar forsetinn því að Rússar skuli hafa
fengið aðild að fundum helstu iðnríkja heims
(G-7), efnahagssamvinnuráðs Kyrrahafsríkja
(APEC)og að náðst hafi samkomulag um af-
vopnun og aukna samvinnu Rússa og NATO.
„Mt ber þetta vott um skilvirka samvinnu
Rússlands og Bandaríkjanna en án hennar
væri ekki hægt að leysa eitt einasta stórt deilu-
mál á alþjóðavettvangi,“ sagði í kveðju forset-
ans.
Jastrzhembskí sagði Rússa vonast eftir að
geta tekið á móti Clinton í opinbera heimsókn á
næsta ári og að vonir stæðu til að rússneska
þingið myndi fyrst staðfesta START-2 sam-
komulagið þannig að hægt væri að taka næsta
skref á sviði afvopnunarmála.
Ihugar
NATO-
aðild
VIKTOR Klima, kanslari
Austurríkis, útilokar ekki að
landið falli frá hlutleysisstefnu
sinni og gangi í Atlantshafs-
bandalagið, að sögn dagblaðs-
ins Salzburger Nachrichten í
gær og áskilur sér frest til
mars á næsta ári til að ákveða
hvort sótt verði um aðild að
bandalaginu. Austurrískir
jafnaðarmenn hafa hingað til
verið andvígir því að fallið
verði frá hlutleysisstefnunni.
Fjöldamorð-
ingja sleppt
HÆSTIRÉTTUR Danmerkur
ákvað í gær að sleppa bæri 33
ára danskri konu, sem er sök-
uð um að hafa myrt 22 vist-
menn elliheimilis í Kaup-
mannahöfn, úr fangelsi. Dóm-
stóllinn hafnaði úrskurði um
að konunni yrði haldið í gæslu-
varðhaldi meðan málið yrði
rannsakað þar sem ekki væri
ástæða til að ætla að hún gæti
spillt fyrir rannsókninni.
Albönum
hjálpað
FRAMKVÆMDASTJÓRN
Evrópusambandsins sagðist í
gær ætla að senda matvæli til
um 7.500 íbúa á flóðasvæðum í
norðurhluta Albaníu. Nokkur
hundruð íbúar á svæðunum
hafa þurft að flýja heimili sín
vegna flóða í kjölfar mesta úr-
hellis í Albaníu í 35 ár.
Schneider
í fangelsi
JÚRGEN Schneider, sem um
árabil var einn umsvifamesti
fasteignabraskari Þýzkalands,
var í gær fundinn sekur um
stórfelld fjársvik og dæmdur í
sex og ára og níu mánaða
fangelsi. Honum var þó leyft
að eyða jólunum heima hjá
sér.
Schneider hafði með brögð-
um haft milljarða marka út úr
helstu bönkum landsins.
Umdeild
jólaleyfí
160 hryðjuverkamönnum voru
veitt jólaleyfi úr fangelsum á
Norður-frlandi í gær. Á meðal
þeirra var Patrick Magee, sem
dæmdur var fyrir sprengjutil-
ræði við hótel í Brighton þar
sem Margaret Thatcher og
ráðuneyti hennar voru við
fundahald árið 1994. Leyfis-
veitingin hefur valdið mikilli
reiði meðal fómarlamba
hryðjuverka.
Börn smíða
IKEA-
húsgögn
SÆNSKA sjónvarpsstöðin
TV2 hélt því fram í fyrrakvöld
að böm á Filippseyjum og í Ví-
etnam hefðu smíðað húsgögn
sem IKEA hefði selt. Undir-
verktakar fyrirtækisins voru
sagðir hafa staðið fyrir þessu
og stjórnendur IKEA segjast
ekki hafa heimilað að börn séu
notuð til framleiðslunnar.