Morgunblaðið - 24.12.1997, Blaðsíða 24
24 MIÐVÍÍÚDÁg'iÍR 24.! 1997
' MORGtJNBLÁÐID
-
1
LISTIR
í hremmingum
næturinnar
BÆKUR
Skáldsaga
BLÁNÓTTFRAMÍ
RAUÐA BÍTIÐ
eftir Helga Ingólfsson. Útg. Mál
og menning 1997.212 bls.
SJÁLFSKAPAÐAR hremm-
ingar sem maðurinn lendir í
mætti kalla söguþráðinn í þess-
ari sögu Helga Ingólfssonar, sem
er gefín út í kilju. Helgi hefur
áður skrifað söguna Andsælis á
auðnuhjólinu en hana hef ég
ekki lesið.
Höfundur leiðir okkur rakleitt
inn í söguna, engar málalenging-
ar; hinn mislukkaði og beiski
blaðamaður og hálfpartinn sjení
Gissur er staddur á krá í Reylq'a-
vík og hefur ákveðið að detta í
það. Þó svo hann viti að kona
hans, prestsdóttirin Imba, sem
er gædd ótrúlegu langlundargeði
muni verða bæði mædd og leið
ef hann kemur ekki heim á sæmi-
lega kristilegum tíma.
Þar sem þau búa hjá tengda-
foreldrum hans, hinum geðstirða
og hvimleiða presti Snorra sem
hefur um skeið gengið með bisk-
up í maganum er víst að næturg-
öltrið muni hafa hinar verstu
afleiðingar.
Ekki ber að rekja söguþráðinn
en óhætt að fullyrða að Gissur
á eftir að kynnast ýmsu og ýms-
um þessa nótt sem kemur honum
óþyrmilega í bókstaflegri merk-
ingu og æði vel líka á óvart.
Aðalpersónan
Gissur er dregin upp
hröðum dráttum.
Hann hefur aldrei
verið metinn að
verðleikum þessi
náungi og þó hefur
hann skrifað og
skrifað og kona
hans hefur umborið
hann af stakri þolin-
mæði. Sem er meira
en hægt er að segja
um guðstengdaföð-
ur hans Snorra.
Höfundur kann
mæta vel að segja
sögu. Einkum fram-
an af rennur sagan
vel, byggingin er í
góðu lagi og ekki að sjá annað
en fyrir höfundinum vaki að
segja þessa nætursögu. Án préd-
ikunar en þó kemst það til skila
að það sem maðurinn lendir í og
mætir á lífsleiðinni er kannski
meira og minna það sem hann
skapar sér sjálfur.
Þau „ævintýri" næturinnar
eru svo margþætt að þegar fer
Helgi
Ingólfsson
að líða á varð ég ansi þreytt á
þessu og var því sárafegin þegar
Gissur komst loks í hús til
skringilegheitakonunnar Elinóru
kattakonu.
Aftur á móti fannst mér Helgi
lenda í verulegum vandræðum
upp úr því, verðlaunasöguskrifin
voru eins konar vandræðagang-
ur og niðurlagið kemur eins og
skrattinn úr sauðarleggnum -
nema það eigi að sannfæra les-
anda í eitt skipti fýrir öll hvað
Elínóra var þrælrugluð.
Persónusköpun höfundar er
líka dálítið sérkenni-
leg. Hann virðist
leggja allt kapp á
að lesanda líki alls
ekki við persónum-
ar og á það ekkert
síður við um Gissur
sjálfan en aðra í
bókinni. Eina mann-
eskjan sem er svona
nokkuð notaleg er á
hinn bóginn afskap-
lega litlaus og leið-
inleg þar sem er
Imba eiginkona.
Mér fannst ekki
skrítið þó Gissuri
hefði ekki vegnað
sérlega vel, hann er
svo ótútlegur hvern-
ig sem á karakterinn er litið, svo
dæmigerður leiðinda „lúser“ að
hann er vís að klúðra líka því
happi sem á hans fjörur rekur í
lokin.
Það er ýmislegt fyndið og
skemmtilega skrifað en síðari
hlutann hefði höfundur mátt hug-
leiða upp á nýtt og skrifa síðan.
Jóhanna Kristjónsdóttir
Ástir Barböru
KYIKMYNDIR
Iláskölabíó
BARBARA ★ ★ ★
Leikstjóri: Nils Malmros. Byggð á
samnefndri skáldsögu Jorgen-Frantz
Jacobsen. Kvikmyndataka: Jan
Weincke. Aðalhlutverk: Lars Simons-
en, Anneke von der Lippe, Jens
Okking, Trond Hovik, Ove Petersen,
Peter Reichardt, og Helene Egelund.
140 mín. Dönsk/F æreysk. Per Holst
Filmproduktíon. 1997.
PERSÓNA hinnar lífsglöðu og lo-
stafullu Barböru (Anneke von der
Lippe) er byggð á bókmenntalegri
hugmynd um konu sem (karl)skáld
hafa gaman af að nota til að velta sér
upp úr eigin harmkvælum. Hún er
villt eins og hafíð, lætur illa að stjóm,
og hundsar lögmál föðurins baeði á
jörðu sem á himni. Von der Lippe leik-
ur þessa týpu alveg ágætlega, eins
langt og hún nær, í þessari mynd
Nils Malmros, en kvikmyndin er samt
aldrei um hana heldur um karlmennina
í kringum hana, enda eru það karlleik-
arar Barböru sem hafa bitastæðari
hlutverk að vinna með.
Fyrstan skal nefna Lars Simonsen
í hlutverki sérs Páls, þriðja eigin-
manns Barböra. Hinir tveir fyrri vora
einnig prestar og dóu fyrir aldur fram,
líklega af áhyggjum vegna eiginkon-
unnar. Myndin hefst á því að Páll
kemur til Þórshafnar í Færeyjum og
það fyrsta sem hann er varaður við
er auðvitað Barbara, ekkja fyrirrenn-
ara hans, svo það gefur auga leið að
hann fellur fyrir henni þó það stríði
gegn betri vitund hans. Myndin ætti
í raun að heita Raunir séra Páls þar
sem sagan fylgir honum lengst af og
hann er helsta vitundarmiðja myndar-
innar. Simonsen stendur sig með
stakri prýði í hlutverkinu og skilar
vel harmkvælum prestsins sem tekur
áhættu og tapar.
Auk séra Páls era þrír aðrir karl-
menn sem leika veigamikil hlutverk
í sögunni um ástir Barböra. Það era
Heyde dómari (Jens Okking) sem er
heillaður af henni en heldur sig samt
í ákveðinni fjarlægð og verður að lok-
um mikill örlagavaldur, Gabríel
(Trond Hovik) sem er fullur öfundar
út í hina ófáanlegu frænku sína og
notar öll tækifæri til þess að níða
hana niður, og loks heimsmaðurinn
Andreas (Peter Reichardt) sem í leit
að skyndikynnum flækist í vef sem
hann ræður ekki við. Reyndar er hlut-
verk Andreas örsmátt en hinir tveir
leika þýðingarmikil hlutverk og skila
þeim alveg sérstaklega vel.
í kringum þessar lykilpersónur er
síðan stór hópur aukapersóna sem
fylgjast með, liggja á gægjum, og
tala og pískra og syngja kvæði um
hegðan heldrafólksins í Færeyjum.
Barbara er nefnilega byggð á miklum
róman og tekst Malmros af stakri
lagni að koma sögunni til skila. Um-
hverfí og útlit er unnið af mikilli natni,
kvikmyndatakan er falleg, eins og
hæfir skandinavískri búningamynd,
og tónlistin bara einstaka sinni ofnot-
uð. Það má einna helst kvarta yfír
því að Malmros hefði mátt þétta og
skerpa seinnihluta myndarinnar. Bar-
bara er samt aldrei virkilega lang-
dregin, enda getur maður alltaf horft
á landslagið.
Anna Sveinbjarnardóttir
Barbara tældi menn meó
sterkum ástríóum og leiddi þá
til glötunar. Geró eftir sögu
Jorgen-Franz Jacobsen sem
byggó var á ævi hans.
Stórbrotnasta og dýrasta mynd
sem Danir hafa framleitt.
B arb ar a
Jólin eru alls staðar
LJÓSMYNDARINN Spessi
gengst fyrir sýningu á 15 ljós-
myndaverkum sem hvert um sig
hefur verið prentað i 1.000 ein-
tökum sem nú berast með jóla-
kveðju til fólks víðs vegar um
landið.
15 fyrirtæki keyptu hvert um
sig eitt verk af listamanninum
sem siðan voru prentuð í 15.000
eintökum alls og send vildarvin-
um fyrirtækjanna með ósk um
gleðileg jól. Jólakort Spessa
færa landsmönnum þann boð-
skap að jólin séu alls staðar.
„Viðfangsefni mín eru gjarnan
hlutir sem fólk tekur allajafnan
ekki eftir, þetta eru hversdags-
leg fyrirbæri sem hverfa í um-
hverfið,“ segir Spessi. „Hins
vegar er það svo að beri maður
sig eftir því að skoða þá hluti
sem t.d. eldhúsið, baðherbergið
eða svefnherbergið hafa að
geyma þá reynast þeir oft mjög
fallegir þegar þeir eru komnir
í annað samhengi. Jólin eru alls
staðar og þegar betur er að gáð
þá eru ansi mikil jól í þessum
myndum.“
7
t