Morgunblaðið - 24.12.1997, Síða 25

Morgunblaðið - 24.12.1997, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1997 25 LISTIR Kátir dagar í Bústaðakirkju TOMLIST 111 jómdiskar KIRKJUTÓNAR Tónlistarlíf í Bústaðakirkju. Bjöllukór, barnakór, æskulýðs- hljómsveit, kvennakórinn Glæð- urnar, Kirkjukór Bústaðakirkju. Guðni Þ. Guðmundsson, orgel. Hljóðritað í Bústaðakirkju vor og haust 1997, en lög nr. 5, 8, 10, 14, 21 og 28 voru hljóðrituð í Víðistaðakirkju 19. maí 1997. Upptaka og hljóðvinnsla: Halldór Víkingsson. Fram- leiðsla: Broadcrest, London. Sóknarnefnd Bústaðakirkju. Fermata 1997. EF ÞESSI hljómdiskur er vitn- isburður um tónlistarlíf í Bústaða- kirkju, þar sem eru starfandi barnakór, bjöllukór, kvennakór og kirkjukór - að ógleymdri æsku- lýðshljómsveit, .þá virðist það vera ansi fjörugt og skemmtilegt fyrir þátttakendur, en að sama skapi leiðinlegt fyrir tónlistarunnendur - ég tala nú ekki um þá sem eru handgengnir alvöru kirkjutónlist og kirkjusiðum. Má vera að tón- listarstarf unga fólksins í sókninni treysti „persónulegt samband og tengsl þeirra við almennt kirkju- starf‘, en hvort það er „mikilvægt tónlistarinnar vegna“ eða eigi yfir- leitt erindi á tónlistarmarkaðinn fæ ég með engu móti skilið. Ekki nóg með að lögin séu annaðhvort ómerkileg - eða gerð ómerkileg, flutningurinn er yfirleitt skelfing lítilfjörlegur og „á lágu plani“, einsog sagt er. Undantekning er þó prelúdían, fúgan og ciaconan eftir Buxtehude í góðum flutningi organista kirkjunnar (og stjórn- anda kirkjukórs, bjöllukórs og hljómsveitar). Drottinn er minn hirðir er ekki illa sungið af Hönnu Björk Guðjónsdóttur, Kristínu Sædal Sigtryggsdóttur og Olöfu Asbjörnsdóttur, en gallinn er sá að þetta er bara „banalt“. I bljúgri bæn er það líka, hvað sem hver segir. Og negrasálmar eiga ekki heima í íslenskri kirkjutónlist, ekki frekar en Can-can eða Fascination. Svo ekki sé minnst á Ta-ra-ra-boom de-ay! Oddur Björnsson HLUTABRÉFAS JÓÐURINN AUÐLIND HF. -besta ávöxtun hlutabréfasjóða síðastliðin sjö ár Síðastliðin sjö ár hefur Hlutabréfasjóðurinn Auðlind hf. skilað bestu ávöxtun sambærilegra sjóða á Islandi. Sjóðurinn einkennist af virkri stýringu á innlendu hIutabréfasafni og umtalsverðri eign í erlendum verðbréfum. Ávallt er leitast við að draga úr sveiflum á gengi og minnka áhættuna. Árið 1997 héldu eigendur Auðlindabréfa áfram að njóta betri ávöxtunar en þeir sem bundu fé í öðrum hlutabréfasjóðum. Tryggðu þér skattafslátt fyrir áramót Boðgreiðslur VISA/EURO - afgreiðsla með einu símtali SPARISJÓÐIRNIR KAUPÞING HF Sölustaðir Auðlindarbréfa: Sparisjóðirnir um land allt. Kaupþing Norðurlands hf, Skipagötu 9, Akureyri, sími 462 4700. Kaupþing hf, Ármúla 13A, sfmi 515 1500 Eldsneytissjálfsala sem opnir eru allan sólarhringinn er að finna á eftirtöldum Shellstöðvum: Birkimel Öskjuhlíð Garðabæ Kleppsvegi Laugavegi Reykjanesbraut Suðurfelli Vesturlandsvegi Skógarhlíð IVliklubraut norðan og sunnan megin Gylfaflöt í Grafarvogi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.