Morgunblaðið - 24.12.1997, Page 26

Morgunblaðið - 24.12.1997, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1997 MORGUNB LAÐIÐ LISTIR 12 mínútna galdurinn I viðjum alzheimers BÆKUR II e i 1 s u b ó k BETRI LÍNUR Bók fyrir alla sem vilja komast í gott form og kveðja aukakílóin fyrir fullt og allt. Eftir Covert Bailey. Þýðandi Soffía Ófeigsdóttir. títgefandi Rit- smiðjan, Reykjavík 1997. SVO virðist sem Bandaríkin séu óþrjótandi uppspretta fyrir bækur um alls konar vandamál og hvernig megi takast á við þau sjálfur. Forð- ast elli og hrukkur, lækna krabba- mein, bjarga hjónabandinu, læra að lifa lífínu, rísa upp frá dauðum... nei, kannski ekki þetta síðasta. Margar eru bækumar heldur þunnar í roðinu og komast þó á metsölulista. Eg nefni engin nöfn. Þessi litla bók hefur hins vegar ýmislegt til síns ágætis. Hún er skrifuð af manni sem sagður er íþrótta- og næringarfræðingur og helzti baráttumaður fyrir bættri heilsu almennings í Bandaríkjun- um. A ensku heitir hún The New Fit or Fat og munu 3 milljónir ein- taka hafa selst þar í landi. Bailey tekur íremur látlaust á málum en segir þó skemmtilega frá, er ekki með stóryrði eða fullyrðir um of. Hann segist sjálfur hafa fallið í þá gryfju að hafa fítnað mikið og tapað vöðvamassa á nokkrum árum. Þá hafi hann tekið við nýju starfí, breytt mataræði til hins verra og hreyft sig minna. Samt sýndi vigtin hið sama, hann var áfram 78 kíló þrjátíu og sjö ára eins og hann hafði verið tvítugur og hélt því að allt væri í stakasta lagi. Bókin er sú fyrsta í heilsubóka- flokki sem Stúdíó Ágústu og Hrafns gefur út. Sumt af því sem Bailey fjallar um tengist líkams- ræktarstöðvum en mest byggir hann þó á því að fólk endurskoði sinn lífsstíl, fari að hreyfa sig reglu- lega og á fjölbreyttan hátt, og gæti að mataræðinu. Auðvitað er þetta ekki nýr sannleikur, en þó tekst Bailey að segja þetta þannig að það verður trúverðugt. Og hver er svo galdurinn? Jú, þar er á ferðinni 12 mínútna galdurinn svokallaði, sem felst í því að þjálfa sig daglega a.m.k. í 12 mínútur samfleytt, þannig að hjartsláttur aukist mátu- lega (þumalfíngursreglan segir 220 mínus aldur þinn=hámarkspúls) og líkaminn taki við sér. Bailey lýsir því skilmerkilega hvemig gera má þetta réttilega. Tólf mínútur dag- lega 6 daga vikunnar hljómar nú ekki sem ofverkið okkar, eða hvað? Ein skemmtileg ábending er að verja jafnlöngum tíma í að hreyfa sig eins og fer í að snæða. Hvað með það, þið sælkerar? Sjálfur segist Covert Bailey hafa fundið réttu aðferðirnar fyrir sjálfan sig. Á sumrin skokkar hann á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum, syndir á þriðjudögum og fimmtudögum og fer út að hjóla um helgar. Á veturna sippar hann og skokkar virka daga, og fer á skíði um helgar. Einhverjum gæti nú ofboðið en galdurinn er fólginn í fjölbreytni og því að vera ekki of lengi að í senn. Ábending til þeirra sem eiga eftir að kaupa jólagjöf: Sippuband eða þrekhjól, allt eftir efnum og ástæðum. Katrín Fjeldsted BÆKUR llcviisl usajía KAREN í VIÐJUM ALZHEIMERS Eftir Helge Solberg. Þýðendur Berg- þóra Skarphéðinsdóttir og Guðmund- ur Þorsteinsson. FAAS 1997. FÉLAG áhugafólks og aðstand- enda Alzheimersjúklinga, FAAS, hefur staðið fyrir þýðingu á norskri bók sem lýsir því hvernig Alzheimersjúkdómur herjaði á lækninn Karen Sofíe Mörstad. Bókin er skrifuð með samþykki Karenar, að tillögu Knut Engedal, sem er prófessor í öldrunargeð- sjúkdómum og starfar við sjúkra- húsið í Ullevaal í Noregi. Honum datt í hug að skrásetja mætti reynzlu Karenar af sjúkdómnum og féllst hún á það. Blaðamanni, sem ekkert kannaðist við Karen, og í raun vissi ekki neitt um sjúk- dóminn, var falið verkið og hófst það í ársbyrjun 1994. Jón Snædal öldrunarlæknir skrifar inngangsorð og í bókarlok er viðtal við áðurnefndan Knut Engedal. Karen fór fyrst að óttast sjúk- dóminn upp úr 1990, þá um sjö- tugt, þótt hann hafí reyndar ekki verið greindur fyrr en rúmu ári síðar. Hún lézt árið 1995, reyndar upp úr öndunarfærasýkingu en ekki af völdum Alzheimer. Bókin er byggð upp sem frásögn í tíma- röð. Móðir Karenar og móðursyst- ir höfðu báðar misst minnið, og segir nokkuð frá því hvernig móð- urinni reiddi af. Síðan er rakin saga Karenar, en hún var elzt sex systkina og alin upp í Lil- lehammer. Karen giftist í námi en missti mann sinn, sem einnig var læknir, sviplega eftir aðeins sjö ára hjónaband. Þau voru barnlaus. Karen sérmenntaði sig í mein- mergskrabbameini. Fjölskylda hennar á efri árum voru fyrst og fremst þrjár systur hennar, Anne- Marie, Gerd og Astrid. Alzheimersjúkdómur hefur heit- ið ýmsum nöfnum en þótt stundum sé talað um minnissýki, þá hefur Alzheimerheitið fest í sessi. Aiois Alzheimer var þýzkur læknir, sem fyrstur varð til að skilgreina sjúk- dóminn árið 1906. Engin lækning hefur enn fundizt. Sjúkdóminn má telja fremur algengan., Hlutfallið eykst með hækkandi aldri, og er gefíð upp í bókinni að í Evrópu séu um 1% af 50-65 ára aldurshópnum minnissjúkir, 6% af þeim sem eru 75-79 ára og hjá þeim sem hafí náð 90 ára aldri sé hlutfallið orðið 30%. í bókinni eru upplýsingar sem þessar neðanmáls en eru allar þess eðlis að þær þyldu sem bezt að vera í megintexta. Ekki má líta fram hjá því að fleiri sjúkdómar geta valdið því að fólk verði gleymið, og því er mikilvægt að farið sé ofan í kjöl á vandanum og leitað sé læknis þegar minnið virð- ist bresta hjá fólki. Þessi bók er fremur snotur og alls ekki leiðinlega skrifuð, en mér varð þó hugsað til annarrar miklu betri, sem ég las fyrir nokkrum ár- um og var tilnefnd til Booker verð- launanna brezku. Sú bók var gefin út 1993 af Chatto & Windus Ltd. og heitir Scar Tissue, Örvefur, og er eftir eftir Michael Ignatieff. Þar skrifar sonur skáldsögu um móður sína, hvemig hún tapar minninu og síðan sjálfsvitund sinni. Hann sökkvir sér í þær breytingar sem móðir hans verður fyrir og van- rækir eigin fjölskyldu. Örvefur er afar sterk bók um ást sonar til móður og þann sársauka og síðar söknuð sem hann verður fyrir. Ég veit ekki til þess að hún hafi verið þýdd á íslenzku, og skora ég hér með á Félag áhugafólks og að- standenda Alzheimersjúklinga að láta það verða sitt næsta verkefni. Katrín Fjeldsted Dómkórinn syngur í Dómkirkjunni DÓMKÓRINN syngur jólasöngva fyrir kirkjugesti á aðfagadag jóla, kl. 17.30. Flutt verður „Fantasia on Christmas Carols" eða Hugleikur um jólakvæði eftir R. Vaughan Williams í þýðingu Heimis Pálssonar. Ein- söngvari er Bergþór Pálsson og orgelleikari og stjómandi Dómkórsins, Marteinn H. Friðriksson. Einnig verða sungin þekkt íslensk og erlend jólalög. □AIHAT5U TERIOS ARGERÐ 1998 Þetta er akkurat bíll fyrir mig. Sjálfskiptur, sparneytinn, léttur og lipur. Svo er hann lika v fjórhjóladrifinn! > Dæmi um ríkulegan staöalbúnaö Daihatsu Terios: • Vökvastýri • Tveir líknarbelgir • Rafknúnar rúður og speglar • Útvarp og segulband • Samlæsing • Tregðulcesing Beinskiptur 5 gíra kostar hann aðeins: 1.648.000 kr. Sjálfskiptur: 1.768.000 kr. BRIMB0RG FAXAFENI 8 • 515 7010 Umboð: Brlmborg-Þórshamar Bílasala Keflavíkur Tryggvabraut 5 Akureyrl sími 462 2700 Hafnargötu 90 Reykjanesbæ sími 421 4444

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.