Morgunblaðið - 24.12.1997, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 24.12.1997, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1997 27 LISTIR Blóðheitir skuggar í GALLERÍI Ingólfsstræti 8 stendur yfir sýning á verkum Haraldar Jóns- sonar. Innvortis nefnist sýningin sem stendur til 11. janúar og hana er hægt að skoða inn um glugga gallerísins yfir hátíðarnar. Innvortis verður útvortis. Franski myndlistarmaðurinn Serge Comte kemst svo að orði í grein sem hann ritar með sýningunni undir yfirskriftinni Að kryfja líf. „Á gólfinu liggja hlutir með óskil- greinanlegu og framandi lagi sem endurtekur sig eins og óleysanlegt púsluspil. Sýningarvél varpar blóð- heitum skyggnum út í rúmið, i átt að „hinurn," með hægum tilviljana- kenndum takti...“ í verkum sínum hefur Haraldur fengist við hin ýmsu ytri áreiti á líkamann, en við- fangsefnið nú er innviðir líkamans sjálfs. Holrými líkamans, s.s. talfæra og æxlunarfæra, verða sjálfstæð form og endurtaka sig í samræð- um/samræði á gólfi sýningarsalar- inns. í hringekju sýningarvélarinn- ar eru slidesmyndir af blóði. Vélin hefur öðlast lif, með taktfastri reglu blikkar rautt ljósið, og blóð- rásin sogar áhorfandann inn í göng sín. Samræður og samræði eru ná- skild orð í íslenskri tungu. Lista- maðurinn segir að í samræðum búi auðvitað alltaf ákveðið daður við Morgunblaðið/Ásdís HARALDUR Jónsson sýnir í Galleríi Ingólfsstræti 8. viðmælandann. „Þessi verk lýsa augnablikinu áður en allt gerist, Hvað svo sem það síðan leiðir af sér, - skilning eða nýtt líf. Samræð- ur eru þannig séð fyrsta stig sam- ræðis. Þú horfir, talar, snertir." Hann líkir vinnu sinni við lestur á lífinu. Mörg merkingarlög mynda eina heild, rétt eins og setningar mynda heillegan texta. Skrif eru jafn mikil myndlist í hans huga og listaverkin, hann er einfaldlega að safna táknum fyrir áhorfandann að lesa. „Sumum finnst verkið rómantískt og ég get alveg verið sammála því. Þetta er hárómantísk sýning. Rauða ljósið felur líka í sér félagslega skírskotun, rautt ljós segir okkur að stoppa, bíða og horfa. Ég er að biðja áhorfandann um 15 sekúndur af athygli. Á opn- uninni tepptist umferð um þröngan gang salarins sökum fólksfjöldans og allt í einu urðu áhorfendur aug- ljóslega hinn aðilinn í samræðum og samræði við verkið og á þeirri stundu átti ákveðinn getnaður sér stað,“ segir Haraldur. „Oft er það þannig að þegar hlutirnir eru ein- faldir í framsetningu verður skír- skotun þeirra víð. Merkingin býr í samhengi hlutanna. í verkum mín- um er gjarnan skírskotun til stærra samhengis, hvort sem það er til samfélagsins eða listasögunnar, Goya eða íslenskrar dagblaða- menningar." Hann segir að það að fara á myndlistarsýningu eigi að vera mjög sterk sjónræn upplifun, áhorf- andinn eigi ekki að vera samur á eftir. „Þetta er afstaða mín til lífs- ins og ég fann það á opnuninni að fleiri voru sama sinnis." Nýjar plötur • ICELANDIC church music: The HuUgTÍmskirkja Motet Choirer í flutningi Mótettukórs Hallgrímskirkju og Sigrúnar Hjálmtýsdóttur sópransöng- konu, undir stjórn Harðar Áskelssonar. Á plötunni eru verk eftir Atla Heimi Sigrún Sveinsson, Jón Hjálmtýsdóttir Nordal, Jón Hlöðver Áskelsson, Þorkel Sigur- bjömsson, Jónas Tómasson, Gunn- ar Reynir Sveinsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Hörður Áskelsson, Róbert Abraham Ottósson. Platan er úrNorthern Lights diskaröð ARSIS-CLASSICS. Dreifingannast Japis. Verð: 1.999 kr. Bjóðum allskonar lager- og hillukerfi tyrir vélvædd vörugeymsluhús sem minni lagera. Innkeyrslurekkar sem rúllurekkar. Aðeins vönduð vara úr sænsku gæðastáli. Mjög gott verð. Bjóðum einnig sérhæfð lyftitæki. Leitið ráða við skipulagningu og byggingu iagerrýma. Pjónusta - jickking - ráðgjnf. Aratuga reynsla. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN Sirazsœzzr SUNDABORQ 1. RVK • SlMI 568 3300 • FAX 568 3305 Gail flísar -T llS :É Stórhöfða 17, vlð GulUnbrú, sími 567 4844 RÍKISÚTVARPÐ Zlppíýsitifjar um fjöí6reytta jóCa- op nýársdapjsfaá Útvarps opj Sjónvarps er að finna í te?(tavarpi opj á fieimasíðu tRikjs útvarpsi ns! SíeCstu cfajjsfjártiðir verða sencCir út á stuttbyCgju, CangbyCgju og á netinu. http://www.ruv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.