Morgunblaðið - 24.12.1997, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 24.12.1997, Qupperneq 30
30 MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Ævarandi eign Það er ekki nýmæli að Passíusáimar Hall- gríms Péturssonar séu gefnir út - þeir hafa komið út oftar en áttatíu sinnum á íslensku og veríð þýddir á fjölda tungumála. Nýjasta útgáfan, sem Landsbókasafn íslands - Há- skólabókasafn hefur veg og vanda af, er aftur á móti ólík öllum fyrrí útgáfum. í henni er stafréttur texti birtur við hlið efbir- myndar eiginhandarríts Hallgríms og sálm- amir, því til viðbótar, prentaðir með nútíma- stafsetningu í versum og ljóðlínum. Orrí Páll Ormarsson kynnti sér þessa útgáfu ogræddi við Einar Sigurðsson landsbóka- vörð og Sigurbjöm Einarsson biskup. trm (KrtkKA, , . '• . O CX f ***•/>„ < (Iff t J ‘Wlýn 'pliíé ‘1rlí- £ +* &%**• &t. 1 kAnfU<%*&. ém*?* ^^ *f. . T'*2- r ' $*’&*+**$*, tt-fríb** <M>£i’n-í(&í ?-t,< 'C/tS Uk*$turié ífi-éf aSv&éCrhg ! sÍitCtn , <§«■ 4tUan0p íí'iU4.-t/‘ AÍxff-’h ?a< fP' Ijiult' éí*£- m*!.7* é*k'nZt. *ut ia . 7 &£* $ Hhvbf *Sti Sh '* í 2i ;e 'h}+rfk?t' feZ UftH)'}?/ /. ytjrtK’ ■e*£hrr<r i EIGINHANDARRIT Hallgríms Pétursson- ar að Passíusálmun- um, hið eina sem til er, er varðveitt í Landsbókasafni ís- lands - Háskólabóka- safni. Er það einn mesti dýrgripur safns- ins. Handritið er 18,4 x 14,5 cm á stærð, tólf arkir, fjög- ur blöð hver, samtals 48 blöð án tölusetn- ingar. Á hverri fullrit- aðri síðu eru allt að þrjátíu línur í sam- felldum texta. Á titil- síðu sálmanna kemur fram að þeir séu ortir og skrifaðir árið 1659. Að sögn Einars Sigurðssonar landsbókavarðar kom sú hugmynd að gefa þennan dýrgrip út ljós- prentaðan upp um það leyti sem því var fagnað að 150 ár voru frá því stofnað var til handritasafns í Landsbókasafni. Var þá nýlokið gagngerri viðgerð á handritinu. Á afmælisárinu voru einnig liðnar þrjár aldir síðan Passíusálmarnir komu út einir ljóða í bók, í Skál- holti 1696. Þá voru á afmælisári handritadeildar jafnframt liðin tíu ár frá því Hallgrímskirkja í Reykja- vík var vígð en hún var, svo sem kunnugt er, reist í minningu Pass- íusálmaskáldsins. Segir Einar for- ráðamenn Hallgrímskirkju hafa sýnt útgáfunni mikinn áhuga og styrkt hana myndariega. „Svo gerðu einnig fjölmargir aðilar aðrir innan þjóðkirkjunnar, sem og Menningarsjóður. Hafi þeir allir kærar þakkir fyrir, því að án góðra styrkja hefði útgáfan verið óhugs- andi.“ Eiginhandarrit Hallgríms að Passíusálmunum hefur einu sinni verið ljósprentað áður - í Litho- prent árið 1946. Segir Einar að sú ljósprentun sé góð en menn hafi engu að síður talið sig geta gert nokkru betur með þeim að- ferðum sem nú eru tiltækar, auk þess sem vissir staðir í handritinu komi betur fram að viðgerð lokinni en áður. Frá handriti til samtíðar Stafréttur texti eiginhandarrits- ins kom út á vegum Hins íslenska fræðafélags í Kaupmannahöfn árið 1924 i umsjá Finns Jónssonar en án þess að eftirmynd handrits- ins fylgdi með til hlið- sjónar. Þrír starfs- menn handritadeildar, undir forystu Ög- mundar Helgasonar, hafa séð um frágang sálmanna í nýju útgáf- unni, þar sem hinn stafrétti texti er birtur við hlið eftirmyndar handritsins og hann látinn standast á við það línu fyrir línu. Einar Neðanmáls er svo birt- Sigurðsson ur orðamunur sem rekja má til Hallgríms sjálfs. Því til viðbótar eru sálmarn- ir prentaðir sem lestexti með nú- tímastafsetningu og þá skipað í vers og ljóðlínur. Textinn birtist því í þremur gerðum í einni og sömu opnunni, þannig að lesendur ftiitfcí' FYRSTU níu vers 1. Passíusálmsins i eiginhandarriti höfundar. geta fetað sig hvora leiðina sem er - frá handritinu til samtímans eða öfugt, það er frá lestextanum yfir í hinn stafrétta, eins og Einar kemst að orði, og með stuðningi hans fylgt penna Hallgríms í hand- ritinu og numið þannig hvernig hann festi hið máttuga trúarljóð sitt á blað, grunlaus um það hverr- ar athygli sálmarnir áttu eftir að njóta með þjóðinni. Formálsorð skáldsins að Passíu- sálmunum er jafnframt að finna í bókinni, auk sálmanna Um dauð- ans óvissan tíma (Allt eins og blómstrið eina) og Um fallvalt heimsins lán, sem einnig eru í þessu sama eiginhandarriti. Bókin er 240 blaðsíður í stóru broti (30 x 28) og bundin í alskinn. Passíusálmamir hafa komið oft- ar út en nokkurt annað rit á ís- landi. Voru þeir fyrst gefnir út á Hólum árið 1666 en bæði þá og næstu þrjú skipti með öðru efni. Síðan hafa þeir oftast komið út ein- I* Pct4 2* V* 24« . fu STcyfone efopðUí)* ■ re J)(ioÐan/i{i0 ÞfaíwuM ©uömutiöe i&títm ur$ ©Jíie/ ©fuffícga og tinf JJfþpöVmeb fqrmm {ieríegtijiu íttt ð«(nHm/ 3 þímtifu pf«Imoi(fntw/(f «ií^um jjoN 00 ‘ ' TITILSIÐA fyrstu prentunar Hólum 1666. Passíusálmanna, i| fteíff Ipefitr uorö ®pnbfi ojfrab a "íama uppa 3>tenu/fo aöoier * PnðuuQ öeoÓbT íifðu Slítttíoifmu; F of erfl ^eiífcnQÖ* oorisn* KROSSFESTINGARMYND sem birtist í útgáfum sálmanna 1704-35 og enn 1771. ir sér í bók en í nokkur skipti í sálmabókum eða fræðiritum. í nýju útgáfunni er nákvæm fræðileg skrá eftir Ólaf Pálmason um allar fyrri útgáfur sálmanna, 82 að tölu. Þar eru sögð deili á hverri útgáfu um sig og þær settar í samhengi hver við aðra, auk þess sem myndir eru birtar af fjölmörgum síðum þessara gömlu bóka til skýringar. Prentaðir fjórða hvert ár „Skránni um útgáfumar fylgir tölulegt yfirlit þar sem fram kemur að sálmamir hafa verið prentaðir 25 sinnum á öld að meðaltali eða fjórða hvert ár,“ segir Einar. „At- hyglisvert er að síður en svo hefur hægt á útgáfu sálmanna á síðustu áratugum, því að nýja útgáfan er hin 25. á fimmtíu ámm og hin sjö- unda á síðustu tíu árum - og það þótt minna muni um það nú en áður að Passíusálmamir séu lagðir í kistur látinna." Einar segir fleira til marks um dálæti þjóðarinnar á sálmunum, svo sem það að byijað var að lesa þá í útvarp á páskaföstunni fyrir rúmlega hálfri öld, eða á lýðveldis- árinu 1944. Skrá er yfir alla lesar- ana í bókinni og greint frá varð- veislu lestranna hjá RÚV. Upptök- ur eru varðveittar að einhverju eða öllu leyti af 31 lestri af 53. Engum dylst að hér er á ferð óvenju vegleg útgáfa en hyggst safnið halda áfram að gefa út bækur með þessum hætti? „Safnið gefur árlega út tímaritið Ritmennt og skrá um útgáfu hvers árs, ásamt ýmsum smærri nytjarit- um. Æskilegt væri að geta gefið út röð rita með ýmsum þeim merku gögnum, sem varðveitt eru í safn- inu, en bók á við þessa útgáfu Passíusálmanna tel ég ekki að safnið gefi út í bráð enda er hér um einkar veglegt rit að ræða, kjörgrip sem fallinn er til að verða ævarandi eign þess sem hlýtur!"
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.