Morgunblaðið - 24.12.1997, Side 32

Morgunblaðið - 24.12.1997, Side 32
32 MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1997 MORGUNBLADIÐ LISTIR Að lækna fólk og yrkja ljóð BÆKUR Lj óðabók RAUÐAR HJÓLBÖRUR OG FLEIRI LJÓÐ eftir William Carlos Williams. Árni Ibsen færði í íslenskan búning og rit- aði inngang. Bókaútgáfan Bjartur. Reykjavík, 1997 - 92 bls. ÞVERSTÆÐUNA í lífi banda- ríska ljóðskáldsins William Carlos Williams (1883 - 1963) mætti ef til vill orða með eftirfarandi hætti: hann virðist hafa haft jafn ríka og inngróna þörf til að lækna fólk og yrkja ljóð. Hvort tveggja hefur hann gert af mikilli alúð og færni, enda getur reynst erfitt að skilja á milli þessara tveggja „ólíku“ hlut- verka þegar um William Carlos og verk hans er fjallað. William Carlos Williams var alla tíð „maður and- stæðra skauta" í senn læknir síns heimabæjar og skáld, ekki ósvipað- ur Stephani G. Stephanssyni (1853 - 1927) sem var fátækur bóndi vestur í Kanada og skáld, í greiningu og túlkun Sigurðar Nordals. Þess- ar þverstæður, sem eiga í stöðugri „sam- ræðu“ sín á milli, má með ákveðnum hætti, og ef til vill með vissum rétti, túlka sem upp- sprettu listrænnar sköpunar. Frá forlaginu Bjarti er nú komin á íslenskan bókamarkað sýnisbók ljóða William Carlos Williams í vandaðri þýðingu Arna Ibsen. Bókin ber heitið Rauð- ar hjólbörur og í for- mála hennar varpar Ami ljósi á „þverstæðuna" í lífi Williams með því að segja að hann hafi verið „óhagganlegur í þeirri afstöðu sinni að í hans lífi yrði ekki greint á milli rithöfundar og læknis. Skáldið leit á sjúklingana sem yrkisefni, en mannúð listamannsins gerði hann að betri lækni.“ William Carlos Williams William Carlos Williams fæddist í Rutherford í New Jersey og eftir ferðalög og nám í Evrópu og Bandaríkjunum settist hann að í heimabæ sínum og stundaði læknis- störf. Þrátt fyrir kyrrlátt líferni skilaði Williams drjúgu ævistarfi. Frá hans hendi komu alls 49 bókatitlar sem ná yfir allar greinar bókmennta. Aðrar töl- ur úr ævisögu hans segja, að hann hafi tek- ið á móti um tvö þús- und börnum og sjúkra- tilfellin á læknastof- unni og í vitjunum eru talin um hálf önnur milljón. Ljóðagerð Williams hefur verið kölluð „eins manns framúrstefna“ og er þá vísað til þess, að sem skáld hafi hann um langan tíma mátt þola skilningsleysi og áhugaleysi bókmennta- elítunnar í heimalandi sínu. Fyrsta ljóðabók hans kom út árið 1909 en það er ekki fyrr en upp úr 1950 sem verk hans fara að hljóta þá athygli sem þeim ber. Árni Ibsen segir í formála að með þriðju ljóðabók Williams frá árinu 1917 birtist skáld ,sem slær sinn eigin, nýjan tón [... ] og leitast við að skapa nýja hrynjandi sem væri í takt við hraða, óreiðu og örar „framfarir" tímans [ . . . ] en ekki síst í takt við og lýsandi fyrir dag- legt málfar fólksins sem hann um- gekkst." Þýðandanum til hróss er það nákvæmlega þetta veigmikla atriði, sjálf hrynjandin og hin iðandi hreyfing í ljóðagerð Williams sem kemst svo vel til skila í íslensku þýðingunni. Dæmi væri hægt að taka af fjölda ljóða en látið nægja að vitna í upphaf ljóðsins Forleikur að eimreiðadansi sem lýsir þeirri spennu og því andrúmslofti þegar lestin er um það bil að leggja af stað frá brautarpalli: Menn með úrvalsraddir tóna nöfn á borgum í miklum sal: Fyrirheit sem trekkja ofan rennistiga til móts við dyn djúpt niðri. Fætur þeirra sem komnir eru til að láta flytja sig, stijúka, kveikja gráa gangstétt til lífs í mjúku ljósi Sú bókmenntastefna sem ljóða- gerð Williams er helst felld undir kallast „objektívismi" og felst eink- um í því, að ljóðið skuli vera hlut- bundið og skáldin eigi síður að not- ast við tákn eða líkingar heldur að leitast „við að lýsa hlutum, skyn: hrifum og andartökum beint.“ í Rauðum hjólbörum eru þessar hug- myndir augljósar. I ljóðum Williams myndast víða kraftmikil, sjónræn og taktföst spenna milli kyrrstöðu og hreyfíngar. Á yfirborðinu geta ljóð hans byggst á hversdagslegum og kyrrstæðum myndum en þegar „lengra" er lesið kemur í ljós hin taktfasta hreyfing sem er undir- staða hveiTar myndir og blæs í hana lífi. Ljóð Williams eru því miklu fremur hreyfimyndir en kyiTalíf. Þau eru myndir sem kvikna við hreyfingu og geta þegar best tekst til orðið lífsíylltar og magnaðar lýsingar á hversdagleg- um atvikum. Ljóðið Ung kona við glugga er eins og ljósmynd á hreyf- ingu: Hún situr með tárá kinnog kinnin í lófanum bamið í kjöltu hennar þrýstir nefinu á rúðuna Ljóðabókin Rauðar hjólbörur er í fáum orðum sagt afar spennandi og gefandi, þeim sem á annað borð hafa áhuga á ljóðum og nenna að leggjast í pælingar á þeim. Jón Özur Snorrason Kuldinn í mannlífinu BÆKUR Smásögur ÍSMAÐURINN eftir Þorstein Antonsson. Prent- vinnsla: Fjölíoldun Þorbergs Sig- urjóns. Siguij<>n Þorbergsson gef- ur út, 1997. 128 bls. SAUTJÁN smásögur og ör- sögur eru í þessari nýjustu bók Þorsteins Antonssonar sem hef- ur verið afkastamikill höfundur undanfarin ár. Efni þeirra er af mörgum toga og bygging einnig. Fyrirferðarmesta umfjöllunar- efnið er þó senni- lega samskipti kynjanna í köldu og stofnanalegu nú- tímasamfélagi. Bókin hefst hins vegar á titilsögunni, Ismanninum, sem segja má að fjalli um upplausn hins magíska heims þar sem töframenn yrkja dularfull tengsl manns og náttúru. Slíka leyndardóma er raunar að finna í fleiri sögum Þor- steins. Það er nokkuð dökk samfélagsmynd sem Þor- steinn dregur upp í sögum sín- um. Fólk virðist engan veginn geta þrifist innan um hvert ann- að. Konur þjást af óöryggi og ósjálfstæði og finna sig ekki í samlífi við karla en karlar eru gjörsamlega týndir í einhverju hlutverki sem virðist ekki vera fullskrifað. Algjör óvissa ríkir og úrræðið er oftast að drekka sig bara fullan. I flestum þessum sögum eru karlmenn sífellt fullir og konur ein sífellt í skilnaðar- hugleiðingum. Þessum kulda í samskiptum kynjanna er kannski best lýst í sögunni Það sem mölur og ryð fær grandað. Skemmtilegustu sögurnar af þessu tagi eru hins vegar þær sem flokka mætti sem andfem- inískar. Sagan Mannlegi þáttur- inn er kannski best þeirra en þar kemst karlinn að þessari hræði- legu niðurstöðu eftir nokkurra ára hjónaband: „Svo lærðist honum loks að hjónaband er stofnun en ekki einkamál tveggja einstaklinga.“ Ennfrem- ur lærist honum það þvert ofan I það sem hann hafði haldið frá blautu barnsbeini að mannlegi þátturinn skipti konuna minna máli en hann, karlmanninn. Með þessu hrynur heimurinn auðvit- að. Hjónaband er bara stofnun þar sem karl og kona beita hvort annað útsmoginni kúgunartækni eins og þarf að gera til að kom- ast af í hvaða stofnun sem er, til að halda haus, til að hafa undir- tökin, valdatökin. Af sögunni má skilja að það sé fem- inisminn sem valdið hafi þessari tog- streitu sem tekið hafi við af „ástúð og samlyndi hjúskapar- lífs“ fyrr á tíð. Og togstreitan varir á meðan konurnar átta sig ekki á ástandinu. Þorsteinn telm- manninn nærast á blekkingu um veru- leika sinn og hún haldi honum gang- andi. Til lausnar úr þessari blekkingu skrifar Þorsteinn en henni lýsir hann svo í síðustu sögu bókarinnar: „Blekking á þrifnað sinn undir veruleika og í hringekju sem við höfum ólað okkur föst við eru vindsveipir tilfmninganna hin eina mótstaða sem við kennum á ævi sem skipulag hefur slípað af alla agnúa og ofgnótt afþreying- ar gert að skammvinnu fánýti sem snertir okkur æ minna.“ Og boðskapurinn er: „Þú sem hlerar mál mitt lifðu til nektar. Slíkri upplifun fylgir þjáning en hún er samt meira virði en lif í blekk- ingu. Eg býð þér að trúa því. Og fleygi vef úr orðum íyrir fætur þína svo þú fáir fótað þig í sæmi- lega ratljósum hversdagsleika." Sögumar í þessu safni Þor- steins eru mjög misskemmtileg- ur lestur en yfirleitt nær hann til lesandans með sláandi mannlífs- myndum. Þröstur Helgason Þorsteinn Antonsson Mozart við kertaljós TONLIST Ilómkjrkjan KAMMERTÓNLEIKAR Camerarctica flutti tónverk eftir Mozart. Mánudagurinn 22. desember, 1997. MITT í annasömum undh'búningi jólanna fundu áhugasamir hlustend- ur sér stund til að hlýða á Mozart og var Dómkirkjan þétt setin, og það tveim dögum fyrir jól, á tónleikum Camerarctica, þar sem eingöngu voru flutt tónverk eftir meistara Mozart. Tónleikarnir hófust á Di- vertimento nr. 3, sem merkt er K* 439 b úr endurskoðuðum Köchel lista, sem gefinn var út 1964. Um er að ræða 5. divertimento sem samin eru fyrir þrjú bassethom, er einnig má leika á tvö klarinett og fagott. Ymislegt er á reiki um þessi verk en eitt af því sem einkennir þau, er að í þeim eru tveir mepúettar. Verkið var mjög vel flutt af Ármanni Helgasyni, Helgu Björgu Amardóttur og Rúnari Vilbergssyni og í raun eftirtektarvert, hversu þetta unga tónlistarfólk hefur tamið sér agaðan og fágaðan leik. Þessi ögun og nettleild var sérlega áberandi í Kvartett fyrir óbó og strengi, K370, er Mozart samdi fyrir óbósnillingin Friedrich Ramm. Því hefur verið haldið fram að hugsun í tónlist sé sú samfella tónraðanna sem, eins og texta, má ekki rjúfa með útúrdúrum. Hver kafli hjá Mozart er eitt samfellt sönghæft „lag“ og hvergi rof í hinni tónrænu líðandi. Þetta glæsilega verk var sérlega vel flutt af Eydísi Franzdóttur, Hildig- unni Halldórsdóttur, Guðmundi Rristmundssyni og Sigurði Halldórs- syni. Allur flutningurinn var sérlega agaður en síðasti kaflinn, sem er sér- lega erfiður fyrir óbóið var ótrúlega vel fluttur, þótt nokkrir þreytu- hnökrar væru greinanlegir svona rétt undir lokin. Lokaverkið var píanókvintettinn K. 452, fyrir óbó, klarinett, horn og fagott. Miklos Dalmay lék á píanóið og hornistinn var Emil Friðfinnsson. Það er skemmst frá því að segja, að þetta meistaraverk var einstaklega vel flutt og aftur rétt. Jón Ásgeirsson. Merkur skólamaður og æskulýðsleiðtogi BÆKUR Æ visaga SIGURÐUR GREIPSSON OG HAUKADALSSKÓLINN Páll Lýðsson tók saman. Jón M. Ivarsson samdi nemendatal. Útg. Héraðssambandið Skarphéðinn, Sel- fossi 1997, 228 bls. HÉR hef ég fyrir framan mig yfir- lætislausa bók sem lítið hefur verið auglýst og lítið hefur farið fyrir í bókaflóði jólanna. Lestur hennar sannfærði mig hins vegar um að hún hefði átt skilið að vera haldið meira á lofti. Hvort tveggja er að þar segir frá hinum merkasta manni og eins hitt að hún er ágætavel rituð, á fal- legu og hreinu máli og af góðri rit- leikni. En örlög bóka eru misjöfn og fara ekki alltaf að verðleikum. Sigurður Greipsson (1897-1985) var Biskupstungnamaður, þjóðkunn- ur um langt skeið. Hann hóf feril sinn sem íþróttamaður, var einn af fræknustu glímumönnum þessa lands, glímukóngur Islands í fimm ár, velmenntaður sem íþróttakennari og stjórnaði íþróttaskóla í Haukadal af miklum skörungskap í yfir fjóra áratugi. Mjög virkur var hann í æskulýðsstarfi og íþróttamálum m.a. sem formaður Skarphéðins í 44 ár. Jafnframt þessu stundaði hann bú- skap í Haukadal, annaðist veitinga- rekstur og var gæslumaður hins fræga Geysis. Mikið karlmenni var Sigurður, annálað hraustmenni, höfðingi í lund, skap- sterkur og sópaði að hon- um hvar sem hann fór. Frábær ræðumaður þótti hann og hafði mikil áhrif á alla sem hann komst í kynni við. Skóla hans sóttu hátt á áttunda hundrað ungir sveinar og bar öllum sam- an um að vist í skóla hans hafi verið holl og þrosk- andi. Hann kenndi nem- endum sínum „að ganga uppréttum bæði í eigin- legum og óeiginlegum skilningi“ er haft eftir manni honum nákunnug- um. Margir skólamenn myndu þiggja með þökkum slíka ein- kunn. Saga Sigurðar Greipssonar er vel og skilmerkilega sögð, látlaust og af hógværð. Mjög víða er vitnað í sam- ferðamenn hans, en margir þeirra, bæði gamlir nemendur og samsveit- ungai- ásamt öðrum, eru enn á lífi. Af frásögnum þeirra kemur fram það samdóma álit að þar hafi farið einkarlega heill og heilsteyptur mað- ur, hreinskiptinn, en framar öðru maður sem hafði miklar hugsjónir og einurð til að fylgja þeim eftir. Oft kemur fyrir orðið höfðingi. Nokkuð þarf til að vera talinn höfðingi í Tungum og Hreppum. Þar hefur ekki verið neinn hörgull á höfðingj- um. Um það getur sá vitnað sem þetta ritar. í bókarlok er nemendatal Hauka- dalsskólans 1927-1970. Má þar sjá mörg þekkt nöfn. Af því mætti ætla að vega- nesti úr þeim skóla hafi verið kjarngott og staðið vel með þeim sem þess nutu. Kenn- aratal er þar einnig. Sumir kennarar kenndu þar allmörg ár, lengst þó Skagfirð- ingurinn Steinar Þórð- arson. Þá er að lokum skrá um tilvísannir og heimildir, svo og mannanafnaskrá. All- margar myndir eru í bókinni og hafa þær prentast vel. Höfundi bókar var til aðstóðar rit- nefnd en hana skipuðu Hafsteinn Þorvaldson, Engilbert Olgeirsson og Jóhannes Sigmundsson. Á fremstu kápusíðu er ljósmynd af málverki af Sigurði Greipssyni gerðu af Gísla Sigurðssyni. Eftirmála ritar Hafsteinn Þorvaldsson. Þar er greint frá tilorðningu þessarai- bók- ar, verkaskiptingu og tilhögun. Ekki er að efa að bók þessi verður hinum mörgu nemendum Sigurðar Greipssonar kærkomin og raunar mörgum fleirum. Höfundurinn, Páll Lýðsson, sagnfræðingur í Litlú Sandvík, hefur hér staðfest það sem ýmsir vissu raunar fyrh- að hann er hinn ágætasti rithöfundur. Sigurjón Björnsson. Páll Lýðsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.