Morgunblaðið - 24.12.1997, Síða 33

Morgunblaðið - 24.12.1997, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1997 33 MENNTUN Lone Ries-Jörgensen frá Arósum kennir í Húnavatnssýslu Það á að tala dönsku í dönskutímum Hún vildi kenna á íslandi og danska menntamálaráðuneytið lánaði hana. Jón Sigurðsson á Blönduósi spurði Lone Ries-Jörgensen um ævintýri og kennslu á Islandi. IHAUST og fyrri hluta vetrar hefur danskur kennari ekið á milli húnvetnskra grunnskóla og kennt móðurmál sitt. Sá er þessu starfí sinnir er fimmtugur grunn- skólakennari frá Arósum Lone Ries-Jörgensen og hefur hún haft aðsetur á Blönduósi og heimsótt flesta grunnskólana á svæðinu frá Skagaströnd í norðri og austri og að Hvammstanga í vestri. Hún er ein þriggja kennara frá Danmörku sem komu til íslands í haust en hinir tveir starfa á Akur- eyri og í Reykjavík. Eftir áramót liggur leið Lone til Siglufjarðar og Sauðárkróks í sömu erindagjörðum. Lone Ries-Jörgensen segir til- veru sína hér byggða á því að hún var ein þriggja kennara valin úr hópi 70 umsækjenda sem vildu koma og kenna á Islandi. „Það er danska menntamálaráðu- neytið sem greiðir okkur iaunin en sveitarfélög viðkomandi skóla greiða annan kostnað við dvöl okkar hér.“ Lone segir að þetta starf hafi byrjað síðastliðinn vetur þannig að þetta er annað árið sem þessi tilraun er gerð. Veg og vanda af skipulagi starfs Lone í Húnavatnssýslum hafði skólaskrifstofa Hún- ............ vetninga á Blönduósi. Lone er ekki í nokkrum vafa um mikilvægi þess fyrir Islendinga að kunna eitt norðurlandamál. „Norð- urlöndin eru ein heild og Islending- ar eru hluti af henni og því er það ykkur nauðsynlegt að skilja og geta gert ykkur skiljanleg á einhverju hinna norðurlandamálanna,“ segir hún. Eftir þá reynslu sem Lone hefur öðlast hér á landi varðandi dönsku- kennsluna telur hún það helst vanta upp á að danska sé töluð í tímum. „Krakkarnir hafa orðaforðann en Lone er ein þriggja kennara frá Danmörku sem komu til ís- lands í haust en hinir tveir starfa á Akureyri og í Reykjavík. þau þurfa að fá tækifæri til að tala dönskuna og nýta orðaforðann og það er hreint ótrúlegt hvað hægt er að gera á stuttum tíma sé eingöngu töluð danska í tímum,“ segir Lone. Það er í hæsta máta þjóðlegt að spyrja menn sem sækja Island heim hvernig þeim líki nú land og þjóð. „Það er birtan, náttúran (naturen) og fólkið, já, og víðáttan sem er svo einstök," segir Lone. „Reyndar var búið að segja mér heima að Islend- ingar væru lokaðir og erfitt að nálg- ast þá en reynsla mín er allt önnur, hér hef ég bara kynnst vinsamlegu og gestrisnu fólki. Birtan er líka al- veg einstök og hana hef ég getað virt fyrir mér þegar ég hef ekið á milli skóla í héraðinu," segir Lone. Utsýnið og víðáttan hefur einnig haft mikil áhrif á Lone og vitnar hún sérstaklega til útsýnisins af efstu hæð Kvennaskólans á Blöndu- ósi þar sem hún bjó en þaðan er gott útsýni út á Húnaflóann, vestur á Vatnsnes og Strandir. Reyndai- hafði Lone líka verið sagt að uppi á Islandi væri kalt og hún fengi bara fisk að borða. Jafnvel móðir hennar heíúr af henni töluverðar áhyggjur og hefur sent henni ———— prjónavettlinga svo hún mætti verjast sem best hinum kalda íslenska vetri og spægipylsu til að auka á fjölbreytn- ina í mataræði. Að þessu hlær Lone innilega því hún hefur komið til ís- lands áður og veit því betur. Ekld fann Lone Ries nokkurn mun á nemendum; hvort þeir komu úr sveit eða þéttbýli en best líkaði henni á Skagaströnd. Svona af- dráttarlaus yfirlýsing krefst að sjálfsögðu skýringa sérstaklega fyr- ir þá sem ekki eru Skagstrendingar. Lone segir skýringuna vera þá að hún hafi starfað samfellt í fjórar Ættingjar og vinir, nemendur og skjólstœðingar, nœr og fjœr. Gleðileg jól og Guðs blessun á nýju ári. Þakka samskipti á liðnum árum Guðrún Óladóttir reikimeistarí EUROBATEX PÍPU- POAM EINANGRUN KK f sjálflímandi rúllum, WC píötum og hólkum. Þ. ÞORGRÍMSSON & C0 ÁRMÚLA 29 - REYKJAVÍK - SÍMI38640 Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Á ÍSLANDI hef ég aðeins mætt vinsemd og gestrisni segir Lone Ries-Jörgensen, kennari frá Árósum, sem í vetur kennir grunnskólanemum á Norðurlandi vestra dönsku. vikur á Skagaströnd með sama kennaranum en á hinum stöðunum hafi hún þurft að skipta sér á milli skóla. Einn daginn á Húnavöllum annan daginn á Blönduósi, eins hafi þetta verið á Hvammstanga og Laugarbakka þannig að ekki hafi náðst að skapast eins sterk tengsl og á Skagaströnd. Lærði línudans á Skagaströnd Og einnig er rétt að geta þess að Lone lærði línudans í vöggu „kán- trýtónlistarinnar" á Skagaströnd og kann það að skýra eitthvað og um þetta uppátæki hennar sagði Lone að sér hefði aldrei komið til hugar að gera „svona nokkuð“ heima í Danmörku. Aðspurð hvort hún hefði hitt „kántrýkónginn sjálfan“ Hallbjörn Hjartarson og hvort hún yfir höfuð þekkti þann mann sagði Lone að hún þekkti hann að sjálf- sögðu og hefði meira að segja séð hann tilsýndar. Söngur og þá sérstaklega kór- söngur hefur heillað Lone Ries- Jörgensen og segir hún Islendinga standa framarlega á þessu sviði. Hún átti þess kost að fara á tón- leika sem karlakórinn Fóstbræður hélt á Akureyri og þótti mikið til koma. Lone sagði að lokum það vera skoðun sína að Islendingar og Danir væru líkastir norðurlandaþjóða í andlegu tilliti og vægi skopskynið þar mjög þungt. Lone Ries-Jörgen- sen fór heim til sín um jólin en hún sagðist hlakka til að koma aftur til íslands og taka til starfa austast í norðurlandskjördæmi vestra. llemaisé- og liordeiaisesósu v Eftirréttur: -Ópcruhúsið. já^/ansað við Vínartóna Hljómsveit íslensku óperunnar oq kór íslensku óperunnar bjóða upp í dans - Vínarvalsa í synqjandi sveiflu, á nýárskvöldi. f yínfóníuhljómsveít leikur íyrir dansi Stjórnandi er Páll Pampichler Pálsson. tLxperusongvaramir Olöf Kolbrún llarðardóttir sópran Jón Rúnar Arason tenór oq Sólrún Braqadóttir sópran, ásamt kór íslensku óperunnar flytja verk úr óperettum qömlu meistaranna! eislustjóri: Garðar Cortes % HOTEL bw' sem s forn a>oö Forsala miða oq borðapantanir kl. 13-17 virka daqa á Hótel íslandi. Verð kr. 7,900

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.