Morgunblaðið - 24.12.1997, Síða 49

Morgunblaðið - 24.12.1997, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1997 49 MINNINGAR KIRKJUSTARF LINA DALROS GÍSLADÓTTIR + Lína Dalrós Gísladóttir fæddist i Bolungarvík 22. september 1904. Hún lést á Landspítalanum 14. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hólskirkju í Bol- ungarvík 20. desember. Elsku amma mín. Við vissum það báðar að þú værir á förum. Samt var ég ekki tilbúin þegar að því kom. En nú veit ég að þér líður betur, laus við þjáningar síðustu daga. Við fjöl- skyldan þín finnum söknuðinn en varðveitum í hjörtum okkar minn- ingarnar. Alla tíð þurftir þú að hafa mikið fyrir lífínu. Þú varst ekki nema 26 ára þegar Jóhann afi dó, einstæð með sex börn og þurftir þú þá að láta móður mína frá þér til Reykja- víkur. Það voru þér erfið spor en þú harkaðir af þér eins og þú þurft- ir oft að gera, það var ekki í þínum anda að bogna eða gefast upp. Þegar ég var fjögurra ára þá var ég send til þín og Jóns, seinni mannsins þíns, vegna veikinda föð- ur míns og var ég hjá ykkur í eitt og hálft ár eða þar til ég byijaði í skóla. Sennilega höfum við þá tengst böndum sem aldrei slitnuðu. Ég man enn eftir því hvað mér fannst mikill snjór þennan vetur í Bolungarvík en ég hafði aldrei séð svona mikinn snjó í Reykjavík. Þá áttuð þið heima í litla húsinu sem stóð við fjöruna en þegar það var rifið þá fluttuð þið á Skólastíg 23 þar sem þið bjugguð þar til þið fóruð á Sjúkrahúsið í Bolungarvík fyrir um þremur árum. I garðinum á Skólastígnum áttir þú þínar bestu stundir. Þar plantaðir þú óteljandi tijám og blómum af miklum dugn- aði og hlýju. Garðurinn var stolt þitt og meira að segja ræktaðir þú jarðarber sem tókst vel hjá þér. Þar varst þú flestar stundir og eft- ir að þú fluttir á sjúkrahúsið var það þér mikils virði að komast heim til að fylgjast með blómunum og litla húsinu þínu. Fyrir 30 árum flutti ég til Isafjarðar og var það okkur mikil ánægja að geta verið nær hvor annarri. Ég og fjölskylda mín komum oft í heimsókn til þín og Jóns og alltaf var okkur tekið með einstakri hlýju. Heita súkkul- aðið þitt er mér í fersku minni og alltaf lumaðir þú á einhveiju góð- gæti með. Þegar þú varst sjötug komu börnin þín vestur og við fórum öll saman í Hólskirkju þar sem þú hélst yngri dóttur minni undir skírn. Þar varst þú í upphlutnum þínum sem var þinn aðalspari- klæðnaður alla tíð. Tuttugu og tveim árum seinna varst þú búin að gefa mér silfrið úr honum og saumaði ég mér nýjan upphlut á mig og var ég í honum þegar mitt fyrsta bamabam var skírt. Það þótti þér mjög vænt um. Alla tíð varst þú mikil handa- vinnukona, og vom það ófá sokka- pörin og vettlingamir sem þú pijón- aðir og gafst afkomendum þínum. Og ekki má gleyma útsaumnum og annarri handavinnu sem þú gerðir. í fyrrasumar þegar litla barnabamið mitt fæddist þá pijón- aðir þú sokka og vettlinga og einn- ig málaðir þú á vöggusett fyrir hann. Síðustu vikurnar voru þér erfiðar og veit ég að þú varst farin að finna kraftana dvína, og þegar ég kom til þín í síðustu viku sagðist þú vera farin að telja dagana. Þó svo að ég vissi innst inni að þú værir að fara þá bjóst ég ekki við því svona fljótt. Elsku amma, mig langar að kveðja þig með hluta úr ljóði sem þú leyfðir mér eitt sinn að skrifa upp eftir þér. Ljóðið er eftir föður þinn, Gísla Jónsson, en hann orti það um þig þegar þú varst lítil stúlka. Ég veit það, elsku amma mín, að loksins hefur þú fengið hvíld, hvíldina sem þú hefur svo sannarlega þráð. Fríðikala faldalín, flestir tala um gæði þín, íjörs um bala bjarta skín blessuð dalarósin mín. Elsku amma, hafðu þakkir fyrir allt. Þín Linda Rós Kristjónsdóttir. SIG URSTEINN GUNNARSSON + Sigursteinn Gunnarsson fæddist i Reykjavík hinn 15. júlí 1953. Hann lést á heim- ili sínu í Reykjavík hinn 7. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkj- unni 15. desember. Elskulegi mágur. Þegar ég hugsa til þín líða minn- ingarnar yfir hugskjáinn eins og myndband. Ein sú fyrsta er, þegar þú komst upp í Hraunbæ til mömmu. Þá var Silla í Noregi við nám f félagsráðgjöf. Þú spurðir mömmu hvort þú mættir ekki læra í herberginu hennar Sillu, þér yrði svo ansi vel ágengt, þegar þú lærð- ir þar inni. Það hefur áreiðanlega verið skipulagsandinn hennar Sillu í herberginu, sem kom þér svona vel áfram í bókunum. A þessum árum var ég í námi í Röntgen- tæknaskólanum. Við vorum oft samtímis hjá mömmu bæði að lesa. í pásum var talað um allt milli him- ins og jarðar. Ég uppgötvaði þá hvílíkan gimstein Silla mín hafði fundið. + Högni Halldórsson fæddist á Patreksfirði 12. maí 1931. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn 14. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnar- fjarðarkirkju 22. desember. Elsku Högni frændi minn. Ég sit hér og hugsa til þín og á mjög erfitt með að skrifa þessar línur, því mér finnst svo óraunveru- legt að þú sért farinn svona fljótt frá okkur. Það er margt sem kem- ur upp í hugann á stundum sem þessum en mig langar til að kveðja þig hinsta sinn með nokkrum af þeim minningum sem mér eru kærastar. 011 mín uppvaxtarár bjóst þú og þín vndislera kona Rósa hér á Patró í Sunnuhlíðinni vorum við saman komin um páska. Þið svilamir fóruð í útsýnisflug yfír Eyjafjörðinn, en við systur biðum á jörðu niðri og fylgdumst með. Við vorum því fegn- astar þegar þið vomð lentir aftur. En óskaplega fannst þér gaman um sumar í Gufudalnum í Hveragerði. Þar var fjölskyldan saman komin í heila viku. Við vomm einstaklega heppin með veður alla vikuna. Það var grillað, farið í gönguferðir, flog- ið módelum, farið á hestbak og sungið og spilað á kvöldin. Þorrablótin á veturna. Þau byij- uðu fyrst heima í stofunni í Brautarásnum hjá mömmu og Sigmari stjúpföður okkar systkina, en hópurinn sem vildi vera með stækkaði ört. Söngurinn og spilið þróaðist frá því að vera þú með gítarinn og upp í magnaða hljóm- sveit. Þar með þurftum við að flytja okkur með þorrablótin út í bæ, og hljómsveitaræfingamar upp í sum- arbústað. Eitt sinn er við vomm að æfa uppi í bústað, gerðist dálít- ið undarlegt atvik. Barið var frekar harkalega á dymar hjá okkur og og mér er sérstaklega minnisstætt að á þessum tíma ársins bámm við út jólakortin. Það var alltaf gaman að koma til ykkar á Bmnnana, hlaupa upp mjóu stéttina, afhenda kortið og aldrei brást það að þú gafst okkur eitthvað gott úr skál áður en við héldum áfram. Fyrir nokkm fluttuð þið til Hafn- arijarðar og þá bjó ég líka um tíma í Reykjavík ásamt manninum mín- um, honum Edda. Þá komum við oft í heimsókn til ykkar en hefðum viljað koma oftar, því alltaf voruð þið hress og kát þegar þið tókuð á móti okkur. Við fundum aldrei fyr- ir þessu svokallaða kynslóðabili, þú og Eddi, fóruð bara inn í stofu að horfa á fótbolta eða box, en ég og Rósa sátum inni í eldhúsi og töluð- um um daginn og veginn. Þið voruð stundum hissa að svona ungt fólk fyrir utan stóð ung stúlka grátandi og virtist í mikilli geðshræringu. Hún kom til að biðja okkur að hjálpa sér því hesturinn hennar væri sokkinn í mýrina og aðeins hausinn stæði upp úr. Allir hljóm- sveitarmeðlimir mku upp til handa og fóta, gripu með sér snæri og planka, hlupu niður eftir en þar þurfti hópurinn fyrst að vaða á til þess að komast að. Við mokuðum frá hestinum með bemm höndum og röðuðum okkur í kringum hann, settum planka undir að framan. Eftir smá brölt og gusugang náðist hesturinn upp. Viku seinna fékk hljómsveitin konfektkassa frá þakklátri stúlku. Við spiluðum á árshátíðum og þorrablótum. Við fómm í hljóðver og tókum upp nokkur lög, sem era okkur nú óend- anlega dýrmæt. Elsku vinur, ég þakka þér af alhug fyrir hlýjuna og þolinmæð- ina, þegar við áttum erfítt og þurft- um einhvern til að tala við. Ég þakka þér fyrir það sem þú varst börnunum okkar. Við biðjum góðan Guð að styrkja Sillu systur, því hennar er missirinn mestur. Guð geymi þig, þar sem þú geng- ur á móti ljósinu, uppfullur af áformum eins og alltaf. Þín mágkona, Hansína. nennti að heimsækja ykkur, en sannleikurinn er sá að við höfðum mikla ánægju af því. Síðar þegar litli drengurinn okkar, hann Daníel Andri, fæddist lituð þið nánast á hann sem ykkar eigin afkomanda og verst þykir mér að hann eigi ekki eftir að sjá þig meir, elsku Högni minn. Ég gæti haldið áfram í marga daga að rifja upp minningar tengd- ar þér, en læt þessar fáu línur duga. Með tárin í augunum votta ég þér virðingu mína og þakka þér liðnar samvemstundir. Jafnframt vil ég votta þér, Rósa, mína dýpstu samúð, s_em og afkomendum ykkar Högna. Ég veit að jólin verða ykk- ur erfíð, sérstaklega með það í huga að á svipuðum tíma í fyrra fórst ástkær sonur ykkar og bróð- ir, hann Vignir, í hörmulegu sjó- slysi. Ljósi punkturinn er þó sá að núna em feðgarnir sameinaðir á góðum stað. Við á Patró hugsum til ykkar og biðjum fyrir ykkur í þeirri von að það hjálpi örlítið. Guðrún Ósk. HÖGNI HALLDÓRSSON SAFNAÐARSTARF Jólastund við kertaljós SUNNUDAGINN 28. desember kl. 17 verður jólastund í Bessastaða- kirkju. Álftaneskórinn undir stjórn Johns Speights syngur jólasöngva og á milli verður fjölbreytt jóladag- skrá í tali og tónum. Kórinn leiðir söng kirkjugesta í þekktum jólalög- um sem_ allir taka þátt í. Auk Álftaneskórsins verður þetta meðal efnisatriða: Birgir Thomsen flytur jólahugvekju, Snorri Heimis- son leikur á fagott, Magnhildur Gísladóttir les ljóð, Lenka Matéová leikur á orgel, Sveinbjörg Vil- hjálmsdóttir syngur einsöng, Anna Ólafsdóttir Bjömsson les jólasögu og böm úr Tónlistarskóla Bessa- staðahrepps spila jólalög. Aðgangs- eyrir rennur í sjóð til kaupa á píanói í Haukshús. Ókeypis er fyrir böm. Jól o g áramót í Laugames- kirkju JÓLAHÁTÍÐIN rís hæst í hugum okkar þegar við hugsum um kirkju- legar hátíðir. Jólin em hátíð ljóss og friðar í orðsins fyllstu merkingu. í Laugameskirkju verður að venju reynt að vanda mjög til hátíðar- haldsins um leið og við reynum að koma til móts við þarfir sem flestra. Á aðfangadag verða tvær guðsþjón- ustur í kirkjunni. Kl. 16 verður fjöl- skylduguðsþjónusta með einföldu en hátíðlegu formi, jólasöngur, brúður og jólaguðspjallið. Hrafn- hildur Karla Jónsdóttir og Sunna Dís Másdóttir leika á flautur. Síð- degisguðsþjónusta á aðfangadag hefur verið í nokkur ár og gefíst mjög vel, enda hæfír hún vel ungu fólki með böm. Kl. 18 verður hefð- bundinn aftansöngur. Frá kl. 17.35 syngur Drengjakór Laugames- kirkju undir stjóm Friðriks Kristins- sonar, en drengimir syngja einnig í aftansöngnum ásamt Kór Laugar- neskirkju. Tvísöng syngja Laufey G. Geirlaugsdóttir og Inga Þóra Geirlaugsdóttir. Á jóladag verður hátíðarmessa kl. 14. Kór Laugarneskirkju syngur og Laufey G. Geirlaugsdóttir syng- ur einsöng. Á annan dag jóla verð- ur skímarguðsþjónusta kl. 14. Kór Laugarneskirkju syngur. En sunnu- daginn milli jóla og nýárs verður jólaskemmtun bamanna kl. 14, en hún hefst með stuttri helgistund í kirkjunni. Konur úr mömmumorgn- um undirbúa og stjóma skemmtun- inni. Á gamlárskvöld verður aftan- söngur kl. 18. Kór Laugameskirkju syngur og einsöngvari verður Bára Kjartansdóttir. Prestur í öllum guðsþjónustunum verður Jón Dalbú Hróbjartsson og organisti Gunnar Gunnarsson. Djassguðs- þjónusta SUNNUDAGINN 28. desember nk. kl. 14 verður haldin guðsþjónusta þar sem Tríó Bjöms Thoroddsens og Sigurðar Flosasonar leikur djass blandaðan þjóðlegri tónlist. Morgunblaðið/Kristinn. f Óhætt er að segja að athyglis- vert verður að fylgjast með þeim félögum í Grafarvogskirkju þennan sunnudag milli jóla og nýárs. Dr. Siguijón Ámi Eyjólfsson hér- aðsprestur annast guðsþjónustuna. Miðnæturguðs- þjónusta í Húsa- víkurkirkju á að- fangadagskvöld AUK hins hefðbundna aftansöngs kl. 18 á aðfangadag verður efnt til miðnæturguðsþjónustu í kirkjunni - í fyrsta skipti á aðfangadagskvöld og hefst hún kl. 23. Vonir standa til að Húsvíkingar fjölmenni til guðsþjónustunnar svo að hún fest- ist í sessi sem annar tveggja góðra kosta fyrir sóknarböm sem hafa áhuga á því að sækja guðsþjónustu á aðfangadag. í þessari guðsþjón- ustu verður ekki um hefðbundið messutón að ræða. Þess í stað verð- ur lögð áhersla á almennan söng kirkjugesta við hljóðfæraundirleik. Auk organistans Pálínu Skúladótt- ur þá munu þeir feðgar Lazlo og Marton Czenek leika undirleik á hom. Lára Sóley Jóhannsdóttir leik- ur á fiðlu. Sigurður Hallmarsson les ljóð og jólasögu og sóknarprestur les jólaguðspjallið og flytur hug- vekju og bænargjörð. Á aðfangadag verður aftansöng- ur kl. 19 og miðnæturguðsþjónusta kl. 23.30. A jóladag verður hátíðar- guðsþjónusta kl. 14, hátíðarguðs- þjónusta í Miðhvammi kl. 15.30 og hátíðarguðsþjónusta á sjúkrahúsinu kl. 16.20. Á gamlársdag verður aftansöngur kl. 18, Guðmundur Guðmundsson héraðsprestur mess- ar. Organisti er Pálína Skúladóttir. Jólamessa Kvenna- kirkjunnar JÓLAMESSA Kvennakirkjunnar verður í Seltjamameskirkju sunnu- daginn 28. desember kl. 20.30. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar. Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari og Þómnn Guðmunds- dóttir söngkona flytja jólalög. Kór Kvennakirkjunnar leiðir almennan söng við undirleik Svanhvítar Hall- grímsdóttur. Kaffí á eftir í safnað- arheimilinu. c Grafarvogskirkja. 28. des. Barna- guðsþjónusta kl. 11. Brúðurnar í jólaskapi. Jólasöngvar. Umsjón Hjörtur og Rúna. Organisti Hörður Bragason. Prestamir. Loftsalurinn, Hólshrauni 3. Að- fangadagur, aftansöngur kl. 23.30. Laugardaginn 27. des. kl. 11 f.h. Samkoma. Björgvin Snorrason prédikar. Iljálpræðisherinn. Aðfangadag jóla kl. 18. Jólamatur og jólafagnað- ur. Jóladag kl. 14, hátíðarsam- koma. Majóramir Turid og Knut r Gamst stjóma og tala. Annan í jól- um kl. 14. „Norsk julegudstjeneste" í Seltjarnameskirkju. Laugardag- inn 27. des. kl. 15, jólafagnaður fyrir eldri borgara. Sr. Frank M. Halldórsson talar. Sunnudagur 28. des. kl. 14. Jólafagnaður fyrir börn. Kl. 20 hjálpræðissamkoma. Mánu- dag kl. 20. Jólafagnaður fyrir her- . menn og samheija.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.