Morgunblaðið - 24.12.1997, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 24.12.1997, Blaðsíða 62
62 MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens f THAT 5 THE / WHO CARE5 ? DUMBE5T \ MERRV THIN6 l'VE ) CHRI5TMA5, EVÉRSEEN!/ SWEETIE! Ég held að þú sért ekki raunveruleg- ur jólasveinn ... Ef þú ert raunveru- legur jólasveinn, hvar eru þá hjál- pendur þínir? Hjálp hjálp hjálp Þetta er það heimskulegasta sem ég hef nokkurn tíma séð! Hvaða máli skiptir það? Gleði- leg jól, Ijúfan! Voff, voff, voff! BRÉF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Megi friður • / ••• X| nkja a jorð! Frá Guðrúnu G. Bergmann og Guð- jóni Bergmann: OFT er rætt um að „friðurinn hefj- ist heima í stofu“. í táknrænni merkingu er stofan manns eigið sálartetur og manns eigin hugsanir skapa friðinn í stofunni. Ef við ímyndum okkur að allar okkar hugsanir séu lifandi og hafi áhrif á það sem í kringum okkur er, er það á ábyrgð einstaklingsins að finna frið innra með sér, ekki einungis til að lýsa upp sína eigin stofu, heldur einnig til að lýsa upp ann- arra stofur, því við erum jú öll eitt, öll búin til úr sama frumefninu, öll upplýstar hugsandi verur. Sem hugsandi verur vitum við að orðið friður merkir mun meira en vopnahlé milli stríðandi fylkinga. Við vitum að ekki getur orðið varan- legur friður í heiminum meðan tveir deila, á meðan neikvæði ræður ríkj- um, á meðan hugar okkar eru mengaðir, á meðan við höldum áfram að pirrast yfir smáhlutum, meðan við lifum í skorti en ekki gnægð, á meðan kærleikurinn er látinn víkja fyrir smásmugulegum eiginhagsmunum hversdagsleikans, á meðan við sjáum ekki stærri mynd alheimsins. Friðarboðskap er því ekki ein- ungis beint að stríðandi fylkingum, þó nauðsynlegt sé að afvopnast áður en lengra er haldið. Friðarboð- skapur þarf að ná til allra þeirra sem vilja vera meðvitaðir og ábyrg- ir einstaklingar. Vegna þessa, hvet- ur The World Peace Prayer Society (alþjóðleg friðarsamtök) og við hér á Islandi alla þá er þetta lesa til að styrkja friðarboðskapinn með orðunum „Megi friður ríkja á jörð“ um leið og þið óskið fjölskyldu og vinum gleðilegs árs nú um áramót- in. Fjölmargir íslendingar tóku und- ir með borgurum heimsins um síð- ustu áramót og sendu frá sér þessa bæn og vonandi bætast margir i hópinn um þessi áramót. í öllum þeim hátíðarhöldum sem haldin eru nú til dýrðar ljósi og friði megum við ekki gleyma að kveikja ljós innra með okkur. Við deilum hér með ykkur tákn- rænu ljóði sem 13 ára drengur með hrömunarsjúkdóm samdi þegar hann hafði misst not af höndum sínum og fótum. Hann dó þegar hann var 14 ára. Kertið Logandi kerti, aðeins eitt kerti lifir af meiri tip en manneslqa. Logandi kerti gefur af sér til allra. Það vinnur, svitnar og bræðir eigin líkama, dropa eftir dropa. Þó líf þess sé stutt, þó líkami þess muni að lokum hverfa, hefur kertið aldrei áhyggjur, verður aldrei reitt, kvartar aldrei. Það heldur bara áfram að lýsa öðrum veginn. Ó kerti, ég vil vera eins og þú! Mér líkar hvemig þú lifir. Mig langar að vera kerti. Við sendum öllum íslendingum bestu nýárskveðjur. Megi friður ríkja í hjörtum okkar. Megi friður ríkja í hugum okkar. Megi friður ríkja á jörð. GUÐRÚN G. BERGMANN, friðarfulltrúi WPPS á Snæfellsnesi, GUÐJÓN BERGMANN, friðarfulltrúi WPPS í Reykjavík. Stutt athuga- semd Frá Auðuni Braga Sveinssyni: NÝLEGA er komið félagsrit eldri borgara er ber heitið „Listin að lifa“. Mun það nú vera komið í hendur allra félagsmanna í félögum eldri borgara um allt land, en þau eru nú 45 að tölu. Félagatalan er sam- tals um 13000 eða meira, og er helmingurinn félagsmenn í Félagi eldri borgara í Reykjavík og ná- grenni (F.E.B.). Efni síðasta heftis fyrrnefnds rits er fjölbreytt og skemmtilegt, prýtt myndum. Ritstjórinn er Oddný Sv. Björgvins. Hefur hún sinnt blaða- mennsku og ritstörfum. Þarna er grein um opnun félags- miðstöðvar eldri borgara í Haga- hverfi og Skeijafirði, sem hlotið hef- ur nafnið Þorrasel, enda við Þorra- götu. Fer vel á því. Opnunin fór fram 14. október sl., en borgin á hús- næðið, sem kostað mun hafa 75 millj. Samningar tókust milli Félags eldri borgara í Reykjavík og ná- grenni og Reykjavíkurborgar um rekstur þessarar miðstöðvar til loka næsta árs fyrst um sinn. Er það í samræmi við stefnu núverandi borg- arstjómar Reykjavíkur að fela fé- lagssamtökum rekstur stofnana og fyrirtækja, sbr. íþróttamannvirkin í Laugardalnum. Við opnun Þorrasels flutti ég ljóð, sem prentað er í ritinu „Listin að lifa.“ Ljóðið er lítt áberandi þarna, svo að ég er ekki viss um, að fólk hafi tekið eftir villu, sem þar er að fínna, og raunar tvær, ef vel er leit- að. Ekki er ætlan mín að fá ljóðið endurprentað hér, enda er það í margra höndum. En meinleg villa er í fyrra erindinu. Þar segir: í „Selið“ flykkist „heldri“ hjörð við Haga bæði og Skagaljörð. Sjá nú ekki allir, að hér er málun blandað? Auðvitað var þarna Sketja- fjörður í tengslum við Hagana, en ekki Skagafjörður! Að lokum vísa ein, sem mér datt í hug í sambandi við þetta mál: Annars skil ég ekki neitt í því góða blaði, að Skeijafirði skyldi breytt í Skagafjörð - með hraði. AUÐUNN BRAGI SVEINSSON, stjórnarmaður í FEB í Reykjavík og nágrenni. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.