Morgunblaðið - 24.12.1997, Blaðsíða 76
Tveir
'maðí
í mánuði
&
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA fSLANDS
MORG UNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5601100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1
MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Mikil fasteigna-
sala undanfarið
FASTEIGNASALA hefur verið
með mesta móti í þessum mánuði,
en yfirleitt dregur úr íbúðasölu í
desember, bæði vegna jólahátíðar-
innar og ekki síður vegna veðráttu.
Stundum er færð það þung á þess-
um árstíma, að fólk á erfitt með að
komast leiðar sinnar til þess að
skoða eignir sem það hefur áhuga á.
Að þessu sinni hefur veðráttan hins
vegar verið óvenju hagstæð
Jafnframt hefur eftirspurn eftir
atvinnuhúsnæði verið afar mikil nú í
desember. Það þarf þó ekki að
koma á óvart, því að þeir eru marg-
f. _ ir, sem þurfa að ljúka kaupum fyrir
w áramót af skattalegum ástæðum.
„Það hefur verið mildl hreyfing á
atvinnuhúsnæði yfirleitt í haust,
bæði verzlunar-, skrifstofu- og iðn-
aðarhúsnæði," sagði Jón Guð-
mundsson, formaður Félags fast-
eignasala. „Hvað varðar verzlunar-
húsnæði, þá eru eftirsóttustu stað-
irnir eins og áður Laugavegur, Kr-
inglan og Skeifan.
Sjálfur er ég um þessar mundir
með tilboð í tvær eignir við Lauga-
veg og er að ljúka frágangi á sölu á
stóreign í Skeifunni. Þá er ég að
ganga frá samningi á myndarlegu
verzlunarplássi í Kringlunni. Auk
þessa hef ég nýlega gengið frá sölu
á stóru skrifstofuhúsnæði í Miðj-
unni í Smárahvammslandi."
Jón Guðmundsson sagði að mjög
oft ættu stærstu sölurnar á atvinnu-
húsnæði sér stað skömmu fyrir ára-
mót. Það ætti m.a. rót sína að rekja
til skattalegra ástæðna.
Húsavíkurbær
selur 10% hlut í FH
^•ÖíÚSAVÍKURBÆR hefur selt 10%
eignarhlut í Fiskiðjusamlagi Húsa-
víkur að nafnverði 62 milljónir
króna á genginu 2,8. Söluverðið er
173,6 milljónir, en nafn kaupanda
hefur ekki fengist gefið upp. Þetta
sölugengi er töluvert hærra en það
gengi sem verið hefur á bréfum fyr-
irtækisins á Verðbréfaþingi undan-
farið, en síðasta skráða gengi þar
var 2,45. Verðbréfaþingi var til-
kynnt um söluna í gærmorgun.
Eftir söluna á Húsavíkurbær 32-
33% eignarhlut í fyrirtækinu. Fyrir
rúmu ári átti bærinn rúmlega helm-
ing hlutafjárs, en seldi fyrirtækinu
sjálfu 10% hlut í fyrrahaust. Nú
seldi bærinn hlutafé að nafnvirði 56
<C%_________________________
milljónir króna og Fiskiðjusamlagið
6 milljónir til viðbótar.
Einar Njálsson, bæjarstjóri,
sagði að leitað hefði verið eftir til-
boðum í bréfin og tvö tilboð borist.
Þessu tilboði, sem hefði verið nafn-
laust, hefði verið tekið fyrir milli-
göngu verðbréfafyrirtækis og hann
vissi ekld enn hver væri kaupand-
inn. Aðspurður hvórt til stæði að
bærinn seldi meira af eignarhlut
sínum í fyrirtækinu sagði hann að
ekki hefði verið tekin fullnaðar-
ákvörðun þar að lútandi, en í fjár-
hagsáætlun bæjarins, eins og hún
stæði eftir fyrri umræðu, væri gert
ráð fyrir að selja hlutabréf að nafn-
virði 50 milljónir króna til viðbótar.
Morgunb!aðið/Ólavía Sigmarsdóttir
Hreindýra-
bóndi á
grasafjalli
Vaðbrekku, Jökuldal. Morgunblaðið.
HJÓNIN í Klausturseli á Jökul-
dal notuðu blíðuna fyrir jólin og
fóru á grasafjall til að afla fjalla-
grasa handa flmm hreindýrum
sem þau halda. Hjónin Aðal-
steinn Jónsson og Ólavía Sig-
marsdóttir fóru stysta dag árs-
ins til þessarar fjallagrasatekju
á Hlíðarenda á utanverðri
Lönguhlíð í Jökuldalsheiði.
Mun það vera einsdæmi að
tíð skuli vera svo góð um þetta
leyti árs að grasatekja sé
möguleg.
Þegar heim var komið biðu
strákarnir á bænum, þeir Ævar
Þorgeir og Marteinn Óli Aðal-
steinssynir, ekki boðanna og
gáfu hreindýrunum að smakka
þetta góðgæti. Gott var að fá
hey í garðann til viðbótar við
grösin og á myndinni eru þeir
Ævar og Marteinn ásamt hrein-
dýrunum Grími, Krapa, Kolgu,
Baldursbrá og Sóleyju.
Jdlafagnaður
Verndar og
Hjálpræðis-
hersins
JÓLAFAGNAÐUR Hjálp-
ræðishersins og Vemdar verð-
ur haldinn í dag, aðfangadag, í
Herkastalanum, Kirkjustræti
2 í Reykjavík, og hefst með
*' borðhaldi kl. 18. Allir þeir sem
ekki hafa tök á að dveljast hjá
vinum og vandamönnum á að-
fangadagskvöld eru hjartan-
lega velkomnir í jólafagnaðinn.
■< MORGUNBLAÐIÐ kemur næst
út sunnudaginn 28. desember.
Mikil kaupmáttaraukning eftir kjarasamningana í vor
Kaupmáttur mánaðar-
launa jókst um 10,8% á ári
KAUPMÁTTUR mánaðarlauna hjá
landverkafólki innan Alþýðusam-
bands Islands jókst að meðaltali um
10,8% frá öðrum ársfjórðungi ársins
1996 til annars ársfjórðungs þessa
árs þegar nýir kjarasamningar
höfðu tekið gildi. Mest hækkaði
kaupmáttur verkakarla, eða um
16,3% en minnst hjá skrifstofukon-
um, eða um 5,8%.
Þetta kemur fram í launakönnun
Kjararannsóknamefndar en niður-
stöður hennar um tímabilið frá 2.
ársfjórðungi 1996 til 2. ársfjórðungs
1997 liggja nú fyrir. Kemur íram í
könnuninni, að heildarmánaðarlaun
ASI-landverkafólks hækkuðu að
meðaltali um 12,7% en á sama tíma
hækkaði vísitala neysluverðs um
1,9% þannig að kaupmáttur jókst
um 10,8%. Meiri hækkun hjá verka-
körlum en öðrum starfsstéttum
stafar að hluta af þvi að hækkun á
reiknigrunni yfirvinnu er mikil hjá
þessum hópi og meðalvinnutími
langur.
Greitt tímakaup verkafólks í dag-
vinnu hækkaði um 11,2% á sama
tímabili og jókst kaupmátturinn því
KJARARANNSQKNANEFND: BREYTINGAR Á LAUNUM 0G KAUPMÆTTI
STARFSSTÉTTIR Vikulaun, 2. ársfj. 1996 Mánaðarlaun, 2. ársfj. 1996 Vikulaun, 2. ársfj. 1997 Mánaðarlaun, 2. ársfj. 1997 Hlutfallsleg breyting Breyting kaupmáttar
Verkakarlar 29.600 kr. 128.100 kr. 35.000 kr. 151.500 kr. +18,3% +16,3%
Verkakonur 21.100 kr. 91.400 kr. 23.100 kr. 100.100 kr. +9,5 % +7,6 %
Iðnaðarmenn 41.000 kr. 177.500 kr. 45.000 kr. 194.800 kr. +9,7 % +7,8 %
Afgreiðslukarlar 31.300 kr. 133.200 kr. 35.700 kr. 151.700 kr. +13,9 % +12,0%
Afgreiðslukonur 23.100 kr. 98.000 kr. 26.200 kr. 111.300 kr. +13,6 % +11,7%
Skrifstofukarlar 37.100 kr. 156.300 kr. 40.400 kr. 170.100 kr. +8,8 % +7,0 %
Skrifstofukonur 28.600 kr. 120.500 kr. 30.800 kr. 129.600 kr. +7.6 % +5.8 %
ASl-landverkaf. 30.100 kr. 129.500 kr. 33.900 kr. 145.900 kr. +12,7% +10,8%
um 9,3%. Samkvæmt launakönnun-
inni munaði þarna mest um kjara-
samningana sem gerðir voru í mars
1997 og hækkaði greitt tímakaup
landverkafólks innan ASÍ um 6,2%
frá 1. ársfjórðungi 1997 til 2. árs-
fjórðungs 1997 þegar nýir kjara-
samningar höfðu tekið gildi.
Samkvæmt úrtaki kjararann-
sóknamefndar hækkaði tímakaup
verkakarla, iðnaðarmanna og skrif-
stofukarla um 10,8-12,1% milli ár-
anna 1996 og 1997, en tímakaup
verkakvenna, skrifstofukvenna og
afgreiðslukarla hækkaði um
8,7-9,6%. Tímakaup afgreiðslu-
kvenna hækkaði mest eða um 15,8%
og skýrist það að nokkru leyti af
breyttri aldurssamsetningu í úrtak-
inu því það nær ekki til einstaklinga
sem fá greitt vegna unglingataxta.
6,2% kaupmáttar-
aukning 1996
Endanlegar niðurstöður fyrir ár-
ið 1996 liggja einnig fyrir, og sam-
kvæmt þeim hækkaði greitt tíma-
kaup hjá landverkafólki ASÍ að
meðaltali um 6,1% á milli áranna
1995 og 1996.
Vísitala neysluverðs hækkaði um
2,3% á sama tíma þannig að kaup-
máttur tímakaups í dagvinnu jókst
um 3,8%.
Heildarmánaðarlaun landverka-
fólks hækkuðu hins vegar að meðal-
tali um 8,6% milli áranna 1995 og
1996 og jókst kaupmáttur mánaðar-
launa því um 6,2%.