Morgunblaðið - 08.01.1998, Side 2

Morgunblaðið - 08.01.1998, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Græn- gresis leit- að í janúar NAUTGRIPIRNIR á bænum Bitru í Hraungerðishreppi hafa gengið úti í góðviðrinu í allan vetur og hefur útigangan aldrei verið jafn löng þar á bæ. Þeir hafa aðgang að húsaskjóli og heyrúllu en best fínnst þeim að fá sér tuggu af grængresi sem enn má finna milli þúfna. Suður- skautsfar- arnir veð- urtepptir ÍSLENSKU suðurskautsfaramir, Ólafur Öm Haraldsson, Haraldur Öm Ólafsson og Ingþór Bjamason em enn veðurtepptir í Patriot Hills-stöð- inni við jaðar Suðurskautslandsins. Vindur og slæmt skyggni hafa hamlað flugi til stöðvarinnar síðustu daga og samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu fyrirtækisins Adventure Network Intemational í Chile fór að snjóa síðdegis í gær og versnuðu þá enn flugskilyrðin. Talsmenn fyrirtækisins sögðust þó vonast til þess að hægt væri að senda Hercules-flutningaflugvél ein- hvem tíma næstu daga til að sækja íslensku suðurskautsfarana og aðra ferðalanga sem nú dveljast í Patriot Hills-stöðinni. Morgunblaðið/RAX Fataverksmiðjan Fasa Saumar 300 bún- inga fyrir Cargolux FATAVERKSMIÐJAN Fasa ehf. hefur gengið frá samningum við Cargolux um framleiðslu á nýjum einkennisbúningum fyrir flugfé- lagið. Gert er ráð fyrir að einkenn- isbúningar félagsins verði allir endurnýjaðir á næstu tveimur ár- um og gæti þar verið um að ræða búninga á allt að 300 starfsmenn. Þá er ennfremur gert ráð fyrir því í samningnum að Fasa annist eðli- lega endurnýjun búninganna. Að sögn forsvarsmanna fyrir- tækisins þýðir þessi samningur verulega aukningu á verkefnum fyrirtækisins og veltu en þetta er í fyrsta sinn sem fyrirtækið ræðst í útflutning í einhverjum mæli. Fasa hefur sinnt verkefnum fyrir fluggeirann á undanfórnum árum og m.a. saumað búninga fyr- ir starfsmenn Flugleiða, hérlendis og erlendis og saumað búninga á starfsfólk Atlanta og íslandsflugs. ■ Saumar búninga/B8 ♦ ♦♦ Fjórir bíða líffæra- flutninga FJÓRIR íslendingar bíða þess að komast í líffæraflutninga á Ríkisspít- alanum í Kaupmannahöfn. Allir bíða þeir eftir nýrum, að sögn Páls Ásmundssonar yfírlæknis nýmadeildar Landspítalans. Enginn íslendingur bíður hins vegar eftir lunga, hjarta eða lifur, að því best er vitað. Að sögn Páls bíða fyrrnefndir ís- lendingar hér heima því ekki tekur langan tíma að flytja þá út þegar kallið kemur. Fjögur utgerðarfyrirtæki sameinast Borgey hf. á Höfn Samkomulag um geng- ið 2,5 á hlutabréfum STJÓRNIR Borgeyjar hf. á Höfn í Homafirði og útgerðarfyrirtækjanna Fiskhóls ehf., Garð- eyjar ehf., Mars ehf., Melavíkur ehf. og Perú ehf. hafa komist að samkomulagi um samruna félaganna með venjulegum fyrirvörum um sam- þykki hluthafafunda. Samkvæmt samkomulag- inu fá hluthafar í útgerðarfélögunum hlutabréf í Borgey hf. á genginu 2,5 sem endurgjald fyrir hluti sína. Samruninn gæti orðið um miðjan mars „Við höfum náð samkomulagi um gengi á hlutabréfunum á Borgey og samruna þessara fyrirtækja. En það er hins vegar ekkert farið að tala um eignarhlutföll að loknum samruna," segir Guðjón Þorbjörnsson talsmaður útgerð- Ekkert farið að tala um eignarhlutföll að loknum samruna anna fjögurra sem nú eru að sameinast Borg- ey hf. „Samruninn er miðaður við nýliðin ára- mót og nú liggur fyrir að ganga þarf frá árs- reikningum allra fyrirtækjanna. Það tekur um mánuð. Á grunni þeirrar útkomu verður svo gengið frá samrunasamningi, hann kynntur og auglýstur samkvæmt lögum. Eftir mánuð frá því er svo hægt að halda þá hluthafafundi sem þurfa að samþykkja samrunann. Það er því í fyrsta lagi um miðjan mars sem af samrunan- um getur orðið. Meira hef ég ekki að segja um Morgunblaðið/Ámi Sæberg Sjómenn telja í dag VONAST er eftir að úrslit úr at- kvæðagreiðslu um boðun verk- falls hjá Sjómannasambandinu og Farmanna- og fiskimanna- sambandinu liggi fyrir í kvöld eða snemma á morgun. Verkfall- ið er boðað 2. febrúar hafi ekki náðst samningar fyrir þann tíma. Enginn árangnr varð á sátta- fundi sem LIU átti með Sjó- mannasambandinu, Farmanna- og fiskimannasambandinu og Al- þýðusambandi Vestíjarða í gær hjá ríkissáttasemjara, en á mynd- inni sjást fulltrúar sjómanna og útgerðarmanna á fundinum. Næsti fundur verður á morgun kl. 14. Vélsljórar koma til fundar við viðsemjendur sína sama dag kl. 11. Elsti núlifandi s Islendingurinn er 104 ára 1 dag VALFRÍÐUR Guð- mundsdóttir frá Heimaskaga á Akranesi verður 104 ára í dag, fimmtudaginn 8. janúar. Hún er elsti núlifandi ís- lendingurinn og hefur búið á Drop- laugarstöðum í Reykjavík undan- farin fimm ár. Valfríður er dóttir hjónanna Guðmundar Árna- sonar útvegsbónda á Hóli á Akranesi og Sigurrósar Gunnlaugsdótt- ur húsmóður. Valfríður ólst upp á Heimaskaga hjá föður- bróður sínum, Jóni Arnasyni skipstjóra, og eiginkonu hans, Valfríður Guðmundsdóttir Helgu Jóhannes- dóttur húsmóður. Valfríður giftist Jóni Guðmunds- syni útgerðar- manni frá Eyri í Ingólfsfirði á Ströndum árið 1920, en hann lést árið 1983. Þau hjónin eignuðust eina dóttur, Guð- rúnu Möller. Hún var gift Sigurði Möller vélfræðingi sem lést árið 1970. Börn þeirra eru tvö og barnabörn fimm: Valfríður Möller, hjúkr- unarfræðingur, sem á þrjár dætur, og Jón S. Möller, bygg- ingaverkfræðingur, sem á tvo syni. þetta mál að sinni,“ segir Guðjón Þorbjörns- son. Halldór Amason, framkvæmdastjóri Borg- eyjar hf., segir um samkomulagið að eigendur fyrirtækjanna hefðu metið það svo að þau væru sterkari saman heldur en hvert í sínu lagi. „Þetta verður öflugri rekstrareining svona heídur en margar litlar,“ segir hann. í fréttatil- kynningu frá Borgey hf. kemur fram að með samrunanum verði til fyrirtæki sem ráði yfir . veiðiheimildum sem jafngildi 6.400 tonnum af þorski og að gott jafnvægi sé á milli veiðiheim- ilda í uppsjávarfiskum og botnfisktegundum. Næsta skref, að sögn Halldórs, er að ganga frá sameiningunni og koma skipum félaganna til veiða undir merkjum Borgeyjar. Það verði á allra næstu dögum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.