Morgunblaðið - 08.01.1998, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Golli
ARNI ÞÓR Sigurðsson, stjórnarformaður SVR, sést hér stíga upp í vagninn sem nefndurhefurverið„vagninn
brosandi“ vegna hönnunar framhliðar hans.
„Brosandi“ strætisvagn
á götur borgarinnar
STRÆTISVAGNAR Reykjavíkur
taka í dag í notkun nýjan strætis-
vagn. Um er að ræða 12 metra
lággólfsvagn af gerðinni Scania
OmniCity 94. Vagninn verður
hafður á leið 6 og fer hann sfna
fyrstu ferð frá Mjódd klukkan
13:14 í dag. Þessi tegund vagna
hefur verið kölluð brosandi stræt-
isvagn vegna hönnunar á
framenda.
SVR hefur fest kaup á 10 slíkum
vögnum og verða þeir afhentir á
næstu tveimur árum. Fjórir fyrstu
vagnamir koma hins vegar til
landsins fyrir sumarlok.
Hver vagn kostar 17.750.000
krónur og samkvæmt upplýsingum
SVR er allur útbúnaður þeirra sá
fullkomnasti sem völ er á.
Helstu breytingar frá eldri
vögnum eru þaer að farþegar
þurfa ekki að stíga upp í vagninn
heldur ganga þeir beint inn í
hann. Að auki eru allar hurðir
tvöfaldar og gluggar mun stærri
en á gömlu vögnunum. Lág-
gólfsvagnar henta sérstaklega vel
fyrir fatlaða, aldraða og fólk með
baraavagna eða annan búnað.
Vagninn sem tekinn verður í
notkun í dag er prufuvagn en
fyrsti vagn SVR kemur til lands-
ins í vor. Að sögn Lilju Ólafsdótt-
ur, forstjóra SVR, er það stefna
fyrirtækisins að festa kaup á
vögnum sem henta hverri leið
fyrir sig. Þannig sé nú stefnt að
því að nota liðvagna á leiðum þar
sem farþegar koma flestir inn á
litlu svæði og eru lengi í vagnin-
um en lággólfsvagna á leiðum
þar sem tíðni inn- og útstigs er
há en meðaUengd ferða að jafn-
aði h'tíl.
Scania OmniCity er fyrsti vagn
nýrrar kynslóðar Scania-vagna
en í hönnun þeirra er sérstakt til-
lit tekið til aukinna umhverf-
iskrafna til farartækja í borgum.
Sótmengun þessara vagna er
57% minni en eldri Scania-vagna
SVR og kolefni í útblæstri þeirra
61% minna.
Mest selt
af Toyota
Corolla
Subaru Impreza
í öðru sæti
TOYOTA Corolla var mest seldi
einstaki bíllinn á síðasta ári en alls
seldust 985 slíkir bílar, þ.e. af öll-
um Corolla gerðum. Þar af voru
605 bflar af nýju gerðinni sem
kynnt var á miðju síðasta ári. I
öðru sæti var Subaru Impreza en
af honum seldust 536 bflar.
I meðfylgjandi töflu er birtur
listi yfír þá bfla sem seldust í yfir
150 stykkjum alls. Eru teknir sam-
an allir bflar með sama tegundar-
heiti þótt þeir séu boðnir í mörgum
útfærslum, þ.e. með bensín- eða
dísilvél, stallbakar, langbakar eða
hlaðbakar. Eru það bæði fólksbflar
og jeppar en ekki virðisaukabflar.
Heildarbflasalan í fyrra varð
10.146 bflar sem var 26% aukning
frá árinu 1996.
BÍLASALAN 1997
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
Tegund Sala %
Toyota Corolla 985 9,7
Subaru Improza 536 5,3
Volkswagen Golf 480 4,7
Hyundai Accent 442 4,4
Subaru Legacy 396 3,9
Toyota Land Cruiser 354 3,5
Mitsubishi Lancer 352 3,5
Opel Astra 341 3,4
Mitsubishi Pajero 325 3,2
Renault Megane 313 3,1
Volkswagen Polo 281 2,8
Suzuki Baleno 257 2,5
Nissan Almera 246 2,4
Volkswagen Passat 204 2,0
Ford Escort 195 1,9
Suzuki Vitara 188 1,9
Honda Civic 184 1,8
Ssangyong Musso 178 1,8
Nissan Micra 168 1,7
Opel Corsa 159 1,6
Aðrir 3.562 35,1
Samtals 10.146 100,0
Framkvæmdastj óri Islandsflugs
Finnst farþegum hafa
fjölgað hjá okkur
„HINGAÐ er mildð hringt og
spurst fyrir um fargjöld og okkur
fínnst farþegum hafa fjölgað eitt-
hvað en þó er erfitt að segja ná-
kvæmlega um það fyrr en lengra
líður,“ sagði Ómar Benediktsson,
framkvæmdastjóri íslandsflugs, er
hann var spurður hvort meiri flutn-
ingar væru hjá fyrirtækinu eftir að
Flugfélag íslands tilkynnti hækkun
fargjalda sinna um áramótin.
Omar sagði ekki hægt að segja
nánar um þetta fyrr en eftir að um
tvær vikur væru liðnar, miklir flutn-
ingar hefðu verið kringum jólin og
fólk að snúa til baka eftir jólafrí.
Forráðamenn íslandsflugs hafa
boðað fargjaldahækkun og sagði
Ómar hana fyrirsjáanlega á næstu
vikum. Hversu mikil hún yrði réðist
að einhverju leyti af því hvort flutn-
ingar væru vaxandi um þessar
mundir. „Ef við finnum fyrir já-
kvæðum viðbrögðum stillum við
hækkuninni í hóf en ef þau verða
ekki veruleg þá virðist verðið ekki
skipta eins miklu máli og við héld-
um,“ sagði Ómar ennfremur.
Bandarískt klifurtímarit
Enn fínnst mikið af heitu vatni í Helgafellssveit
Dugar til að hita upp
öll hús í Stykkishólmi
Islenskt
ísklifur
á forsíðu
ÍSKLIFUR á íslandi er eitt megin-
umfjöllunarefni janúarheftis banda-
ríska klifurtímaritsins Rock & Ice,
sem er eitt hið víðlesnasta á sínu
sviði í heiminum.
„Síðastliðið vor komu hingað
blaðamaður og Ijósmyndari í frétta-
leit og við fórum með þeim vítt og
breitt um landið í tíu daga og þessi
grein er afraksturinn af því,“ segir
Páll Sveinsson, formaður Islenska
alpaklúbbsins.
Um tíu félagsmenn klúbbsins
skiptust á að fylgja útlendingunum í
ferðunum, en frumkvæði að komu
þeirra átti Þorvaldur Þórsson.
„Þetta byrjaði allt með því að
hann var að skoða síður á alnetinu og
sá heimasíðu með fallegum fjalla-
myndum. Hann skrifaði eiganda
heimasíðunnar tölvupóst þar sem
hann lýsti því hversu gaman væri að
klifra á íslandi. Bréfið fór beint á
heimasíðuna og blaðamennirnir rák-
ust á það þar. Þeir fóru að skrifast á
við Þorvald og svo fór að hann bauð
þeim í nafni klúbbsins að koma til ís-
lands og þeir þáðu það,“ segir Páll.
Höfundur texta greinarinnar, sem
er átta blaðsíður að lengd, er rit-
stjóri tímaritsins, Dougald McDon-
ald. Hann lýsir ýmsum klifurferðum
sem hann fór í ásamt félögum í ís-
lenska alpaklúbbnum og einnig
jeppaferðum um torfærur og öðrum
skoðunarferðum. Fjölmargar mynd-
ir eru í greininni og á forsíðu tíma-
PÁLL Sveinsson, formaður fs-
lenska alpaklúbbsins, á hvolfi í
ísklifri framan á tímaritinu
Rock & Ice.
ritsins er mynd af Páli Sveinssyni að
kljást við snarbrattan ísvegg.
Fjölbreytt svæði
en erfitt veður
„Vetrarfjallamennskan er mjög
skemmtileg hér á landi,“ segir Páll.
„Það er stutt í allt og mikið af fjöl-
breyttum svæðum. Síðast en ekki
síst eru hér ekki margir sem stunda
þessa íþrótt þannig að það er margt
sem á eftir að gera. Þetta er til dæm-
is ólíkt því sem gerist í Bandaríkjun-
um þar sem ótrúlegur íjöldi fólks
stundar klifur og það er búið að
brölta upp á hvern einasta hól ná-
lægt byggðu bóli. í staðinn höfum
við þann Akkilesarhæl sem er veðrið
hér á íslandi.“
Páll telur að greinin muni auka
mjög áhuga klifrara á landinu. Tölu-
verðar líkur eru á að einn alfrægasti
ísklifrari komi til landsins í heim-
sókn í næsta mánuði og strax á eftir
er von á frægum evrópskum klifrara
með ljósmyndara með sér.
Stykkishólmi. Morgunblaðið.
FRÁ því um jól hefur verið leitað að
heitu vatni hjá Amarstöðum í Helga-
fellssveit. Boraðar voru þrjár
vinnsluholur í hlaðinu á Amarstöð-
um og út frá þeim var boruð vinnslu-
hola eiginlega við dymar á útihúsun-
um. Þar var núna komið niður á 87
gráðu heitt vatn á aðeins 380 metra
dýpi og vatnsmagnið á milli 30-35
sekúndulítrar. Þetta magn dugar að
hita upp öll hús í Stykkishólmi.
Það er bóndinn á Amarstöðum
ÍSLENSKU greiðslukortafyrirtækin
segjast hafa tryggt að ekki verði erf-
iðleikar við notkun greiðslukorta sem
gilda til ársins 2000 eða framyfir það.
Fram kemur í dagblaðinu
International Herald Tribune um
helgina að í Bandaríkjunum hafi
komið upp erfíðleikar í afgreiðslu-
kerfúm verslana þegar reynt hefur
verið að greiða með VISA og
Mastercard greiðslukortum. Vegna
þess að fjölmörg tölvukerfi greina
aðeins tvo síðustu tölustafi ársins, það
er að segja „00“, ef gildistíminn er til
Daníel Hauksson sem hefur haft
frumkvæði að leitinni. Hann samdi
við Jarðboranir hf. um boran á sinn
kostnað. Það eru því gleðifréttir fyr-
ir hann að svona góður árangur náist
og á ekki meira dýpi.
Hitaveita verður
stofnuð
Fyrir einu og hálfu ári var borað
eftir heitu vatni í landi Hofsstaða
með mjög góðum árangri. Þar þurfti
ársins 2000 telja þau gildistíma kort-
anna útranninn og taka ekki við þeim.
„Við voram látnir fara í gegnum
ákveðna prófun hjá Visa
Intemational á síðasta ári varðandi
móttöku korta hér á landi með tilliti
til ársins 2000,“ segir Þórður Jóns-
son, forstöðumaður hjá Visa íslandi.
„Útgáfa á kortum sem hafa gildis-
tíma fram yfir árið 2000 hefur verið
heimiluð og í því felst að þeir era
búnir að gera prófanir í öllum heim-
inum.“
Samkvæmt frétt Intemational
að bora niður á um 800 metra. Að því
verki stóðu Rarik og Stykkdshólms-
bær.
Ákveðið hefúr verið að stofna hita-
veitu fyrir Stykkishólm og sækja
vatnið þangað. Heita vatnið sem upp
kemur á Amarstöðum virðist við
fyrstu athugun ekki vera eins salt og
heita vatnið í Hofsstaðaholunni og
getur það haft mikla þýðingu. Nú
verður vatnið rannsakað betur og
efnasambönd þess könnuð.
Herald Tribune era 3-400 þúsund
Visagreiðslukort í umferð sem hafa
gildistíma til ársins 2000 eða framyf-
ir. Visa International telur að af-
greiðslukerfi 99% þeirra 14 milljóna
fyrirtækja sem taka við Visa
greiðslukortum ráði við þessi kort.
Hjá Eurocard á íslandi fóra fram
prófanir á vegum móðurfyrirtækis-
ins Europay Intemational á miðju
síðasta ári. „Öll kort sem gefin hafa
eru út með ártalið 2000 virka eðli-
lega,“ segir Atli Öm Jónsson, að-
stoðarframkvæmdastjóri Eurocard.
Islensku greiðslukortafyrirtækin
Engir erfiðleikar eiga að
verða vegna ársins 2000