Morgunblaðið - 08.01.1998, Page 6

Morgunblaðið - 08.01.1998, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR í»ávé<juf Starfsmenn borgarinnar byijaðir að safna sainaii jólatrjám 15 þúsund tré hirt upp af götunni á næstu dögum HAFIST var handa við það í gær að safna saman jólatrjám á gangstétt- um höfuðborgarinnar. Borgin hefur boðið upp á þá þjónustu nokkur undanfarin ár, að hirða jólatré strax daginn eftir þrettándann. Hjá gatnamálastjóranum í Reykjavík fengust þær upplýsingar að búist væri við því að 15 þúsund tré yrðu hirt á næstu dögum og að mestu gengið frá því verki fyrir helgi. Gámaþjónustan hf. tekur við öll- um jólatrjám frá gatnamálastjóra, í ár, auk þess sem hún tekur við þeim trjám sem safnast saman í Hafnar- firði. Hjá Gámaþjónustunni fengust þær upplýsingar að jólatrén verði notuð sem stoðefni í moltu sem þeir séu að þróa. Molta, sem er mjög næringarrík- ur og kjarngóður lífrænn jarðvegs- bætir, er búinn til úr grasi og kurluðum trjágreinum. Hann má ekki nota sem mold en gott er að blanda honum við aðra mold og nota sem áburð. Molta brátt á markað Þeir hjá Gámaþjónustunni eru með nýjan 12 tonna tætara sem þeir segja afkastamikið og gott tæki. Jólatrén verði hins vegar ekki öll kurluð strax heldur geymd sem hráefni og tætt þegar not verða fyr- ir þau í framleiðslunni. Moltuefni Gámaþjónustunnar hefur verið reynt af vinum og kunningjum og vonast er til þess að hægt verði að markaðssetja það áður en langt um líður. Á síðasta ári fékk Sorpa öll þau tré sem starfsmenn gatnamála- stjóra Reykjavíkur söfnuðu og var fjöldi þeirra notaður til moltugerð- ar. Einnig hafa nokkur bæjarfélög kurlað niður þau tré sem þau hafa safnað og notað í moltu. Bandaríski flugherinn sendir Þorsteini flugkappa boð Heiðursgestur á útskriftarhátíð flughersins BANDARÍSKI flugherinn hefur boðið Þorsteini E. Jónssyni flug- manni sem heiðursgesti til út- skriftarhátíðar skóla bandaríska flughersins í Alabama í júní í sumar. Margir þekktir flug- menn hafa verið heið- ursgestir á þessari há- tíð, þeirra á meðal Chuck Yeager, hinn þekkti bandaríski til- raunaflugmaður, sem varð fyrstur tii þess að rjúfa hljóðmúrinn, en áður hafði hann verið orustuflugmað- ur. Þess má geta að hann er ein aðalper- sónan í bókinni The Right Stuff, sem síðan var gerð kvikmynd eftir, en myndin fjall- ar meðal annars um upphaf geimferða Bandarfkja- manna. Þorsteinn, sem gjarnan er nefndur flugkappi, á iangan flug- feril að baki og var meðal annars í breska flughemum á stríðsámn- um, eins og kunnugt er. Þor- steinn, sem nú er 76 ára gamall, gékk í Konunglega breska flug- herinn í apríl 1940 og var orr- ustuflugmaður öll stríðsárin. Hann gékk úr hernum í desember 1946. Hann flaug aðallega Hurricane, Spitfíre og Mustang orrustuflugvélum. Ævisaga Þor- steins kom út fyrir fáum ámm og var einnig þýdd á ensku. í samtali við Morgunblaðið sagði Þorsteinn að hefð væri fyrir því að bjóða flugmönnum til þess- arar útskriftarhátíðar, sem væri á Maxwell Airbase í Ala- bama, en skólinn héti United States Airforce Staff College. „Þeir bjóða alltaf einhverj- um útlendum flug- mönnum til þess að vera viðstaddir sem heiðursgestir. Mér hefur hlotnast þessi heiður, sem ég er nú dálítið hissa á, en ég þigg þetta auðvitað með þökkum," sagði Þorsteinn. Höfðu lesið bókina Hann sagði að haft hefði verið samband við sig skömmu fyrir jól og honum boðið á hátíðina. Meira vissi hann ekki um tildrög boðsins að öðm leyti en því að komið hefði fram að þeir hefðu lesið ævisöguna og ákveðið að bjóða honum. Þá hefði hann feng- ið sendan lista yfir þá sem hefðu verið á þessari hátíð og þeirra á meðal mætti fínna ýmsa fræga menn eins og Chuck Yeager og fleiri háttsetta menn í flugheimin- um. „Ég get ekki þóst hafa komist með tærnar þar sem þeir era með hælana. En það er samt sem áður gaman að þessu fyrir mig og ég ætla auðvitað að njóta þess,“ sagði Þorsteinn einnig. Þorsteinn Jónsson Ökutæki sem menga lítið undan- þegin gjald- skyldu LOGUM um vörugjald af öku- tækjum var breytt á Alþingi fyrir jól meðal annars í þá vem að undanþiggja gjald- skyldu þau ökutæki sem hafi í for með sér hverfandi mengun og séu knúin óhefðbundnum orkugjafa, svo sem rafhreyfli eða vetni. Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra benti á þessa lagabreytingu aðspurður um hvort til greina kæmi að breyta aðflutningsgjöldum að bifreiðum knúnum metangasi, en í Morgunblaðinu á sunnu- dag kom fram að hægt væri að knýja um þrjú þúsund bifreið- ir með því metangasi sem til fellur á sorphaugum höfuð- borgarsvæðisins. Hann sagð- ist hins vegar ekki vita hvað munaði miklu á því að brenna bensíni eða olíu annars vegar og metangasi hins vegar hvað varðaði losun gróðurhúsaloft- tegunda. Friðrik benti einnig á að gjöld á bensíni og olíum stæðu undir gerð og endurnýjun vegakerfisins. Verulegur hluti af verði þessara orkugjafa væri þannig til kominn og menn þyrftu að hafa það í huga þegar þeir bæra saman verð á bensíni og olíum við verð á öðram orku- gjöfum og reiknuðu út hag- kvæmni ólíkra orkugjafa. Prófkjör Reykjavíkurlistans verður haldið laugardaginn 31. janúar 28 keppa um efstu 7 sætm PRÓFKJÖR Reykjavíkurlistans verður haldið laugardaginn 31. jan- úar. í prófkjörinu verður kosið um efstu sjö sæti listans en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri mun skipa áttunda sætið. Flokkarnir fjórir sem standa að R-listanum hafa allir skilað inn tillögum sínum um sjö einstaklinga hver, sem taka þátt í prófkjörinu af hálfu flokk- anna. Því munu 28 manns keppa um sjö efstu sætin. Að sögn Kristínar A. Árnadóttur, fulltrúa borgarstjóra í fram- kvæmdastjórn samráðs um Reykja- víkurlista, verður prófkjörið opið öllum Reykvíkingum og Kjalnesing- um með kosningarétt sem lýsa yfir stuðningi við R-listann. Áðspurð sagði Kristín það ekki hafa verið út- fært með hvaða hætti sú stuðnings- yfirlýsing þyrfti að vara. Vægi flokka ræður úthlutun sæta Þátttakendur í prófkjörinu eiga þess annars vegar kost að merkja við einhvem aðildarflokka Reykja- víkurlistans og hins vegar að for- gangsraða fimm einstaklingum í sæti á listanum. Vegið fylgi flokkanna mun ráða úthlutun sæta á listanum. Sá flokk- ur sem fær flest atkvæði fær fyrsta sætið og svo koll af kolli en enginn flokkur fær þó fleiri en eitt sæti fyrr en allir flokkamir hafa fengið sæti á listanum, skv. upplýsingum Kristín- ar. Prófkjörsframbjóðendur Fram- sóknarflokksins eru: Alfreð Þor- steinsson, Guðjón Ólafur Jónsson, Guðrún Jónsdóttir, Óskar Bergs- son, Sigfús Ægir Árnason, Sigrún Magnúsdóttir og Þuríður Jónsdótt- ir. Frambjóðendur Kvennalista eru Guðrún Erla Geirsdóttir, Kristín Blöndal, Steinunn V. Óskarsdóttir, Sólveig Jónasdóttir, Drífa Snædal, Kolbrún Jónsdóttir og Ragnhildur Helgadóttir. Frambjóðendui- Alþýðubandalags era Ámi Þór Sigurðsson, Guðrún Ágústsdóttir, Helgi Hjörvar, Guð- rún Kr. Óladóttir, Einar Valur Ingi- mundarson, Kolbeinn 0. Proppe og Sigrún Elsa Smáradóttir. Frambjóðendur Alþýðuflokks eru Bryndís Kristjánsdóttir, Helgi Pét- ursson, Hrannar B. Arnarsson, Magnea Marinósdóttir, Pétur Jóns- son, Rúnar Geirmundsson og Stef- án Jóhann Stefánsson. BÖRNIN kunna vel að meta hátiðarhöldin. Morgunblaðið/Sig. Fannar Skemmt- unin í fyrirrúmi Sclfossi. Morgunblaðið. ÞAÐ er af sem áður var á Sel- fossi þegar ólæti einkenndu sein- asta dag jóla, þeir tímar eru liðn- ir og nú er situr skemmtunin í fyrirrúmi. Fjölskylduhátíð fór fram á íþróttavellinum, þar vom saman komnir álfar og jólasveinar ásamt fjölda bæjarbúa. Samkór Selfoss söng við undirleik Lúðra- sveitar bæjarins og UMF Selfoss stóð fyrir álfabrennu og glæsi- legri flugeldasýningu, þeirri stærstu í manna minnum. Hátíðarhöldin hafa fest sig í sessi í bæjarlífinu og það er sér- staklega ánægjulegt fyrir börnin sem kunna svo sannarlega að meta uppákomur sem þessar. Í i I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.