Morgunblaðið - 08.01.1998, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fjármálaráðherra segir eðlilega staðið að málum við innheimtu skattaskulda ÞÞÞ á Akranesi
Óvíst hvað fæst upp
í 154 milljóna kröfu
Margrét Frímannsdóttir, formaður
Alþýðubandalagsins, hefur óskað eftir því
að Ríkisendurskoðun rannsaki hvernig
staðið var að innheimtu skattaskulda fyrir-
tækisins ÞÞÞ á Akranesi. Friðrik Sophus-
son fjármálaráðherra segir að ráðuneyti
sitt hafí staðið eðlilega að meðferð mála.
ÞÓRÐUR Þ. Þórðarson, fram-
kvæmdastjóri Bifreiðastöðvar ÞÞÞ
á Akranesi, var dæmdur í Hæsta-
rétti í skattsvikamáli fyrirtækisins
til 50 millj. kr. sektargreiðslu og
fangelsisvistar. Hefur þrotabúið
verið tekið til gjaldþrotaskipta og
nemur skattaskuld búsins í dag um
154 milljónum kr. að viðbættum
dráttarvöxtum. Fjármálaráðherra
segir eðlilegar skýringar á því að
ráðuneytið lét ekki bjóða í tvö
skuldabréf sem tekin höfðu verið
fjárnámi, til tryggingar skatta-
skuldinni.
Að sögn Margrétar Frímanns-
dóttur, formanns Alþýðubanda-
lagsins, ætlar Alþýðubandalagið að
óska eftir að Ríkisendurskoðun at-
hugi hvernig staðið hefur verið að
þessari innheimtu af hálfu dóms-
og fjármálaráðuneyta og hvort um
fleiri sambærileg mál sé að ræða.
Skuldabréfin 87 millj. kr.
að nafnvirði
Skv. upplýsingum fjármálaráðu-
neytis var álagning skatta á Þórð
hækkuð í október 1995 í kjölfar
skattrannsóknai- vegna rekstrar
bifreiðastöðvar hans um rúmlega
140 millj. kr. að meðtöldu álagi og
dráttarvöxtum. Þórður seldi rekst-
ur bifreiðastöðvarinnar einkahluta-
félagi sem stofnað var um rekstur-
inn árið 1994 og var kaupverðið
greitt með tveimur skuldabréfum
að nafnvirði 87 millj. kr. Voru bréfin
gefin út til 20 ára. í nóvember 1995
gerði sýslumaðurinn á Akranesi
fjárnám í íbúðarhúsnæði Þórðar og
umræddum skuldabréfum vegna
skattaskuldanna. Skv. upplýsingum
fjármálaráðuneytisins voru skulda-
bréfin sett í innheimtu hjá Lands-
bankanum og afborganir gengu til
greiðslu upp í skattakröfuna.
Þórður var dæmdur í Hæstarétti
í júní sl. í 12 mánaða fangelsi og 50
milljóna kr. sekt. Voru níu mánuðir
af refsingunni skilorðsbundnir en
Þórður skyldi sæta 12 mánaða
fangelsisvist ef sektin yrði ekki
greidd í ríkissjóð innan fjögurra
vikna.
Sektin greidd á undan
skattaskuld
Fangelsismálastofnun fól sýslu-
manni innheimtu sektarinnar en
sýslumaður er einnig innheimtu-
maður skattaskuldarinnar fyrir
hönd ríkissjóðs. Sl. sumar krafðist
Helgi V. Jónsson, hrl. lögmaður
Þórðar, þess að greiðslur skv. um-
ræddum skuldabréfum yrðu fyrst
látnar ganga til greiðslu á 50 millj.
ki’. dómssektinni áður en kæmi til
greiðslu á skattaskuldunum.
Öskaði sýslumaður eftir afstöðu
fjármálaráðuneytisins til þessa og í
svarbréfi ráðuneytisins segir að
innheimta sekta heyri undir dóms-
málaráðuneytið og fjármálaráðu-
neytið geti ekki haft afskipti af því
með hvaða hætti staðið sé að inn-
heimtu sektarinnar. „Að því er
varðar innheimtu á skattaskuldum
Þórðar Þórðarsonar telur ráðu-
neytið ekki ástæðu til að hafa sér-
stök afskipti af því máli. Sýslumað-
ur hlýtur að meðhöndla það mál í
samræmi við þær reglur sem gilda
um innheimtu á opinberum gjöld-
um,“ segir m.a. í bréfi ráðuneytis-
ins. Var einnig bent á að sýslumað-
ur yrði sjálfur að taka afstöðu til
þess hvort skuldari hefði rétt til
þess að ráðstafa greiðslum af
skuldabréfunum til greiðslu á sekt-
inni.
Skv. upplýsingum fjármálaráð-
herra óskaði lögmaður ÞÞÞ eftir
því við sýslumann að skuldabréfin
yrðu tekin upp í greiðslu á sektinni
og opinberum gjöldum en þeirri
beiðni var hafnað. Engin heimild sé
í lögum til að taka við skuldabréf-
um til greiðslu á sköttum nema í
sérstökum tilvikum.
Markaðsvirði bréfanna
talið 36 millj. kr.
I september sl. breytti svo sýslu-
maður fjárnámsgerðinni á þann
veg að skuldabréfin og húsnæðið
yrðu fyrst til tryggingar á greiðslu
sektarinnar en eftir það til trygg-
ingar á greiðslu skattaskuldanna.
Var íbúðarhúsnæðið því næst selt á
uppboði fyrir 7,5 millj. og gekk
söluandvirðið upp í dómssektina.
Einnig var auglýst uppboð á
skuldabréfunum í nóvember sl. en
skv. upplýsingum fjármálaráðu-
neytisins hafði sýslumaður sam-
band við ráðuneytið og spurðist
fyrir um hvort hann ætti að bjóða í
bréfin til að verja skattakröfuna.
Ráðuneytið bað um frest og fékk
fjármálafyrirtæki til að meta sölu-
verðmæti bréfanna. Skv. óform-
legu mati þess kom fram að verð-
mæti bréfanna gæti verið nálægt
40% af nafnverði þeirra eða um 36
millj. kr. Fjármálaráðherra segir
að þá hafi verið sýnt að ekki yrði
unnt að fá fé til greiðslu á skatta-
skuld Þórðar, þar sem sektar-
greiðslurnar gengju fyrir og verð-
mæti bréfanna dygði ekki fyrir
öðru en þeim. Var sýslumanni til-
kynnt að fjármálaráðuneytið
óskaði ekki eftir að boðið yrði í
bréfin fyrir þess hönd. Á uppboði
25. nóvember keypti svo sonur
Þórðar skuldabréfin fyi'ir 50 þús-
und kr.
í seinasta mánuði var bú Þórðar
tekið til gjaldþrotaskipta og bú-
stjóri skipaður, sem mun kanna
eignir búsins, ráðstöfun þeirra og
skipta þeim milli kröfuhafa ef ein-
hverjar eru. Sveinn Andri Sveins-
son, hdl. sem skipaður hefur verið
bústjóri, segir skiptameðferðina
enn á byrjunarstigi og vildi því
ekkert tjá sig um eignastöðu bús-
ins.
Skuldir við ríkið nálægt
200 millj. kr.
Að mati fjármálaráðuneytisins
eru skuldir búsins við hið opinbera
í dag nálægt 200 millj. kr. skatta-
skuldin nemur 154 millj. kr. að við-
bættu álagi og dráttai’vöxtum en
upp í skattakröfunar hafa þegar
verið greiddar 26 millj. kr., sem
eru afborganir og vextir af skulda-
bréfunum tveimur á síðustu tveim-
ur árum.
Eftirstöðvar dómssektarinnar
sem ógreiddar eru nema í dag 44
millj. kr. Að mati fjármálaráðu-
neytis eru taldar líkur á að dóms-
sektin fáist gi’eidd en óvissa er um
hvað fæst upp í skattakröfu ríkis-
ins.
Anand verður að vinna í dag
Eignasalan
Ingólfsstræti 12,
Reykjavík,
sími 551 9540.
Seljendur ath.: Vegna
mikillar sölu undanfarið
vantar okkur allar gerðir
fasteigna á söluskrá.
Skoðum og verðmetum
samdægurs. Góður
sölutími framundan.
Höfum kaupanda
að góðri 3ja herb. íbúð í Norð-
urmýrinni. Fleiri staðir miðsv. í
borginnni koma til greina. Góð
útb.
Höfum kaupanda
að góðri 2ja herb. íbúð í mið-
borginni eða vesturbæ. Verð
allt að 6 millj. Góð útb. í boði
fyrir rétta eign.
Höfum kaupendur
að góðri 4ra herb. íbúð,
gjarnan í austurbæ. Einnig
góða 4-5 herb. íbúð m. bílskúr
(gjarnan í lyftuhúsi). Góðar
útb. i boði.
Höfum kaupanda
að hæð eða húsi í Þingholt-
unum. Má þarfn. standsetn.
Verðhugmynd allt að 18 millj.
Góð útb. fyrir rétta eign.
Höfum kaupanda
að góðri sérhæð í Hlíðahv.
Fleiri staðir koma til greina.
Góð útb.
Höfum kaupanda
að góðu einbýli á einni hæð gj.
í Garðabæ. Fleiri staðir koma
til greina. Verð hugmynd allt
að 18 millj.
Höfum kaupendur
að 2ja til 5 herb. ris- og kjíb.
Mega í sumum tilf. þarfnast
standsetningar. Mjög góðar
útb. geta verið í boði.
Höfum kaupanda
að stórri sérhæð m. bílskúr
miðsvæðis í borginni. Mjög
góð útb. og góðar greiðslur í
boði.
SKAK
OlymiHusafnið f
Lausanne, 1.-9.
janúar 1998
HEIMSMEISTARAMÓT FIDE
Þeir Karpov og Anand gerður jafn-
tefli í finimtu skák heimsmeistara-
einvígisins.
Staðan: Karpov 3 v., Anand 2 v.
INDVERJINN Anand verður
því að vinna sjöttu og síðustu skák-
ina í dag til að knýja fram fram-
lengingu. Hann hefur hvítt og mun
örugglega leggja allt í sölumar fyr-
ir sigur. Ef honum tekst það ætlun-
arverk sitt verður teflt til þrautar á
morgun og umhugsunartíminn
styttur.
Það verður við ramman reip að
draga fyrir Anand, 28 ára, sem set-
ið hefur sleitulítið að tafli í fjórar
vikur og slegið út sex öfluga stór-
meistara. Sem ríkjandi heims-
meistari komst Karpov, sem er 46
ára, beint í úrslitaeinvígið þannig
að aðstöðumunurinn er mikill.
En það er ekki hægt að afskrifa
Anand, sem býr yfir geysimikilli
orku. Hann er algjör bindindismað-
ur á vín og tóbak og borðar heldur
ekki kjötmeti. Fisk fór hann ekki
að leggja sér til munns fyrr en
hann kom hingað til Islands fyrii’
nokkrum árum. Stutt er síðan hann
kvæntist indverskri unnustu sinni
og virðist það hafa haft góð áhrif á
baráttuviljann.
Fimmta skákin:
Hvitt: Karpov
Svart: Anand
Slavnesk vörn
1. d4 - d5 2. c4 - c6 3. Rc3 - Rf6 4.
e3 - e6 5. Rf3 - Rbd7 6. Dc2
Karpov hefur dálæti á þessu
trausta afbrigði, en í fyrstu og
þriðju einvígisskákunum lék hann
6. Bd3 sem er algengara.
6. - Bd6 7. Bd3 - 0-0 8. 0-0 - dxc4
9. Bxc4 - a6 10. Hdl - b5 11. Be2
Karpov breytir hér út af skák
sinni við Zsuzsu Polgar, núverandi
heimsmeistara kvenna, í Madrid
1992, en þá lék hann 11. Bfl.
11. - Dc7 12. Re4 - Rxe4 13.
Dxe4 - e5 14. Dh4 - He8 15. Bd3
- h6 16. Bc2 - exd4
Það var óþarfi fyrir Anand að
skýra línumar á miðborðinu. 16. -
Bb7 kom mjög vel til greina.
17. Dxd4 - Bf8 18. b3 - Rf6 19.
Dh4
19. - g5!
Með þessum leik jafnar Anand
taflið. Karpov ákveður nú að bjóða
drottningakaup. Mannsfórnin 20.
Rxg5? kemur ekki til greina vegna
millileiksins 20. - De5!
20. Dg3 - Dxg3 21. hxg3 - c5 22.
Bb2 - Bg7 23. Hd6 - Be6 24.
Hadl - Hec8 25. BxfO
Karpov tekur enga áhættu, en
þvingar fram mikil uppskipti.
25. - Bxf6 26. Be4 - Ha7 27. Bd5
- Bxd5 28. Hlxd5 - Kg7
Línurnar hafa nú skýrst. Svarta
staðan lítur dável út, með peða-
meirihluta á drottningarvæng og
biskup gegn riddara. En hvítu
mennirnir eru ágætlega staðsettii’
og Karpov reynist ekki vera í
neinni hættu.
29. Hd2 - Be7 30. Hb6 - Bd8 31.
Hbd6 - Be7 32. H6d5
Hér sýnir Karpov mikið sjálfs-
traust með því að hafna því að þrá-
leika til jafnteflis.
32. - a5 33. Kfl - a4 34. Ke2 -
axb3 35. axb3 - Ha3 36. b4 -
Hc3 37. bxc5 - H3xc5 38. Hxc5 -
Hxc5 39. Rd4 - Bf6 40. g4 - b4
41. Hb2 - Hc4 42. Kd3 - Hc3+
43. Kd2 - Bxd4 44. exd4 - Hc4
45. Kd3 - Hc3+ 46. Kd2 - Hc4
47. Kd3 - Hc3+ 48. Ke4!
Karpov er sannkallaður töfra-
maður í endatöflunum. Nú verður
Anand að tefla nákvæmt til að
lenda ekki í vandræðum.
48. - b3 49. f3 - Kf6 50. d5 -
Hc4+ 51. Kd3 - Hf4! 52. Hxb3 -
Ke5 53. Hb6 - Kxd5 54. Hxh6 -
Ke5 55. Ke3 - Ha4 og hér sömdu
kapparnir um jafntefli, því umfram-
peðið kemur hvíti að litlu haldi.
Skemmtikvöld
vegna HM
Skemmtiklúbbur skákáhuga-
manna hefur ákveðið að efna til
skemmtikvölds fóstudaginn 9. jan-
úar klukkan 20. Tilefnið er að sjálf-
sögðu heimsmeistarakeppnin í
skák.
Þrír Islendingar tóku þátt í
keppninni: Jóhann Hjartarson,
Margefr Pétursson og Helgi Áss
Grétarsson. Síðasta skemmtikvöld
var haldið skömmu fyrir upphaf
HM og þá fór Margeir Pétursson
yfír skipulag hennar og gerði grein
fyrir væntanlegum andstæðingum
íslensku keppendanna. Að þessu
sinni verður annar fulltrúi Islend-
inga, Helgi Áss Grétarsson, gestur
kvöldsins. Hann náði mjög góðum
árangri er hann sló út Spánverjann
Illescas og fróðlegt verður að heyra
hvað hann hefur um heimsmeist-
arakeppnina að segja.
Þegar Helgi Áss hefur lokið fyr-
irlestri sínum lýkur skemmtikvöld-
inu með léttri hraðskákkeppni þar
sem þátttakendum verður skipt í
riðla eftfr styrkleika. Allir skáká-
hugamenn eru velkomnir.
Skemmtikvöldið verður haldið hjá
Taflfélaginu Helli, Þönglabakka 1,
Mjódd.
Aðgangseyrir er kr. 500 og renn-
ur ágóðinn til skákmótahalds hér á
landi þar sem ungum skákmönnum
er gefinn kostur á að spreyta sig
gegn erlendum meisturum. Meðal
skákmóta sem skemmtiklúbburinn
hefur styrkt á undanfórnum mán-
uðum eru Alþjóðlega Hellismótið
og Guðmundar Arasonar mótið.
Það var einmitt á þessum mótum
sem Jón Viktor Gunnarsson
tryggði sér alþjóðlegan meistara-
titil.
Skákþing Reykjavíkur
Skákþing Reykjavíkur 1998
hefst sunnudaginn 11. janúar
klukkan 14. Tefldar verða 11 um-
ferðir eftir svissneska keifinu.
Dagskráin er þessi:
1. sunnud. 11.1. kl. 14:00
2. miðvikud. 14.1. kl. 19:30
3. föstud. 16.1. kl. 19:30
4. sunnud. 18.1. kl. 14:00
5. miðvikud. 21.1. kl. 19:30
6. sunnud. 25.1. kl. 14:00
7. miðvikud. 28.1. kl. 19:30
8. fóstud. 30.1. kl. 19:30
9. sunnud. 1.2. kl. 14:00
10. miðvikud. 3.2. kl. 19:30
11. fóstud. 5.2. kl. 19:30
Tímamörk eru 1!4 klst. á 30 leiki
og síðan 45 mínútur til að ljúka
skákinni. Umferðum lýkur kl. 24 á
virkum dögum, en kl. 18:30 ó
sunnudögum.
Peningaverðlaun eru fyrir þrjú
efstu sætin á mótinu: 1. verðlaun
kr. 60.000, 2. verðlaun kr. 30.000 og
3. verðlaun kr. 20.000.
Þótttökugjald er kr. 2.500 fyrir
18 ára og eldri, kr. 1.500 fyrir 15 -
17 ára og kr. 1.000 fyrir 14 ára og
yngri. Skráð er á mótið í símum TR
5681690 og 5813540, eða á faxi
5884113.
Keppni í unglingaflokki Skák-
þings Reykjavíkur hefst laugar-
daginn 24. janúar kl. 14 og hrað-
skákmót Reykjavíkur verður hald-
ið 8. febrúar kl. 14.
Margeir Pétursson
Daði Örn Jónsson