Morgunblaðið - 08.01.1998, Page 18
18 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1998
UR VERINU
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
Morgunblaðið/Ásdís
M&M KÚLURNAR verða nú seldar á ný í verslunum og eflaust mun
Skittles sælgætið líka fást í búðum innan skamms. Þá mun úrvalið án
efa aukast af kexi, eftirréttum og ís svo eitthvað sé talið til.
Breytingar á
aukefnareglugerð
Um 80 ný
efni bætast
við auk-
| efnalista
FRÁ og með morgundeginum, 9.
janúar, ganga í gildi breytingar á
aukefnareglugerð sem tekur í öllum
aðalatriðum mið af tilskipunum
Evrópusambandsins.
Þetta þýðir að 70-80 ný efni
bætast við aukefnalistann sem fyrir
er. „Sú breyting sem menn horfa
mest til er að nú verða sjö litarefni,
sem áður var óheimilt að nota, leyfi-
leg,“ segir Ásmundur E. Þorkeisson
matvælafræðingur hjá Hollustu-
vemd. „Auk þess verða nú rýmkað-
ar notkunarheimildir á ýmsum
aukefnum. Þá verða auknar heim-
ildir til notkunar á bragðaukandi
efnum.“
Ásmundur segir að í kjölfar
breyttrar aukefnareglugerðar komi
úrval unninna matvæla líklega til
með að aukast og þá sérstaklega
hvað varðar sælgæti, bökunarvörur,
di-ykkjarvörur, ís og eftirrétti. Ás-
mundur segir breytingarnar vera
róttækar en þegar hann er spurður
hvort þær séu góðar með tilliti til
hollustu segir hann að heimildir til
notkunar á nítrötum, nítrítum og
súlfítum séu óbreyttar frá því sem
var og takmarkaðri en í Evrópu-
sambandinu. „Heimildir til notkun-
ar á litarefnum í kjötvörur era
einnig takmarkaðri en í Evrópu-
sambandinu. Við teljum að með því
að hafa þessi ákvæði eins og á
gamla listanum sé verið að koma
veralega til móts við hollustusjónar-
mið og neytendur. Súlfít geta valdið
alvarlegu óþoli, nítröt geta um-
myndast í nítrósamín sem sum hver
eru talin krabbameinsvaldandi."
Ásmundur bendir á að einhver
hópur fólks sé með óþol gagnvart
sumum þessara litarefna sem verið
er að leyfa og fyrir þá era vöra-
merkingar mjög mikilvægar. „Nú
verður því skilyrðislaust framfylgt
að allar merkingar séu í samræmi
við merkingarreglugerð og Heil-
brigðiseftirlit sveitarfélaga mun eft-
ir sem áður sinna því hlutverki."
Þá kemur fram hjá honum að
heimild til notkunar á hverju efni er
miðuð við svokallað daglegt neyslu-
gildi. „Neyslugildið er ákveðin tala
fyrir hvert efni sem hver einstak-
lingur má innbyrða að jafnaði. Ef
neytandinn borðar að jafnaði meira
af tilteknu aukefni en neyslugildi
leyfír getur það orðið heilsu hans
hæ_ttulegt.“
Ásmundur segir að til að tryggja
sem best að þessu sé framfylgt þá
hafi auk viðmiðunar við neyslugildi
sú kvöð fylgt aukefnalistanum að
Hollustuvernd geri neyslukannanir
reglulega og rannsaki neyslu á
þessum efnum og geri þá tillögur að
breytingum á aukefnalistanum ef
ástæða þykir til.
Innilegar þakkir sendi ég börnum mínum,
œttingjum og vinum mínum sem glöddu mig
með gjöfum, heimsóknum og heillaóskum á
80 ára afmœli mínu.
Gleðilegt nýtt ár. Gœfan fylgi ykkur.
Gunnar Arnason.
BURSTAMOTTUR
Urvalið er hjá okkur
lýbýlavegur 18 • 200 Kópavogur
Sími: 510-0000 • Fax: 510-0001
IBESTAI
Nýtt
Kaffihúsið
NYTT kaffíhús hefur verið opnað að
Laugavegi 72. Það opnar klukkan
ellefu á morgnana og er opið fram til
hálftólf á virkum dögum og lengur
um helgar. I fréttatilkynningu frá
kaffihúsinu kemur fram að boðið sé
upp á hamborgara, franskar kartöfl-
ur, súpu og smurbrauð allan daginn
og einnig hægt að fá kaffí, kakó og
kökur. Kaffihúsið er með vínveit-
ingaleyfi og lögð áhersla á að stilla
verði í hóf.
Eigendur kaffihússins era Garðar
Rafn Sigurðsson og Jóhanna Þórðar-
dóttir en þau ráku Grensásbæ í átta
ár.
SKEIFUNNI19 - S.568-1717
afsláttur
V á tiflbodi
REYSTI
Aflanum landað
í Sandgerði
ÁRIÐ fór vel af stað hjá neta-
bátunum í Sandgerði og fékkst
góður afli í fyrstu róðrunum.
Voru bátarnir að landa allt frá
8 og upp í 18 tonnum af góðum
fiski á dag fyrstu vikuna. Nú er
heldur farið að draga úr aflan-
um og bátarnir að fá 2 til 3
tonn að meðaltaii eftir daginn.
Smábátarnir hafa einnig fengið
ágætt á línuna þegar þeir hafa
komist til sjós, eitt og upp í þrjú
tonn í róðri. Hér eru skipverjar
á netabátnum Þorsteini KE að
landa þremur tonnum af falleg-
um þorski í Sangerðishöfn.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Enn engin loðnuveiði í nót
Leitað víða fyrir
austan og norðan
NÓTASKIPIN hafa enn ekki fengið
afla á árinu og vora flest þeirra í
höfn á Austfjörðum í gær vegna
veðurs. Skipstjórnarmenn eru ekki
bjartsýnir á veiðarnar næstu daga.
Loðnuskip með flottroll hafa fengið
lítilsháttar afla en loðnan þykir lé-
leg.
Kristbjöm Árnason, skipstjóri á
Sigurði VE, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að búið væri að
leita á mjög stóra svæði með öllum
Austfjörðum og norður af Langa-
nesi, allt út á 90 mílur frá landi.
Hvergi hafi sést til loðnu. Krist-
björn sagði janúarmánuð oft hafa
verið mjög lélegan loðnuveiðimánuð
en þá hafi menn yfirleitt séð loðnu-
dreif hér og þar. „Nú sést ekki
neitt. Menn era að vona að loðnan
hafi dreift sér það mikið að tækin
nemi það ekki. Hún gæti líka verið
einhvers staðar annars staðar en á
þessum hefðbundnu slóðum sem við
höfum verið að leita á síðustu daga.“
Flottrollsskipin fengið loðnu
Kristbjörn hefur ekki trú á að
það verði mikil loðnuveiði í nót
næstu daga. „Nú er vaxandi tungl
og þá verður ekki eins dimmt á
nóttinni. Loðnan kemur yfirleitt
upp í sjó í myrkri. Tunglskinið var
mikið að stríða okkur fyrir jólin, þá
var heiðskírt og nánast dagbjart á
næturna. Loðnan hélt sig þá á
miklu dýpi,“ sagði hann.
Fimm loðnuskip hafa verið að
veiða loðnu í flottroll djúpt austur
úr Dalatanga síðustu daga. Aflinn
hefur verið misjafn, allt frá 20 tonn-
um upp í 170 tonn í hali eftir 4 til 6
tíma tog. Loðnan hefur þótt heldur
blönduð og mikið af smáloðnu með.
Rannsóknaskipið Ámi Friðriks-
son fann tvær síldartorfur í Reyðar-
fjarðardýpi íyrr í vikunni en hefur
ekki fundir meira. Síldin stendur
djúpt og er ekki veiðanleg í nót.
577 þúsund tonn borist
á land um áramót
Um áramótin höfðu borist á land
um 577 þúsund tonn af loðnu á yfir-
standandi vertíð, samkvæmt tölum
Samtaka fiskvinnslustöðva. Þar af
hafa íslensk skip veitt um 523 þús-
und tonn. Eftirstöðvar útgefms
loðnukvóta eru þá rúm 461 þúsund
tonn. Á vertíðinni var mest landað
af loðnu hjá verksmiðju SR Mjöls á
Siglufirði, rúmum 66 þúsund tonn-
um. Tæpum 63 þúsund tonnum var
landað hjá Síldarvinnslunnar hf. á
Neskaupstað, um 54 þúsund tonn-
um hjá HB hf. á Akranesi og tæp-
um 47 þúsund tonnum hjá Hrað-
frystihúsi Eskifjarðar.
3 sviptir veiðileyfi
FISKISTOFA svipti þrjá báta
veiðileyfí að áliðnum desember.
Einn bátanna var þá sviptur veiði-
leyfi öðru sinni á fiskveiðiárinu.
Fiskistofa svipti Eldhamar GK 13
þann 16. desember vegna afla um-
fram heimildir. Sviptingin gildir til
13. janúar. Þetta er í annað sinn
sem Eldhamar er sviptur veiðileyfi
vegna umframafla. Erlingur GK
212 var skiptur veiðileyfi af sömu
sökun þann 23. desember, en skipið
fél leyfi að nýju á aðfangadag er
aflaheimildastaða þess hafði verið
lagfærð. Loks svipti Fiskistofa Há-
hyrning BA 233 leyfi þann 22. des-
ember, þar sem hlut af afla skipsins
hafi verið skotið undan vigt nokkru
áður. Leyfissviptingin gildir frá ára-
mótum til og með 21. janúar.