Morgunblaðið - 08.01.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.01.1998, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LEITAR VATNS Á PÓLUM TUNGLSINS FYRSTA TUNGLFERÐIN I ALDARFJORÐUNG Fyrsti leiðangur bandarísku geimferðastofnunarinnar (NASA) til tunglsins í aldarfjórðung hófst í gær. Tilgangurinn er að kortleggja yfirborðið og ganga úr skugga um hvort ís sé að finna í gígum á heimskautasvæðum mánans. Farið, Tunglkönnuður, mun verða á braut sem liggur um póla tunglsins í eitt ár og leita að auðlindum og kortleggja yfirborðið. kónnuour Til tunglwns: 11 januar Geímskot: Fra Canaveralhofða kl. 02:28 í fyrrinótt Ferðatími: 105 stundir 13 januar: Tunglkonnuður kominn á 118 min. hringlaga braut um pólana i 100 km hæð. Tunglkönnuður Kolefnistunna, 1,4 m í þvermál og 1,22 m á hæð, spuna og legu stjórnað með sex skothverflum. Raforka fæst úr sólrafhlöðum sem þekja ytra byröið. Tunglkönnuður er hannaður og smíðaður undir nýju kjörorði NASA „hraðar, ódyrar, betur‘ og kostaði aðeins 63 mittjónir dollara, eða brot at þvi sem Apollo-áætlunin kostaði. Heimild: NASA R EU'T'E R8 # ANDARÍSKA geimferða- stofnunin (NASA) skaut í fyrrinótt á loft fyrsta tungl- fari sínu í aldarfjórðung. Geimskoti hafði verið frestað um sólarhring vegna bilunar í ratsjá á jörðu niðri. Hefur tunglfarið hlotið nafnið Tunglkönnuður (Lunar Prospector) og er því ætlað að kortleggja yfir- borð tunglsins og leita málma í jörðu. Aðaltilgangur leiðangursins er þó að kanna hvort vatn leynist í jarðvegi á skautum tunglsins. Gert er ráð fyrir að Tunglkönnuð- ur verði kominn á braut sem liggur um póla tunglsins á sunnudag. A þeirri braut verður farið í um eitt ár og síðan hálft ár á lægri braut áður en lífí þess lýkur. I tunglfarinu er engin myndavél heldur fímm vís- indatæki sem ætlað er að leiða í ljós efnasamsetningu tunglskorpunnar og innri kjama tunglsins, þefa uppi gasútgufun, mæla leita málma, mæla segulsvið, þyngdaraflsfrávik og leita vatns. Er þeim fyrirkomið á þremur 2,5 metra löngum örmum sem standa út úr tunnulaga farinu. Tunglkönnuði er ætlað að leita svara við fjölda spurninga sem ekki fengust svör við í sex mönnuðum ferðum Apollo-geimfara til tunglsins fyrir röskum aldarfjórðungi, einkum því hvort vatn er að finna á hnettin- um. Vísindamenn telja að frosið vatn kunni að fínnast í jarðvegi á suður- pól tunglsins þar sem sólar gætir aldrei en geislar hennar hafa gert önnur svæði tunglsins að eyðimörk. Mælingar úr Klementínu, rann- sóknarfari bandaríska varnarmála- ráðuneytisins árið 1994, bentu á sín- um tíma til þess að vatn leyndist þar. Fullvíst þykir að vatn hafi ekki myndast á tunglinu en öllu heldur borist þangað með halastjömum úr ís og ryki sem dunið hafa á yfirborði þess á milljörðum ára. Allar líkur eru á því að það hafi gufað upp á svæðum sem snúa að sólu en hins vegar varðveist í fimbulkulda á botni djúpra gíga í nágrenni suður- pólsins þar sem sólar nýtur aldrei við. Gert er ráð fyrir að fyrstu upplýs- ingar berist frá Tunglkönnuði strax í næstu viku en honum er ætlað að vera á braut sinni í eitt ár og rann- saka allt yfirborð tunglsins úr þeirri hæð, bæði þá hlið er snýr að jörðu og bakhliðina. Að því búnu er ráð- gert að farið lækki braut sína í 10 km hæð og haldi mælingunum áfram meðan eldsneyti endist en bú- ist er við að það geti dugað í sex mánuði á þeirri braut. Að því búnu mun Tunglkönnuður síga niður á yf- irborð tunglsins og brotlenda þar. Getur fundið bolla vatns Vísindamenn NASA bíða í ofvæni eftir mælingum orku- og massagrein- is, nifteindasjár, sem leita mun merkja um vatn á heimskautasvæð- um tunglsins. Hann á að geta fundið ís þó vatnsmagnið í einum rúmmetra jarðvegs nemi ekki nema einum bolla. Finnist ís á suðurpólssvæðinu kann það að hafa mjög jákvæð áhrif á hugsanlega byggingu mannaðrar rannsóknarstöðvar á tunglinu í fram- tíðinni. I því sambandi skiptir og máli hvort Tunglkönnuður finni vetni, helíum og járn í jörðu tungls- ins, en á þessu stigi er það talið for- senda þess að byggð verði miðstöð til geimrannsókna, stökkpallur út í sól- kerfið, og jafnvel vísindaþorp á tunglinu. Vísindamönnum hefur verið áfram um að hefja aftur tunglferðir því hnötturinn er þeim þrátt fyrir allt að verulegu leyti hulin ráðgáta ennþá. Gagnaöflun Appollo-leiðangranna sex, sá síðasti var farinn 7. desember 1972, takmarkaðist aðeins við mið- baugssvæði tungslsins og þá voru einungis 25% yfírborðs þess rannsök- uð. Tunglkönnuði er ætlað að fylla í eiðumar og gott betur því miklar vonir eru bundnar við ferð hans. Bú- ist er við að hann skili í raun marg- falt meiri árangri en Apollo-leið- angrarnir því hann mun rannsaka allt yfirborð tunglsins og skyggnast langt inn fyrir það. Aska geimvísinda- manns með Með í för Tunglkönnuðar verður ein únsa, 28 grömm, af ösku banda- ríska geimvísindamannsins Gene Shoemaker, sem lést í bílslysi í Ástralíu í fyrra. Hann vann við fyiri tunglferðaáætlun NASA og rannsak- aði vísindagögn úr öllum ferðum mannaðra og ómannaðra tunglfara, fyrst Ranger-faranna er mddu braut- ina fyrir ferðum Apollo-geimfara þangað. Aska Shoemakers mun að líkindum dreifast er Tunglkönnuður brotlendir á tunglinu um mitt næsta ár. TUN GLKÖNNUÐUR á braut sinni umhverf- is tunglið eins og teiknarar NASA sjá farið fyrir sér. Ut úr tunnulaga farinu, sem er 1,2 metrar á hæð, ganga þrír 2,5 metra langir armar sem á eru fimm vísindatæki sem sinna munu margskonar mæling- um á tunglinu, allt frá yfirborði þess og inn að kjarna. Shoemaker ELDFLAUG af gerðinni Aþena hef- ur sig á loft á Can- averalhöfða í fyrri- nótt með tunglfar i trjónunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.