Morgunblaðið - 08.01.1998, Page 26

Morgunblaðið - 08.01.1998, Page 26
26 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ XI JLjLi RIÐ 1986 birtist löng grein í Jólales- bók, sem fjallaði um danska málar- ann Vilhelm Hammershöi (1864- .1916). Tilefnið var að nokkrum árum áður, nánar tiltekið 16. október til 29. nóvem- ber 1981, var haldin yfirlitssýning er markaði tímamót í húsakynnum herrasetursins í Ordr- up á Chariottenlund, sem er ein af útborgum Kaupmannahafnar. Fann ég til mikils fiðrings, en hafði ekki tök á að bregða mér utan í það sinnið, en er ég gisti borgina árið eftir var mér gefín sýningarskráin, sem þá var ófáanleg, en seinna endurútgefin. Um var að ræða sýningu á vel á annað hundrað verkum og vakti hún mikla athygli og má segja að með henni hafí þessi mikli málari loks fengið þá viðurkenningu í heimalandi sínu, sem hafði látið svo lengi bíða eftir sér, en þeir voru ýmsir til sem mátu þennan lista- mann réttilega og var stærð hans ljós. Þungbúnar myndir listamannsins voru mér nokkur ráðgáta er ég leit þær íyrst á Ríkis- listasafninu á haustmánuðum 1950, og lengi framan af. En þrátt fyrir alla grámóskuna sem mér fanst einkenna dúkana urðu þeir fljótlega áleitnir fyrir myndrænan skýrleika og rök- hugsun. Þrjóskaðist þó að viðurkenna slíka list byggða á gráfólva sem rímaði svo mjög við eintóna byggingarnar í borginni og veðurfarið í skammdeginu um leið. Þeim var líka valinn staður í hornsal innst á efri hæðinni, sem var þá afar dökkur sem ekki bætti úr skák. I þann tíma var ég helst uppnuminn af hreinum og sterkum litum ásamt miklum formrænum átökum eins og svo margir málarafélagar mín- ir frá sögueyjunni. Seinna átti þetta eftir að breytast og áttu tíðar safnaferðir mestan þátt í því, þær voru helsti lærimeistarinn. Þannig þróuðust fyrstu kynni listspírunnar af málaranum, en veturinn eftir rakst ég á neðanmálsgrein eftir tvo sænska stúdenta í London, að mig minnir í Politiken, er að hluta til skaraði málverk Hammershöi. Þeim mælt- ist vel og viturlega og það varð til þess að ég fór að veita málverkum hans meiri athygli á mínum mörgu heimsóknum á safnið, og er ár- in liðu voru verk hans meðal þeirra sem helst var staðnæmst við, einkum eftir að mikilvægi og töfrar grátónaskalans urðu mér ljósir. Slíkt tekur tíma, ekki síður en að koma auga á feg- urð og margbreytileika svarta litarins. Hvoru- tveggja sem sértækra litbrigða án þess að tengja þau við einhverja afmarkaða þætti í mannlífínu, siðvenjur og siðspeki, og er mikil- vægur áfangi í myndlestri. Þetta að skynja lit sem lit, jafnframt rökrétt og skynrænt sam- ræmi lita innbyrðis. Var ekki fullkomlega sáttur við grein mína í Lesbók, er ég fór fyrirvaraiaust utan og kom heim of nálægt jólum til að ná að lesa prófarkir og létu afleiðingamar ekki á sér standa. En þetta var þó í fyrsta skipti sem listamaðurinn var sérstaklega kynntur á Is- landi, og mjög fáir hér- lendir myndlistarmenn vissu af honum hvað þá almenningur og meistar- inn loks kominn á blað. Þótt Hammershöi ætti lengstum við mótlæti að stríða í heimalandi sínu, sást mönnum ekki yfir hann í Evrópu í lok fyrri aldar og í upphafi þessar- ar. Gerði þýska skáldið Rainer Maria Rilke, sem þá bjó í París, sér ferð til Kaupmannahafnar til þess eins að hitta hann. Þetta voru tímar ferða- laga og mikilla innbyrðis samskipta listamanna, þeir bjuggu allstaðar og sýndu verk sín út um all- ar trissur. Þá voru al- þjóðlegar listastefnur á mörgum stöðum, og menn gengu yfir fjöll og fimindi til að nálgast þær. Van Gogh og Gauguin sýndu meira að segja sem gestir á frægri sýningu í Kaup- mannahöfn 1893. Þá var ekki til ein þungamiðja listarinnar heldur margar listaborgir og margar ólíkar listastefnur. Margt var að gerast; Monet á fullu að mála dómkirkjur og Munch lostafullar madonnur, Hammershöi stemmningamyndir frá Kaupmannahöfn, Degas ballettdansmeyjar, Cézanne fjallið St. Victoire, Ensor furðuverur og grímur, Bume Jones goðsögulegar myndir, Gauguin náttúrubörn á Thaiti og tolíarinn Rousseau sinn næva heim. Þrátt fyrir öll þessi nánu samskipti var ekki um að ræða neina eina viðurkennda alþjóðlega stefnu eins og á seinni tímum, engar tímabundnar listbylgjur gengu yfir sem mörkuðu heimatilbúin skil á nýju og gömlu. Fyrri heimsstyrjöldin batt enda á þessa opnu og hreinskiptu tíma og lokaði um leið fyrir allan frama Hammershöi, sem dó bitur og von- svikinn um miðbik hennar. Helst vom landar hans ekki með á nótunum hvað list hans snerti, og þar fremstir í flokki Kyrrð í rými Umheimurinn hefur verið nokkuð lengi að uppgötva að danski málarinn Vilhelm Hammershöi var um sína daga einn af risunum í norrænni málaralist og Evrópu um leið, en um þessar mundir er sýning á 72 myndum hans á Orsay-safninu í París, sem kann að marka nokkur tímamót að áliti Braga Ásgeirssonar. SENNILEGA er það morgunsólin sem sendir geisla sína inn um gluggann í myndinni „Dans rykkornanna". Leiðir hugann að spaklegum orðum hins næsta óþekkta rithöfundar G. Kouwenar: „Á hveijum morgni hefjast jafn margir dagar og það eru manneskjur á jörðinni". TVÆR afar einkennandi innimyndir frá upphafi aldarinnar, og ekki ólíklegt að konan á myndinni sé Ida Ilsted, eiginkona málarans. listsögufræðingar og starfsbræður hans. Leið- ir hugann að erfiðleikum og mótlæti Edvards Munchs heima fyrir í Kristianíu (Osló). En Hammershöi var af allt annarri skapgerð en Munch, hin viðkvæma lund hans þoldi síður mótlæti og hann dró sig inn í skel sína á heimaslóðum, þrátt fyrir að hann gerði víð- reist suður á bóginn. Hlédrægni hans var með ólíkindum en hins vegar var Munch metnaðar- gjarn heimsmaður sem sló um sig hvar sem hann kom og var vinur og félagi margra fremstu andans manna Evrópu. Að ég minnist hér endurtekið á Munch, er vegna þess að þeir voru samtíðarmenn, Norð- maðurinn einungis ári eldri, og um leið voru þeir þungaviktarmenn norrænnar myndlistar um sína daga. Að auki hafa báðir komist í sömu aðstöðu, sem er að myndir þeirra hafa verið kynntar með sérsýningum á Orsay-safninu í París, sem telst ómældur heiður, en safnið er eitt af þeim mest sóttu á jarðkringlunni. Frakk- ar eru ekki vanir að sýna norrænum málurum slíkan sóma og þeir hafa til skamms tíma helst ekki viljað vita af Munch, eiga enda lítið ef nokkuð eftir hann á söfnum sínum. Hafa jafnvel reynt að spyrða hann við villidýrin frönsku, þ.e. Les Fauves, þótt margur viti að hann var um 10-15 árum á undan þeim ágætu málurum. Hins vegar er alveg rétt að Munch varð sem bergnuminn af áhrifastefnunni er hann kom til Parísar í íyrsta skipti 1885, og þá sér í lagi af Camille Pissarro. En þessi áhrif braut hann undir persónuleika sinn eins og önnur sem hann varð fyrir á meginlandinu, sem gerði hann að frumkvöðli úthverfa innsæisins. Til frásagnar er, að það tók nokkur ár að ná samkomulagi um Munch-sýninguna á Orsay, því Frakkar vildu helst leggja megináherslu á frönsk áhrif í list hans, en Munch-safnið vildi auðvitað kynna lykilverk meistarans og draga fram sjálfstæði hans. Ekki sá ég sýninguna, en mér skilst að hér hafi verið farið bil beggja, en ekki voru allir sáttir við útkomuna, töldu Munch mun meiri listamann en fram kom. Gagnstætt Munch var það sérstakt með Hammershöi, að Frakkar mátu hann iyrstir manna og á líkum tíma er landar hans höfu sært hann holundsári með því að hafna framlagi hans til Neuhausisku verðlaunanna svonefndu 1885. Hinn frægi listrýnir Theodore Duret, veijandi og baráttumaður frönsku áhrifastefnunnar, gaf listamanninum þá einkunn í blaðinu Köbenhavn 1990, að hann væri málari af fyrstu gi'áðu. Taldi myndir hans flokki fremri öliu öðru sem hann hafði séð af danskri list og festi sér eina í sitt fá- gæta einkasafn. Og núverandi forstöðumaður Orsay-safnsins, Henry Loyrette, sem sá fyrst verk eftir hinn fullkomlega óþekkta danska mál- ara Hammershöi fyrh’ 20 árum, varð strax upp- numinn af þeim; „Hammershöi er kyrrðin, ein- beitnin, dýptin, málari hinna fáu litatóna, og þeg- ar ég hafði rýnt í þau um stund uppgötvaði ég að hann er mjög fágaður og útsmoginn máiai’i." Ordrup-safnið á Charlottenlund virðist hafa sérstakan áhuga á að gera veg Hammeshöi sem mestan og hefur unnið mikið og gott kynningarstarf. Nú síðsumars var það aftur með sýningu á verkum hans, sem væntanlega vakti ekki minni athygli en hin fyrri. Og það var í náinni samvinnu við safnið og forstöðu- konu þess, Önnu Birgittu Fonsmark, að sýn- ingin á Orsay var sett upp og eru verkin 72 að stofni til hin sömu. í millitíðinni hefur verkum hans verið haldið veglega fram á söfnum í Danmörku, og var aðalsalur Hirsprungska- safnsins á Stokkhólmsgötu lagður undir þau fyrir réttu ári og dvaldist mér þar langa stund og er farinn að þekkja lífsverk hans giska vel. Hugðist þó skoða sýninguna á herrasetrinu en komst ekki vegna anna sem nú gerði skiljan- lega minna til. Hammershöi er þó einn þeirra listamanna sem maður sér í nýju ljósi á hverj- um þeim stað sem verk hans eru hengd upp, verður líkast ferskri innsetningu, Installation. Árið 1988 kom út á vegum forlagsins Gyld- endal veglegt rit upp á 460 síður í stóru broti um list og lífsferil Hammershöi í samantekt rithöfundarins og Iistsögufræðingsins Poul Vad, sem ég var fljótur að festa mér. Með þessari bók er honum skipað í fremstu röð danskra málara og hún er einmitt unnin á þann skilvirka og hlutlæga hátt sem við höfum svo margt að læra af. Skrifa þetta einkum til að vekja athygli á sýningunni á Orsay-safninu sem stendur til 1. marz 1998, en kveikjan var þó helst grein sem birtist í desemberhefti Beaux Art, virtasta og glæsilegasta listtimariti Frakklands. Sýningin mun vafalítið marka nafn Hammershöi enn frekar á spjöld sögunnar og hann er einn þeirra norrænnu listamanna sem komnh’ eru á óskalista margra þekktustu lista- safna veraldar. Það er uppörvandi að rekast stöðugt á fleiri verk norræna listamanna á söíh- um sem hanga við hlið stóru nafnanna, og til skamms tíma hafa verið vanmetnir í heimalönd- um sínum og lengstum lítið haldið fram af list- sögufræðingum sem hafa verið hallir undii’ módemismann. Alitnir gamaldags og lummó af þeim mörgu er þjást af minnimáttarkennd á norðurslóðum og viðra sig upp við stóru þjóð- imar sem rjúpa við staur. Að ýmsu leyti kann sýningin á Orsay að boða viss hvörf, því hún hefði verið óhugs- andi fyrir fáeinum ár- um. Loks er til frásagn- ar, að í lok sjöunda áratugarins vöktu kaup Ordrups-safnsins á málverkinu „Dans rykkornanna", sem mér skilst að sé kenni- mark sýningarinnar í París, óskipta athygli. Þáverandi safnstjóra, Hanne Finsen, tókst að hremma það fyrir framan nefið á alþjóðlegum listhöndlurum, sem voru loks að gera sér grein fyrir vægi Hammershöi. Nefndu blöðin þetta feng ársins á listamarkaði, og Hanne Finsen, sem þá var að undirbúa sýninguna 1981, réttlætti miljóna- kaupin með því að sérfræðingar álitu þetta eitt af frábærustu verkum málarans. Og skyldi hún ekki hafa haft rétt fyrir sér? Leiðrétting í rýni minni um rit Heimilisiðnaðarfélags ís- lands „íðir hugar og handa“ varð mér á í mess- unni er ég fjallaði um „Listaverkin á Sléttuvegi". Hið fyrsta var hér ura sérstaka hönnun hinnar ágætu listakonu Ásu Ólafsdóttur að ræða, en föðurnafn hennar misritaðist fyrir óskiljanlega handvömm og svo var um saumuð teppi að í’æða en ekki ofin. Þá áleit ég skóla þann sem Katrín Didriksen nemur við vera í Kaupmannahöfn, en hann mun vera á Fjóni. Bið ég hlutaðeigendur velvirðingar á mis- tökunum. Bragi Ásgeirsson SJÁLFSMYND Hammershöi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.