Morgunblaðið - 08.01.1998, Síða 42
~^42 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
GUÐRUN HELGA
SIGURBJÖRNSDÓTTIR
+ Guðrún Helga
Sigurbjörns-
dóttir fæddist í
Reykjavík þann
6.10. 1917. Hún lést
á Droplaugarstöð-
um 30. desember
siðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Sigurbjörn Agúst
Jónsson, ættaður frá
Bjargi, Akranesi, f.
1.8. 1894, d. 9.2.
1922, og Ragnheið-
ur Helgadóttir frá
Uppkoti á Akranesi,
f. 18. nóvember
1896, d. 9. janúar 1979. Sigur-
björn faðir Guðrúnar dó er hún
var á þriðja ári, og ólst hún upp í
Sandgerði hjá móður sinni Ragn-
heiði og stjúpföður Jóhannesi Ei-
ríkssyni, seinni manni Ragnheið-
ar, ættuðum frá Horni í Skorra-
dal, f. 12. febrúar 1895, d. 27.
des. 1949.
Guðrún átti þijú hálfsystkini,
Siguijón er lést í desember 1970,
Bergeyju er lést í september
. 1995 og Laufeyju er lifir systkini
sin.
Fyrri maður Guðrúnar var
Garðar M. Pálsson, f. 10.8. 1903,
d. 13.8. 1982.
Þau eignuðust fjögur börn
saman, elstur var Sigurpáll, f.
5.11. 1934, d. 6. júlí 1995. Dóttir
hans er Margrét, f. 10.2. 1967,
hennar börn eru Þórunn Lilja, f.
Elsku systir mín, þinn dagur er
runninn upp eins og hann gerir
jjhjá okkur öllum. Alltaf kemur
dauðinn okkur í opna skjöldu og
ávallt sárt þegar hann knýr á dyr
9.12. 1992, Tinna
Alicia, f. 4.6. 1995,
og Sigfríð Dís, f. 9.9.
1997. Grétar, f. 5.7.
1936, kvæntur
Kristínu Huldu Ey-
feld, f. 29.1. 1936,
þau eru barnlaus.
Lilja, f. 19.4. 1942,
d. 19.7. 1942. Haf-
steinn, f. 4.12. 1944,
kvæntur Hildi Páls-
dóttur, f. 7.6. 1947.
Börn þeirra eru
Guðrún Bryndís, f.
4.2. 1969, gift Einari
Brynjólfssyni, f. 5.8.
1966. Dætur þeirra eru Hildur
Karen, f. 29.4. 1990, og Hjördís
Ósk, f. 21.2. 1994. Lilja Sigrún, f.
1.5. 1974, Hafsteinn Garðar, f.
12.5. 1995.
Eftirlifandi eiginmaður Guð-
rúnar er Sigurbjörn Sigurpáls-
son, f. 15.1. 1917, ættaður frá
Egg í Hegranesi, Skagafírði. Þau
eignuðust eina dóttur, Hafdísi, f.
24.7. 1953. Hennar dætur eru
Guðrún Svava Hjartardóttir, f.
22.11. 1972, sambýlismaður
hennar er Haukur Ófeigsson, f.
30.3. 1973, og eiga þau einn son,
Eyþór Daða, f. 4.9. 1997. Hjördís
Anna Hjartardóttir, f. 2.11. 1978.
Guðrún var mestan hluta ævi
sinnar húsmóðir í Reykjavík.
Utfór Guðrúnar verður frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
eins og við báðar þekkjum. Með
þessari kveðju langar mig að
kveðja þig en maður á kannski
ekki mörg orð á svona sorgar-
stundu.
Hjartkær systir, hniginn er hinsti ævidagur,
hugljúf minning lifir og skín sem geisli
fagur
um yndislegu og góðu æskuárin heima
og öll þín mörgu gæði, er liðnar stundir
geyma.
I ástarþökk og trega eg kveð þig heilu hjarta
hjá mér vakir minningin hlýja, fagra og
bjarta
um elskulega systur og yljar gegnum tárin
við okkar hinstu kveðju og blessa liðnu árin.
Sigurbjörn minn, guð gefi þér og
þínum styrk á þessari sorgar-
stundu og megi hann ávallt fylgja
ykkur.
Laufey Jóhannesdóttir.
I dag kveð ég kæran vin, Guð-
rúnu Helgu Sigurbjörnsdóttur eða
Dúnu eins og hún var jafnan köll-
uð. Kynni mín af Dúnu ná aftur til
þess er ég var unglingur. Við Haf-
steinn sonur hennar höfðum bund-
ist vináttuböndum sem hafa ekki
slitnað síðan. Eg varð fyrir því að
missa móður mína fjórtán ára
gamall og þá stóð ekki á Dúnu að
opna mér heimili sitt og hlúa að
mér á sinn óeigingjarna hátt. Það
er skemmst frá því að segja að ég
varð heimagangur á heimili Dúnu
öll mín unglingsár og hef átt
tryggð hennar og vináttu og mikil
samskipti við hana síðan. Eg bý í
dag að umhyggju hennar sem hún
ávallt sýndi mér og vildi hafa sagt
henni það með meira afgerandi
hætti en ég gerði á meðan hún
lifði.
Dúna var ákaflega sérstök kona.
Hún átti sérlega fallegt heimili sem
hún annaðist af stakri prýði. Þá
duldist mér ekki hve hlýtt var á
milli hennar og Hafsteins sonar
hennar alla tíð sem m.a. mátti
merkja á þeim mörgu ferðalögum
sem þau hjón fóru með Hafsteini og
konu hans bæði innanlands og er-
lendis. Þessara ferða naut Dúna
+ Guðný Þóra
Árnadóttir
fæddist í Reykjavík
18. október 1915.
Hún lést á Vífils-
staðaspítala aðfara-
nótt 31.12. síðastlið-
v inn. Foreldrar henn-
ar voru Anna Þórð-
ardóttir, ættuð úr
Rangárvallasýslu og
Ámi Þórðarson,
ættaður frá Læk í
Ölfusi. Eftirlifandi
systir Guðnýjar er
Sigríður Þóra Árna-
dóttir. Eftirlifandi
börn Guðnýjar eru: Guðmundur
Arnar Gunnarsson, Sigríður
Gunnhildur Kristjánsdóttir og
Árni Hafþór Kristjánsson.
Utför Guðnýjar verður gerð
frá Dómkirkjunni í dag og hefst
athöfnin klukkan 10.30.
£> Salka Valka lifir í minningu okk-
ar, sem tókum lífsreynslu kreppu-
kynslóðarinnar í arf. Guðný Þóra
var Salka Valka. Hún var fædd við
Laugaveginn í fyrra stríði. Kreppu-
árin voru hennar blómaskeið.
Hún var árinu eldri en Alþýðu-
flokkurinn. A táningsárunum varð
hún ástfangin af hugsjón jafnaðar-
stefnunnar. Þeirri æskuást var hún
trú allt sitt líf. Okkur hefur alltaf
fundist að hún ætti heima í samtök-
um ungra jafnaðarmanna, grósku
þeirra sem horfa með bliki æskunn-
ar í augum til langþráðrar framtíð-
5 ar.
Hún var bara táningsstelpa þegar
heimskreppan herjaði
á alþýðuheimilin í
Reykjavík, eins og
annars staðar um
heimsbyggðina. Hún
vissi frá upphafi, hvað
það var að eiga sér
drauma, sem aldrei
gátu rætzt, eins og
Haukur Morthens
söng fyrir hennar
munn. Og Einar Már
rifjar nú upp fyrir
makráðum afkomend-
um, í Fótsporum á
himnum.
Hún vissi af eigin
lífsreynslu, ungri og brothættri, að
sitt er hvað gæfa og gjörvileiki.
Hún fékk í vöggugjöf fegurð, at-
gervi og lífsfjör, sem ekkert gat
bugað. Kreppan var hennar blóma-
skeið, því að það er á krepputímum
sem maðurinn sjálfur, í allri sinni
nekt, er veginn og metinn að verð-
leikum. Þá verður oft lítið skradd-
arans pund.
Hún var Salka Valka, sem leyfði
börnunum að koma til sín en bann-
aði þeim það ekki. Hún var Salka
sem breiddi út saltfiskinn, þegar líf-
ið var saltfiskur. Hún var blómarós-
in í Alþýðubrauðgerðinni, þegar
vort daglega brauð var spurning um
líf eða dauða.
Hún var fangseljan í verstöðinni,
á Suðurnesjum og vestur á fjörðum.
Og hún var gestgjafinn örláti í
Bjarkarlundi, sem tók fagnandi
þreyttum ferðalöngum þegar þeir
leituðu skjóls undan ygglibrún vest-
fírzkra fjallvega. Þar bar fundum
hennar og okkar Bryndísar saman
fyrst. Upp frá þeirri stundu vorum
við vinir.
Eftir á að hyggja þá þekkti ég
hana fyrir, þótt ég vissi það ekki
fyrr en löngu seinna. Þær voru þre-
menningar, Guðný Þóra og Aldís,
tengdamóðir mín, ættaðar frá
Hrauni, sumir mundu segja Litla-
Landi, í Ölfusi. Konur af þessari ætt
hafa erft fríðleik og þokka af
ómennsku álfakyni. Þær gera
hreysi að höll. Þær eru drottningar
í álögum. En hafið hamdi þær til að
skilja mennsk örlög. Um þau forlög
ræddum við stundum, hólpin af
Þorskafjarðarheiði á rökkvuðum
haustkvöldum. Þeirra nátta er gott
að minnast.
Hún giftist snemma í seinni
heimsstyrjöldinni og eignaðist fjög-
ur börn. Frumburðurinn lézt í
bemsku. Barnabömin fylla postula-
töluna, tólf talsins. Eftir 16 ára
hjónaband skildi Guðný Þóra við
mann sinn. En aldrei hvarflaði það
að henni að segja skilið við æskuást-
ina sína - hugsjón jafnaðarstefn-
unnar. Henni var hún trú til dauða-
dags.
Blómarósin í Alþýðubrauðgerðinni
var lífið og sálin í félagsskap ungra
jafnaðarmanna. Hún gekk fremst í
kröfugöngunni lsta maí; í talkómum
gegn nazistum og söngkómum á Al-
þýðusambandsþingum. Hún var ekki
bara í stjómum kvenfélags Alþýðu-
flokksins og verkakvennafélagsins
Framsóknar. Hún var lífið og sálin í
félagsskapnum. Hún var alltaf boðin
og búin að gera það sem gera þurfti
fyrir hugsjónina. Hún lét sig aldrei
vanta á fundi. Hún sinnti ávallt kall-
inu: félagsfundir, kosningar, flokks-
þing - „mitt er þitt og þitt er mitt,
þú veizt hvað ég meina“. Og ævin-
lega með glettni í auga, bros á vör og
bjartsýni í farangrinum. Hún létti
okkur hinum lundina og hvatti okkur
til dáða.
Og svo var hún svo falleg. Það
birti til þar sem hún fór. Þar sem
saman fer fegurð, glaðværð, örlæti
og gæzka. Þar er glatt á hjalla og
þar er gott að vera. Við Bryndís
þökkum fyrir samfylgdina.
Jón Baldvin og Bryndís.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka
svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper-
fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á
netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem
viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
'*** greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
GUÐNÝÞÓRA
ÁRNADÓTTIR
mjög. Hún var mjög geðgóð og að-
laðandi kona og það var reisn yfir
því hve hún hafði sig vel til alveg
fram í andlátið þrátt fyrir hve Park-
inson veikin hafði gengið nærri
henni. Það var fjölskyldu hennar og
vinum sárt að horfa upp á.
Minningarnar eru margar á
þeim tæplega fjörutíu ánim sem
við höfum átt samleið. I hugann
koma t.d. ferðir á kappleiki upp á
Akranes þaðan sem hún var ættuð,
ferðir norður í land á sumrin með
fjölskyldunni og fjölskylduboðin
sem hún hélt. Þó er hér fátt eitt
talið. Dúna laðaði fólk að sér. Hún
var skemmtileg og viðræðugóð og
var vel heima í flestu því sem bar á
góma. Ég á eftir að sakna allra
þeirra stunda sem við áttum saman
en jafnframt gleðjast yfir þeim
mörgu góðu minningum sem þessi
góða kona skilur eftir.
Eiginmanni, börnum, tengda-
börnum og barnabörnum Dúnu vil
ég votta mína dýpstu samúð og bið
Guð að styrkja þau í sorg þeirra.
Margs er aó minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Vald. Briem)
Olafur Þór.
Kveðja
Er við höfðum haldið hátíð ljóss
og friðar og mitt í önnum áramóta-
undirbúnings barst okkur andláts-
fregn Guðrúnar Helgu Sigur-
björnsdóttur. Það er margs að
minnast frá því er við kynntumst
fyrst fyrir um hálfum þriðja áratug
er við tengdumst fjölskyldubönd-
um og hófum að fylgja þeim ferli er
tilheyrir slíkum tengslum svo sem
skímar-, afinælis-, fermingar- og
útskriftarathöfnum. Því miður átti
Dúna, eins og hún var kölluð, við
vanheilsu að stríða um árabil en lét
sig aldrei vanta er fjölskyldan og
vinir komu saman til þess að fagna
þessum viðburðum og hafði hún
mikla ánægju af þessum samveru-
stundum með ástvinum sínum. Síð-
asta athöfnin í fjölskyldunni var
skím langömmubarns hennar á
haustdögum nýliðins árs og voru
það síðustu samfundir okkar. Við
vottum eftirlifandi eiginmanni, Sig-
urbirni, Hafdísi og dætmm Guð-
rúnu Svövu og Hjördísi Önnu, Haf-
steini, Hildi og fjölskyldum okkar
innilegustu samúð.
Blessuð sé minning hennar.
Aðalsteinn Dalmann
Októsson og fjölskyldur.
Nú þegar ég kveð hana Dúnu,
eins og ég kallaði hana alltaf, birt-
ist mér í minni þessi góða og glað-
væra manneskja. Kona sem var
mér einhvers staðar mitt á milli
mömmu og ömmu, ef til vill var
hún hvora tveggja. Vegna vinskap-
ar við dóttur hennar, hana Hafdísi,
átti ég því láni að fagna að teljast
heimagangur hjá henni. Fyrst á
Rauðarárstígnum síðan í Fellsmúl-
anum. Þar sem foreldrar mínir
unnu langan vinnudag eins og gekk
og gerðist og gerist enn hjá svo
mörgum átti ég alltaf vísan sama-
stað hjá Dúnu. Þeir vora ófáir dag-
amir þegar við Hafdís, samferða
heim úr skólanum, komum heim til
hennar og ég kynntist þeirri hlýju
og gestrisni sem Dúna og eftirlif-
andi maður hennar, hann Bubbi,
létu svo ríkulega í té. Þetta varð
mitt annað heimili. Alltaf velkomin,
alltaf aufúsugestur hvort heldur
um hátíðir sem virka daga.
I barnsminni varst þú alltaf sönn
og góð. Þegar ég nú kveð þig nú í
bili standa eftir gleðidrifnar minn-
ingar sem þegar þar að kemur við
munum gantast með, verði ég svo
lánsöm að komast á þann stað sem
ég veit að þú ert nú á.
Kæri Bubbi, böm, bamabörn og
barnabarnabarn, ég sendi ykkur
mínar innilegustu samúðarkveðjur
með von um að minningin um
Dúnu gefi ykkur kjark og styrk um
ókomin ár.
Hvað boðar nýárs blessuð sól?
Hún boðar náttúrunnar jól,
hún flytur líf og líknarráð,
hún Ijómar heit af Drottins náð.
Sem Guðs son forðum gekk um kring,
hún gengur ársins fagra hring
og leggur smyrsl á lífsins sár
og læknar mein og þerrar tár.
Ó, sjá þú Drottins björtu braut,
þú bam sem kvíðir vetrar þraut:
í sannleik hvar sem sólin skín
er sjálfur Guð að leita þín.
(Matthías Jochumsson.)
Helen Gunnarsdóttir.
Elsku amma, það er svo erfitt að
kveðja þig, við söknum þín svo
sárt. Minningarnar era svo margar
sem við geymum í hjarta okkar, við
getum huggað okkur við þær.
Það var alltaf svo gott að koma
til þín, þú tókst á móti okkur með
hlýja brosinu þínu og straukst okk-
ur um vangann með hlýju og
mjúku höndunum þínum, það þótti
okkur svo blítt og gott.
Við munum svo vel eftir þegar
við vorum lítil, þú sagðir okkur
sögur og söngst fyrir okkur
„Komdu og skoðaðu í kistuna
mína“ og „Siggi var úti“ og þegar
þú tókst í höndina á okkur og sagð-
ir „Fagur, fagur fiskur í sjó“; þetta
gerðir þú best af öllum.
Það sem þér fannst skemmtileg-
ast að gera var að fara á gömlu
dansana með honum afa og auðvit-
að allar utanlandsferðirnar sem við
fóram saman. Við ferðuðumst út
um allan heim, þér fannst best að
vera þar sem hlýtt var, eins og á
Italíu og Spáni, þar naust þú þín
með sólarolíu, sólgleraugu, sand og
sjó.
Elsku amma gull, eins og við
kölluðum þig stundum, það var
vegna þess hversu góð þú varst við
okkur og alla hina, einnig vegna
þess hversu vel til höfð þú varst
alltaf, með vel lakkaðar neglur og
nýlagað hárið, þú hefur kennt okk-
ur svo mikið í gegnum árin sem við
eigum eftir að minnast um ókomna
tíð.
Elsku amma gull við söknum
þín. Við viljum kveðja þig með
þessu ljóði.
Og ljúft sem liðinn draumur
ein löngun vitjar mín,
aó krjúpa á hjamið kalda
og kyssa sporin þín
En stundum kemur þögnin
og þylur gömul Ijóð.
þá þrái ég enn að þakka
hvað þú varst mild og góð.
(Tómas Guðmundsson.)
Elsku afi, pabbi, Grétar, Hafdís
og aðrir ástvinir, megi Guð styrkja
okkur í þessari miklu sorg.
Guðrún Bryndís Hafsteins-
dóttir, Lilja Sigrún Hafsteins-
dóttir, Hafsteinn Garðar Haf-
steinsson.
Elsku amma, eftir langvarandi
veikindi ertu nú horfin frá okkur
og hefur öðlast hvfld og frið. Við
minnumst ætíð þess tíma er við
bjuggum á heimili^ykkar afa ásamt
foreldram okkar. A þeim tíma vora
þær ófáar stundirnar sem við
eyddum saman. Eftir að foreldrar
okkar stofnuðu sitt eigið heimili
voru heimsóknirnar til þín og afa
afar tíðar. Þú naust þess að dekra
við okkur og aldrei fór svo að við
færum heim ómettar. Þú kenndir
okkur margt sem við tökum með
okkur sem veganesti út í lífið og
okkur er ofarlega í huga þessi litla
bæn sem þú æfðir með okkur.
Vertu Guð faðir, faðir minn
í frelsarans Jesú jafni.
Hönd þín leiði mig út og inn
svo allri synd ég hafni.
Við þökkum fyrir allar þær góðu
stundir sem við áttum með þér,
elsku amma Dúna.
Guðrún og Hjördís.