Morgunblaðið - 08.01.1998, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1998 4K?'
ELSA KRISTIN
JÓNSDÓTTIR
+ Elsa Kristín
Jónsdóttir var
fædd á ísafirði 11.
september 1942.
Hún lést í Sjúkra-
húsi Reykjavíkur 31.
desember síðastlið-
inn og fór útför
hennar fram frá
Víðistaðakirkju 7.
janúar.
Þegar ég sest niður
til að minnast Elsu
Kristínar Jónsdóttur
koma ótal minningar
upp í hugann. Elsa og
maður hennar, Baldvin Hermanns-
son, tengdust Víðistaðasókn strax
og hún var stofnuð í janúar 1977,
en Baldvin hefur setið í sóknarnefnd
allt frá upphafí. Þau hjónin voru
því frá fyrstu tíð virk í starfi safnað-
arins, enda einlægur áhugi beggja
á kirkju og kristni og voru þau alla
tíð mjög samhent í því starfí.
Við fráfall Elsu hefur sóknin
okkar mikið misst og er skarð henn-
ar vandfyllt. Og við öll sem þekktum
Elsu höfum líka mikið misst, góðan
og traustan vin sem við minnumst
í kærleika og þökk.
Þegar við hjónin settumst að í
hinni nýju sókn fyrir tæpu tuttugu
og einu ári voru Elsa og Baldvin
með þeim fyrstu sem við kynnt-
umst. Ég man þegar fyrsta barna-
bam þeirra, Alfons, var skírður á
heimili þeirra og hve bjart var yfír
Elsu og Baldvin við það tækifæri,
næstum eins og þau væru foreldrar
barnsins. Og löngu seinna hafði
Elsa orð á því að henni fyndist sem
Alfons væri sitt barn, svo nátengd
var hún honum.
Fjölskyldan var Elsu mjög dýr-
mæt og vakti hún yfir velferð barna
sinna, tengdabarna og barnabarna
í hvívetna. Samband hennar við
systkini sín var líka mjög náið og
eins var fjölskylda Baldvins henni
afar kær.
Þegar Víðistaðasókn var stofnuð
var engin aðstaða fyrir hendi en
söfnuðurinn fékk inni með guðs-
þjónustuhald og skrifstofu prests í
Hrafnistu, sem var þá að taka til
starfa og liðu ellefu ár þar til kirkj-
an var vígð í febrúar 1988. Fljót-
lega fundum við, konur í sókninni,
þörf á að stofna kvenfélag, sem
gæti stutt starf safnaðarins og fyr-
irhugaða kirkjubyggingu. Elsa var
ein af stofnfélögum Systrafélags
Víðistaðasóknar, sem stofnað var í
febrúar 1980. Frá fyrstu tíð var
hún ötul félagskona og tók til hendi
með þeim myndarskap sem henni
var eiginlegur.
Elsa hafði mjög gaman af allri
handavinnu og gat raunar gleymt
sér við slík verkefni, þegar tóm
gafst til. Þessir hæfileikar hennar
komu sér vel þegar kom að því að
undirbúa basara, sem þá var algeng
fjáröflunarleið, en Elsa var alltaf
fús að vinna þegar til hennar var
leitað.
Elsa var mikil félagsvera og
kunni að gleðjast á góðum stundum.
Hún var líka gædd þeim eiginleika
að fólk laðaðist að henni, enda var
Ijúfmennska henni í blóð borin. Við
Elsa sátum nokkur ár saman í
stjórn systrafélagsins og kynntist
ég þá vel þessum góðu eiginleikum
hennar.
Þegar Víðistaðakirkja var risin
tók Elsa að sér starf húsmóður í
safnaðarheimili hinnar nýju kirkju.
Var það ærinn starfi og er óhætt
að segja að hún hafi helgað kirkj-
unni alla starfskrafta sína upp frá
því, fyrir utan störf fyrir sitt eigið
heimili og fjölskyldu. Safnaðarsal-
urinn hefur frá fyrstu tíð verið eftir-
sóttur fyrir fundi og samkomur af
ýmsum toga og stóð Elsa fyrir veit-
ingum og hafði umsjón með honum.
Með tilkomu kirkju og safnaðar-
heimilis gjörbreyttist öll aðstaða til
safnaðarstarfs og fljótlega stóð
Elsa ásamt fleirum fyrir opnu húsi
fvrir eldri bore-ara oer svo nokkrum
árum síðar fyrir for-
eldramorgnum. Þá
hlúði Elsa mjög að
bamakór kirkjunnar
og sýndi því starfí
mikinn áhuga og það
var ekki eini kórinn
sem hún sinnti af alúð
og hlýju.
Fyrir fjórum árum
veiktist Elsa af þeim
sjúkdómi sem hún
varð að lúta í lægra
haldi fyrir. Hún barð-
ist hetjulega við þenn-
an vágest en lífslöng-
un hennar var mikil
og baráttuþrek einstakt, enda hafði
hún mikið að lifa fyrir. En enginn
má sköpum renna.
Starfíð í kirkjunni var Elsu mik-
ils virði og hún var trúuð kona.
Hún trúði á gæsku Guðs og forsjón
hans og sótti styrk í Guðs orð og
bænina. Við áttum samstarf í kirkj-
unni síðastliðin þrjú ár, eða frá því
ég var ráðin djákni að Víðistaða-
kirkju. Ómetanlegt var fyrir mig
að njóta stuðnings hennar og
reynslu og er ég afar þakklát fyrir
samstarf okkar.
Að morgni gamlársdags var ævin
öll og í huga okkar allra ríkir sorg
og söknuður en jafnframt þakklæti
fyrir að hafa fengið að njóta starfs-
krafta Elsu i öll þessi ár. Sárastur
er missir fjölskyldu Elsu og biðjum
við algóðan Guð að styrkja þau og
hugga í sorg þeirra. Drottinn gaf
og Drottinn tók. Lofað veri nafn
Drottins.
Brynhildur Ósk Sigurðardóttir.
Nú ertu leidd, mín ljúfa
lystigarð Drottins í,
Þar áttu hvíld að hafa
hðrmunga og rauna fri,
við Guð þú mátt nú mæla,
miklu fegri en sól
unan og eilíf sæla
er þín hjá lambsins stól.
Dóttir, í dýrðar hendi
Drottins, mín, sofðu vært,
hann, sem þér huggun sendi,
hann elskar þig svo kært.
Þú iifðir góðum Guði,
í Guði sofnaðir þú,
í eilífum andarfriði
ætíð sæi lifðu nú.
(Hallgrímur Pétursson)
Með þessum fallega sálmi kveðj-
um við hinstu kveðju Elsu, systur
okkar allra. Elsa var ein af stofnfé-
lögum Systrafélags Víðistaðasóknar
og starfaði alla tíð mikið með félag-
inu. Einnig var hún ráðskona í Safn-
aðarheimilinu frá fyrstu tíð. Við
erum mörg sem komum til með að
sakna Elsu bæði í systrafélaginu og
í eldhúsinu. Elsa vann ætíð að sínum
málum með áhuga og stórhug. Hún
sem leit svo vel út og var svo fín í
haustferðinni okkar í haust, þannig
munum við minnast hennar. Sjöfn
bað fyrir kveðju til Elsu með hjart-
ans þakklæti fyrir veittan stuðning
og allt sem Elsa gerði fyrir þær í
Bandalagi kvenna í Hafnarfírði
gegnum tíðina.
Baldvin, Laufey og fjölskyldur,
við biðjum góðan Guð um að styrkja
ykkur í sorginni og gefa ykkur frið.
F.h. Systrafélags
Víðistaðasóknar, Lilja
Ólafsdóttir.
Góð vinkona og samstarfskona í
félagsstarfí er kvödd. Þegar gamla
árið kveður og nýtt heilsar hrannast
upp minningar liðins tíma. Minning-
amar eru enn sterkari og áleitnari
þegar á sama tíma góð vinkona
kveður.
Elsa Jónsdóttir lést á gamlársdag
eftir einstaklega hetjulega baráttu
við illvígan sjúkdóm sem búinn var
að hijá hana í nokkur ár. Elsa vann
við Safnaðarheimili Víðistaðakirkju.
Hún var ötul og samviskusöm í starfí
og lét sér annt um allt bað sem fram
fór í kirkjunni. Hún sá meðal ann-
ars um opið hús fyrir aldraða á hveij-
um miðvikudegi.
Þegar Félag eldri borgara í Hafn-
arfirði hóf samstarf við ýmsa aðra
aðila sem unnu að öldrunarmálum
var leitað til ýmissa aðila um sam-
vinnu. Meðal annars var leitað til
séra Sigurðar Helga Guðmundsson-
ar, sóknarprests Víðistaðakirkju.
Séra Sigurður Helgi benti þá á að
Elsa væri æskilegur fulltrúi kirkj-
unnar ef hún féllist á það. Elsa sam-
þykkti að gefa kost á sér til stjómar-
setu í Félagi eldri borgara og var
hún kjörin. Elsa hefur setið í stjóm
síðan eða í sex ár. Elsa var ætíð
einstaklega jákvæð í samstarfi, úr-
ræðagóð og ósérhlífin.
Við hjónin eigum góðar minningar
úr orlofsferðum félagsins með þeim
Elsu og Baldvin en þar unnum við
saman í fararstjóm. í þeirri sam-
vinnu bar aldrei skugga á.
Ég vil fyrir hönd Félags eldri
borgara í Hafnarfirði þakka óeigin-
gjamt starf í þágu aldraðra. Elsu
er sárt saknað á þeim vettvangi sem
annars staðar. Það er ætíð lærdóms-
ríkt og þroskandi að vinna með góðu
fólki í félagsstarfi. í langvarandi
veikindum var það Elsa sem var sú
sterka. Hún vildi aldrei að aðrir
hefðu áhyggjur af hennar veikind-
um.
Baldvin, bömunum og bamaböm-
unum sendum við Jón okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Megi Guð
varðveita ykkur og gefa ykkur styrk.
Ragnhildur G. Guðmundsdóttir.
Kveðja frá kór
V í ðistaðas óknar
Meðan þú gefur
á lífíð alltaf eitthvað
til að gefa þér.
(Gunnar Dal)
Þessar ljóðlínur koma okkur í hug
er við kveðjum Elsu Jónsdóttur.
Hún varð húsmóðir í safnaðarheim-
ili kirkjunnar okkar sem var vígð
1988 og gegndi því starfi með heiðri
og sóma til hinstu stundar. Allan
þann tíma áttum við gott athvarf
í eldhúsinu hjá Elsu. Oftar en ekki
beið okkar nýlagað kaffí og oft eitt-
hvað meðlæti. Við minnumst páska-
dagsmorgnana þegar hún stóð með
okkur í undirbúningnum og alltaf
var hún boðin og búin að rétta
okkur hjálparhönd ef eitthvað var
um að vera, bæði á gleði- og sorgar-
stundum. Fyrir allt þetta viljum við
þakka.
Eiginmanni og fjölskyldu sendum
við innilegar samúðarkveðjur. Elsu
þökkum við samfylgdina. Blessuð
sé hennar minning.
Fyrir þig vinur
gerði ég aldrei annað
en vera vinur.
(Gunnar Dal)
Fyrir hönd Víðistaðakórs,
Guðrún Svava
Guðmundsdóttir.
CrfiscJrvkkjur
‘(fffHl'WdHngohú/W
iWcnPi-inn
Sími 555-4477
Erfidrykkjur
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
Mr
Sími 562 0200
IIIXIIITI
H
H
H
H
H
H
H
H
H
Ý1
+
Eiginkona mín,
BRYNHILDUR STEFÁNSDÓTTIR,
Birkihlfð
í Reykholtsdal,
lést föstudaginn 2. janúar síðastliðinn.
Útförin ferfram frá Reykholtskirkju laugardaginn 10. janúar kl. 14.00.
Fyrir mína hönd og fjölskyldunnar,
Magnús Bjarnason.
Óskar Pétur Bjömsson,
Guðbjörg Jónsdóttir,
Reynir Pétursson,
Þorgeir Jón Péturson, Guðbjörg Þorláksdóttir,
Gunnar Pétur Pétursson, Halla Hmnd Birgisdóttir,
Dagný Rósa Pétursdóttir, Guðmundur Fr. Jóhannsson.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og
amma,
SIGRÚN ÓSK ÁSGRÍMSDÓTTIR,
Bylgjubyggð 12,
Ólafsfirði,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðju-
daginn 6. janúar 1998.
Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna,
Egill Sigvaldason,
Guðbjörg Jóhannesdóttir,
Ámi Bjömsson,
Jóhannes Egill Árnason.
+
Föðursystir mín,
KATRÍN S. BRYNJÓLFSDÓTTIR,
Furugerði 1,
Reykjavík,
lést laugardaginn 3. janúar.
Flún verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðju-
daginn 13. janúar kl. 10.30.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á
Barnaspítala Hringsins.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðný Eirfksdóttir.
+
Ástkær systir okkar,
HREFNA BJARNADÓTTIR,
sem lést á heimili sínu, Hofsvallagötu 21, á
nýársdag, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni
á morgun, föstudaginn 9. janúar, kl. 15.00.
Blóm og kransar afþakkaðir.
Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent
á Slysavarnafélag fslands.
Einar B. Bjarnason,
Friðbjöm K.B. Bjarnason,
Jón Tómas Bjamason,
Ketill B. Bjarnason,
Kristinn Þ. Bjarnason,
Jónina E. Bjarnadóttir.
+
Elskuleg móðir mín, dóttir, systir okkar og
mágkona,
MARGRÉT JÓNÍNA PÉTURSDÓTTIR,
Möðrufelli 9,
Reykjavík,
andaðist á Landspítalanum þriðjudaginn
6. janúar.
Anna Guðmundsdóttir,
Magnús Guðmundsson.
Bróðir okkar,
GfSLI GUÐMUNDSSON,
Staðarbakka,
Miðfirði,
verður jarðsunginn frá Staðarbakkakirkju
laugardaginn 10. janúar kl. 14.00.
Ferð verður frá BSf kl 9.00 og til baka að
athöfn lokinni.
Fyrir hönd aðstandenda,