Morgunblaðið - 08.01.1998, Síða 47

Morgunblaðið - 08.01.1998, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1998 47 I I % » I I I » i » » » 3 » » ý » AT V I NNUAUGLYSIIMGA félagI HEYRNARLAUSRA Félag heyrnarlausra óskar að ráða starfsfólk í eftirfarandl stöður: Ráðgjafa Hlutverk ráðgjafa er að vinna að félagslegum úrræðum fyrir félagsmenn í þeim tilgangi að uppfylla sem best þarfir og félagslega stöðu heyrnarlausra. Fulltrúa Fulltrúi vinnur við almenn skrifstofustörf, s.s. bréfaskriftir, símavörslu o.fl. Farið erfram á góða íslenskukunnáttu auk kunnáttu í Norður- landamáli og ensku. Umsækjendur þurfa að hafa kunnáttu í tákn- máli og góða innsýn í sögu og menningu heyrnariausra. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendisttil Félags heyrnarlausra, Laugavegi 26, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 561 35 60. Heilbrigðisstofnunin Egilsstöðum vill ráða hjúkrunarfræðing á sjúkradeild og einnig á heiisugæslu. Gott starfsumhverfi og vinnuaðstaða og aðlaðandi umhvefi á einum veðursælasta stað landsins. Leitið upplýsinga hjá hjúkrunarforstjóra, Höilu Eiríksdóttur, í síma 471 1400 á dagvinnutíma. Rafvirkjar Rafkraft ehf. óskar eftir að ráða rafvirkja til starfa sem fyrst. Upplýsingar gefur Ögmundur í síma 892 8926. Starfsmaður óskast Við leitum að 22—25 ára karli eða konu tii af- greiðslu- og lagerstarfa í verslun okkar. Viðkomandi þarf að vera röskur og stundvís. Um framtíðarstarf er að ræða. Skriflegar umsóknir, með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist til Rúm- fatalagersins, Norðurtanga 3, 600 Akureyri. Umsóknarfrestur ertil 15. janúar. Öllum um- sóknum verður svarað. Nánari upplýsingar gefur verslunarstjóri í síma 462 6662. ST JÓSEFSSPÍTALISHST HAFNARFIRÐI Laus staða Laus er til umsóknar nú þegar starf við ræstingarog bítibúrá lyflækningadeild spítal- ans. Starfshlutfall 70%, hærra starfshlutfall gæti komið til greina. Nánari upplýsingar veitir Gunnhildur Sigurð- ardóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 555 0000. Bakarí Óskum eftir að ráða aðstoðarfólk í Samsölu- bakarí. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu bakarísins, Lynghálsi 7. Samsölubakarí hf. Starfskraftur Vaka-Helgafell hf. óskar eftir starfskrafti til að sjá um léttan hádegisverð fyrir starfsmenn fyr- irtækisins (30—40 manns). Viðkomandi verður að hafa bíl til umráða og má ekki reykja. Vinnutími erfrá ki. 9.00 til 13.00. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 13. janúar nk. Nánari upplýsingar veitir Ingunn í síma 550 3000. VAKA-HELGAFELL Síðumúla 6 - sími 550 3000 Karlakórinn Þrestir óskar eftir söngmönnum. Við bjóðum: a) Reglulegar æfingar í eigin húsnæði. b) Mjög góðan söngstjóra. c) Söngþjálfun fyrir nýliða sem og lengra komna. Það sem þú þarft er: a) Söngrödd og tóneyra. b) Tíma til æfinga. c) Gott skap (aðrir þrífast ekki í kór). Söngur göfgar og léttir í lund. Áhugasamir hafi samband við Sigurð í síma 555 3232 og Guðmund Rúnar í síma 565 1607. Starfskraftur á kassa Okkur vantar góðan starfskraft á kassa á vara- hlutalager, annars vegar frá kl. 9—13 og hins vegar frá kl. 13 — 18. Umsóknir berist fyrir helgi inn á símaborð Ingvars Helgasonar hf. HÚSINIÆOI ÓSKAST íbúð óskast til leigu Ungt par, með tvö börn, óskar eftir 3—4 her- bergja íbúð til leigu, helst miðsvæðis í Reykja- vík, frá og með 1. febrúar. Reglusemi heitið. Traust og örugg greiðslugeta. Meðmæli ef óskað er. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband í síma 899 4280. ÝMISLEGT RANNÍS Styrkir til að ráða tæknimenn í fyrirtæki Tæknisjóður hefur það hlutverk að styðja nýsköpun í íslensku atvinnulífi með því að efla tækniþekkingu, rannsóknir og þróunarstarf. Markmið þessara styrkja er að hvetja fyrirtæki til átaks á sviði nýsköpunar. Styrkirnir eru sér- staklega ætlaðir fyrirtækjum, sem ekki hafa nægilega sérmenntaða starfskrafta til þess að stunda markvissa nýsköpun. Fyrirtæki geta sótt um stuðning við að ráða tæknimann í fullt starf og greiðir Tæknisjóður upphæð er nemur hálfum launum sérfræðings. Styrkirnir eru veittirtil þriggja ára meðfyrirvara um árlegt mat á framvindu. Umsóknarfrestur er 15. janúar ár hvert. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Rannsóknarráðs íslands og á heim- asíðu Rannís — http://www.ranni.is. Rannsóknarráð íslands Laugavegi 13,101 Reykjavík, sími 562 1320, fax 552 9814, heimasíða http://www.rannis.is Námsstyrkir Verslunarráð íslands auglýsir eftir umsóknum um tvo styrki til framhaldsnáms erlendis, sem veittir verða úr Námssjóði Verslunarráðs. 1. Styrkirnir eru veittir til framhaldsnáms við erlendan háskóla eða aðra sambærilega skóla í greinum sem tengjast atvinnulífinu og stuðla að framþróun þess. 2. Skilyrði styrkveitingar er að umsækjendur hafi lokið námi, sem veitir rétt til inngöngu í Háskóla íslands eða aðra sambærilega skóla. 3. Hvor styrkur er að upphæð 200.000 kr. og verða þeir afhentir á Viðskiptaþingi- aðalfundi Verslunarráðs íslands í febrúar- mánuði 1998. Umsóknir þurfa að hafa borist til skrifstofu Verslunarráðs íslands í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 103 Reykjavík, fyrir kl. 16.00 föstudaginn 23. janúar 1998. Umsóknum þarf að fylgja afrit af prófskírteini, vottorð um skólavist erlendis, lýsing á náminu við hinn erlenda skóla og Ijósmynd af umsækj- anda. Verslunarráð íslands. TILKYNNINGAR Viðtalstímar Ingibjörg Pálmadóttir, heil- brigðisráðherra, og Magn- ús Stefánsson, alþingis- maður, verða til viðtals í Framsóknarhúsinu á Akra- nesi miðvikudaginn 7. jan- úar kl. 17.00—19.00 og í Dalabúð, Búðardal, fimmtudaginn 8. janúar kl. 17.00 — 19.00. Allir velkomnir. Framsóknarflokkurinn. Garðbæingar! Hjáiparsveit skáta mun hirða jólatré laugardag- inn 10. janúar nk. Vinsamlegast setjið trén út við lóðarmörk. Einnig má skila trjánum að húsi hjálparsveitar- innar við Bæjarbraut. Bæjarverkfræðingur, Hjálparsveit skáta. FÉLAGSSTARF Kópavogur Árshátíð — þorrablót Sjálfstæðisfélögin í Kópavogi halda þessa ár- legu skemmtun laugardaginn 24. janúar nk. Miðasala í Hamraborg 1,3. hæð, laugardaginn 10. janúar frá kl. 10 — 14. Árshátíðarnefnd. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 11 L178188V2 = Landsst. 5998010819 VIII I.O.O.F. 5 s 178188 = Góðtemplarahúsið, Hafnarfirði Félagsvist í kvöld. Byrjum aö spila kl. 20.30 stundvíslega. Allir velkomnir. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Kl. 20.30 Lofgjörðar- og vitnis- burðarsamkoma. Allir hjartanlega velkomnir. KENNSLA ■ MYND-MÁL, myndlistar- skóli Málun — fjölbreytiieg verkefni. Teiknun. Byrjendur, framhald í fámennum hópum. Uppl. og innritun kl. 14-21 alla daga. Simar 561 1525 og 898 3536. Rúna Gísladóttir, listmálari. Þýskunómskeið Germaníu hefjast á ný 19. janúar. Boðið er upp á byrjendahóp, þrjá fram- haldshópa og tvo talhópa. Upplýsingar í síma 892 4145.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.