Morgunblaðið - 08.01.1998, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 08.01.1998, Qupperneq 52
52 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ HÁRKÚR, FJÖLVÍTAMÍN & STEINEFNI ESTER C Fæst í mörgum heilsubúðum, apótekum og mörkuðum. ^r-PaHtot^ x t h ' ''iiriiio fiír h='r. oulr Áhrifaríkur hárkúr Vítamín, steinefni, aminósýrur, prótein og valdar jurtir. Hugsaðu vel um hárið. Healthilife tryggir gæðin. Náttúrulegt E-500 úr bestu efnum. Öflug oxunarvörn fyrir frumurnar. _______Ester C_____ Margföld áhrif. Fer vel í maga. EC-200, EC-500 og EC-Plus með zínki, seleni, magnesíum og kalki. BÍO-SELEN UM&QÐIÐ Sími 557 6610 STEINAR WAAGE r SKÓVERSLUN \ Teg. 20891 Verð: 7.995,- Litur: Svartir. Stærðir: 36-41 Verð: 7.995,- Ath. að í Kringlunm fást st. 42-46 Litur: Svartir. Stærðir: 36-41 5% staðgreiðsluafsláttur - Póstsendum samdægurs V STEINAR WAAGE ^ skóverslun/ SlMI 551 8519 STEINAR WAAGE ^ SKÓVERSLUN ^ SÍMI 568 9212 J 8 vikna árangursrík fitubrennslunámskeið hefjast mánudaginn 12. janúar. • Skráning er hafin í síma 561 5100. • Morgun-, dag- og kvöldhópar. • Ath. Takmarkaður fjöldi. og eei Baálms Skráning í síma 561 5100 BAÐHUSIÐ heiliulind tyrir konur BRAUTARHOLTI 20 SlMI 561 5100 fRwgtnifrfaftifr - kjarni málsins! í DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Skák á Sýn MIG langar til að lýsa mik- illi ánægju með skákskýr- ingar Hermanns Gunn- arssonar og Helga Olafs- sonar sem hafa verið á sjónvarpsstöðinni Sýn að undanfórnu. Þessar skák- skýringar hafa verið mjög góðar og skemmtilegar en þó er eitt atriði sem þess- ir ágætu menn mættu taka til athugunar þegar þeir eru að lýsa skákum og útskýra þær. Það er hvernig þeir segja frá leikjunum. Að mínu mati segja þeir alltof hratt frá og maður á í miklum erf- iðleikum með að fylgjast með hvað er að gerast á skákborðinu. Ég er sjálf- ur ekki mikill skáksnill- ingur en mér finnst virki- lega gaman að fylgjast með skákskýringum og pæla svolítið í stöðunum, hvaða möguleikar eru fyr- ir hendi og svo framvegis. En það vantar tilfínnan- lega að útskýra betur og fara hægar í útskýring- arnar til að hægt sé að njóta skáklistarinnar til fullnustu. Ég hef heyrt það hjá mörgum sem hafa fylgst með útsendingum ykkar að þeir eru sam- mála mér í þessu. Einnig vita margir t.d. ekki í fljótu bragði hvar C3-reit- urinn er, og er það vegna þess að það vantar að merkja skákborðið með reitaheitunum frá 1-8 og frá A-H eins og gert er á flestum skákborðum. Þetta vill rugla menn svo- lítið og er maður oft að leita að reitnum sem verið er að tala um og missir þá stundum af miklu þegar hratt er farið yfír skák- skýringarnar. I lokin vil ég koma á framfæri miklu þakklæti til stjórnenda þáttarins og eigenda Sýn- ar fyrir gott framlag til skákíþróttarinnar. Kristján Berg. Lélegt skaup - „Kúrekar norðursins“ GUNNAR hafði samband við Velvakanda og vildi koma þvi á framfæri að sér hefði þótt áramótaskaupið afspyrnulélegt í ár. Hann vildi koma þeirri hugmynd sinni á framfæri að á næsta ári vröu Spaug- stofumenn látnir sjá um áramótaskaupið, það gæti að minnsta kosti ekki versnað. Einnig vildi Gunnar vita hvort einhver ætti mynd- ina „Kúrekar norðursins". Gunnar er í síma 893 5728. Laxalýsi KONA hafði samband við Velvakanda og sagðist hafa keypt sér laxalýsi (Ultra Vit) í haust. Ætlaði hún að kaupa það aftur en segist hvergi hafa séð það í verslunum. Vill hún vita hvar hún geti fengið það keypt. Laufskálinn ÉG vil taka undir það sem birtist í Velvakanda um þáttinn Laufskálann. Ég var lengi að átta mig á því að þátturinn sem ég var að hlusta á væri Laufskál- inn. Annar hlustandi. Tapað/fundið Bfllykill í óskilum BÍLLYKILL með fjar- stýringu fannst á Brávalla- götu fyrir nokkrum dög- um. Uppl. í síma 551 5945. Gylltur plastpoki! GYLLTUR plastpoki tap- aðist aðfaranótt laugar; dagsins 16. nóvember. I pokanum eru m.a. lykla- kippa með fjarstýringu á bíllykli og fleira smádót. Finnandi vinsamlega hringi í síma 557 2452 eða í óskilamunadeild lögregl- unnar, 569 9018. SKAk IJmsjnii Margcir Pétursson STAÐAN kom upp á al- þjóðlegu móti í desember í Bar í Júgóslavíu. Það var ekki haldið á bar. Bar er nafnið á borginni. Heimamaðurinn Dra- goljub Velimirovic (2.515) var með hvítt, en Grikk- inn Spyridon Skembris (2.470) hafði svart og átti leik. 25. _ Bf3+! og hvítur gafst upp. Eftir 25. Bxf3 _ Hxg6+ 26. Bg4 Hxg4+ 27. Kh3 _ Hg6 á hann enga vörn við hót- uninni 28. Hh8 mát. Úr- slit mótsins: 1. Ulf And- SVARTUR ersson 7V4 v. af 10 mögu- legum, 2. Petar Popovic, Júgóslavíu 51/2 v., 3._4. Andrei Sokolov, Rússlandi og Skembris 5 v. 5. B. Ivanovic, Júgóslavíu 4 v. 6. Velimirovic 3 v. Heimsmeistaraeinvígið: Sjötta skákin er tefld í dag. Anand hefur hvítt. Ef staðan verður 3-3 eftir skákina í dag verða teflt til þrautar á morgun og umhugsunartíminn stytt- mátar í fimmta leik. HÖGNI HREKKVÍSI Víkverji skrifar... MORGUNBLAÐINU rétt fyrir jól kom fram í frétt, að þriðji hver íslenzkur læknir, sem væri í starfí í dag, starfaði erlendis. Á milli 1.200 og 1.300 læknar eru að störfum í dag og því er þessi fjöldi lækna er- lendis á bilinu 400 til 500 manns. „Læknar í Svíþjóð 1997“ heitir vefsíða, www.arteeh.se/~gks/Lækn- ar-Sverige.html, á veraldarvefnum. Víkverja rak í rogastanz, er hann var að vafra á vefnum á dögunum og rakst á þessa síðu. Útprentuð er síð- an hálft fimmta A4-blað þéttskrifað með nöfnum, heimilisfangi og síma- númerum 176 íslenzkra lækna, sem búsettir eru í Svíþjóð. Þvílíkur fjöldi í einu landi, Sví- þjóð! Auðvitað getur verið að ein- hverjir þessara lækna séu í fram- haldsnámi, en fjöldinn er samt ótrú- legur. Maður trúir varla eigin aug- um, þegar þessi listi er skoðaður. Þessi síða vakti athygli Víkverja og því reyndi hann að fínna fleiri slíkar síður. Þá kom upp sams kon- ar síða, sem ber fyrirsögnina: „Læknar í Noregi 1997“. Þessi síða hefur sömu slóðina, nema hvað í stað „Sverige" stendur „Norge“ og í útprentun er hún tæplega hálft ann- að A4-blað og á henni er 51 læknir. I einu vetfangi fann Víkverji sem sagt vefsíður með nöfnum 227 ís- lenzkra lækna í þessum tveimur löndum. Nú geta menn velt fyrir sér þess- um fjölda. Ætli flestir þessara aðila séu ekki í hjónabandi og eigi kannski einhver börn. Það getur því vel verið að þama séu læknafjöl- skyldur með 600 til 700 íslendinga. Myndarlegur hópur það. XXX SKÖMMU fyrir jól var vinkona Víkverja með í höndum ávísun, sem stíluð var á Islandsbanka og var upphæðin ekki há, innan við tíu þúsund krónur. Hún var stödd á Laugavegi og gekk því inn í Lands- bankann og fór þar í biðröð. Þegar að henni loks kom bað hún um að ávísunin væri innleyst. Svör gjald- kerans voru þá að ávísunin væri á reikning í íslandsbanka og þangað ætti viðkomandi að leita, þetta væri Landsbankinn. Hvers konar þjónustulund er þetta hjá Landsbankanum? Hefur þessi stærsti banki þjóðarinnar í raun ráð á að vísa viðskiptavinum sínum í aðra banka? Nú vill svo til að þessi kona og eiginmaður henn- ar eiga öll sín persónulegu banka- viðskipti við Landsbankann. Hvað á hún að halda þegar Landsbankinn sýnir henni þá óbilgirni að senda hana í annan banka, samkeppnisað- ila Landsbankans. Víkverja fínnst þetta vera í líkingu við að kæmi ein- hver inn í segjum Nóatúnsverzlun og vildi kaupa svínslæri, að af- greiðslumaður þar segði: Svínslæri fást einnig í Hagkaupi. Farðu og kauptu lærið þar. Eitt er víst að ekki myndi sá afgreiðslumaður vera lengi í vinnu í Nóatúnsbúðun- um. En Landsbankinn virðist hafa ráð á því að ýta viðskiptavinum sínum inn í aðra banka og það þeim, sem verið hafa í viðskiptum við Lands- bankann í áratugi. Gott og vel - Landsbankinn um það. Telji Lands- bankinn ávísun, sem viðskiptavinur hans er handhafí að sér óviðkom- andi er það hans vandamál en ekki viðskiptavinarins. Hann veit þá einnig hvert hann á að fara til þess að stunda bankaviðskipti sín. Samt kallar þessi banki sig banka allra landsmanna?!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.