Morgunblaðið - 08.01.1998, Page 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181
PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
165 tonn
af ufsa á
54 tímum
MAGNÚS Garðarsson, skipstjóri á Ásbirni RE, er ekki
lengi að fylla skipið. Hann fór út upp úr miðnætti á ný-
ársdag og kom í land aftur tveimur sólarhringum og 6
klukkustundum síðar með fullt skip, 165 tonn af ufsa að
verðmæti 11,3 milljónir króna. Hann er í sinni annarri
veiðiferð á árinu núna.
Magnús er líklega aflakóngur síðasta árs með 6.678
tonn, en Asbjöm er ísfisktogari af minni gerðinni. As-
björn hefur þrátt fyrir það verið með aflahæstu skipum
mörg undanfarin ár og skilað miklum verðmætum á
Jknd.
TOGARINN Ásbjörn var smíðaður í Noregi 1978.
Á síðasta ári var meðallengd hverrar veiðiferðar hjá
skipinu um 5 sólarhringar og var undantekning ef skip-
ið kom ekki með fullfermi að landi. Ails vora úthalds-
dagamir í fyrra 212 og meðalafli á úthaldsdag um 31
tonn og gerir líklega enginn betur en það.
Vegna þess hve Magnús er fljótur að fylla skipið, hef-
ur útgerðin, sem er Grandi hf., haldið honum lengur í
landi eftir löndun en öðrum skipum. Þess vegna era út-
haldsdagamir ekki fleiri. „Það er ekki hægt að láta
hann gusa meira í land en ræðst við að vinna,“ segja
þeir hjá Granda.
Heimslistinn á skíðum
Kristinn upp
um 25 sæti
SKÍÐAKAPPINN Kristinn
Björnsson frá Olafsfirði er í 28.
sæti í svigi á styrkleikalista Al-
þjóða skfðasambandsins sem kom
út í gær.
Hann var í 53. sæti á heimslist-
anum í nóvember og hefur því
færst upp um 25 sæti. Islenskur
skíðamaður hefur ekki áður komist
svo ofarlega á listann, sem á eru
4.000 skíðamenn.
Kristinn keppir í svigi heimsbik-
arsins í Schladming í Austurríki í
kvöld og verður sýnt beint frá
keppninni bæði á RÚV og Sýn.
■ Kristinn / C8
Nafngiftir á
árinu 1997
Jón og
Anna vin-
sælust
Á ÁRINU 1997 voru flest-
um stúlkum gefin nöfnin
Anna, Helga og Margrét
sem fyrsta nafn en flestum
drcngjum gefin nöfnin Jón,
Aron og Daníel. Því er ljóst
að nöfnin Jón og Anna hafa
borið sigur úr býtum enn
eitt árið.
40 stúlkum var gefíð
nafnið Anna sem fyrsta
nafn, 35 nafnið Helga og 34
nafnið Margrét. Þá var 33
gefíð nafnið Sara og 31 gef-
ið nafnið Guðrún. Önnur
nöfn sem voru vinsæl sem
fyrstu nöfn á stúlkur voru:
Kristín, Birta, Sandra, Eva
og Thelma. Sem annað
nafn var Osk vinsælast, þá
Rún, María, Rós, Líf, Rut,
Björk, Lind, Margrét og
Dögg.
Ingi vinsælasta
annað nafn
Vinsælast sem fyrsta
nafn á dreng var Jón en 49
hlutu það nafn á árinu. 45
hlutu nafnið Aron og 36
nafnið Daníel. Amar,
Bjarki og Guðmundur voru
öll jafnvinsæl og hlutu 34
drengir hvert þeirra. Onn-
ur vinsæl drengjanöfn voru
Andri, Kristján, Sigurður
og Kristófer. Sem annað
nafn var Ingi vinsælast, þá
Þór, Örn, Freyr, Snær,
Már, Helgi, Andri, Orri og
Máni.
Upplýsingar þessar eru
fengnar hjá Hagstofunni en
með þeim fyrirvara að ekki
hafi öll gögn borist fyrir
desembermánuð. Látin
börn eru ekki meðtalin í
þessum tölum.
Leikfimi
í 413,6
'metra hæð
U mh verfismerktar
fískafurðir á markað í ár
KRISTJÁN Sævarsson, málari
og Islandsmeistari í parakeppni
í þolfími, notaði matartímann í
stökkæfíngar er hann vann við
að mála langlínumastrið á
Gufuskálum.
Mastrið er 412 metrar og
stökk Kristjáns hefur mælst 1,6
metrar. Á myndinni er hann því
í allt að 413,6 metra hæð.
Krislján, sem sést hér í
'^spíkatstökki, segist ekki hafa
haft neina tilfínningu fyrir hæð-
inni. Hann hefði eins getað ver-
ið á jörðu niðri. Aftur á móti er
líklegt að margir verði loft-
hræddir bara af því að horfa á
þessa mynd af Kristjáni þar
sem hann virðist svífa í Iausu
lofti yfír Snæfellsnesi.
FYRSTU sjávarafurðirnar með um-
hverfismerki Sjávamytjaráðsins
(Marine Stewardship Council) munu
koma á markað á árinu, að því er
segir í ársskýrslu náttúravemdar-
samtakanna World Wide Fund for
Nature (WWF). WWF stendur að
sjávamytjaráðinu ásamt alþjóðlega
stórfyrirtækinu Unilever.
Sjávamytjaráðinu var komið á fót
til að votta að sjávarafurðir komi úr
fiskstofnum, sem era veiddir með
sjálfbærum og ábyrgum hætti.Full-
trúar WWF og Unilever hafa komið
hingað til lands og meðal annars
boðið íslenzkum fyrirtækjum aðild
að umhverfisvottuninni. Gert er ráð
fyrir að vörur, sem hlotið hafa vott-
un ráðsins, beri sérstakt umhverfis-
merki, sem geri neytendum kleift
að þekkja þær frá öðrum vöram.
„Við vonum að þegar fyrstu fiskaf-
urðirnar, sem bera merki MSC,
koma á markað á árinu 1998 muni
almenningur ganga í lið með WWF
í baráttunni fyrir að bjarga höfun-
um,“ segir Michael Sutton, yfirmað-
ur baráttu WWF gegn ofveiði, í árs-
skýrslu samtakanna.
Eingöngu umhverfísvottaðar
vörur árið 2005
Unilever ræður u.þ.b. fimmtungi
markaðarins fyrir frosnar sjávaraf-
urðir í Evrópu og Bandaríkjunum.
Fyrirtækið hyggst eingöngu selja
vörar með umhverfismerki Sjávar-
nytjaráðsins árið 2005. í skýrslu
WWF kemur fram að þrjár helztu
stórmarkaðakeðjur Bretlands hafi
nú tekið undir þetta markmið Uni-
lever. Þetta eru Tesco, Sainsbury’s
og Safeway, en þessar keðjur kaupa
einnig fisk frá íslandi. Þá kemur
fram að fisksölufyrirtækin Pacific
Andes International í Asíu og Kallis
& France Foods og Western Rock
Lobster Development Association í
Ástralíu hafi slegizt í hóp aðstand-
enda umhverfisvottunarinnar.
Þarf að taka tillit
til stórmarkaðanna
Benedikt Sveinsson, fram-
kvæmdastjóri Islenzkra sjávaraf-
urða, segist ekki telja ástæðu til að
hafa áhyggjur af því að íslenzkar
sjávarafurðir verði án umhverfis-
merkingar við hlið sjávarafurða,
sem fengið hafi vottun Sjávarnytja-
ráðsins. „Við höfum ekki mótað eig-
in stefnu í þessu máli. Við vinnum
hins vegar náið með sumum þeim
stórmarkaðakeðjum, sem um er að
ræða, og munum eflaust þurfa að
taka mikið tillit til þess, sem þær
ætla sér að gera og munu gera,“
segir Benedikt.
Hann segist efast um að erlendir
neytendur átti sig á því að íslenzk
fiskveiðistjórnun sé einhver sú
ábyrgasta sem um geti. „Það bezta,
sem við getum gert, er að vekja at-
hygli á Islandi sem umhverfisvænu
og gera nafnið Island umhverfis-
vænt. Við gerum það með því að
haga okkur yfirhöfuð eins og menn,
bæði í veiðum og vinnslu og í nýt-
ingu okkar auðlinda og aðstöðu,“
segir Benedikt.