Morgunblaðið - 20.01.1998, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Danskur listaverkasali hefur verið kærður til dönsku lögreglunnar
Talinn hafa selt fölsuð verk
eignuð Svavari Guðnasyni
LISTAVERKASALI í Danmörku,
Leif Jensen í Valby, hefur verið
kærður til dönsku lögreglunnar
fyrir að selja meintar eftirlíkingar
málverka eftir Svavar Guðnason.
Talið er að 15-16 verk, sem hann
hefur boðið til sölu í galleríi sínu og
eru merkt Svavari, geti verið
fólsuð.
Sagt er frá málinu í danska dag-
blaðinu Extra-bladet í gær og er frá
því greint að Ólafur Ingi Jónsson
forvörður sé ekki í vafa um að mál-
verkin, sem eignuð eru Svavari, séu
fólsuð. Hann var nýverið í Dan-
mörku til að skoða myndimar. Haft
er eftir honum að hann furði sig á
því að nokkur listaverkasali skuli
vilja snerta á þessum verkum því
hver, sem hafi einhvern snefil af
þekkingu á litum og pappír, geti á
stundinni séð að málverkin séu ekki
af þeim gæðum sem Svavar var
þekktur fyrir.
Þá er í blaðinu haft eftir eiganda
gallerísins, Leif Jensen, sem er
fyrrum ritstjóri á danska blaðinu
BT, að hann telji sig ekki hafa verið
að selja falsanir, hann hafi oft áður
selt verk eftir Svavar og vitað að
þau voru ekta. Blaðið spyr hvort
hann hafi ekki athugað ártölin og
rannsakað liti og pappír og séð að
þau gætu ekki hafa verið notuð af
Svavari en hann lést árið 1988.
Svarar listaverkasalinn því til að
hann hafi ekki gengið svo langt í at-
hugun sinni, hann hafi treyst selj-
andanum sem var Gallerí Borg á Is-
landi.
Pétur Þór Gunnarsson, lista-
verkasali í Gallerí Borg, sagðist í
samtali við Morgunblaðið vera
sannfærður um að þær myndir sem
hann hefði selt Leif Jensen hefðu
verið ófalsaðar enda hefðu þær
komið úr þannig búum að telji
mætti öruggt að þær væru ófalsað-
ar. Pétur Þór kvaðst leggja áherslu
á að gera þyrfti rannsóknir á þess-
um myndum þannig að ekki væri
aðeins byggt á áliti eins manns,
Ólafs Inga Jónssonar forvarðar.
Pétur Þór Gunnarsson kvaðst ítrek-
að hafa lent í því að Ólafur Ingi
hefði dæmt myndir falsaðar, sem
gulltryggt væri að hefðu ekki verið
falsaðar, m.a. myndir sem komið
hefðu í sölu frá ekkjum viðkomandi
listamanna.
Færri inn- i
brot í fyrra
en 1996
INNBROTUM á síðasta ári fækk-
aði nokkuð miðað við árið 1996 sam-
kvæmt skráningu lögreglunnar í j
Reykjavík eða úr 1.878 í 1.669 í
fyrra. Hefði innbrotum fjölgað jafn-
mikið árlega og verið hefur frá ár- i
inu 1992 hefði mátt reikna með
nærri tvö þúsund innbrotum í fyrra.
Ómar Smári Armannsson aðstoð-
aryfirlögregluþjónn sagði erfitt að
greina ástæður breytinganna á síð-
asta ári miðað við fyn-i ár. Nefna
mætti þó að fleiri af þeim sem væru
stórtækastir hefðu getað setið inni.
Talið er að rúmlega helmingur |
innbrotanna, jafnvel allt að tveimur
þriðju, sé í bíla. Næststærsti flokk-
urinn eni innbrot í fyrirtæki og síð-
an koma innbrot á heimili.
Unnið við þakviðgerð-
ir á Seltjarnarnesi
ÞESSIR kappklæddu menn
unnu að þakviðgerðum á Sel-
tjarnarnesi í gær. Blíðviðrið
að undanförnu hefur gert það
að verkum að enn að unnið að
mörgum framkvæmdum sem
yfirleitt eru einskorðaðar við
sumarmánuðina.
Þrátt fyrir að fyrsta kulda-
kast vetrarins sé nú gengið
um garð og svo gott sem as-
faltlaust sé í landinu, virðist
t.d. ekkert lát hafa orðið á
byggingaframkvæmdum á
höfuðborgarsvæðinu.
Á Veðurstofunni fengust
þær upplýsingar í gærkvöldi
að búist væri við suðaustan
hvassviðri eða stormi með
snjókomu eða slyddu og síðan
rigningu um allt land í dag. Þá
er búist við að hiti verði 1-6
stig síðdegis. Það má því
áfram búast við vori í Iofti þó
ekki séu nema nokkrir dagar í
þorra.
ÁKM BJÖBNSSON
Handbók, frnftirit og
skommtilestur um
hátíé
„...aðgengileg sem handbók
og uppflettirit en það rýrir ekki
gildi hennar sem fræðirits.
Bókin er í senn fræðandi og
bráðskemmtileg lesning."
Morgunblaðið
Morgunblaðið/Þorkell
Á VEGUM Héraðsnefndar Rangæ-
inga er verið að kanna vilja til sam-
einingar sveitarfélaga í Rangár-
vallasýslu. Gallup spyr fólk hvort
það vilji sameiningu og þá hvernig
sameiningu.
Umræður hafa verið um samein-
ingu sveitarfélaga á svæðinu að
undanförnu, meðal annars í nefnd
sem héraðsnefnd kaus. Drífa Hjart-
ardóttir, hreppsnefndarmaður í
Rangárvallahreppi og fulltrúi í hér-
aðsráði, segir að þegar niðurstöður
skoðanakönnunarinnar berist verði
boðað til fundar og næstu skref
ákveðin.
„Mér finnst fólk vilja samein-
ingu. Sveitarfélögin eru fámenn og
veik. Við vinnum mikið saman og
það ætti ekki að vera flókið mál að
sameinast,“ segir Drífa. Hún við-
urkennir að sameiningarbylgjan
sem gengur yfir landið hafi sín
áhrif. Rangæingar geti ekki setið
hjá og látið eins og ekkert hafi í
skorist.
3.200 íbúar
í 10 sveitarfélögum
í Rangárvallasýslu eru nú 3.200
íbúar í 10 sveitarfélögum. Ekki ligg-
ur íyrir hvort reynt verður að sam-
eina sýsluna í eitt sveitarfélög, í tvö
sveitarfélög í kringum miðstöðvarn-
ar á Hellu og Hvolsvelli eða í enn
smærri einingar.
Ránfluga frá Kenýa hefur verið flutt hingað til lands
Sett til höfuðs hús-
flugu í gripahúsum
Wlð! 09 mmmim
Laugavegi 18 • Sfmf 515 2500 • Sföumúla 7 • Sími 510 2500
ÍSLENSKIR svínabændur eru
famir að nota „ránflugur", ættaðar
frá Kenýa, til að eyða húsflugum í
gripahúsum. Fluga þessi lifir í flór
gripahúsa en þrífst ekki í náttúr-
unni.
Ránflugan hefur verið notuð með
góðum árangri í gripahúsum svína-
bænda á Norðurlöndum. Ingólfur
Ámason, eigandi raíverktakaíyrir-
tækisins Mosraf, kynntist notkun-
armöguleikum flugunnar á land-
búnaðarsýningu í Danmörku fyrir
nokkmm ámm. Hann fékk leyfi frá
íslenskum yfirvöldum til að flytja
tegundina inn fyrir rúmu ári. Á
þeim tíma hafa tæplega
20 svínabændur verslað
við hann. „Fluga hefur verið
vandamál í gripahúsum en nú
gefst svínabændum kost-
ur á lífrænni aðferð til
að eyða henni,“
sagði Ingólfur í samtali við Morgun-
blaðið í gær.
Fluttar inn í pappírsfernum
Lirfur ránflugunnar em fluttar
hingað til lands frá Danmörku í
pappírsfernum. Alls eru um 8.000
lirfur í hverri femu sem kostar
tæpar 1.700 krónur stykkið. Átta
þúsund lirfur duga á 70-80 fm í
gripahúsi en skammtana þarf að
endurnýja á þriggja mánaða fresti.
Lirfan klekst út á þremur til sex
dögum en það er sá tími sem
Ingólfur fær til að koma femunni
til viðskiptavina.
„Feman er sett inn í gripahúsið og
borað á hana göt. Flugan skríður
beint úr femunni niður í flórinn. Því
næst leggur flugan egg en hún
drepst að 20 dögum liðnum. Hún lifir
því aðeins í 26 daga að
RÁNFLUGAN
lifír í flór gripa-
húsa en þrífst
ekki í náttúr-
meðaltali. Lirfa ránflugunnar nærist
síðan á lirfu húsflugunnar. Þannig
fækkar húsflugunni smátt og srnátt."
Ingólfur segir að ránflugan eyði
síðan sjálfri sér þegar húsflugan sé
horfin úr gripahúsinu. „Lirfa rán-
flugunnar nærist eingöngu á lirfum
og sldptir engu þó um sömu tegund
sé að ræða.“
Ekki hættuleg
Ingólfur segir fluguna skaðlausa
og að engin hætta stafi af henni.
„Flugan er ljósfælin og forðast dags-
birtu. Hún lifir aðeins í hita og raka
og drepst ef hitinn fer niður fyrir
fjórar gráður. Vísindamenn á Norð-
urlöndum hafa kannað hvort þessa
tegund sé að finna í náttúrunni
en hún hefur ekki fundist þar.“
Ingólfur segir að reyndar
sé flugan það viðkvæm fyrir
kulda að hún hafi stundum drepist í
flutningum á vetuma. Ekki er
hægt að geyma fernurnar í far-
angursgeymslum flugvéla. Þess í
stað em þær geymdar í farþega-
rýminu. Þá drepst hún í flutningum
innanlands að vetri til ef bílstjórar
geyma hana í farangursgeymslum.
Ingólfur hyggur á frekari inn-
flutning og hefur óskað eftir að
flytja inn svipaðar flugur fyrir
hænsnabú.
Góð reynsla
af flugunni
„Reynsla okkar svínabænda af
ránflugunni er afar góð. Þessi teg-
und hefur haldið húsflugu í skefjum
í gripahúsum," segir Kristinn Gylfi
Jónsson, formaður Svínaræktafé-
lags íslands. Hann segir það
ánægjulegt að hægt sé að eyða hús-
flugunni á náttúmlegan hátt í stað
þess að nota skordýraeitur eða aðr-
ar aðferðir.
Héraðsnefnd Rangæinga
Skoðanakönnun
um sameiningu í
Rangárvallasýslu
I