Morgunblaðið - 20.01.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.01.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1998 21 ERLENT Söguleg heimsókn Jóhannesar Páls II páfa til Kúbu hefst á morgun Castro segir heimsóknina ekki ógna byltingunni Havana. Reuters, The Daily Telegraph. HVATNING Fidels Castros Kúbu- leiðtoga til þegna sinna um að fjöl- menna á útimessur Jóhannesar Páls páfa II, sem væntanlegur er í fimm daga heimsókn til eyríkisins á morg- un, er greinilegt merki um að hann hyggst hafa fulla stjórn á atburðum á meðan á hinni sögulegu heimsókn stendur. Castro lét hvatningu þessa út ganga til þjóðar sinnar í sex klukku- stunda löngu sjónvarpsávarpi sem sent var út á laugardag og aftur á sunnudag. Telja fréttaskýrendur að með þessu hafi Castro tekizt að slá nokkurn vind úr seglum kaþólsku kirkjunnar, sem bindur miklar vonh- við komu páfa til síðasta kommún- istaríkis vesturálfu, sem opinberlega var trúlaust ríki 1962-1992. Að vísu hefur stjórn Castros gert töluvert til að koma til móts við kaþ- ólsku kirkjuna og gefið henni þónokkurt frelsi til að breiða út boð- skap sinn. Forystumenn kirkjunnar á Kúbu hafa launað þennan tiltölu- lega velvilja stjórnvalda með því að stilla gagnrýni á þau í hóf. Byltingin lifír í ávarpinu lagði Castro áherzlu á að óvinir stjórnar hans á Vesturlönd- um væðu í villu ef þeir héldu að ferð kirkjufóðurins á fund „skrattans Ca- stros“ myndi binda enda á hina sós- íalísku byltingu. „Hvílíkir draumóra- menn,“ sagði hann. Castro, sem hefur látið fangelsa og lífláta ótal pólitíska andstæðinga á 38 ára valdatíma sínum, sagði: „í stað þess að sjá fyrir sér fund engils og djöfulsins, er ekki hægt að hugsa sér fund tveggja engla?“ í ávarpinu lagði Castro mikið upp úr því sem hann sagði að væri sam- eiginlegt með sjónarmiðum sínum og páfans, sem Casti'o hitti fyrst í tíma- mótaheimsókn sinni í Vatíkanið í nóvember 1996. Byltingarleiðtoginn lýsti páfanum sem „mjög vinsamleg- um, mjög virðingarverðum" manni og eyddi hálftíma í að lesa upp tO- vitnanir í ræður páfa þar sem hann lýsti sömu afstöðu og Kúbustjóm til mála eins og fátæktar og böls heims- kapítalismans. Sagði Castro páfann vera „hvorki afturhalds- né stórveld- issinna". Eftfr ávarpið tjáði Castro erlend- um fréttamönnum að hann teldi þann orðstír vera orðum aukinn sem gengi af páfa um að hann hefði sem baráttumaður gegn marxískri hug- myndafræði átt sinn þátt í hruni kommúnismans í heimalandi hans Póllandi og víðar í Austurblokkinni fyrrverandi. Petta væri ímyndun. Orsakirnar fyi'ir umbyltingunni í Austur-Evrópu lægju frekar í „sögu- legum mistökum hinnai- alþjóðlegu byltingarhreyfingar". Hann sagði að Clinton Banda- ríkjaforseta væri velkomið að koma til Kúbu til viðræðna „um kapítal- isma, nýfrjálshyggju, hnattræna þróun og lýðræði", ef hann vildi. Jákvæð afstaða Bandaríkjanna en óbreytt stefna Opinber afstaða bandarískra stjómvalda til Kúbuferðar páfa er jákvæð, þar sem þau vænta þess að hún muni beina athygli umheimsins að frelsisskorti og fleiri neikvæðum hliðum kúbversks þjóðfélags. Að sögn embættismanna í Washington er ekki líklegt að nokkuð breytist í stefnu Bandaríkjanna gagnvart Kúbu þrátt fyrir að innan Bandaríkj- anna séu í auknum mæli hópar fam- ir að láta til sín taka sem berjast fyr- ir afnámi hafnbannsins á Kúbu. Castro sagði í ávarpi sínu um helgina að hann myndi sjálfur verða viðstaddur aðalmessuna sem páfi Reuters KÚBVERSKIR feðgar aka hér hjá veggspjaldi í Havana, þar sem páfi er boðinn velkominn. Fidel Castro Kúbuleiðtogi hvatti landsmenn um helgina til að fjölmenna á útimessur hins tigna gests. heldur í heimsókninni, sem fara á fram á Byltingartorgi í miðborg Ha- vana á sunnudag, síðasta dag heim- sóknarinnar. Með því að gera hana að atburði fyrir alla, ekki eingöngu þá trúuðu, hefur Castro gefið til kynna að hann muni fylgjast náið með því hvaða athafnafrelsi kirkjan leyfir sér í ríki hans. Kröfur um aukna sjálfsstjórn Færeyinga Þórshöfn. Morgunblaðið. KRÖFUR um aukna sjálfsstjórn til handa Færeyingum og að skýr- ar verði kveðið á um ríkjasam- bandið við Danmörku, hafa fengið byr undir báða vængi í kjölfar bankaskýrslunnar svokölluðu sem birt var sl. föstudag. Síðar í vikunni mun Jafnaðarmannaflokkurinn leggja til að komið verði á fót nefnd sem leggi fram tillögur um stjórn- skipulag eyjanna fyrir Lögþingið. Þá mun Sjálfstýriflokkurinn leggja til að efnt verði til þjóðaratkvæða- greiðslu um stöðu Færeyja innan ríkjasambandsins fyrir árið 2002. Krafa um skýrari tengsl „Bankarannsóknin leiddi í ljós að við vorum hlunnfarin, auk þess sem í ljós kom að stjómmálasam- band Danmerkur og Færeyja er vonlaust. Það sama á við mikilvæg atriði á borð við efnahagsmál, sem hafa afgerandi áhrif á færeyskt samfélag," segir Helena Dam á Neystabo, formaður Sjálfstýri- flokksins og annar pólitískra eftir- litsmanna með nefndinni sem vann að skýrslunni. „Við verðum að hafa fullan sjálfsákvörðunarrétt og bera fulla ábyrgð,“ segir hún. Helena Dam hyggst leggja fram ósk um þjóðaratkvæðagreiðslu eins og áður er nefnt og vonar hún að málið verði tekið fyrir um leið og ósk jafnaðarmanna um nefnd er kanni stjórnskipulagið. Jafnaðar- mannaflokkurinn telur að heima- stjómarreglumar frá 1948 séu úr- eltar og segist jafnaðarmaðurinn Marita Petersen, fyrrverandi lög- maður, sannfærð um að hefðu regl- ur um tengsl landanna verið skýi'- ar, hefði rannóknin á bankamálinu ekki verið nauðsynleg. „Við Færeyingar hefðum ekki lent í þeirri aðstöðu að gengið væri framhjá okkur, hvað varðaði mikilsverðar upplýsingar um bankakerfi okkar, ef tengsl Færeyja og Danmerkur hefðu verið skýr. Bankarannsóknin hef- ur staðfest þá skoðun mína að nauðsynlegt er að endurskoða þau,“ segir Marita Petersen. Tel- ur hún fullvíst að tillaga flokksins njóti stuðnings meirihluta þing- manna. Tillaga Jafnaðarmannaflokksins var raunar lögð fram áður en bankaskýrslan lá fyrir og segir Petersen að hún eigi að leiða í ljós „hvað það feli í sér að vera Færey- ingur og hafa færeyskan ríkis- borgararétt. Nú eram við öll danskir ríkisborgarar." Þá segist Petersen vilja að ljós verði hver efnahagsleg tengsl Færeyja og Danmerkur séu og að mál sem varði Færeyjar eigi ekki að heyra undir Dani, svo sem dómsmál og utanríkismál. Lögmaðurinn andvígur endurskoðun Edmund Joensen, lögmaður Færeyja og formaður Sambands- flokksins sem hefur verið einna hallastur færeysku flokkanna und- ir Dani, er ekki sammála Dam og Petersen um að breyta eigi heima- stjórnarlögunum. Hann hefur áð- ur hótað því að segja af sér og rjúfa þing ef átt verði við lögin og endurtók hótun sína í gær. Segir Joensen að rammi heimastjórnar- laganna sé rúmur og það sé Færeyingra sjálfra að „fylla út í hann.“ Nefnd ESB fer til Alsírs Algeirsborg. Reuters. NEFND á vegum Evrópusam- bandsins (ESB) hélt í gær til Al- sírs í því skyni að afla upplýsinga um blóðsúthellingarnar í landinu síðustu sex árin. Nefndin hyggst m.a. ræða við stjórnvöld í Alsír og þetta er í fyrsta sinn sem þau vilja ræða átökin í landinu, sem hafa kostað 65.000 manns lífið, við full- trúa Evrópusambandsins. Nefndin er skipuð aðstoð- arutanríkisráðherrum frá Bret- landi, Lúxemborg og Austurríki og Manuel Marin, sem fer með samskiptin við ríkin við sunnan- vert Miðjarðarhaf í framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins. Stjórn Alsírs hafði ítrekað hafnað viðræðum við ESB og lýst þeim sem íhlutun í innanríkismál landsins. Stjórnin lét þó að lokum undan og féllst á að ræða við nefndina en krafðist þess að við- ræðurnar myndu einskorðast við sameiginlegar aðgerðir gegn „hermdarverkum“. Búist er við að stjórn Alsírs árétti þá kröfu að gripið verði til harðra aðgerða gegn herskáum múslimum í Evrópuríkjunum og segi nefndinni að landið standi frammi fyrir ofbeldisverkum „hermdarverkamanna“ en ekki pólitískri kreppu. Stjórnin hefur hafnað hugmyndum um alþjóð- lega rannsókn á fjöldamorðum í Alsír, sem hún sakar uppreisnar- menn úr röðum múslima um að hafa framið. Nefndin átti að koma til Al- geirsborgar í gærkvöldi og hefja viðræðurnar í dag. Hún hyggst ræða við Ahmed Attaf, utanríkis- ráðherra Alsírs, þingmenn stjórn- arandstöðunnar og ritstjóra al- sírskra dagblaða. Dagblaðið A1 Khabar sagði að nefndin hygðist ennfremur fara í þorp nálægt Aigeirsborg þar sem um 100 íbúar voru myrtir í vik- unni sem leið. Ólíklegt er þó að af þeirri ferð verði vegna tímaskorts þar sem gert er ráð fyrir að nefndin fari frá Alsír í kvöld. Ekkert lát á morðunum Rúmlega 1.100 Alsírbúar hafa verið myrtir á síðustu þrem vik- um í blóðugasta kafla átakanna í Alsír, sem hófust í janúar 1992 þegar yfirvöld aflýstu kosningum til að koma í veg fyrir að flokkur heittrúaðra múslima, íslamska frelsisfylkingin (FIS), kæmist til valda og stofnaði íslamskt ríki. Ekkert lát er á morðunum og alsírsk dagblöð skýrðu frá því í gær að tíu borgarar, þeirra á meðal vanfær kona, hefðu beðið bana í árásum á alsírsk þorp um helgina. COROLLA er með öryggisbelti búin forstrekkjara og álagsvörn (petta er hluti af samvirkum öryggisbúnaði Toyota) Komdu í sýningarsal okkar að Nýbýlavegi í Kópavogi eða til umboðsmanna okkar um land allt. Nánari upplýsingar í síma 563 4400 eða www.toyota.is. ® TOYOTA Tákn um gœði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.