Morgunblaðið - 20.01.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.01.1998, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Nautnalíf á Djöflaeyju DJÖFLAEYJAN, kvikmynd Frið- riks Þórs Friðrikssonar, er ein fímm mynda sem Nigel Andrews, kvikmyndagagnrýnandi Financial Times, fjallar um í nýlegu tölublaði undir yfirskriftinni Nautnalíf lið- inna tíma. Svo sem nærri má geta eiga myndimar það allar sammerkt að fjalla um liðna og jafnvel löngu liðna tíma, enda eru menn sem ekki þekkja söguna af eigin raun dæmdir til að endurtaka hana, svo sem Andrews kemst að orði. Gagnrýnandinn segir Djöflaeyj- una, þar sem viðbrögð blásaklausra eyjarskeggja við innrás framandi poppmenningar sé til umfjöllunar, minna um margt á sviðsleikrit - enda hafí slíkt verk áður verið unnið upp úr skáldsögunni - hurðaskellir marki oftar en ekki upphaf og endi atriða. Að áliti Andrews er myndin engu að síður fyndin á köflum og leikurinn innblásinn. Nefnir hann Sigurveigu Jónsdóttur, í hlutverki „hinnar náfölu ömmu“, sérstaklega í því samhengi. Hinar myndirnar sem Andrews fjallar um í grein sinni eru Boogie Nights eftir Paul Thomas Ander- son, Pretty Village, Pretty Flame sem Srdjan Dragojevic gerði, Devil’s Advocate eftir Taylor Hack- ford og mynd Johns Henderson, Bring Me the Head of Mavis Davis. -------------------- Dagskrá um Hallgerði lang- brók í Lista- klúbbnum DAGSKRÁ um Hallgerði langbrók, Ærið fögur er mær sjá..., sem flutt var 12. janúar sl. í Listaklúbbi Leik- húskjallarans, verður endurtekin miðvikudagskvöldið 21. janúar og hefst kl. 20.30. Jón Böðvarsson og Kristján Jó- hann Jónsson íslenskufræðingar tala um Hallgerði og samband hennar við karlmennina sem koma við sögu hennar. Leikaramir Sig- rún Gylfadóttir og Stefán Sturla Sigurjónsson lesa valda kafla úr Njálu og flytja atriði úr leikriti Hlínar Agnarsdóttur, Gallerí Njála. Kynnir og stjómandi umræðna er Silja Aðalsteinsdóttir. Húsið verður opnað kl. 19.30 og er miðasala við innganginn. --------------- Sýningum lýkur Gallerí Hom SÝNINGU Áma Rúnars Sverris- sonar lýkur miðvikudaginn 21. janú- ar. LEIKLIST S j ó n v a r p s 1 e i k h ú s i <1 HJARTANS MÁL 3. HLUTI Handrit: Guðrún Helgadóttir. Leikstjóri: Þorsteinn Jónsson. Stjórn upptöku: Ragnheiður Thorsteinsson. Myndataka: Dana F. Jónsson, Einar Páll Einarsson, Einar Rafnsson og Jón Víðir Hauksson. Tónlist: Gunnar Þórð- arson. Hljóð: Gunnar Hermanns- son og Vilmundur Þór Gislason. Hljóðsetning: Gunnar Hermanns- son. Lýsing: Árni J. Baldvinsson og Ellert Ingi Harðarson. Grafík: Birgir Björnsson. Förðun: Mál- fríður Ellertsdóttir. Búningar: Stefanía Sigurðardóttir og Ingi- björg Jónsdóttir. Handritsráðgjöf: Sveinbjöm I. Baldvinsson. Leik- mynd: Gunnar Baldursson. Leik- arar: Björn Ingi Hilmarsson, Kristbjörg Kjeld, María Ellingsen, Sigurveig Jónsdóttir, Vigdís Gunnarsdóttir og Þór Tulinius. Sunnudagur 11. janúar. ÞAÐ VAR mikið tilhlökkunar- efni að setjast fyrir framan sjón- LISTIR Morgunblaðið/Jónas Erlendsson KRISZTINA Szklenár, Brandur Guðjónsson og Brynja Bjarnadóttir fengu blóm í þakklætisskyni að tónleikunum loknum. Tónskóli Mýrdælinga í uppsveiflu Morgunblaðið. Fagridalur. MIKIL gróska er í tónlistarlífi Mýrdælinga um þessar mundir 71 nemendur em skráðir í tón- listarskólann og af 526 íbúm hreppsins er það tæp 14%. Kennt er á blokkflautu, pfanó, blásturs- hljóðfæri og auk þess sem 14 nemendur stunda söngnám. Nýr skólastjóri var ráðinn að skólan- um í haust, Sigurbjörg Kristínar- dóttir, auk hennar kenna við skólann Krisztína og Zoltán Szk- lenár sem koma frá Ungveija- landi. Meira en helmingur nemenda í grunnskólum Mýrdalshrepps em i tónlistamámi auk þess sem nokkrir fullorðnir eru bæði í byijenda- og framhaldsnámi. Tveir af nemendum í einsöng héldu tónleika í félagsheimilinu Tunguseli í Skaftártungu, við undirleik Krisztínu Szklenár það vora þau Brynja Bjarnadóttir en hún er úr Álftaverinu og mætir í einkatima í Vík og Brandur Guð- jónsson sem byijaði í söngnám í haust. Vel var mætt af heimamönnum og gestum, þeir sem mættu voru almennt ánægðir með sönginn. Auk þess hvað tónlistarskólinn blómstrar era í Vík starfandi kirkjukór og karlakór sem Krist- ina stjórnar og barnakór sem Anna Björnsdóttir stjórnar Stórtónleikum frestað STÓRTÓNLEIKAR Stuðmanna og Karlakórsins Fóstbræðra sem upphaflega áttu að vera 24. janúar verða haldnir í Háskólabíói laugar- daginn 28. febrúar næstkomandi. I fréttatilkynningu segir að Ijóst hafi verið að leggja þyrfti mun- meiri vinnu í útfærslu á hljóðmál- um en ætlað var í fyrstu. Auk þess reyndist tímafrekara en talið var í upphafi, að útvega nayðsynlegan tæknibúnað erlendis frá. Þeir tónleikagestir sem þegar höfðu tryggt sér miða á tónleikana, áður en dagsetningu þeirra var breytt, geta fengið miðum sínum skipt í Háskólabíói og munu þeir halda sömu sætum og þeir höfðu keypt í upphafi. Á tónleikunum verður m.a. flutt tónlistin úr kvikmyndinni Með allt á hreinu og Karlakórinn Hekla. Stuðmenn og Fóstbræður munu sameiginlega flytja flest lögin á tónleikunum. Þeim til aðstoðar verður 10 manna blásarasveit. Út- setningu tónlistar hafa annast Ami Harðarson, Magnús Ingimarsson, Ólafur Gaukur og Ríkarður Öm Pálsson. Stjómandi tónleikanna verður Árni Harðarson, stjórnandi Fóstbræðra. Nýjar bækur Afmælisrit Davíðs Oddssonar AFMÆLISRIT - Davíð Odds- son fimmtugur 17. janúar 1998 kom út á afmælisdaginn. Rit- nefndina skipuðu Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Þór- arinn Eldjárn. Fremst í bókinni er Tabula gratulatoria. Fjölmargir höf- undar eiga efni í bókinni og má þar finna ritgerðir um margvís- leg efni, m. a. stjórnmál, hag- fræði, heimspeki, menningar- mál og skáldskap; einning minningabrot. Nokkur ljóð og lög eru í bókinni. Eftirfarandi eiga efni í Af- mælisritinu: Arnór Hannibals- son, Atli Heimir Sveinsson, Ái-ni Grétar Finnsson, Ásdís Halla Bragadóttir, Ásgeir Pét- ursson, Baldur Guðlaugsson, Birgir Isleifur Gunnarsson, Birgir Þór Runólfsson, Björn Bjarnason, Björn Sigurbjörns- son, Brynjólfur Bjarnason, Ein- ar Már Guðmundsson, Einar Stefánsson, Eiríkur Hreinn Finnbogason, Eiríkur Tómas- son, Elín Hirst, Elín Pálmadótt- ir, Elsa B. Valsdóttir, Erlendur Jónsson, Friðrik H. Jónsson, Geir H. Haarde, Gísli Gunnars- son, Gísli Jónsson, Glúmur Jón Björnsson, Guðmundur Heiðar Frímannsson, Guðmundur Magnússon, Guðmundur G. Þórarinsson, Gunnlaugur Sæv- ar Gunnlaugsson, Gunnlaugur Þórðarson, Hafliði Pétur Gísla- son, Hannes Hólmsteinn Giss- urarson, Haraldur Ólafsson, Hjörleifur Kvaran, Hrafn Gunnlaugsson, Hreinn Lofts- son, Hörður Einarsson, Hörður Sigurgestsson, Indriði G. Þor- steinsson, Jakob F. Ásgeirsson, Jóhannes Nordal, Jón G. Frið- jónsson, Jón Steinar Gunn- laugsson, Jón Þórarinsson, Jónas H. Haralz, Jónmundur Guðmarsson, Kristján Þórður Hrafnsson, Kristján Karlsson, Logi Gunnarsson, Margrét Hallgrímsdóttir, Matthías Jo- hannessen, Ólafur Björnsson, Ólafur Oddsson, Ragnar Ái-na- son, Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir, Sigríður Á. Snæv- arr, Sigurður Líndal, Sigurður Pálsson, Sigurður B. Stefáns- son, Stefán Baldursson, Stein- unn Sigurðardóttir, Sveinn Ein- arsson, Sverrir Kristinsson, Tryggvi Þór Herbertsson, Val- ur Ingimundarson, Þorvaldur Búason, Þorvaldur Garðar Kri- stjánsson, Þorvaldur S. Þor- valdsson, Þór Sigfússon, Þór Whitehead, Þórarinn Eldjárn og Össur Skarphéðinsson. Bókafélagið gaf út. Um um- brot sá Sigurgeir Orrí Sigur- geirsson, prentvinnslu Prisma Prentbær og bókband Félags- bókbandið - Bókfell. Bókin er 960 síður. Aftast eru upplýsing- ar um höfunda. DAVIÐ Oddsson tekur við Afmælisritinu úr höndum Þórarins Eldjárns. Tannlæknisfrúin leysir frá skjóðunni varpið og sjá lokaþátt glæpadram- ans Hjartans mál eftir Guðrúnu Helgadóttur. Því miður stóð hann ekki undir væntingum. Efni þáttanna var komið til skila í samræðum, annaðhvort á kaffihúsi eða á heimilum fólks. Sjaldan var skipt á milli sena, heldur sátu persónurnar oftast augliti til auglitis og ræddust við. Reynt var að koma á einhverri hreyfíngu með því að Laufey tók til matinn heima í eldhúsi eða að Halldóra serveraði kaffi og velti við postulíni heima hjá sér en ein- ungis gæði textans leiks og leik- stjórnar og nokkur útsjónarsemi í klippingum og myndatöku héldu athygli áhorfenda vakandi. í lokaþættinum má segja að ýmislegt hafi komið í veg fyrir að verkið gengi upp í heild. Þar má fyrst nefna að verkið rúmaðist ekki innan formsins. Hreyfingar- leysi og einhæfni einkenndu kvik- myndunina og meginhluti síðasta þáttarins fer fram í sömu stofunni. Lausir endar, sem búist var við að vel yrði gengið frá, stungu í augu. Verst var þó að frásögnin varð æ ótrúverðugri og í lokin virtust bæði höfundur, leikstjóri og per- sónurnar Halldóra og Snorri vera komin í tímaþröng. Eins og við mátti búast áttu leikararnir erfitt með að túlka hin skjótu sinnaskipti. Tannlæknisfrú- in Halldóra játar með eftirgangs- munum fyrir Snorra, eiginmanni Laufeyjar, að hafa myrt kærasta Lovísu þegar hann var að nauðga þriðju vinkonunni, Nínu. Áður hafði ekkert bent til að hann væri slíkt ómenni og það er óútskýrt af hverju hann lét til skarar skríða þegar hann gat verið næstum viss um að komið yrði að honum. Hall- dóra hefur að sjálfsögðu aldrei verið söm manneskja eftir. Snorri lætur sér lítið bregða við fregnirn- ar, bíður í nokkra mánuði og gref- ur upp beinin þegar Laufey er að fæða frumburð þeirra og huslar þau í kirkjugarði. Sigurveig Jóns- dóttir var hin staffírugasta í hlut- verki Halldóru fram að því að hún brotnar niður og játar allt. Þór Tulinius tókst ekki að koma neinu viti í persónu Snorra í þessum þriðja þætti, enda lítil efni til þess. Laufey tekur þannig ekki einu sinni þátt í lokauppgjörinu heldur er haldið utan við það af ásettu ráði - sennilega til að vernda hana fyrir vonsku heimsins. Hvorki sést heldur haus né sporður á hinni spennandi og dularfullu heims- konu Lovísu Juul og við komumst aldrei að viðbrögðum hennar. Vig- dís Gunnarsdóttir fer vel með lítið hlutverk forvitinnar dóttur Hall- dóru en hún fær heldur ekki að vita neitt. Áhorfendur upplifa glæpamyndir í gegnum viðbrögð þátttakendanna og eru þá þungað- ar, viðkvæmar konur taldar sér- staklega heppilegar til að koma hryllingi á framfæri. Hér er tæki- færið ekki notað; spennan nær aldrei hámarki heldur er kæfð í rislítilli úrlausnarsenu. Þannig dettur botninn úr hryll- ingnum og eftirvæntingunni sem var búið að byggja upp í hinum tveimur þáttunum. Þessi sjón- varpsmynd sem lofaði góðu í per- sónulýsingum, málfari og spennu olli miklum vonbrigðum. Sú ein von er eftir að höfundur reyni aft- ur og þá með meira svigrúm í fjár- magni, tíma og sviðsmyndafjölda, til þess að hún geti komið hug- myndum sínum skipulega á fram- færi. Sveinn Haraldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.