Morgunblaðið - 20.01.1998, Síða 46

Morgunblaðið - 20.01.1998, Síða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Smáfólk THI5 15 A BORPER COLLIE, SEE, ANP THE5E ARE THE U)ERE 5UPP05ED TO BE P0IN6 WATER COLOR5 OF FLOWER5.. \'Zf IT ALL TAKE5 PLACEINA MEADOU).. éSlá 5UDDENLY, A WOLF C0ME5, 50 THE BORDERCOLLIE 6ET5 ON THE PHONE,AND CALL5 IN AN AlR 5TRIKE Þetta er fjárhuntlur, sjáðu, og þetta eru kindurnar sem hann er að gæta. Allt í einu kemur úlfur svo að fjárhundurinn fer í simann og kallar út loftárás! Við eigum að gera vatnslita- mynd af blómum. Þetta gerist allt á engi. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Mengunarlausir strætisvagnar Frá Vigfusi Erlendssyni: í GREIN minni í Mbl. 8. jan. sl., Mengunarlaus orka, fyrri hluti, var áskorun til SVR að láta nú til sín taka með því að hefja notkun meng- unarlausra strætisvagna hér í borg. I sjónvarpsfréttum sama kvöld var rætt við Lilju Ólafsdóttur, forstjóra SVR, í tilefni þess að verið var að taka nýjan, mengunarminni strætis- vagn frá Scania í notkun. Lilja vildi í þessu sambandi vísa boltanum yfir til Landsvirkjunar og annarra orku- fyrirtækja í landinu hvað varðar þró- un og notkun á mengunarlausri orku. Málið er bara að í þessu sam- bandi er boltinn hjá SVR ef hann er þá nokkurs staðar. Á undanfómum árum hefur verið í gangi viðamikil þróun á notkun mengunarlausra orkugjafa og nýrrar tækni. Hægt er að vísa þar til kanadíska fyrirtækis- ins Ballard, sem hefur verið leiðandi í þróun efnarafala og er í samstarfi við fjöldamarga aðila, m.a. marga bílaframleiðendur. Eftirfarandi þró- unaráætlun hefur verið í gangi hjá Ballard m.a. í samstarfi við Daimler- Benz: Þróunaráætlun Ballard fyrir vetn- is- og efnarafalaknúna strætisvagna er sem hér segir: 1. fasi (1993) - Sönnun hugmyndar (proof of concept). Drægi: 100 mfl- ur/160 km. Farþegar: 20. Efnarafall: 125 hestafla. Fyrsti ZEV vetnis- strætóinn, (ZEV: zero-emission- vehicle) frá kanadíska fyrirtækinu Ballard 1993 var knúinn 125 hestafla efnarafli. 2. fasi (1995) - Framleiðslufrum- gerð (commercial prototype). Drægi: 250 mflur/400 km. Farþegar: 60. Efnarafall: 275 hestafla. Ballard ZEV vetnisstrætó frá 1995 var knú- inn 275 hestafla efnarafli. 3. fasi (1997) - Reynslufloti (demonstration fleet) Drægi: 250 mflur/400 km. Farþegar: 60. Efnara- fall: 275 hestafla. NEBUS (New Electric Bus) frá Daimler-Benz, sem kom fram í maí 1997, notar þróaða efnarafla frá Ballard með 55% nýtni. Þessi vagn er kominn á götuna í Þýzkalandi. 4. fasi - (1999) Raðframleiðsla (commercial production). Drægi: 350 mflur/560 km. Farþegar: 75. Efnara- fall: 275 hestafla. Eins og fram kom í annarri grein minni um mengunarlausa orku í Mbl. 14. janúar sl. fékk Chicago borg á þessu ári afhenta 3 vetnisvagna tfl prófunar í tvö ár, þar sem reynt verður hvort slíkir vagnar muni henta m.t.t. afls, kostnaðar, áreiðan- leika, þæginda og fleiri þátta með því markmiði að hefja síðan raðfram- leiðslu slíkra vagna. Framlag SVR til þessara mála gæti verið að hefja tilraunir með reynsluflota fyrir alda- mót og helst sem fyrst, sem í fyrstu gæti reyndar verið 1 vagn, og samið við einn af þeim aðilum sem nú þeg- ar eru í fasa 3. Hitt er svo rétt að orkufyrirtæki og olíufélög geta líka farið að huga að þessum málum, orkufyrirtækin t.d. með efnarafalarafstöðvum og einnig tengingu sólarrafhlaðna og vindmylla við efnarafala. Olíufélögin þurfa svo fyrst og fremst að hefja undirbúning í tengslum við dreifi- kerfi orkugjafanna (s.s. methanól og vetni) en rétt er að benda á að Shell í Hollandi rekur mjög umfangsmikla sólarrafhlöðuframleiðslu og hyggur á mjög stóra hluti í þeim efnum, m.a. sólarorkustöð sem getur framleitt allt að 20 MW. VIGFÚS ERLENDSSON, tæknifræðingur. Sálsýkislegt gildismat Frá Grími M. Steindórssyni: HVAR er fegurðin? Hvar er innsæið á upphafningu og innblástur? Glíma við sólargeisla sem er í ákveðinni stöðu kl. 12.10 hefur ekk- ert með list að gera, eða kl. 12.15; það er glíma við þraut sem gaman er að leika sér að líkt og púsluspil þar sem útkoman er gefin; það er bara þolin- mæði að tjasla kubbunum saman. Útkoma vals á höfundum að veggskreytingu einsog í Sigöldu er eins og klíkuskapur getur orðið herfilegastur. Steinunn sem stóð uppúr með stórkostlega hugmynd var ekki virt viðlits en hefði verið landi og þjóð til mikils sóma um ókomna tíð. Reglur sem settar hafa verið eru til tjóns og skaða listsköp- un. Betra væri að allir sem vildu fengju tækifæri að sanna sig undir nafnleynd en þá lentu þeir bara úti í kuldanum sem líta á sig sem Goð þar sem pennastrik er stórkostleg hst sé það bara í nógu stóru rými. Að félag sem samanstendur af hópi myndlist- armanna eins og SÍM skuh standa að svona reglum er forkastanlegt. Kemur ekki á óvart þegar einn er með 40 umboð á „aðalfundi“, fundi sem í ofanálag er færður til án til- kynningar svo þeir sem ætluðu að mæta komu að læstum dyrum og urðu af gamninu. Listamannalaun eru skrípi; þegar listinn er kannaður síðustu árin kemur í ljós að alltaf eru þar sömu nöfnin, samanber Níels Steinþórsson sem tók sér hsta- mannsnafnið Hafstein, líklega af hrifningu á Jakobi Hafstein. Haf- steinar áttu reyndar erfitt með að kyngja því. Það eru miklir listunnendur og listamenn í ætt Steinþórs Marinós og ekki ástæða til að skammast sín yfir því að bera nafn hans. Vonandi er að samkeppnisform þróist að list- sköpuninni og hún hverfi frá tölvu- leikjum og úthlutun á starfslaunum verði óháð klíkum sem eiga annars ekki heima í listageiranum. Klíkuna mætti til dæmis reyna í glugga- skreytingum, en ekki er víst að þær vektu athygli til hagsbóta fyrir kaup- manninn. „List hefur ekkert með vísindi að gera. List er engin tilraunastarf- semi. Það eru ekki til neinar fram- farir í listum, frekar en framfarir í kynlífi. - Til þess að einfalda málið: Það eru einungis til mismunandi leiðir til að standa á eigin fótum.“ GRÍMUR M. STEINDÓRSSON, listamaður. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að Iútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.