Morgunblaðið - 01.02.1998, Qupperneq 4
4 SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 25/1 - 31/1
K^hbísi
►IÐNAÐARÁÐHERRA seg-
ir að íslensk stjórnvöld og
fulltrúar Norsk Hydro hafi
orðið sammála um að halda
áfram viðræðum um hugsan-
lega byggingu álvers hér á
landi. Ráðist verði í frumat-
hugun sem á að vera lokið í
byrjun júní nk.
►BÆJARYFIRVÖLD í
Reykjanesbæ hafa óskað eft-
ir formiegum viðræðum við
grunnskólakennara um gerð
sórkjarasamnings. Óánægju
gætir meðal kennara í mörg-
um sveitarfélögum með kjör
sín og hafa þær sumstaðar
leitt il viðræðna um bætt
kjör.
Óbreytt staða í
sjómannadeilu
ENGINN árangur hefur orðið af
sáttatilraunum í sjómannadeilunni.
Hefst verkfall sjómanna, yfirmanna og
vélstjóra á morgun hafi samningar
ekki náðst. Reyna átti til þrautar að ná
samkomulagi og afstýra verkfalli með
sáttafundum yfir helgina. Talið er að
yfirvofandi verkfall myndi hafa alvar-
legar afleiðingar í efnahagslífinu og
sér áhrifa þess nú þegar stað, þar sem
ekki hefur verið hægt að ljúka samn-
ingum um sölu loðnuafurða til Japana
vegna yfirvofandi verkfalls. Utanríkis-
ráðherra segir boðað verkfall ógna
stöðugleikanum sem ríkt hefur í efna-
hagsmálum.
► NÝSTOFNAÐ fyrirtæki
fjögurra íslenskra kvikmyn-
mdagerðarmanna vinnur nú
að fjármögnun viðamikillar
heimildarmyndar um landa-
fundi Leifs heppna Eiríks-
sonar í Vesturheimi.
►INFLÚENSA af A-stofni
hefur verið greind á Rann-
sóknastofu Landspftalans í
veirufræði. Læknar segja in-
flúensufaraldur í hámarki
þessa dagana og auk henn-
ara hefur verið að ganga
áberandi streptókokkafar-
aldur og RS-vírus hefur
einnig verið útbreiddur með-
al ungbarna.
►DÓMSMÁLARÁÐHERRA
hefur skipað Harald Johann-
essen varalögreglustjóra til
þess að vera ríkislögreglu-
stjóri frá og með 1. febrúar.
Gaukur Jörundsson, umboðs-
maður Alþingis, hefur verið
kjörinn dómari við Mannrétt-
indadómstól Evrópu. Um er
að ræða nýjan dómstól sem
Ieysir núverandi Mannrétt-
indadómstól og Mannrétt-
indanefnd Evrópu af hólmi.
Kaupa 60%
hlut í Samlífi
SAMNINGAR hafa verið undirritaðir
um kaup íslandsbanka, Búnaðarbanka
og fimm lífeyrissjóða á samtals 60%
hlut í líftryggingafélaginu Samlífi. Fé-
lagið var áður að fullu í eigu Sjóvár-Al-
mennra, Tryggingamiðstöðvarinnar og
aðila þeim tengdum, en með sölunni
minnkar eign þeirra í 40%. Samlíf er
stærsta líftryggingafélag landsins með
tæplega 50% markaðshlutdeild miðað
við bókfærð iðgjöld og eru
viðskiptavinir félagsins nú rúmlega 30
þúsund talsins.
Hætta rekstri
lækningastofa
UM 40 sérfræðilæknar á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur hafa tilkynnt stjómend-
um spítalans að þeir ætli að helga sig
alfarið störfum fyrir spítalann og
hætta rekstri eigin lækningastofa.
Ekki liggja fyrir tölur á Landspítala
um hve margir sérfræðingar ætla að
helga sig störfum fyrir spítalann, en
reiknað er með að breytingin þar verði
minni en á SHR.
Hernaðarárás á írak
í undirbúningi
DEILAN um vopnaeftirlit í írak
stefndi áfram í hart í vikunni. Stjóm-
völd í Rússlandi og Frakklandi hvöttu
til þess að deilumar við íraksstjóm
yrðu settar niður með samningum og
Frakkar gagnrýndu einnig þau ummæli
Richards Butlers, formanns vopnaeftir-
litsnefndar Sameinuðu þjóðanna, að
írakar ættu nóg af sýklavopnum til að
„tortíma öllum íbúum Tel Aviv“. Madel-
eine Albright, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, og Bill Richardson,
sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ,
héldu af stað í ferðalag milli höfuðborga
ýmissa ríkja í Evrópu, Miðausturlönd-
um, Afríku og Suður-Ameríku til að afla
stuðnings við „öflug viðbrögð" við að-
gerðum íraksstjómar gegn vopnaeftir-
litsnefnd SÞ. Bill Chnton Bandaríkja-
forseti kvaðst staðráðinn í að koma í
veg fyrir að írakar gætu beitt gjöreyð-
ingarvopnum. Saddam Hussein íraks-
forseti sagðist hins vegar ekki óttast
hótanir Bandaríkjamanna og ætla að
beita öllum herafla sínum geri þeir árás
á landið.
Stefnuræða beinir
athygli frá hneyksli
BILL Chnton Bandaríkjaforseti flutti
stefnuræðu sína á bandaríska þinginu
aðfaranótt miðvikudags að íslenzkum
tíma. í henni hvatti forsetinn til þess að
væntanlegur afgangur af fjárlögum
næsta ára yrði notaður til að efla al-
mannatryggingakerfið. Trent Lott,
leiðtogi repúbhkana í öldungadeildinni,
lagðist gegn þessari hugmynd. Ræðan
mæltist vel fyrir hjá almenningi ef
marka má skoðanakannanir, en hún gaf
Chnton tækifæri til að beina athyghnni
frá hneykslismáli sem snýst um meint
ástarsamband hans við fyrrverandi
starfsstúlku í Hvíta húsinu. Hillary
Rodham Clinton, eiginkona forsetans,
sagði í spjallþáttum í sjónvarpi í vik-
unni að ásakanimar á hendur CUnton
væm samsæri hægrimanna. Kenneth
Starr, sérskipaður saksóknari, heldur
áfram rannsókn sinni á ásökununum.
►ÞEGAR nýjustu umferð
viðræðna um frið á N-írlandi
lauk í Lundúnum á miðviku-
dag sögðu brezkir og írskir
rúðherrar að deilendur, sam-
bandssinnar og lýðveldis-
sinnar, hefðu loksins farið að
ræða um raunveruleg
ágreiningsefni. Á fimmtudag
tilkynnti Tony Blair, forsæt-
isráðherra Bretlands, að fara
ætti fram ný rannsókn á at-
burðum „blóðuga sunnudags-
ins“ svonefnda fyrir 26 ár-
um, þegar brezkir hermenn í
Derry á N-írlandi skutu til
bana 14 lýðveldissinna.
►LITLAR líkur eru á því að
mati sfjómmálaskýrenda að
friðarviðræður fsraela og
Palestínumanna fari aftur af
stað svo lengi sem Bill Clint-
on Bandaríkjaforseti er upp-
tekinn vegna kynlífshneyksl-
is og deilunnar við íraks-
stjóm. Ljóst cr orðið að eng-
inn árangur varð af fundum
Clintons með Yasser Arafat,
leiðtoga Palestínumanna, og
Benjamin Netanyahu, for-
sætisráðherra fsraels, í síð-
ustu viku.
►ÞRÍR Evrópumenn lögðu á
miðvikudag af stað í belgflug
frá svissnesku fjallaþorpi og
er tilgangurinn að freista
þess að verða fyrstir til að
fljúga viðstöðulaust um-
hverfis jörðina í loftbelg.
Miðaði ferð þeirra hægt
fyrstu sólarhringana.
►GRO Harlem Brundtland,
fyrrverandi forsætisráð-
herra Norcgs, var skipuð
næsti yfirmaður Alþjóðaheil-
brigðisstofnunarinnar, WHO,
á þriðjudag. Hún tekur við af
Japananum Hiroshi Naka-
jima.
FRÉTTIR
---------------------------------; ; i
Umhverfísráðherra um Kyoto-bókunina um losun gróður-
húsalofttegunda og viðræður við erlend stóriðjufyrirtæki *
Þarf að ræða kostnað
við kaup losunarkvóta
GUÐMUNDUR Bjamason um-
hverfisráðherra segir að gera verði
erlendum fyrirtækjum, sem hyggi
á fjárfestingar í stóriðju hér á
landi, grein fyrir hugsanlegum af-
leiðingum frekari útfærslu á
Kyoto-bókuninni um takmörkun á
losun gróðurhúsalofttegunda. Til
dæmis þurfi að ræða hver eigi að
bera hugsanlegan kostnað vegna
kaupa á útblásturskvóta vegna
byggingar stóriðjuvera hér á landi,
en kerfi viðskipta með slíkan kvóta
hefur enn ekki verið útfært.
Finnur Ingólfsson iðnaðarráð-
herra sagði í Morgunblaðinu á
fimmtudag að íslenzk stjómvöld
litu svo á að niðurstaða Kyoto-ráð-
stefnunnar byndi ekki hendur ís-
lendinga varðandi frekari upp-
byggingu stóriðju hér á landi. Sam-
kvæmt Kyoto-bókuninni má ísland
auka útblástur gróðurhúsaloftteg-
unda um 10% frá því, sem gerðist
árið 1990. Talið er að aukning út-
blásturs vegna t.d. álvers Norsk
Hydro eða magnesíumverksmiðju
á Suðumesjum yrði meiri en sem
þessari heimild nemur.
Hefði orðað þetta öðruvísi en
iðnaðarráðherrann
Guðmundur Bjamason sagði í
samtali við Morgunblaðið að ríkis-
stjómin vildi gera allt, sem hægt
væri, til þess að ísland gæti undir-
ritað Kyoto-bókunina. Hins vegar
þyrfti meira að koma til en ákvæð-
ið um 10% aukningu útblásturs,
ættu íslendingar að geta nýtt end-
umýjanlegar orkulindir landsins.
„Rétt undir lokin fengum við inn
bókun í Kyoto um einstakar fram-
kvæmdir, sem hafa mikil áhrif á lít-
il hagkerfi. Þetta ákvæði er nánast
sniðið að okkar óskum, en fékk litla
umræðu þannig að útfærslan er
eftir. Við munum nota þetta ár til
að vinna vel í því að sjá hvað annað
kann að felast í samningnum en
þessi tíu prósent, sem hafa verið
nefnd,“ segir Guðmundur. ,Að því
leyti hef ég ekki athugasemdir við
að haldið sé áfram að skoða hvaða
stóriðjumöguleikar em fyrir hendi,
þótt ég hefði kannski orðað þetta
aðeins öðravísi en kollegi minn iðn-
aðarráðherrann; að stjómvöld telji
að bókunin bindi okkur ekki neitt.
Við eigum eftir að sjá betur hvað í
henni felst áður en við ákveðum að
láta hana binda okkur.“
Ýmis atriði Kyoto-bókunarinnar
verða útfærð nánar á næstu lofts-
lagsráðstefnu, sem haldin verður í
Buenos Aires í nóvember á þessu
ári. Aðspurður hvort hann telji
koma til greina að taka ákvarðanir
um nýja stóriðju fyrir ráðstefnuna
segist umhverfisráðherra ekki telja
að stjómvöld muni standa frammi
fyrir slíkum ákvörðunum á árinu.
„Það er líka ljóst að við munum
ekki undirrita Kyoto-bókunina fyr-
ir fundinn í Buenos Aires. Það
sama á við um margar aðrar þjóð-
ir, sem vilja sjá hvað kemur út úr
nánari útfærslu á ýmsum þáttum,“
segir hann.
„Ég held líka að það þurfi að
gera þessum aðilum, sem hugsan-
lega hafa áhuga á að nýta sér
orkulindir okkar, grein fyrir því að
það kunna að koma til einhver
ákvæði, sem varða umhverfismálin
með öðram hætti en áður. Þá á ég
til dæmis við möguleika á kvóta-
viðskiptum. Kvóti kostar auðvitað
fjármuni og þá er spurningin hver
á að bera þann kostnað. Eg tel að
slíku eigi að halda til haga í við-
ræðum við aðila, sem era að velta
fyrir sér fjárfestingum í stóriðju
hér,“ segir Guðmundur. „Kvóta-
viðskiptin eru eitt af því, sem við
teljum að geti skipt okkur máli, en
þá verðum við líka að gera þeim
fyrirtækjum, sem í hlut eiga, grein
fyrir því að þetta kunni að verða
ein leiðin til að geta samþykkt
stóriðjuna.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
RUT Ingólfsdóttir konsertmeistari og tónskáldið Arvo Pfirt bera sam-
an bækur sfnar á æfingu f gærmorgun.
Kammer-
sveitin með
aðra tónleika
VEGNA mikillar eftirspurnar eftir
miðum hefur Kammersveit Reykja-
víkur ákveðið að endurtaka tón-
leika sína í Langholtskirkju í kvöld.
Verða seinni tónleikarnir kl. 23 en
miðar á fyrri tónleikana, sem verða
kl. 20.30, seldust upp fyrir helgi.
Á efnisskrá eru fiögur verk eftir
eistneska tónskáldið Arvo Pfirt,
sem viðstatt verður tónleikana, en
meðal gesta Kammersveitarinnar
verða Hamrahlíðarkórinn og Kór
Menntaskólans við Hamrahlfð undir
stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur.
Sljórnandi Kammersveitarinnar
verður Þjóðveijinn Andreas Peer
Kfihler sem mikið hefur starfað
með Arvo Pfirt.
Þórshana
fækkar
EINUM sjaldgæfasta varpfugli á
landinu, þórshana, hefur fækkað
veralega á undanfórnum tíu árum,
samkvæmt könnun Fuglaverndar-
félags íslands. Greint er frá því í
fréttabréfi félagsins að við könnun
á síðasta ári hafi aðeins fundizt
43-44 fuglar á landinu, en í könnun
árið 1987 fundust 73 fuglar.
í fynt könnuninni vora allir
þekktir þórshanastaðir heimsóttir,
en í þeirri síðari aðeins þeir staðir,
þar sem fuglar fundust í fym
könnuninni. í fréttabréfi Fugla-
vemdarfélagsins segir að kannan-
imar séu af þessum sökum ekki
fyllilega sambærilegar og kunni
fuglamir að hafa verið vantaldir
síðastliðið sumar.
Niðurstöður kannana Fugla-
vemdarfélagsins benda til að þórs-
hana hafi fækkað í öllum landshlut-
um nema á Suðausturlandi. Um
tveir þriðju hlutar allra fuglanna,
sem fundust síðastliðið sumar,
vora á sama staðnum á Suðaustur-
landi en hann uppgötvaðist fyrst
árið 1986.
Þórshani staldrar stutt við á Is-
landi, í nokkrar vikur á bilinu 1.
júní til 1. ágúst. Hann verpir svo til
eingöngu við sjávarsíðuna.
|
í
I
I
I
í
l
r
»
i
r
»
»
»
í
»
1“