Morgunblaðið - 01.02.1998, Page 6

Morgunblaðið - 01.02.1998, Page 6
T' BHftt 'rV k WV4 rr^-'rí í- 'cj'r V* l £ ^ 'ýrY/\ 6 SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1998 9íS&j3íSlð3öí«3 MÓRGUNBLAÐÍÐ ERLENT SONJA Gandhi, ekkja Rajivs Gandhi, fyrrum forsætisráð- herra Indlands, hefur rofið þögn sína og gengið til hðs við kosningavél Congress-flokksins, sem var pólitískur vettvangur þessa mikla ættarveldis um 40 ára skeið. Þessi ákvörðun Sonju Gandhi kemur nokkuð á óvart því hún hefur ítrekað hafnað því á liðnum árum að gerast virkur þátttakandi i stjórnmálum Indlands þrátt fyrir að hafa sætt umtalsverðum þrýstingi. Tilgangur ekkjunnar virðist nokkuð ljós. Hún hyggst aðstoða Congress- flokkinn sem á nú undir högg að sækja íyrir þingkosningarnar er verða í þessum mánuði og hinum næsta. Úm leið hyggst hún freista þess að endur- vekja reisn og skriðþunga Gandhi- ættarveldisins, sem mótað hefur svo mjög Indland nútímans en heyrir nú að mestu sögunni til. Sonja Gandhi hóf pólitísk afskipti sín 11. janúar á kosningafundi í bænum Sriperumbador í suðurhluta Indlands en þar var eiginmaður hennar myrtur í sjálfsmorðsárás ár- ið 1991. í ræðu sinni, sem um 15.000 manns hlýddu á, sagði hún að blóð éiginmanns hennar hefði gert stað þennan helgan og reyndi ekki að leyna því að það væri henni erfitt að koma fram fyrir alþjóð með þessum hætti. „Þótt tíminn hafi liðið er jafn- erfitt og áður að koma hingað," sagði frú Gandhi. „Eiginmaður minn var miðpunktur lífs míns og tilveru," bætti hún við. Áður en ekkjan rauf sjö ára þögn sína hélt hún á staðinn þar sem kvenmaður vopnaður sprengju myrti mann hennar á kosningafundi 27. maí 1991. Þar er nú minningar- reitur um Rajiv Gandhi hvar eilífur eldur logar undir mynd af forsætis- ráðherranum íyrrverandi. Með í för var Priyanka, 26 ára gömul dóttir þeirra hjóna. Þetta var þaulskipu- lögð athöfn sem markaði upphaf kosningabaráttu Congress-flokks- ins. Frá því þetta gerðist hefur frú Gandhi komið fram við nokkur vel valinn tækifæri en þunginn í kosn- ingabaráttu hennar verður aukinn til mikilla muna nú í febrúar og er gert ráð fyrir að hún flytji óvarp á fjórum til fimm kosningafundum á degi hverjum. Ekki í framboði I ávarpi sínu tók Sonja Gandhi skýrt fram að hún væri ekki í fram- boði enda sæktist hún ekki eftir veg- tyllum eða embættum. Miklu frem- ur hefði skyldan við minningu eigin- manns hennar orðið til þess að hún hefði fallist á að taka þátt í kosn- ingabaráttu Congress-flokksins. Rajiv Gandhi hefði ávallt barist íyrir stöðugleika og framförum en nú væri þeirri arfleifð hans ógnað. Con- gress-flokkurinn væri eina stjórn- málaflið sem komið gæti í veg fyrir að Indland liðaðist í sundur og yrði gjaldþrota. Misvitrir stjómmála- menn hefðu á hinn bóginn kosið að misnota trúna til hrifsa til sín völdin og var þeim orðum sýnilega beint að Bharatiya Janata-flokknum, sem er flokkur hreintrúaðra hindúa og spáð er fylgisaukningu í kosningunum. Er hún ræddi stjórnmálaástandið gætti Sonja Gandhi þess vandlega að nefna oft á nafn þau Jawaharlal Nehru, íyrsta forsætisráðherra Ind- lands eftir að landið hlaut sjálfstæði og dóttur hans Indiru ____________________ Gandhi, móður Rajivs Congress- Gandhi-veldið endurvakið? Sonja Gandhi, ekkja Rajivs Gandhi, fyrrum forsætisráðherra Ind- lands, hefur nú fallist á að taka virkan þátt í kosningabaráttu Con- gress-flokksins og margir halda því fram að fyrir henni vaki að endurreisa ættarveldið í indverskum stjórnmál- ------z---------------- um. Asgeir Sverrisson segir frá frú Gandhi og veltir fyrir sér mögu- leikum hennar. Reuters SONJA Gandhi (t.h) ásamt dóttur sinni, Priyanka, á kosningafundi Congress-flokksins í borginni Chandigarh á Norður-Indlandi í liðinni viku. Ýmsir telja að Priyanka verði næsti fulltrúi Gandhi-veldisins í indverskum stjórnmálum. STUÐNINGSMENN Congress-flokksins halda á lofti myndum af Rajiv Gandhi, fyrrum forsætisráðherra Ind- lands, á kosningafundi sem ekkja hans ávarpaði í borginni Bangalore. móður Rajivs Gandhi, sem einnig féll fyrir morðingjahendi árið 1984. Var engu líkara en hún teldi að ljóminn sem stafar af nöfnum þessara stjórn- málaskörunga gæti orðið til þess að viðstaddir gleymdu því hvemig Con- gress-flokkurinn er gjörsamlega rú- inn trausti nú um stundir vegna þeirrar víðtæku spillingar sem fékk að þrífast í valdatíð hans og varð m.a. stjórn eiginmanns hennar að falli. Athygli vakti að dótturinni, Pri- yanka, var mjög haldið í sviðsljósinu en hún mun stjórna kosningabaráttu móður sinnar. I eitt skiptið greip hún hljóðnemann og tilkynnti við- stöddum að hún hygðist Hkt og móð- ir hennar berjast af öllum krafti fyr- ir framgangi málstaðar Congress- fiokksins. Á Indlandi hafa nú kvikn- að vangaveltur um að Sonja Gandhi flokkurinn rúinn trausti ætli dóttur sinni að endurvekja ætt- arveldið en hún mun um nokkurt skeið hafa sýnt stjómmálum áhuga. Eldri bróðir hennar, Rahul, býr í Lundúnum og mun hafa hafnað því með öllu að snúa aftur heim til að taka upp merki ættarinnar. Vera kann því að Priyanka sé nú ætlað að feta í fótspor föður síns og verða fjórða kynslóð Gandhi-veldisins. Dæmdur til að bera ættarmerkið Þótt Sonja Gandhi hafi fram til þessa vísað á bug öllu tali um virka stjómmálaþátttöku hefur hún um- talsverða pólitíska reynslu. Hana öðlaðist hún með því að taka virkan þátt í störfum og kosningabaráttu eiginmannsins, sem tók við veldis- sprotanum eftir morðið á Indiru Gandhi en féll loks vegna spillingar- mála árið 1989. Hins vegar er vitað að frú Gandhi var þvert um geð að opinbera persónu sína á þann veg sem krafist er í kosningabaráttu. Rajiv Gandhi var dæmdur til að taka við merkinu er bróðir hans Sanjay fórst í flugslysi árið 1980 en honum hafði verið ætlað það hlut- verk. Kallið kom er lífverðir Indiru Gandhi myrtu móður hans árið 1984 og neyddist eiginkonan, hin ítalska Sonja, til að taka fullan þátt í kosn- ingabaráttu eiginmannsins, sem ver- ið hafði flugmaður og ekki hafði nein áform um að hverfa úr því starfi. Rajiv Gandhi var kjörinn forsætis- ráðherra og réði þar mestu samúð þjóðarinnar sem var með fjölskyld- unni eftir morðið á móður hans. Virðuleg þögn og íjarlægð Sonja Gandhi, sem fæddist í smá- þorpi nærri Torino á Italíu fyrir 51 ári, gerðist indverskur ríkisborgari og var nokkuð áberandi sem eigin- kona forsætisráðherrans. Alvarleg spillingarmál sem upp komu í stjórnartíð Rajivs Gandhi reyndust Congress-flokknum þungt áfall og svo fór að lokum að endi var bund- inn á nærri 40 ára veldi Gandhi-ætt- arinnar árið 1989 er stjóm hans féll. Tveimur árum síðar reið ógæfan á ný yfir þessa merku fjölskyldu er Rajiv Gandhi var myrtur en þar voru að öllum líkindum á ferðinni Tamflar frá Sri Lanka. Frá því þetta gerðist hefur Sonja Gandhi að mestu haldið sig í virðu- legri fjariægð frá þjóðlífinu á Ind- landi. Hins vegar er sagt að hún hafi haldið góðum tengslum við ráðamenn innan Congress-flokksins þótt hún hafi ávallt fram til þessa vísað á bug þeim “““““““ þrýstingi sem hún hefur sætt um að hefja virka stjórnmálaþátttöku í nafni þessara samtaka. Strax eftir morðið tóku að heyrast raddir þess efnis að hún ætti að bjóða sig fram til forsætisráðherra. Þrátt fyrir það spillingarorð sem farið hefur af Congress-flokknum og síðustu Gandhi-stjórninni nýtur Sonja Gandhi enn umtalsverðrar virðingar á Indlandi. Ættinn á enn fjarska dygga aðdáendur og margir fyllast enn lotningu frammi fyrir Gandhi-nafninu. Á þetta treystir nú flokkurinn og ef marka má skoðana- kannanir þarf hann mjög á hjálp ekkjunnar að halda. Sonja Gandhi gerðist ekki félagi í Congress-flokknum fyrr en í ágúst í fyrra en margir flokksmenn vonast til að hún geti orðið til þess að koma á friði innan samtakanna. Flokkur- inn beið háðuglegan ósigur í þing- kosningunum í maí 1996 og frá þeim tíma hafa innibyrðis deilur sett mjög mark sitt á flokksstarfið. Með til- komu Sonju Gandhi gætir nú meiri bjartsýni en oftast áður innan flokksins og margir vænta þess að niðurlægingarskeiðið sé brátt á enda. Alþýðuhylli? Á Indlandi telja stjórnmála- skýrendur almennt að Sonja Gandhi geti orðið leiðtogi Congress-flokks- ins óski hún þess. Núverandi flokks- formaður, Sitaram Kesri, þykir ht- laus þótt hann sé sagður séður stjórnmálamaður. Breska tímaritið The Economist sagði á dögunum að Kesri vekti álika hrifningu og ljósa- staur og nokkuð ljóst virðist að hann er ekki maður sem megnar að hrífa með sér fjöldann. En getur Sonja Gandhi það? Dyggustu aðdáendur frúarinnar telja að þátttaka hennar í kosninga- baráttunni verði til þess að koma í veg fyrir að ýmsir þekktir og áhrifa- miklir stuðningsmenn flokksins svíki lit og gangi til liðs við önnur stjómmálaöfl. Þeir telja að frú Gandhi verði tfl þess að efla sam- stöðu meðal flokksmanna sem aftur muni auka baráttuþrekið og að lok- um skila mjög viðunandi úrslitum í þingkosningunum. Aðrir flokksmenn efast um að Sonja Gandhi geti í raun haft slík áhrif. Þeir benda á að staða hennar í norðmríkjum Indlands, einkum og sér í lagi í Uttar Pradesh, sé ekki sterk og muni tæpast duga til að tryggja sigurinn þar, sem talinn er nauðsynleg forsenda þess að flokk- urinn lifi þessar hremmingar af. Þessir menn telja ennfremur að áhrifa frú Gandhi muni lítt gæta í suðurríkjum Indlands. Spillingarorðið skaðar Trúlega er of snemmt að segja til um nákvæmlega hver áhrif frú Gandhi verða. En eitt liggur ljóst fyrir. Sú staðreynd að hún er út- lendingur mun vinna gegn henni og víst má heita að andstæðingar Con- gress-flokksins hyggjast nýta þetta sóknarfæri. Sjálf hefur frú Gandhi sagt að enginn geti efast um hug hennar tfl indversku þjóðarinnar. „Ég gerðist hluti af Indlandi fyrir 30 árum þegar ég kom inn á heimili Indiru Gandhi sem eiginkona elsta sonar hennar,“ hefur hún sagt með vísun til þess er hún gekk að eiga Rajiv Gandhi í febrúar 1968 en þau kynntust er þau voru við nám í Englandi. Spillingarmálin kunna að reynast þyngri í skauti. Fjendur Congress- flokksins hafa löngum haldið því fram að Sonja Gandhi hafi sjálf tengst spillingarmálinu mikla sem upp kom í tengslum við kaup Ind- verja á fallbyssum frá sænska Bof- ors-fyrirtækinu í stjórnartíð eigin- manns hennar. Það mál er enn í rannsókn og hefur ekki orðið til þess að auðvelda ættinni og flokknum að losna við spillingarstimpilinn. Því er jafnvel haldið fram að frú Gandhi hafi nú afráðið að hefja þátttöku í stjómmálum í þeirri von að henni auðnist að koma í veg fyrir að ýmis- ___________________ legt varðandi hina spilltu Verður flokks- . eiginmannsins verði opmberað. Þessum ásökunum svaraði hún kröftuglega á fjölmennum útifundi í borginni Ueuters leiðtogi vilji hún það Bangalore á dögunum. Hvatti hún til þess að allar upplýsingar um Bof- ors- hneykslið yrðu gerðar opinber- ar því þannig yrði unnt að hreinsa nafn eiginmanns hennar og kæfa óhróðursherferðina, sem blásið hefði verið til gegn ættinni. Skoðanakannanir sýna svo tæpast verður um villst að mikið endur- reisnarstarf bíður Congress-flokks- ins. Upplausn hefur ríkt innan flokksins og nokkrir helstu leiðtogar hans hafa sagt af sér embættum á síðustu mánuðum. Nú er horft til Sonju Gandhi, ýmist í hrifningu eða örvæntingu. Áðrir munu bíða þess að þessi sérstaka kona, sem sjálf hefur sagt að hún kunni illa við sig í sviðsljósinu, misstígi sig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.