Morgunblaðið - 01.02.1998, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 01.02.1998, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR KNATTSPYRNA Hugsanlega sex erlendir knattspyrnumenn með Leiftri í sumar Evrópuleikur KA og Trieste LEIFTUR, Ólafsfirði: Miklar mannabreytingar Metnað- armál að Ijúka keppni með sigri „VIÐ ætlum að Ijúka keppni í Meistaradeild Evrópu með sæmd,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari KA, við Morgunblaðið spurður um viðureign Islandsmeistaranna við Generali Trieste, sem hefst kl. 16 í KA- heimilinu í dag, sunnudag. „Það er okkur mikið metnaðarmál að kveðja keppnina að þessu sinni með sigri og að því er stefnt." KA hefur ekki enn fagnað sigri í keppninni og tapaði stórt í fyrri viðureign félaganna en ítalska liðið á möguleika á að komast áfram. „Leikurinn á Italíu er lélegasti leikur okkar á tímabilinu," sagði Atli. „Þetta var fyrsti leikur okkar eftir mánaðarfrí og liðið var ekki tilbúið en nú er allt önnur staða á því. Trieste á reyndar óvænt möguleika á að komast áfram, er með stóra og sterka leikmenn, sem erfitt er að eiga við, en við gefum okkur alla í leikinn.“ KA hefúr þurft að faraí löng og erfið ferðalög vegna keppninnar en Atli sagði að þátttakan hefði skilað sér. „Þetta hefur verið mjög erfitt en þátttakan hefur gert okkur gott, komið okkur til góða. Ungu strákarnir hafa fengið dýrmæta reynslu sem þeir búa að í framtíðinni. Þeir hafa líka verið að spila mjög vel undir þessu álagi. Þeir hafa kynnst því að leika á móti heimsklassaliðum og áhorfendur íyrir norðan hafa fengið tækifæri til að sjá frábæra handboltamenn en slæmt er að fólk, sem ekki hefur komist á leikina okkar, hefur heldur ekki átt þess kost að sjá þá beint í sjónvarpi. En það verður vonandi til þess að við leikum fyrir fullu húsi á móti Trieste," sagði Atli. 5 liðsmenn Leifturs frá síðasta sumri leika áfram: Andri Marteinsson Baldur Bragason Július Tryggvason Rastislav Lazorik Sindri Bjarnason Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Leifturs í Olafsfirði í efstu deild knattspyrn- unnar undanfarin ár. Breytingarnar í ár eru mun meiri en áður og væntingarnar minni eins og Steinþdr Guð- bjartsson komst að við skoðun málsins. Leiftursmenn tefla fram mjög breyttu knattspyrnuliði í sumar miðað við liðið tímabil auk þess sem nýr þjálfari, Páll Guðlaugsson, stjómar hópnum. Ljóst er að 12 leikmenn, sem léku með Leiftri í fyrra, eru famir frá félaginu. Einn þeirra, Auðun Helgason, hefur ver- ið í viðræðum við erlend félög með samning í huga en Leiftursmenn gera sér vonir um að hann verði áfram. Fyrir utan Auðun em þetta Hajrudin Caraklija (fór í Raufoss Noregi), Izudin Daði Dervic (i Þrótt R.), Slobodan Milisic (í ÍA), Pétur Björn Jónsson (til Hammar- by Svíþjóð), Amar Grétarsson (AEK Grikklandi), Hörður Már Magnússon (Val), Davíð Garðars- son, Ragnar Gíslason, Finnur Kol- beinsson, Þorvaldur Makan Sig- björnsson (Öster) og Gunnar Már Másson. Þorvaldur Jónsson er væntanlega hættur. Fyrir utan sjö stráka sem léku lítið eða ekkert í fyrra en verða áfram em fimm leik- menn frá liðnu tímabili eftir hjá fé- laginu - Andri Marteinsson, Júlíus Tryggvason, Rastislav Lazorik, Sindri Bjarnason og Baldur Braga- son, sem var leigður til Grikklands í vetur. Páll Guðmundsson kemur aftur og auk þess hefur Leiftur fengið Kára Stein Reynisson frá ÍA, Pál Gíslason frá Þór, Kára Jónsson (KVA) og fjóra erlenda leikmenn. „Við erum með 20 manna hóp og þar af fimm erlenda leik- menn en fáum hugsanlega einn út- lending til viðbótar,“ sagði Þor- steinn Þorvaldsson, formaður knattspyrnudeildar Leifturs, við Morgunblaðið, spurður um breyt- ingamar. Ekki gengið á eftir mönnum Þorsteinn sagði að ekkert væri við þessum breytingum að gera. „Margir vilja fara til útlanda og reyna þar íyrir sér. Við höfum reynt að draga saman seglin, meðal annars með því að minnka kostnað við leikmenn en þá hafa sumir farið þangað sem þeir fá meira greitt. Einhverjir virðast ekki hafa áhuga á að vera hjá okkur en við neyðum engan til þess - menn verða að vilja þetta sjálfir og við göngum ekki á eftir neinum." Páll Guðlaugsson, sem hefur þjálfað í Færeyjum undanfarin ár og verið þar vel á annan áratug, var ráðinn þjálfari Leifturs í vetur í staðinn fyrir Kristin Björnsson sem tók við Valsmönnum eftir eitt tíma- bil með norðanmenn. Páll fékk tvo Færeyinga með sér, landsliðsmark- vörðinn Jens Martin Knudsen og miðherjann Une Arge sem gerði 25 mörk í færeysku deildinni á liðnu Morgunblaðið/Golli PALL Guðlaugsson, þjálfari Leifturs í Ólafsfirði, til vinstri með nýliðunum Kára Steini Reynissyni og Níger- íumanninn Peter Ogaba á æfingu á Ásvöllum í Hafnarfirði í fyrrakvöld. tímabili og setti þar með marka- met. A dögunum var Páll á Bret- landseyjum og í Portúgal og í fram- haldi af ferðinni var samið við danska miðjumanninn Jon Nielsen hjá Southend og Nígeríumanninn Peter Ogaba hjá Desportivo Beja. „Það er ekkert vandamál að fá erlenda leikmenn og það er ódýrari kostur en að fá innlenda menn,“ sagði Þorsteinn. „Við teljum líka að það sé betri kostur en það á eftir að koma í ljós.“ Minni væntingar Erlendu leikmennimir koma ekki allir til landsins fyrr en í vor nema hugsanlega í einstök verkefni en Þorsteinn sagði það ekki skipta neinu. „Við látum ungu strákana í verkefni vetrarins og deildabikar- keppnina. Ljóst er að breytingarn- ar á hópnum eru miklar en við kippum okkur ekki upp við þær. Hins vegar er ljóst að áherslumar verða aðrar en undanfarin ár og væntingarnar minni.“ Með öðrum orðum verður ekki allt kapp lagt á að komast á toppinn eins og undan- farin ár heldur frekar að byggja upp lið til framtíðar. Þorsteinn áréttaði að ungir og efnilegir heimamenn væra í hópnum, fram- tíðarmenn Leifturs. Páll sagði að vissulega væri erfitt að stilla strengina í kjölfar mikilla breytinga en verkefnið væri ögrandi og allir í Leifturshópnum væru tilbúnir að takast á við það. „Við höfum fengið góða menn í staðinn fyrir þá sem era farnir, menn með mikla reynslu, sem krydda deildina," sagði Páll. Hann sagðist vilja halda Auðuni og vonaði að hann yrði áfram en ef ekki væra ýmsir möguleikar í stöðunni. „Ef á þarf að halda er danskur leikmaður til taks og eins er möguleiki á að fá skoskan leikmann. Eg hef fengið leikmenn sem styrkja liðið og allir era mjög jákvæðir." 8 nýir leikmenn: Jon Nielsen (frá Southend) Kári Jónsson (frá KVA) Kári Steinn Reynisson (frá ÍA) Páll Gíslason (frá Þór) Páll Guðmundsson (frá Raufoss) Peter Ogaba (frá Portúgal) Une Arge (frá Færeyjum) \ 12 leikmenn sem hafa hætt frá síðasta sumri: Arnar Grétarsson (til AEK) Auðun Helgason Davið Garðarsson Finnur Kolbeinsson Gunnar Már Másson Hörður Már Magnússon (til Vals) Izudin Daði Dervic (til Þróttar) Pétur Björn Marteinsson (til Hammarby) Ragnar Gíslason Slobodan Milisic (til ÍA) Þorvaldur Makan Sigurbjörnsson (til Öster) Þorvaldur Jónsson Lárus Orri Sigurðsson hjá Stoke Fyrsta bannið vegna refsistiga Lárus Orri Sigurðsson, lands- liðsmaður í knattspyrnu og fyrirliði Stoke, lék ekki með liði sínu, þegar það tapaði 1:0 í Swindon í 1. deild ensku knatt- spyrnunnar í vikunni. Hann er kominn með fimm gul spjöld og fékk tveggja leikja bann - verður lieldur ekki með á móti Middles- brough í dag, sunnudag. „Þetta er í fyrsta sinn á feriinum sem ég fer í bann vegna gulra spjalda," sagði Lárus Orri við Morgun- blaðið. „Það þykir nokkuð gott miðað við dómgæsluna á Islandi og það að ég hef leikið hér síðan í desember 1994.“ Lárusi Orra var vikið af velli í fyrsta sinn á ferlinum í lok tíma- bilsins í fyrra og var þá úrskurð- aður í eins leiks bann. „Eg átti að fá tveggja leikja bann en rauða spjaldið á móti Bradford var vægast sagt furðulegt, Stoke áfrýjaði og niðurstaðan varð eins leiks bann.“ Chris Kamara var þá knattspyrnustjóri Bradford en hann tók einmitt við stjórninni hjá Stoke á dögunum og stjórn- aði liðinu í fyrsta sinn í Swindon. „Við vorum mjög óheppnir, feng- um mörg marktækifæri en töp- uðum ósanngjarnt," sagði fyrir- liðinn, sem fylgdist með samherj- um sínum af áhorfendabekkjun- um. Lárus Orri fer með landsliðinu til Kýpur eftir helgi og missir því líka af leik við Ipswich um aðra helgi. „Bannið og landsleikirnir koma á versta tíma - nýr stjóri og ég missi af fyrstu þremur leikjunum undir hans stjórn," sagði vai'narmaðurinn. „En ekk- ert var við banninu að gera og Is- land gengur fyrir öðru. Það verð- ur gaman að fara með strákunum til Kýpur og ég hlakka til lands- leikjanna þar en svo verð ég bara að vona það besta með Stoke.“ Nýr hópur og mlnni væntingar en áður

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.