Morgunblaðið - 01.02.1998, Page 18
18 SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
„ Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir
SIGURBJORG Geirsdóttir og Jón Eiríksson hafa náð góðum árangri í kúabúskapnum. Hér standa þau á túninu á Búrfelli með íbúðarhúsið í baksýn.
Afurðahæsta kúabú iandsins á síðasta ári
Stendur allt í
Handbók bænda
Besti kúabóndi landsins á síðasta ári segist ekki búa yfír
neinum töfralausnum í búskapnum. Hann leggur áherslu á að
bændur hafí þor til að móta eigin stefnu og fylgja henni.
Og hann gefur sár tíma frá búskapnum til að leggja stund á
ljósmyndun og málaralist og segist algerlega heltekinn af því
síðarnefnda. Helgi Bjarnason heimsótti Jón Eiríksson og
Sigurbjörgu Geirsdóttur á Búrfelli.
BÚ JÓNS Eiríkssonar og
| Sigurbjargar Geirs-
dóttur á Búrfelli í Mið-
| firði varð á síðasta ári
' afurðahæsta kúabú
landsins, samkvæmt skýrsluhaldi
nautgriparæktarfélaganna, með
6.336 kg mjólkur eftir hverja árskú.
Jón og Sigurbjörg hafa í mörg ár
verið meðal bestu kúabænda lands-
ins þótt ekki hafi þau fyrr náð
fyrsta sætinu á listanum yfir af-
urðahæstu búin.
Kúabúskapurinn er aðal búgrein-
in á Búrfelli. Þar eru að meðaltali
um 24 kýr mjólkandi, svokallaðar
árskýr. Allir kálfar eru settir á til
endumýjunar og til kjötframleiðslu
þannig að yfírleitt eru 80 hausar í
fjósi. Einnig em um 100 ær á bæn-
um og nokkur hrossarækt, til þess
að dreifa áhættunni, segir Jón.
„Landrými hér er það mikið, gott
og vel gróðið heimaland, að hentugt
er að hafa fé og hross sem aukabú-
grein.
Erfitt að mæla hagkvæmni
„Það hefur hver sinn stíl við bú-
skap,“ segir Jón fyrst þegar leitað
er skýringa á miklum meðal-afurð-
um Búrfellsbúsins. „Við búum við
kvótastýringu. Sumir sjá sér hag í
því að framleiða ekki mikið á hverja
einingu. Ég hef aftur á móti talið
hagkvæmt að nýta kýmar og fjósið
til fulls, framleiða sem mest á hvem
bás.“
Af þessu leiðir að Jón notar til-
tölulega mikið kjarnfóður, eða tæp
1.300 kg á hverja kú. Hann segist
fylgja hámjólka kúm eftir með
kjarnfóðurgjöf og þó tiltölulega
mikið sé gefið af komi sé það ekki
óhagkvæmt miðað við afurðimar.
„Ég er alls ekki viss um að ég sé
með hagkvæmasta búið þó ég sé
með það afurðamesta. Það vill bara
svo til að hægt er að mæla nytina en
erfiðara að mæla hagkvæmnina,"
segir Jón bóndi.
Þá er Jón þekktur fyrir góðan ár-
angur í grænfóðurrækt og segir
Jón Viðar Jónmundsson, naut-
griparæktarráðunautur Bænda-
samtakanna, að hann sé í hópi
bestu jarðræktarmanna í bænda-
stétt, kannski sá besti. „Ég hef
alltaf lagt áherslu á beit, sérstak-
lega haustbeit, og notað hafra, fóð-
umæpu og sumarrepju. Kýrnar
fara út á meðan ekki snjóar eða
ekki er stætt vegna hálku og ég
held að í haust hafi þær verið úti til
loka október," segir Jón.
Lætur tilfmninguna ráða
„Ég kann engar töfralausnir, en
vel auðvitað hitt og þetta sem ég tel
henta okkur. Allt stendur þetta í
Handbók bænda,“ segir Jón en
bætir við að búfræðimenntunin nýt-
ist við búskapinn, þó það nú væri,
en Jón er búfræðikandídat. Hann
segist lesa sér til í faginu og reyna
þannig að halda þekkingunni við.
Þau hjónin vinna hvoragt utan
heimilis og telja að það eigi þátt í að
skapa rétt hugarfar, einu tekjur
heimilisins séu af búskapnum og því
verði að sinna honum vel. Jón hall-
ast að þeirri kenningu að stjómunin
sé lykilþáttur í árangri í búskap,
eins og mörgu öðra, menn verði að
taka réttar ákvarðanir. Heyöflun
byggist á réttum ákvörðunum eins
og hirðing gripanna.
Ekki vill hann þó viðurkenna að
hávísindaleg vinnubrögð séu notuð
við búskapinn á Búrfelli. „Nei ég
nota ekki vísindalegar aðferðir við
útreikning á fóðrun kúnna, fer
meira eftir tilfinningunni hverju
sinni.“
Sigurbjörg telur að það skipti
máli hvað Jón fóðrar kýmar oft,
hann gefur fjóram sinnum á dag.
„Hann er alltaf að koma úr fjósi eða
fara út í fjós. Það blekkir mann
kannski að hann er með kompu úti í
fjósi þar sem hann er að mála,“ seg-
ir Sigurbjörg. Jón tekur undir það
að árangurinn ráðist að einhverju
leyti af eftirliti með gripunum.
Hann gerir hins vegar lítið með ná-
kvæmnina sem margir kúabændur
leggja mikið upp úr, segist ekki fara
í fjósið á nákvæmlega sama tíma
heldur svona „sirka eitthvað, á svip-
uðum tíma og í gær“. Þá segir Sig-
urbjörg kýrnar vanar umgangi og
séu því ekkert viðkvæmar fyrir
gestakomum eða hlaupum bam-
anna í fjósinu.
Kotasæla og dætur
Stundum hafa komið upp af-
burðakýr á Búrfellsbúinu. Þeirra
besta kýr í fyrra, Frágrá nr. 125,
varð í fimmtánda sæti yfir afurða-
hæstu kýr landsins. Hún mjólkaði
8.348 kg.
Á síðasta ári var Kotasælu slátr-
að, 17 vetra gamalli. Hún hafði þá
mjólkað í 14,6 ár, samtals 105.197
kg. Era þetta mestu æviafurðir
einnar kýr hér á landi til þessa. í
fjósinu era nú þrjár dætur hennar,
allt afurðamiklar kýr sem bera
sælunöfn, Sveitasæla, Skyrsæla og
Alsæla. Einnig er Augnfrá góð
mjólkurkýr. Þessar kýr gefa gott
yfirlit yfir sérstæðar nafngiftir í
fjósinu á Búrfelli. Jón vill alls ekki
nota mannanöfn á kýmar og heldur
ekki erlend orð og þarf því að beita
hugmyndafluginu.
Prédika tæknivæðingu
Jón og Sigurbjörg hafa lítinn
kvóta keypt en hafa framleitt tölu-
vert umfram kvóta og haft tekjur af
því. Kvóti búsins er 118 þúsund lítr-
ar en þau hafa lagt inn 130-140 þús-
und lítra á ári, ýmist inn á ónýttan
kvóta annarra bænda eða til út-
flutnings. Þar fyrir utan er mikil
mjólk notuð við kálfauppeldið.
„Þegar forystumennirnir messa
yfir okkur prédika þeir tæknivæð-
ingu og stækkun búa. Við eigum að
vinna meira, kannski fyrir lægra
kaup. Maður hefur velt því fyrir sér
að kaupa kvóta og stækka búið, við
gætum auðvitað tvöfaldað búið og
snúið okkur meira að stjómun. Ég
held að reynslan frá öðram löndum
sýni okkur að álagið verði bara
meira. Tæknin leysir ekki nema
ákveðna hluti og við fjölgun grip-
anna eykst vinnan við eftirlit til
mikilla muna. Það era takmörk fyr-
ir því hvað hægt er að leggja á fjöl-
skylduna," segir Jón.
Skemmtilegt að búa
„Það er svo skemmtilegt.
Kannski sambland af því að maður
er gefinn fyrir að vera úti við með
skepnur og hefur almennt áhuga á
lífínu og skepnum," segir Jón eftir
langa umhugsun þegar hann er
spurður að því hvað valdi því að þau
hjónin settust að í sveit og hófu bú-
skap.
Jón flutti ungur með foreldrum
sínum að Búrfelli og ólst þar upp.
Að loknu skyldunámi fór hann í
bændaskóla og síðan í framhalds-
nám og útskrifaðist sem búfræði-
kandidat frá Hvanneyri. Sigurbjörg
er úr Reykjavík. Hún lærði hjúkr-
unarfræði og fór að því loknu í
bændaskólann á Hvanneyri. Mörg-
um finnst það undarleg samsetning.
„Mig langaði að prófa eitlhvað nýtt
þegar ég var búin með hjúkranar-
fræðina. Ég hef alltaf haft áhuga á
dýram og á meðan ég bjó í Reykja-
vík var það árátta hjá mér að nota
hvert einasta tækifæri til að fara út
á land,“ segir Sigurbjörg. Þau
kynntust á Hvanneyri.
Jón segist geta hugsað sér að
gera margt annað en að búa, en
gallinn sé sá að hann hafi áhuga á
svo mörgu. Hann starfaði um tíma
sem ráðunautur og kennari en þau
Sigurbjörg hófu búskap með for-
eldram hans á Búrfelli 1982 og tóku
síðar við öllu búinu. Þau eiga þrjú
börn. „Það era margir kostir við bú-
skapinn. Mér fmnst ákaflega
skemmtilegt að búa úti í sveit, al-
vöru sveit eins og hér, í kyrrð og ró.
Höfuðókosturinn er hvað maður er
bundinn," segir Sigurbjörg. Fram
»
í
t
\
i
>
s
t
*
i
►
b