Morgunblaðið - 01.02.1998, Side 21

Morgunblaðið - 01.02.1998, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1998 21 Samhj álparkórinn ára „Speki er dýrmætur arfur og ágóði fyrir þá sem sólina líta. Því að eins og fjármagn veitir vörn, veitir speki einnig vöm, en stórkostlegir yfirburðir þekkingarinnar eru þeir, að spekin heldur lífinu í þeim sem hana á." Prédikarinn 7:11-12 „Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur, og þá munuð þér finna sálum yðar hvíld." Jesús frá Nasaret Mt. 11:29-30 „En Guð hefur sýnt mér, að ég á engan að kalla vanhelgan eða óhreinan." Símon Pétur Jóhannesson. Postulasagan 10:28 Samhjálp hvítasunnumanna var stofnuð 31. janúar 1973. I tilefni afmælisins verður haldin hátíðarsamkoma í samkomusal stofnunarinnar, Þríbúðum, Hverfisgötu 42 í Reykjavík í dag kl. 16.00. Hún verður að mestu leiti í höndum skjólstæðinga Sam- hjálpar. Stjómandi Agúst Olason. Samhjálparkórinn mun leiða almennan söng. Ásta Jónsdóttir talar fyrir Dorkaskonur. Gunnbjörg Óladóttir syngur einsöng. Samhjálparvinir lesa ritningarorð og segja frá reynslu sinni. Ávörp flytja: Frú Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra. Frú Lára Bjömsdóttir, félagsmálastjóri Reykjavíkurborgar. Óli Ágústsson, forstöðumaður. Að samkomu lokinni er öllum samkomugestum boðið að þiggja kaffi og létt meðlæti í nýju kaffistofunni á Hverfisgötu 44. pét fomhjolp Samhjálp biður vini sína, skjólstæðinga fyrr og síðar, velunnara og annað stuðn- ingsfólk, að veita sér þá ánægju að koma og taka þátt í afmælissamkomunni. nt / <.— ...................T"""" .......... ...'.............. péJ' Somhjólp „Konungurinn mun þá svara þeim: „Sannlega segi ég yður, það allt, sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér"." Mt. 25:40

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.