Morgunblaðið - 01.02.1998, Page 22
22 SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1998
MORGUNB LAÐIÐ
NÝR leikritahöfundur kemur fram
á sjónarsviðið í dag þegar leik-
hópurinn Snúður og Snælda frum-
sýnir ieikritið Maður í mislitum
sokkum.Maðurinn á bakvið verkið er lög-
fræðingurinn Arnmundur Backman, en
kannski var ekki á margra vitorði að hann
fengist við leikritaskrif í hjáverkum.
Arnmundur hefur á undanförnum árum
mátt takast á við erfiðan sjúkdóm sem
breytt hefur lífí hans á flesta lund, m.a.
þannig að meiri tími hefur gefist til ritstarfa
en áður. Hann segist þó eiga mjög auðvelt
með að tímasetja upphafið á skriftum sínum,
það hafi verið árið 1987 í kjölfar þess að
hann hætti að reykja.
„Þá fór ég að vakna útsofinn klukkan 4-5
á morgnana og hafði ekkert að gera við
þennan morguntíma, engir aðrir vaknaðir
og blöðin ekki komin. Svo ég settist við
skrifborðið, tók lokið af pennanum og byrj-
aði að rissa upp eitthvert innra röfl sem
hafði sótt á mig. Ég hef alla tíð haft mjög
gaman af að segja frá og
notið þess að vera í félags-
skap við aðra og láta
gamminn geisa. Ég hef
gaman af að lesa Iíka, eink-
anlega það sem byrjar vel
og endar vel, en hef minna
gaman af því sem byijar
illa og endar jafnilla. Þarna
liggur upphafið að skrifum
mínum og úr því varð bók
tveimur árum síðar.“
Alvarlegur undirtónn
Bókin sem Arnmundur
vísar til heitir Hermann og
lýsir sálarástandi heimilis-
föður í Reykjavík síðustu
vikurnar fyrir jól, þegar
allt er eftir og aUt á að ger-
ast á mettíma. „I bókinni er
auðvitað grafalvarlegur
undirtónn sem er þjóðfé-
lagsástandið og neyslusam-
félagið, sem ég reyni að
lýsa á grátbroslegan hátt,
því mér er ekki lagið að
skrifa alvarlegan hlut og er
sjálfur þannig að það grát-
broslega gengur nær mér
en það sem er beinlínis
grátandi,“ segir Arnmund-
ur.
Lokakafli bókarinnar um
Hermann varð svo Arn-
mundi yrkisefni í leikrit
fyrir tæpum tveimur árum
en þá samdi hann gaman-
leikrit er gerist á heimili
pípulagningamannsins Her-
manns á sjálfan aðfanga-
daginn. Þetta leikrit hlaut
titilinn Blessuð jólin og var
kynnt með leiklestri i Þjóð-
leikhúsinu síðastliðið vor.
Ekki löngu eftir Hermann
sendi Arnmundur frá sér
aðra sögu sem ber heitið
Böndin bresta og fjallar um
það þegar stórfjölskyldan
sundrast við þjóðfélags-
breytingar sem áttu sér
stað í íslensku þjóðfélagi
um miðja öldina. „Ég hafði
ákveðin fordæmi í huga og
óneitanlega hefur starf mitt sem lögfræð-
ingur í yfir 20 ár opnað mér svo margar
hliðar á mannlífinu. Það er ekki síst það sem
hefur vakið upp í mér löngunina til þess að
skrifa. Manni lærist að litróf mannlegra
kennda er óendanlegt og það er allt jafn
merkilegt. I þessari sögu var ég að lýsa hlut-
skipti gamals manns sem býr einn í kvisther-
bergi í stórborg en var áður aðalmaðurinn í
sinni sveit.“
Skemmtilegt form
Arnmundur segir að eftir að Böndin bresta
kom út hafi hann að mestu lagt skriftir á
hilluna þar til veikindin urðu til þess að
hann sneri sér að skriftunum á nýjan leik.
„Ég hef orðið að taka hlutunum með tals-
vert meiri ró en áður, en vinn engu að síður
fullan vinnudag við lögfræðifyrirtæki mitt.
Það má orða þetta þannig að ég hafi látið
yngri mönnunum sóknina eftir en standi
sjálfur í markinu.“ Rólegheitin voru þó ekki
meiri en svo að ekki leið á löngu þar til leik-
ritið Maður í mislitum sokkum lá fyrir en
þar tók Arnmundur að nokkru leyti upp
þráðinn úr bókinni Böndin bresta en persón-
ur leikritsins eru allar komnar á efri ár.
Leikhópurinn Snúður og Snælda er leik-
hópur hóps eldri borgara sem fyrir
nokkrum árum tóku sig saman og stofnuðu
áhugaleikfélag sem í sjálfu sér er ekki f frá-
sögur færandi nema fyrir þá sök að allir
meðlimir hópsins eru komnir á eftirlauna-
aldur. Það setur hópnum vissulega nokkur
takmörk í leikritavali en að sögn Sigrúnar
segir Arnmundur Backman lögfræðingur.
á þvf að heilsan getur bilað hvenær sem er,
hjá hveijum sem er. Þegar ég hef sigrast á
mínum veikindum er ábyggilegt að afstaða
mín verður gjörbreytt. Boðskapurinn í báð-
um leikritunum er sá að hvert einasta
augnablik Iífsins er þúsund sinnum merki-
legra en dauðinn og maður hefur þá skyldu
við lífið að láta sér ekki leiðast. Það sem
skiptir máli er að vera jákvæður og bíta svo
á jaxlinn eftir því sem við á hverju sinni.
- En er það nokkuð sjálfsagt að öðlast
slíka sýn á lífið þegar andstreymið mætir
manni?
„Kannski er það ekkert sjálfsagt. Það er
vafalaust hægt að vera leiðinlegur í upphafi,
á meðan og í endann! Nei, það er ekki mitt
eðli. Ég kann það ekki. Þar að auki er ég
þannig innréttaður að stundum finnst mér
brosið miklu sorglegra en gráturinn. Svo er
auðvitað ljóst að bros tengir fólk betur sam-
an en nokkuð annað.“
- Hefur þessi lífsskoðun fylgt þér alla tfð?
„Ég hafði ekki mjög mótaða skoðun á
þessu áður. Auðvitað hefur mér alltaf fund-
ist lífið verðmætt en það sem sækir á mig
núna er hversu fjölbreytt það er. Heilbrigð-
ur maður veltir ekki veikindum eða heilsu-
leysi svo mjög fyrir sér, ekki einu sinni ell-
inni, sem af mörgum er álitin veikindi líka
og er hluti af heilbrigðiskerfinu. En ekkert
líf er svo aumt að það eigi ekki fullan rétt á
sér. Og tilfinningar veikra og aldraðra eru
nákvæmlega jafn merkilegar og allra ann-
arra. Það eiga allir heimtingu á ást og um-
hyggju og að tekið sé mark á þeim.“
Skáldsaga
í smi'ðum
- Ein persónan í leikrit-
inu segir að manni líði best
innan um jafnaldra sína.
Morgunblaðið/Knstinn Einhvern tíma var sagt að
til að halda sér ungum eigi
þeir eldri að vera innan um
sér yngra fólk.
„Eg held að það sé bara vitleysa. Innanum
jafnaldra sína finnur maður best hvað mað-
ur er unglegur. En það má samt ekki skilja
það þannig að leikritið um gamla fólkið sé
sérstaklega skrifað fyrir eldri borgara. Alls
ekki. Ég held að það eigi erindi við alla. Ef
mér hefur tekist það sem ég ætlaði mér þá
er þetta einhvers konar óður til lffsins á öll-
um aldri. Lífið er stórmerkilegt fyrirbæri og
maður á að líta á það sem hreina gjöf. Nei,
nú er ég orðinn alltof hátíðlegur. En óneit-
anlega fer þetta samt að leita á mann þegar
maður stendur frammi fyrir andstreymi
veikinda.“
- Má kannski eiga von á þriðja leikritinu
frá þér?
„Það getur vel verið, en núna er ég með
skáldsögu í smíðum og er langt kominn með
hana, hvað sem úr henni verður. Ég nota all-
ar mínar frístundir til skrifta og fæ ákafiega
mikla útrás með því. Það líkist helst inn-
hverfri íhugun, að kafa svona inn í sjálfan
sig.“
- Heldurðu að að þú hefðir fundið höfund-
inn í sjálfum þér ef aðstæður hefðu verið
öðruvísi?
„Ég held ekki. Ég hef alltaf verið vinnu-
fíkill og allur minn tími fór í lögfræðistörfin.
Lögmannstarfið er þannig að maður tekur
vinnuna gjarnan með sér heim, er á sífelld-
um þönum og lítill tími gefst fyrir aðra
hugsun. Nei, ég hefði ábyggilega ekki gert
þetta ef ég hefði ekki þurft að hægja á mér.
Skriftirnar koma í staðinn fyrir hlaupin."
Deilt um erfðarétt
- Af hveiju valdirðu að skrifa um aldr-
aða?
„Ég er að fjalia um þjóðfélagshóp sem að
mörgu leyti á undir högg að sækja.
Styrkur beggja leikritanna er að grínið og
aðstæðurnar eiga sér mjög fasta undirstöðu
í raunveruleikanum. Persónurnar eru raun-
verulegt íslenskt alþýðufólk.
Þetta er ekki bara sprell og hlaup, það er
satt. Ég er kominn af verkafólki í báðar ætt-
ir, mín æska var innan um verkafólk og ég
þekki fátæktarbasl af eigin raun úr bernsku.
Ég byggi mína þjóðfélagsafstöðu að miklu
leyti á þessum uppruna. Fólkið mitt var
ákaflega róttækt og ég kynntist mjög
snemma umræðu og þátttöku í stjórnmálum
og stéttabaráttu. Afstaða mfn til þjóðfélags-
ins speglast vafalaust í skrifum mínum. í
leikritinu um gamla fólkið er ég jafnframt
að velta fyrir mér þeirri stöðu sem kemur
upp þegar sæmilega efnaður miðstéttarmað-
ur tekur aðra stefnu í lífinu
á gamals aldri en afkom-
endurnir vildu helst.
I leikritinu er þessu
þannig stillt upp að harð-
fullorðin börnin verða
áhyggjufull þegar pabbi
gamli fær nýstárlegar hug-
myndir um hvemig best sé
að eyða elliárunum. Honum
dettur nefnilega í hug að
kannski geti hann notað
fjármuni sína sjálfum sér til
ánægju áður en öllu er lok-
ið. Börnunum hans líst væg-
ast sagt ekki á blikuna þeg-
ar hann viðrar þessar hug-
myndir.
Ég er svoh'tið að fílósó-
fera um erfðaréttinn, en
það eru mörg dæmi um fjöl-
skyldur sem hafa splundr-
ast vegna deilna um slík
mál.“
- Þarna skilar reynslan
af lögmennskunui sér
greinilega.
„Lögmannsstarfið er
ákaflega merkilegt að
mörgu leyti. Maður fær svo
fjölbreytta mynd af lífi og
vandamálum fólks. Við-
fangsefni lögfræðinnar er
maðurinn sjálfur og staða
hans í þjóðfélagi sem verð-
ur alltaf flóknara og flókn-
ara. Fólk er orðið alveg
uppgefið á þeim flækjum
sem það getur lent í ef það
Iendir í vandræðum við
kei-fið.“
- Eða eins og sagt er í
Ieikritinu þá þarf maður
helst að vera alveg stálsleg-
inn til komast lifandi í
gegnum heilbrigðiskerfið.
„Einmitt."
NOTA allar mínar frístundir til að skrifa,“
Pétursdóttur, talsmanns hópsins, er leikrit
Arnmundar.....eins og klæðskerasaumað
fyrir okkur...“, enda segir þar frá hópi elli-
lífeyrisþega sem situr uppi með ókunnugan
jafnaldra sinn sem hefur orðið fyrir því
óláni að missa minnið. Atburðarásin snýst
svo um að komast að því hver maðurinn er,
hvar hann á heima og hvort einhver gerir
tilkall til hans. AUt er þetta sett fram á gam-
ansaman og mannlegan hátt, en þó þannig
að ýmsar áleitnar spurningar vakna um lífs-
kjör og aðstæður eldra fólksins.
- En hvers vegna fórstu að skrifa leikrit?
Ég hef alltaf haft ánægju af að fara í leik-
hús og fylgst nokkuð vel með á þeim vett-
vangi. Þegar svo systir mín, Edda Heiðrún,
hóf að starfa við leikhús fór ég að veita
þessu formi meiri eftirtekt en áður og hugsa
um það á annan hátt. Ég komst fljótt að því
að þetta er ákaflega skemmtilegt form og
gefur þeim sem hefúr sterka sýn á aðstæður
svo mikla möguleika. Það er ekki nóg að
segja sögu og búa til fléttu heldur þarf mað-
ur sífellt að hugsa um alla aðra sem eru
þátttakendur í atburðarásinni. Þetta er dá-
lítið púsluspil og mér fannst það mjög heill-
andi strax í upphafi."
Elli álitin veikindi
Undirtónninn í báðum leikritunum
er h'fsgæðakapphlaupið og hvern-
ig fólk lætur lífið renna framhjá
sér. - Er þetta rétt lýsing?
„Já, og ég get fúslega játað að þetta efni
hefur sótt meira á mig eftir að ég áttaði mig
Brosið tengir
okkur best
_____Arnmundur Backman lögmaður hefur_
gefíð sig að ritstörfum í auknum mæli undanfarin ár.
Hann sagði Hávari Sigurjónssyni frá skrifum sínum
og hvað liggur að baki.